Tíminn - 07.11.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.11.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 7. nóvember 1991 ÚTLÖND Bandaríkjaforseti ætlar að vera heima á næstunni, eftir mikið flakk: George Bush hættur viö aö fara til Asíu í opinbera heimsókn George Bush, forseti Bandaríkjanna, tiikynnti í gær að hann væri hættur við fyrirhugaða ferð sína til Japan, Suður-Kóreu, Singapore og Ástralíu. Ferðalagið átti aö byija annað hvort 27. eða 28. nóvember og standa í 10 daga. Hann ætlaði svo að vera kominn til Hawaii þann 7. desember, þar sem þess verður minnst að þá eru 50 ár liðin síðan Japanir gerðu árás á Pearl Harbour. Bush hefur sætt mikilli gagnrýni heimafyrir vegna mikilla ferðalaga á meðan efnahagsástandið heima fyrir er í mikilli lægð. „Nú þegar efnahagsástandið er í lægð og við þurfum að koma mikil- vægum reglugerðum um efnahags- mál í gegnum þingið áður en því lýkur, er skynsamlegast að vera heima við,“ sagði Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins, í gær. „Forsetinn hefur ákveðið að fresta áætlaðri ferð sinni til Japan, Suður- Kóreu, Singapore, og Ástralíu," sagði Fitzwater við blaðamenn í gær. „Honum þykir fyrir þessu, en dagskrá þingsins kallaði á þetta." Fitzwater sagði að Bush vildi vera í Washington síðustu daga þingtíma- bilsins, þar sem búist er við aðgerð- um til þess að veita atvinnulausum auknar bætur, og hugsanlega at- kvæðagreiðslu um viðreisn í efna- hagslífinu. Hann sagði einnig að hætt væri við fyrirhugaða ferð Bush til Hawaii. Telja má víst að efnahagsástandið í Bandaríkjunum muni bera hátt í forsetakosningunum á næsta ári. Ef Bush hefði farið til Asíu, hefði það verið þriðja ferð hans til útlanda í þessum mánuði. Hann var við opn- un friðarráðstefnunnar í Madrid í síðustu viku og fór til Rómar í gær til að sitja fund NATO. Andstæðingar forsetans hafa gert mikið úr ferðalögum hans og nú virðist sem gagnrýni þeirra sé að skila árangri. Nýlegar skoðanakann- anir sýna að mjög mörgum Banda- ríkjamönnum þykir Bush vera of upptekinn við alþjóðamálefni á meðan innanríkismál sitja á hakan- um. Kvöldið áður en Bush lagði af stað til Rómar, byrjaðu demókratar að selja T-boli með áletruninni „Bush fór til Rómar en ég fékk kreppu“. Á bakinu stendur: „George Bush, á ferðalagi um allt nema Ameríku". Þar á eftir kom svo listi með öllum þeim erlendu borgum sem hann hefur heimsótt á þessu ári. Aðspurður um hvort Bush tæki Bush hefur gert víðreist undan- farið, en ætlar að halda sig heima á næstunni. þessa gagnrýni nærri sér, svaraði Fitzwater: .Áuðvitað skipta innan- ríkismál hann miklu og við tökum þessa gagnrýni nærri okkur." Jamer Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var harðorður um gagnrýni demókrata. „Mér finnst þetta mjög óviðeigandi. Stjórnar- skrá landsins skyldar forsetann til þess að tryggja öryggi landsins og þar með hafa afskipti af alþjóðlegum málum," sagði Baker. Tilvonandi gestgjafar Bush tóku fréttunum með mestu ró. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt, en við vonum að hann komi eins fljótt og hann getur," sagði Kiichi Miyazawa, forsætisráðherra Japan, í gær, en það var fyrsti dagur hans í fullu starfi. í febrúar var þegar áætlað að Bush kæmi í heimsókn til Tókíó, en hætt var við þá ferð vegna Persaflóa- stríðsins. Þá voru stjómmálamenn í Japan nokkuð móðgaðir vegna þess hve stutt hann ætlaði að stansa. Annars vom viðbrögð stjómmála- manna í Japan ólík, allt frá reiði til léttis. Einn þeirra sagði að það væri heldur vandræðalegt að afboða heimsóknina