Tíminn - 21.09.1991, Side 6
14
HELGIN
Laugardagur21. september 1991
„ „ivJ
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
Deidre Hunt missti
kjarkinn, en tók
það að sér að finna mann
sem var
reiðubúinn að drepa
gegn greiðslu.
Það er vandasamt verk
að fremja morð svo
vel fari. Þess vegna
ákváðu Deidre og
Kosta að halda
lokaæfingu og tóku
hana upp á myndband.
Það er alltaf betra að
koma vel undirbúinn að
því sem gera þarf.
En þrátt fyrir æfinguna
lifði fórnarlambið af
árásina og allt fór út um
þúfur.
Konstantinos Fotopouios var gráðugur með afbrigðum og leigu
morðingjarnir treystu honum ekki.
Bærinn Daytona Beach á Flórída var
svo friðsæll laugardagsmorguninn
4. nóvember 1989 að það virtist með
ólíkindum. Allir nátthrafnamir voru
horfnir til síns heima og meira að
segja vændiskonurnar höfðu ákveðið
að nú væri komið nóg.
Vegalögreglumaður nokkur geisp-
aði og var ánægður með að ekkert
hefði gerst um nóttina til að raska
rónni. En hann hafði varla hugsað
þessa hugsun til enda þegar tilkynn-
ing um skotárás barst honum um
talstöðina.
Hann var sendur til 2505 North
Halifax, en það heimilisfang var í
auðmannahverfi. Þegar lögreglu-
maðurinn kom á áfangastað minnti
húsið ffemur á höll en venjulegt
heimili.
Hann hafði varla náð að leggja bif-
reiðinni þegar maður á nærfötunum
einum fata hentist út úr húsinu.
Hann hrópaði eitthvað um að systir
hans hefði verið otin. Erfitt var að
fá samhengi í ,ö sem maðurinn
hrópaði, en eitt! íð var það um að
mágur hans hefði skotið einhvem.
Smám saman tókst að fá botn í
sundurlaust tal mannsins og var
helst á honum að heyra að „einhver"
hefði komist inn í húsið og hefði
skotið systur hans í höfuðið. Síðan
hefði eiginmaður fómarlambsins
(mágur æsta mannsins), Konstant-
inos Fotopoulos, skotið innrásar-
manninn. „Hann er ennþá inni,“
bætti hann við.
Skaut á skuggamynd
Að þeim orðum töluðum kom Foto-
poulos út úr húsinu og slóst í hópinn
sem hafði safnast þar saman, rann-
sóknarlögreglumenn og starfsmenn
tæknideildar voru komnir á staðinn.
Fotopoulos vísaði lögreglunni inn í
húsið og inn í svefnherbergið þar
sem Lisa kona hans var.
Lögreglan hafði þegar girt af svæð-
ið og lögreglumenn sáu til þess að
sjúkralið ætti greiðan aðgang að
húsinu til að sækja Lisu. Þó svo að
Lisa hefði verið skotin í höfuðið var
ennþá lífsmark með henni og læknar
töldu við fyrstu sýn að hún ætti þó
nokkra möguleika á að lifa af.
Tæknimennirnir hófust nú handa
við að rannsaka vettvang. Innrásar-
maðurinn lá látinn á svefnherbergis-
gólfinu. Hann var með litla skamm-
byssu í hægri hendi og með fingur á
gikknum.
Eftir að tæknimennimir höfðu ljós-
myndað og skoðað herbergið tók
rannsóknarlögreglumaður byssuna
varlega úr hendi hins látna og sendi
hana til rannsóknarstofunnar. Fjög-
ur tóm skothylki fundust á gólfmu.
Skilríki fundust í veski hins látna og
leiddu þau í Ijós að hann var frá
Ohio, hét Bryan L. Chase og var 18
ára.
Lögreglan hóf nú að yfirheyra Kosta
Fotopoulos. Kosta, sem var af grísk-
um ættum og 30 ára gamall, skýrði
frá því að hann hefði verið sofandi
ásamt konu sinni, sem var 29 ára og
einnig af grískum ættum. Hann
sagðist hafa vaknað við skothvelli.
