Tíminn - 07.11.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.11.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 7. nóvember 1991 Sjómannaverkfall yfirvofandi: Afleiðingarnar gætu orðið mjög alvarlegar Vtrkfall undirmanna á kaupskipum hefst kl. 13:00 á morgun. Með því stöðvast allir flutningar á sjó tii og frá landinu, svo og allar strandsiglingar. Útflytjendur hamast við að koma frá sér vörum og innflytjendur að draga þær til sín. Samband flutningaverkamanna á Norðurlöndum hefur lýst yfír samúðarverkfalli og fá íslensk skip ekki afgreiðslu í höfnum þar. Ef verkfallið dregst á langinn getur það haft giska alvariegar afleiðingar. Málið brennur hvað heitast á út- flytjendum sjávarafurða, Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og íslensk- um sjávarafurðum. Birgðir erlend- is eru litlar. Ræður þar hvort tveggja að veiðar hafa gengið fá- dæma illa síðasta kastið, og með því að allt er flutt með gámum er útflutningur stöðugri en áður var. Ef birgðir þrýtur, er eins víst að út- lendingar komist á bragðið með eitthvað nýtt, í það minnsta væru íslenskar vörur komnar í vörn á harðsóttum markaði. Segja má að öllum fiskkössum f landinu hafi verið safnað saman og þeir sendir úr landi í von um að halda sem mestri fótfestu. „Menn hætta ekki að borða fisk þó sjómenn á íslenskum kaupskipum fari í verkfall. Neytendur leita ann- að og keppinautar okkar ganga á lagið. Það er veruleg hætta á að við töpum mörkuðum. Og síðan verð- ur að koma í ljós hversu vel gengur að vinna þá aftur," segir Bjarni Lúðvíksson, framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Bjarni bætir við að hraðfrystihús- in, sem standa að Sölumiðstöðinni, eigi vitaskuld í erfiðleikum eins og flest önnur slík í landinu. Verkfall- ið yrði ekki til að bæta ástandið. Húsin sitja uppi með vöruna, fram- Ieiðslukostnaðinn, geymslukostn- að og vexti, en fá engar tekjur f staðinn. Þetta á vitaskuld við alla fiskvinnslu í landinu. Mikið hefur verið að gera hjá skipafélögunum, Samskip og Eim- skip, þessa síðustu daga fyrir verk- fall. Það á einkum við um útflutn- ing. Þórður Sverrisson, forstöðu- maður flutningasviðs Eimskips, segir að mikið hafi verið að gera bæði við að breyta áætlunum skipa félagsins og að koma verðmætum úr landi sem annars lægju undir skemmdum. „Verkfallið hefur gífurleg áhrif. Uppi á íslandi horfa menn kannski helst á röskunina í flutningunum til og frá landsins. En verkfallið raskar flutningaþjónustu okkar, sem tekið hefur langan tíma að byggja upp; flutninga á Ermar- sundinu, flutninga milli Bretjands og Þýskalands, frá Nýfundnalandi til Evrópu, flutninga milli Skand- inavíu og Færeyja. Starfsmenn Eimskips hafa haft mikið fyrir þessari uppbyggingu. Þetta eru viðkvæmir markaðir og menn taka ekki mikið mark á þeirri afsökun að íslenskir sjómenn séu í verkfalli. Það getur valdið okkur óbætanlegu tjóni,“ segir Þórður um áhrif verk- fallsins á Eimskipafélagið. Áhrifin á Samskip verða tæpast minni. Allir þeir, sem flytja út vörur, eru svona nokkurn veginn í þessum sporum. Ef verkfallið dregst á lang- inn, geta markaðir tapast. Inn- flutningur leggst að sjálfsögðu líka af, en kaupmenn eru sæmilega birgir. Þá er ómögulegt að segja hversu illa verkfallið leikur illa stæð útflutningsfyrirtæki, sem reyndar á við um flest fiskvinnslu- íyrirtæki, eins og Bjarni Lúðvíks- son benti á. Eitt er víst: Verkfallið getur haft alvarlegar afleiðingar, hversu mikinn rétt sem það á ann- ars á sér. -aá. A SOLUSKRA ASKJA Að sögn Guðmundar Einarssonar, forstjóra Ríkisskipa, hefur fyrirtækið sett strandferðaskipið Öskju á söiu- skrá, eins og ráðherra óskaði eftir. Engar fyrirspumir hafa enn komið um skipið. Guðmundur sagði að engar stefnumarkandi ákvarðanir hefðu enn verið teknar um rekstur- inn eftir áramótin og þar af leiðandi hefði enn sem komið er engu starfs- fólki verið sagt upp. „Það tekur sinn tíma að selja skip og engan veginn er víst að það seljist fljótt og þá er náttúrlega spuming hvað á að gera við skipið. A að láta það Iiggja eða á að sigla því áfram?" sagði Guðmundur í samtali við Tím- ann. -PS Ríkisstjóm íslands: Fordæmir aðgerðir Serba í Króatíu Ríkisstjóm íslands hefur samþykkt ályktun þar sem hemaðaraðgerðir Serba á hendur Króah'u eru harðlega fordæmdar og skorað á hlutaðeigandi aðila að stöðva nú þegar beitingu vopna- valds og forðast frekari blóðsúthelling- ar. í ályktuninni segir orðrétt „Deilumar í Júgóslavíu verður að leysa á grundvelli ákvæða Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu um sjálfsákvörðun- arrétt þjóða, landamæri og réttindi