Tíminn - 21.09.1991, Qupperneq 8

Tíminn - 21.09.1991, Qupperneq 8
16 Laugardagur 21. september 1991 í TÍMANS RÁS Vandi Nú þegar margt er um rekstrar- erfiðleika dagblaða rætt — sum- ir segja „litlu“ eða „minni" blað- anna eða þá „flokksblaðanna" — til aðgreiningar frá öðrum blöð- um, sem eru stór og ofan í kaup- ið fullkomlega óháð flokkum, kvikna margar velviljaðar hug- myndir í öllum áttum þeim fyrr- nefndu til viðreisnar. Þeir virð- ast nefnilega fleiri sem ekki vilja að þau hverfi með öllu, þótt þeir séu auðvitað nokkrir, sem óska þeim fj... til, segja að það sé al- veg nóg af þessum blöðum og sér í lagi eigi flokksblöð ekki að fyrirfinnast í allri „óhæðinni“. Það skiptir kannske litlu í þess- ari umræðu þótt hér sé fullyrt að „flokksblöðin“ svonefndu séu alveg jafn opin öllum sjónar- miðum og hin. Þetta vita reynd- ar allir, sem vita vilja. Það hrekk- ur raunar einu dagblaði skammt þótt útgefandinn kalli sig Herðubreið hf. en ekki Lýðræð- isflokkinn eða annað ámóta. Það er skrifað ekki minna af svarta- galli og bulli í blöð í eigu ein- staklinga eða sameignarfélaga en í blöð sem flokkar eiga. „óhæðið" eintómt virðist því ekki einhlítur vegvísir á braut- inni til þroskaðra vitsmunalífs í fjölmiðlun. Þessi er heldur ekki undirrót vanda „flokksblaðanna" og enginn keypti þau hóti frekar þótt þau skiptu um eigendur. Blaðrið um „flokksblöð" er mas manna sem ekkert vita um markaðsmál og mundu fjárfesta „flokksblaðanna" á vitlausum forsendum ef þeir kæmu nærri dagblaðaútgáfu og sennilega hverju öðru sem væri líka. Ástæða rekstrarvanda „flokksblaðanna" er sama eðlis og ef gömul sjoppa fer á hausinn af því að það er búið að stofna tíu nýjar sjoppur í kringum hana. Öllum er sama hver á gömlu sjoppuna eða nýju sjoppumar. Aftur á móti má vera að ein- hverjar af nýju sjoppunum (þær sem ekki fara strax á hausinn — nb!) eigi sér betri ísvél og hafi meira úrval af ávaxtasósum. Úr slíku er þó hugsanlegt ef bæta, ef ráðrúm gefst, sem auðvitað er þó ekki alltaf sjálfgefið að gerist. En margir vilja verða vitni að áframhaldandi útgáfu „flokks- blaðanna“ í einhverri mynd, þrátt fyrir ljandskapar- og úr- töluhjal sumra. Sérstaklega viðra nú margir þá gömlu hug- mynd upp á nýtt að stjómmála- flokkar sameinist um eitt blað, þar sem pólitíkusar láta móðan mása hver á sinni afmörkuðu síðu. (Ekki er nú andstyggðin á flokkapólitíkinni meiri — þrátt fyrir ailt!) En sennilega er hug- mynd þessi ekki alveg raunsæ, þótt hún sé falleg. Skrif um hreina flokkapólitík í „flokks- blöðunum" em jafnaðarlega svo lítil að vöxtum að þau dygðu ekki á daglega síðu, nema sér- stakt átak yrði gert til þess. Önn- ur þjóðmálaskrif gætu nefnilega átt heima í hvaða blaði sem vera vildi og em jafn opin og blöð nú em — og þyrftu þess vegna enga flokkssíðu. Meiru mundi þó skipta að blaði sem þessu yrði óstjómandi. Hversu óháð, sem það að öðm leyti skyldi vera, yrði svo fjölbreytilegum að- standendum aldrei gert til geðs. Ekki aðeins vegna þess að pólit- ískir flokkar ættu í hlut. Stefna og áherslur í dagblaði koma svo ótal mörgu fleiru við en stjóm- málum. Blaðið yrði fyrr en varði einhvers konar óskapnaður, sem enginn vissi hvað sneri upp eða niður á og starfsliðið lenti á taugahælum, það af því sem ekki forðaði sér í tíma. Hver sem úrræði aðstandenda „flokksblað- anna“, „minni blaðanna" eða „litlu blaðanna“ verða, em þessi úrræði ekki meðal hinna álitleg- ustu. En sem betur fer ætti að vera um marga aðra kosti að ræða... Gettu nú Sei, sei, jú. Það var hótelið í Borgamesi sem við spurðum um fyrir viku. Þá er það tígulegt fjall, sem skartar háreistari hamrabeltum en önnur fjöll. Við rætur þess efndu reykvískir verslunarmenn gjama til útiskemmtana seint á fyrri öld og fram á þessa. er OC £ 0 cc C2 «-s 3 <TZ t- cc cr *D ÞC cr X CP o -«C •2. v> 2 cc E o cr 2 «e PÍ o 21 > — Gx t- u- ~2 10 3 <c 2 H V-U Z. Q o B <n >> — 0 s P£ o Q c Q 3: U 0 »-» <r- oc U <T> •3: o [.) | Oj UJ c- •z: T tc uA — Q « c* - L/JH cc w £ ul 0 S VT «c Ul *-> iO E »_ 2 1 3^ l>lq- a: p- 2 r t- u1 VJ VI rO iT) * t’* */) Z JZ. B u. cc b~ <x ftc 0 o V? oq '0 2 E co KROSSGÁTA

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.