Tíminn - 21.09.1991, Síða 5
Laugardagur21. september 1991
HELGIN
13
höfuðborginni til kirkju klukkan 7 á
morgnana, án þess að láta kuldann á
sig fá. Þurr hósti kvefaðra bama er
það eina sem truflar andaktina undir
messunni.
Allt verður að lúta einhverju trúar-
legu formi. Þegar piltar úr fjölskyld-
um, sem fylgja Sakelimihoajori (fylk-
ingu trúaðra múslíma), láta skrá sig
til herþjónustu, verða þeir að sverja
Ratsiraka forseta trúnaðareið með því
að Ieggja hönd á hebreska biblíu. í
eiðstafnum segir að hver sem rjúfi
eiðinn sé bölvaður í fjórða ættlið, og
er þetta vitanlega fengið úr Gamla
testamentinu. En Guð þekkir sína.
En „Sakeli“-menn hafa sín ráð og
klæða mótmælendatrúfræðin í annan
búning. Á einni af samkomum þeirra
blasir við stytta af Kristi með eyjuna
Madagaskar undir handleggnum, og á
fótstallinn er ritað: „Ratsiraka traðkar
á okkur. Bjarga oss, herra!" í öðrum
löndum hefði þetta máske vakið bros,
en ekki hér, þar sem enginn dregur í
efa hlutverk Ráðs hinna kristnu safn-
aða sem samviska „þjóðarinnar." Eng-
in stjómvöld hlæja að slíku og síst
þessi kúgunarstjóm korvettuskip-
stjóra nokkurs, sem hófst til valda í
hallarbyltingu 1975. Kirkjan er eina
skipulega andstaðan gegn honum.
Ráð safnaðanna varð líka að taka á
honum stóra sínum þegar „Didier'*
reyndi að þagga niður í helstu and-
stæðingum sínum með því að svipta
þá stöðum sínum og lækka laun
þeirra. „Didier" er marxisti og í ár-
anna rás hefur tilraunastarfsemi hans
leitt til öngþveitis og örbirgðar, sem
vakið hefur vaxandi gagnrýni. f um-
burðarbréfum frá biskupum kirkju-
deilda innan FFKM hefur eymdin,
ranglætið, mismunun kynþátta og rit-
skoðunin verið fordæmd. Til allrar
hamingju er nokkur breyting að verða
á, og sjónvarpið hefur vogað sér að
birta texta þar sem biskupamir for-
Íeinni af samkomum Ráös kirkjudeildanna.
æma stjómina sem óferjandi. Kaþ- stjómarskrármálefni. Svo á að heita,
ólska vikublaðið „Lakroa" agnúast
eitthvað út í stjómina og spillinguna í
hverju hefti. Fyrir forgöngu FFKM var
sett á laggimar nefnd 1989 til þess að
fylgjast með framkvæmd kosning-
anna þá. Samt tókst varðliðum að
tryggja „Didier" kosningu til sjö ára á
ný. En nefndin takmarkaði sig ekki
við það að benda á kosningasvikin,
heldur hefur hún einsett sér að
„kenna" landsmönnum lýðræði. „Erf-
itt verk bíður kristinna manna.
Fimmtán ára harðstjóm hefur orðið
til þess að fólk er bókstaflega hætt að
geta hugsað. Það er alvarlegra mál en
þótt kjörkassarir séu tæmdir á laun."
Nú hafa guðsmennimir afklæðst
prestsskrúðanum og ganga fram fyrir
skjöldu sem málamiðlunarmenn. Tví-
vegis hefur FFKM bjargað viðræðun-
um í Falda úr sjálfheldu. Þann 19. júlí
sl. boðaði nefnd þriggja flokka til ráð-
stefnu um framtíð þjóðarinnar, sem
stjómvöld taka þátt í en vilja þó ekki
nefna „skoðanaskipti". Menn láta sem
gleymt að á fyrra ári lét einræðisherr-
ann sem hann vissi ekki af tveimur
þingum Ráðs kirkjudeildanna um
að væntanleg ráðstefna í desember sé
hin fyrsta um þessi mál. En samt er
hér um skref fram á við að ræða.
Það er ekki öfundsvert hlutverk
samningamanna Ráðs kirkjudeild-
anna, sem nú þurfa að stökkva ilm-
vatni á endalok ríkisstjómar „Didi-
ers“, þegar andstaðan er að því komin
að ná fram markmiðum sínum. Hafi
Ratsiraka lengi haft hom í síðu ráðs-
ins, er það vegna þess að hann ásakar
það um að hafa komið andstöðuöflun-
um á fót. Þá þykir honum illt er ráðið
lagði til fund hans með samtökunum
Heru velona, og bjóst við að markmið-
ið væri að koma á fót skrílræði.
Nú spyrja menn í hve marga hluta
FFKM muni deilast. Allir skipta sér af
baráttunni með einhverjum hætti.
Svo er um kaþólsku kirkjuna. Kunn-
ingi Ratsirakas og forseti biskuparáðs-
ins, Antseranana erkibiskup, mun þó
ekki taka þátt í henni. En aðra dreym-
ir um það, eins og þeir ella þættust
eiga á hættu að andstöðuöflin snemst
gegn þeim. Er samtímis hægt að
halda friðinn og vera málsvari undir-
okaðra?
I ENWOOD Chef
er kostagrípur
Fáanlegir aukahlutir:
□ Blandari
□ Grænmetisrifjárn
□ Hakkavél
□ Safapressa
□ Kartöíluílysjari
□ o.fl.
Innifalið í verði:
□ Þeytari
□ Hnoðari
□ Hrærari
Verö kr. 22.201 stgr.
HEKLA
LAUGAVEGI 174
S. 695500/695550
SKQIA
OSTUR
í KÍLÓPAKKNINGUM
MEÐ15% AFSLÆTTI
0(3 ÞU SPAPAR
VAR: 7S>7-KR./KG
VERDUR: 667.- KR./KG