Tíminn - 21.09.1991, Side 4
12
HELGIN
Laugardagur21. septeember 1991
HALLI. LADM OQ ffiSSI
ásamt Bíbí og Lóló í 5 stjömu
KABARETT Á SÖGU
FYRSTA SÝNING 28. SEPTEMBER.
Sýningin sem fyllti Súlnasalinn öll laugardagskvöld
seinni hluta vetrar sýnd fram til nóvemberloka.
OPINN DANSLEIKUR
Þrírétta veislukvöldveröur FRÁ KL. 23.30 TIL 3.
(val á réttum) Hljómsveitin Einsdæmi leikur
Skemmtun og dansleikur:
Verö kr. 4.600
Tilboðsverð á gistingu.
Sími 91-29900
Grænt númer: 996099
Ratsiraka forseti. Fyrrum korvettuskipstjóri er tók völdin i hallar-
byltingu.
Nýir tímar í vænd-
um á Madagaskar
Þar mynda kirkjudeildirnar kjarna andst.
gegn einvaldinum Ratsiraka
Á eyjunni stóru undan suöaust-
urströnd Afríku, Madagaskar,
bregst ekki að allt byrji og endi
með bænagjörð, og þannig er það
í Antananarivo eins og annars
staðar. Á 13.-maí-torginu safnast
múgur manns saman dag hvern,
fólk er þráir breytingar. Það læt-
ur þó ekki bregðast að syngja
sálm áður en pólitíska þrasið
hefst. Þegar Didier Ratsiraka for-
seti lætur svo lítið að veita nokkr-
um kirkjuhöfðingjum áheyrn í
vfggirtri höll sinni í Iavoloha, þá
er lesin bæn f upphafi viðræðn-
anna og aftur er þeim iýkur.
Eins gengur það til þegar stjómar-
flokkamir og fulltrúanefnd stjómar-
andstöðunnar fást til að tala saman.
Og hvar er rætt saman? Hvar nema í
Falda, sem er miðstöð kaþólskra á eyj-
unni undir vemd Ráðs kristinna safn-
aða (FFKM). Andstöðuöflin, sem
starfa undir nafninu „Hery velona",
hafa skírt undirróðursstarfsemi sína
„herförina til Jeríkó", og ljá baráttu
sinni þannig nafn úr Gamla testa-
mentinu.
„Eyjan rauða“
Samt er það koparinn í jarðveginum
en ekki litur biskupskápu kardínál-
anna, sem hefur aflað Madagaskar
auknefnisins „eyjan rauða", og það er
ekki nema minnihluti 11 til 12 millj-
ón manna sem játar kristna trú. En
ekkert sem máli skiptir er gert nema í
nafni kirkjunnar — kaþólsku kirkj-
unnar, anglikanakirkjunnar eða lút-
hersku kirkjunnar. Svo ekki sé
minnst á að án blessunar kirkjunnar
má ekkert framkvæma. Eru þetta leif-
ar frá nýlendutímanum? Ekki ein-
vörðungu. Reyndar náðu Englending-
ar og Frakkar þama yfirráðum með
tilstyrk trúboðsstarfs á fyrri öld. En
strax er Frakkar höfðu treyst völd sín
á Madagaskar árið 1896, tóku einmitt
prestamir að vekja þjóðemislega vit-
und landsmanna — mótmælenda í
borgunum en kaþólikka í sveitum.
En hvort sem Madagaskar-maðurinn
játar „innflutta" trú eða trú feðra
sinna, eða daðrar við báðar, þá hefur
hann næma tilfinningu fyrir því heil-
aga. Á sunnudögum á vetmm flykkj-
ast menn í fátækrahverfinu Anosibe í
J ÞAÐ ER BARA BÆJARLEIÐ í BORGARNES V
\
KomiÖ við í einni glæsilegustu
þjónustumiðstöÖ landsins.
Opið frá kl. 8-23.30 alla daga.
KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA - OLÍUFÉLAGIÐ HF.
Rjörbúð með miklu matvöruúrvali - Veitingasalur -
Greiðasala - Olíu- og bensínsala - Útibú Sparisjóðs
Mýrasýslu - Upplýsingamiðstöð ferðamanna - Úrvals
snyrtiaðstaða með skiptiborði fyrir kornabörn.
r