þjóð- emisminnihluta. Breytingar á landa- mærum með vopnavaldi eru í andstöðu við gagnkvæmar skuldbindingar aðild- amkja RÖSE. Af hálfu íslenskra stjóm- valda verða slíkar breytingar undir eng- um kringumstæðum viðurkenndar. íslensk stjómvöld lýsa yfir fúllum stuðningi við friðarumleitanir Evrópu- bandalagsins í umboði RÖSE og telja friðaráætlun þess æskilegan gmndvöll að friðsamlegri lausn deilunnar. Við- brögð Serba við friðaráætluninni sýna skort á vilja til að leysa deiluna með frið- samlegum hætti. Lýðveldin Slóvenía og Króatía hafa með lýðræðislegum hætti lýst yfir sjálfstæði. Verði hemaðaraðgerðir ekki stöðvaðar er óhjákvæmilegt að hið alþjóðlega sam- félag grípi til frekari aðgerða f því skyni að stuðla að lausn átakanna.“ -EÓ Kirkjubæjarskóli á 20 ára afmæli Laugardaginn 9. nóvember kl. 15:00 ið til kaffisamsætis. verður 20 ára afmæli Kirkjubæjarskóla Afmælisárgangar ávarpa gesti, gengið á Síðu haldið hátíðlegt og núverandi verður um ganga og myndir nema og og fyrrverandi nemendum, starfsfólki myndasýning úr starfi skólans skoðað- og öðmm aðstandendum skólans boð- ar. Þá er Héraðsbókasafnið opið. -aá. Búraveiðar hér við land og utan ísl. fiskveiðilögsögu vekja vonir, en Nýsjálendingar veiða um 60.000 tonn á ári: Nýr nytjafiskur við ísland? Veiðar togarans Klakks frá Véstmannaeyjum á djúpsjávarfisknum búra hafa vakið athygli, enda landaði skipið 40 tonnum af þessum fiski í vikunni. Búri er utan kvóta, en hann hefur ekki verið veiddur í neinu magni hér við land áður. Þannig sagði Haildór Þorsteinsson hjá Aflakaupabankanum að þangað hafi nær ekkert komið af þess- um físki. Búri er þó vel þekktur matfiskur eriendis og búri, sem Klakkur fékk í fyrri veiðiferð og seldur var á Prakklandsmarkaði, fór á 110 kr. kflóið. Ekki hefur fengist uppgefið hvar Klakkur veiddi fiskinn, en hann virðist halda sig djúpt og á litlum blettum, þannig að erfitt getur reynst að hitta á hann. Hjörtur Her- mannsson, útgerðarstjóri í Vest- mannaeyjum, sagði þó að Klakkur hefði verið í íslenskri lögsögu þegar hann fékk þessi höl. Aðspurður um hvort útgerðin myndi sækja í þessa tegund með meiri krafti, sagði Hjörtur að þeir væru alltaf að leita Ieiða til að lifa, en hins vegar þyrfti miklar tilraunir áður en til þess kæmi að hægt væri að tala um markvissa sókn í þetta. Hjörtur sagði að þeir myndu þó tæplega geta framkvæmt miklar rannsóknir upp á eigin spýtur. Þeir hafi reynt þessar veiðar í vetur og svo aftur núna, og væru að þreifa fyrir sér hvort búrinn gæfi sig frekar á einhverjum ákveðnum árstímum eða hvað væri helst uppi í þessu. Hjörtur sagði að svona kostaði hins vegar bæði fé og fyrirhöfn, en neitaði því ekki að út- gerðin íhugaði að leita eftir stuðn- ingi til að rannsaka þennan mögu- leika nánar. Tíminn hefur fengið upplýsingar um að í sumar voru tvö erlend verk- smiðjuskip að búraveiðum á svæð- inu milli Islands og Skotiands utan fslenskrar lögsögu, og lausafregnir eru á kreiki um að franskt skip hafi fengið um 200 tonn af þessari teg- und utan lögsögunnar á svipuðum slóðum að undanfömu. Ekki fékkst þó fiskisagan af franska togaranum staðfest og að sögn Jóns B. Jónas- sonar í sjávarútvegsráðuneytinu höfðu margir spurst fyrir um þessar meintu veiðar í gær, en ekkert er vitað um hvort sagan á við rök að styðjast. Eins og kunnugt er hafa nokkur ís- lensk skip á seinni árum sótt út fyr- ir fiskveiðilögsöguna í úthafskarfa með ágætum árangri, en ráðuneytið hvatti á sínum tíma skip til að þreifa sig áfram í þeim veiðum með því að veita ákveðnar heimildir í grálúðu aukalega. Að sögn Jóns B. hefur ekk- ert verið um það rætt að gera eitt- hvað svipað varðandi búrann, en hann bendir á að allar aflaheimildir nú séu mun niðurnjörvaðri en fyrir nokkrum ámm. Búri gengur undir ýmsum nöfnum erlendis. A Nýja-Sjálandi og í Ástral- íu kallast hann „orange roughy", en í Frakklandi heitir fiskurinn „berbc“. Hann er mikið veiddur við Nýja-Sjá- land og að sögn Halldórs Þorsteins- sonar hjá Aflakaupabankanum var kvótinn þar um 60.000 tonn á síð- asta ári. Þar hafa menn þróað vinnslutækni fyrir þennan fisk og m.a. var Baader-fyrirtækið í Þýska- landi fengið til að smíða sérstaka vélasamstæðu til að vinna hann, og markaðskynning á þessum fiski í Evrópu hefur verið nokkur. Búrinn vex afar hægt og verður kynþroska um fertugt og margir einstaklingar, sem koma til vinnslu á Nýja-Sjá- landi, eru um eða yfir 100 ára. Það mun viðurkennt í Nýja- Sjálandi að þessi stofn sé ofveiddur, enda endur- nýjunin hæg, og líta menn á þessar veiðar sem eins konar „námagröft“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.