með svo skömmum fyrirvara. Embættismenn við utanríkisráðu- neytið í Suður-Kóreu sögðu að frétt- irnar hefðu ekki komið á óvart. Bob Hawke, forsætisráðherra Ástralíu, sem sjálfur hefur sætt gagnrýni fyr- ir ferðagleði, sagðist skilja ákvörðun Bush vel og vonaði að hann gæti komið í heimsókn síðar. í Singapore sögðu embættismenn ríkisstjórnarinnar að ólíklegt væri að afboðunin hefði áhrif á það góða samband sem ríkti á milli landanna. „Hann er velkominn til okkar í heimsókn hvenær sem er,“ sagði einn þeirra. Reuter-SIS Mitterrand þykir ekki í miklu sambandi við franska alþýðu. Vinsældir sósíalista í Frakk- landi fara ört minnkandi: Koma illa út í skoðun- arkönnun Ef gengið yrði til kosninga í Frakk- landi í dag, myndu sósíalistar ekki halda völdum, ef marka má skoðun- arkönnun sem birt var í dagblaðinu Le Figaro í gær. Eins er óvíst að Francois Mitterrand myndi aftur verða kjörinn forseti. í skoðunarkönnunni kemur fram að sósíalistar fengju aðeins 169 þingsæti af 577, í stað þeirra 270 sem þeir fengu í síðustu kosning- um. Áftur á móti fengju hægrimenn 355 þingsæti, en þeir eru með 259 núna. Næst verða þingkosningar í Frakklandi árið 1993. Ef gengið yrði til forsetakosninga, eru mestar líkur á að annar hvor lík- legra kandídata hægri manna, Val- erys Giscard d’Estaing fyrrum for- seta, og Jacques Chirac, myndi sigra annað hvort Michel Rochard eða Jacques Delors, en annar hvor þeirra þykir líklegur sem næsta for- setaefni sósíalista. Þetta kemur fram í skoðunarkönnun sem tímaritið Paris-Match stóð fyrir á dögunum. Vinsældir sósíalista hafa minnkað ískyggilega mikið síðan þeir komust til valda árið 1981, og má rekja það m.a. til vaxandi atvinnuleysis. Eins þykir Francois Mitterrand forseti ekki í miklu sambandi við franska alþýðu. Reuter-SIS Mörg hundruð manns farast í náttúruhamförum: Brjálaðar kýr um allar jarðir: Mikil flóð á Filippseyjum Ævintýri Rósalindar Að minnsta kosti 2.230 manns eru látnir og hundruða er saknað eftir mikil flóð á Filippseyjum. Þúsundir manna hafa misst heimili sín. Verst hafa flóðin verið í bænum Ormoc, sem er 560 km suðaustur af Manila, en tilkynnt hefur verið að þar hafi að minnsta kosti 2000 manns farist. Aurora Laboy hjá almannavörnum í Tácloban segir að ástandið sé verst í bænum Ormic þár sem að minnsta kosti 2.000 manns dóu. „Þetta eru samt varlega áætlaðar tölur," sagði hún í viðtali við Reutersfréttastof- una. Eyðileggingin er gífurleg. Nfu- tíu prósent af bænum er gjöreyði- lagður. Lík liggja á götunum. Ekki er búið að bera kennsl á mörg þeirra,” sagði Laboy. Miklar rign- ingar og hvirfilbylurinn Thelma hafa komið aurskriðum af stað meö þeim afleiðingum að fjöldi húsa er grafinn í aur og leðju. Lögreglunni á eyjunni Negros hef- ur verið tilkynnt að þar hafi 34 Aldrei of varlega með flugeldana farið: Fjöldi Indverja ferst við meðhöndlun flugelda Indverjar halda upp á nýtt ár um þessar mundir meö flugeldum og öllu tilheyrandi, en með óhugnan- legum afleiöingum. A5 minnsta kosti 50 manns hafa iátiö lífið í sprengingum og eldsvoðum sem kviknað hafa af völdum flugelda. Lögreglan segir að meira en 20 manns hafi látist á þriðjudag þegar Diwali-hátíðarhöldin stóðu sem hæst. í Delhí, höfuðborg Indlands, var slökkviliðið kallað að minnsta kosti 120 sinnum út vegna elda. Fimm manns dóu í Ahmedabad að- faranótt miðvikudagsins, þegar sprenging varð í verslun sem selur flugelda. í Bombay létust fjórir, þar af tvö börn, við svipaðar aðstæður. í Faridagad, sem er skammt frá Nýju-Delhí, létust 15 manns á sunnudaginn, þegar haldin