Hann kvaðst strax hafa gert sér
grein fyrir að Lisa hefði verið skotin,
og við rúmið hennar megin sá hann
skuggamynd af manni. Hann teygði
sig varlega niður á gólfið þar sem
byssan hans lá. Hann vatt sér síðan
eldsnöggt við og hleypti af fimm
skotum á skuggamyndina. Síðan
kveikti Kosta Ijósið. Rúmið var þakið
blóði Lisu. Innrásarmaðurinn hafði
fallið fyrir skotunum og lá á gólfinu.
Kosta sá að hann hreyfði sig og skaut
því einu skoti til viðbótar. Um leið
hrópaði hann til mágs síns og bað
hann um að hringja á lögreglu og
sjúkralið.
Nágrannakona úr næsta húsi gaf
sig fram við lögregluna og kvaðst
hafa heyrt hávaða; hún vildi þó ekki
sverja að um skothvelli hefði verið
að ræða, en sagðist örugg um að það
hefði verið klukkan 4:52.
Lögreglan ræddi við bróður Lisu.
Hann sagði að hann hefði ekki getað
sofið og hefði því farið niður í eldhús
til þess að fá sér mjólkurglas. Hann
hefði síðan farið inn til sín og sofnað.
Skömmu síðar hefði hann vaknað
við byssuskot, sem hann taldi að
væru utandyra þar til Kosta hrópaði
til hans og bað hann að kalla á hjálp.
Þá komst hann að því að systir hans
hafði orðið fyrir skoti og meira sagð-
ist hann ekki muna.
Paul Crowe lögregluforingi hafði
verið utanbæjar þegar árásin átti sér
stað, en um leið og hann kom aftur
og frétti af atburðum hraðaði hann
sér til sjúkrahússins til fundar við
Lisu. Hann þekkti hana og fjölskyldu
hennar vel. Þau höfðu eitt sinn starf-
að saman að bæjarmálum og honum
var annt um heilsu hennar. Lisa
skýrði honum frá því sem gerst hafði
og lagði til mikilvægar upplýsingar
fyrir rannsóknina.
Næstu klukkustundir fóru í það að
afla margvíslegra gagna. Slóð byss-
unnar var rakin. Það tók talsverðan
tíma, því byssan hafði gert víðreist
og oft skipt um eigendur. Þó komst
það upp að lokum að henni hafði
verið stolið úr bifreið síðasta eig-
anda.
Ekki er allt sem sýnist
Chuck Evans hafði nú tekið við
rannsókn málsins og það var margt
sem honum fannst ekki koma heim
og saman. Honum fannst það grun-
samlegt hversu snöggur Kosta hafði
verið til að skjóta á skuggamynd í
herberginu, og einnig það að hann
hafði haft hlaðna byssu til taks við
rúmstokkinn. Það var ekki eðlileg
framkoma að maður skjóti fleiri
skotum í dimmu herbergi þegar
hann veit að hans nánustu ættingjar
eru í húsinu. Ekki var það heldur
eðlilegt að innbrotsþjófurinn skyldi
láta öll verðmæti á neðri hæð húss-
ins ósnert, en halda rakleitt upp í
svefnherbergið og skjóta Lisu — og
engan annan. Crowe lögregluforingi
var sammála Evans um að þama
væri ekki allt sem sýndist.
Einnig rifjaði lögreglan nú upp að
ítrekaðar tilraunir höfðu verið gerð-
ar til að ræna verslun sem Lisa rak í
miðbænum. Lífi hennar hafði tví-
vegis verið ógnað og hún var þess
fullviss að sami maðurinn hefði ver-
ið að verki í öll skiptin. Þegar hún
var fengin til að skoða myndasafn
lögreglunnar bar hún samstundis
kennsl á manninn, svertingja sem
gekk undir nafninu TJ.
Seint um kvöldið hafði maður sam-
band við lögregluna og kvaðst hafa
ýmsar upplýsingar um skotárásina á