var flug- eldasýning. Á sama tíma létust 6 manns í Madhtya Pradesh þegar kviknaði í 19 flugeldaverslunum. Á laugardaginn létust 9 manns í Kerala þegar mikil sprenging varð í flugeldaverksmiðju. Milljónum flugelda var skotið á loft aðfaranótt miðvikudagsins til að halda upp á Diwali, sem er hátíð Ijóssins hjá Indverjum og áramót í þeirra tímatali. Diwali er stærsta há- tíð Hindúa, sem svo til allir Indverj- ar taka þátt í, hvort sem þeir eru Hindúar eða ekki. Reuter-SIS manns farist í flóðunum og á eyj- unni Leyte var tala látinna komin upp í 166 manns. Þá er talið að eyjan Samár hafi farið illa út úr þessum náttúruhamförum, en erfitt hefur verið að ná sambandi þangað. ,Á sumum þessara svæða, sem hafa orðið illa úti í flóðunum, hefur aldr- ei orðið flóð áður,“ sagði Aurora La- boy. Reuter-SIS Kýrin Rósalind í Noregi lenti á fjórum fótum, eftir að hafa runn- ið niður skíðastökkpall og þeyst nokkra metra um loftin blá. Bóndinn, sem á kúna, var að leiða hana úr haganum þar sem hún eyddi sumrinu, þegar hún slapp í burtu og þaut í átt að Frambakk- en- skíðastökkpallinum. Hún rann niður pallinn og flaug svo niður á jörðina. í dagblaðinu Verdens Gang, sem sagði frá ævin- týri kýrinnar í gær, segir að miðað við að Rósalind sé 300 kg hafi hún náð góðum hraða. Þegar hún var lent, var hún hálívönkuð og var gefið róandi lyf og síðan flutt heim. Reuter-SIS FRETTAYFIRLIT BELQRAD - Serbar hafa ásak- að Króata um að hafa ráðist á sitt landsvæði f annað sinn $íð- an í fyrradag. Ekki er útlit fyrlr að frlður náist í Júgóslavíu á næst- unni. Carrington lávaröur, sátta- semjari Evrópubandalagsins, segir að friðarfundur bandalags- ins sé skripaleikur. MOSKVA - Úkraína, sem er annað stærsta lýðveldi Sovét- ríkjanna, samþykkti f gær að gerast aðili að samningnum um efhahagssamvinnu, sem gerður hefur verið á milli Kreml og lýð- veldanna. MANILA - Stjórnvöld á Filipps- eyjum hafa skipað 16 banda- rfskum lífvörðum Imeldu Marc- os, fyrrum forsetafrúar, að fara úr landi, þar sem þeir hafi ekki leyfi tii að starfa f landinu. Im- elda segir að með þessu setji rikisstjórnin hana I Iffshættu. LONDON • Sölu var hætt á hlutabréfum í Maxwell-fjölmiðla- fyrlrtækinu og Mirror-dagbtööun- um, skömmu áður en fréttist aö Roberts Maxweif væri saknað. Lfk hans fannst í sjónum nálægt Kanarieyjum, skammt frá þeim stað þar sem talið er að hann hafi fallið útbyrðis af lystiskipi sinu. Hann verður jarðaður í fsraet. PEKING - Sex þekktir kin- verskir andófsmenn ætla að byrja í hungurverkfalli þann 15. nóvember til að mótmæla heim* sókn James Baker, utanrikisráð- herra Bandaríkjanna, til Kína. Andófsmennimir eru allir í fang- elsi. SHAQLAWA, írak - Sendi- nefnd skæruliða Kúrda fór frá Kúrdistan til Bagdad í gær til fundar við rikisstjóm Saddams Hussein. Nefndin vill að herkvf verði aflétt af landsvæðum sem eru undir stjóm Kúrda. PEKING - Kinverjar og Víetna- mar hafa tekiö upp vináttusam- band eftir margra ára óvild. CANBERRA - Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjómarandstæð- inga í Búrma og handhafi friðar- verðlauna Nóbels f ár, er sögð vera við góða heilsu. Neat Ble- wett, samgöngumálaráöherra Ástrallu, segir að hann hafi eftir heimildarmönnum að Suu Kyi sé ekki i hungurverkfalli. NIKÓSÍA - Kýpurbúar segjast vera tilbúnir til að hýsa næsta fund Israela og Araba. TÓKfÓ - Kiichi Miyazawa, nýr forsætisráðherra Japan, lofaði sterkri stjóm í fýrstu opinberu ræðu sinni í embætti í gær, en honum tókst ekki að kynna stefnu sína.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.