Tíminn - 07.11.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.11.1991, Blaðsíða 16
I AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NITTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhusinu v Trvggvogoiu Sf 28822 AUÐV Suðurland Öðruvísi bflasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. ITAÐ sbraut 12 m MYND HJÁ OKKUR - BlLL HJÁ ÞÉR SÍMI 6792255 Áskriftarsími Tímans er 686300 ,T Tímimi FIMMTUDAGUR 7. NÓV. 1991 Kjarasamningaviðræður eru að komast á skrið fyrir alvöru: VSÍ vill tala um þjóðar- sátt en VMSÍ um sérkjör Kjarasamningaviðræöm virðast vera að komast af stað af ein- hverri alvöru. Verkamannasambandið, Dagsbrún, fiskvinnslu- fólk og fleiri hópar hata haldið fundi með vinnuveitendum þar sem farið hefur verið yfir sérkröfur. Verkalýðshreyfingin vill fá viðbrögð við þessum kröfum áður en fleiri aðilar verða kallaðir að samningaborðinu, en vinnuveitendur vilja að sem allra fyrst hefjist viðræður við stjórnvöld, sveitarfélög, banka og bændur um markmið efnahagsstefnunnar á samningstímabili væntan- iegra kjarasamninga. Bjöm Grétar Sveinsson, formaöur Verkamannasambands íslands, sagði að eiginlegar viðræður væru rétt að hefjast. Hann sagði ao tyrst í stað myndu menn einbeita ser að viðræðum um sérkröfur. Hann sagði enn of snemmt aö svara spumingum um viðbrógð vinnu- veitenda við kröfum Verkamanna- sambandsins. „Þetta er bara upp- hafið, vonandi upphafið að efnis- legum viðræðum," sagði Björn Grétar. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði útilokað að segja til um hvað þessar viðræð- ur um sérkröfur tækju langan tíma. Hann sagði að samninga- vinnan væri skammt á veg komin. Ástæðuna mætti rekja til þeirra erf- iðu aðstæðna sem eru í efnahagslíf- inu. „Samdrátturinn í efnahagskerfinu á næsta ári verður 3-5%. Hann er allt að því jafhmikill og hann er í Finnlandi. Finnar bregðast við sín- um erfiðleikum með neyðarráð- stöfunum, samningum um lækkun launa. Við trúum því að það sé hægt að halda hér sjó í gegnum næsta ár með því að halda aftur af launahækkunum, þannig að það verði ekki um launahækkanir að ræða, og draga úr öðrum kostnaði eftir því sem framast er unnt. Við þurfum að halda verðbólgu innan við 3% á næsta ári. Þetta er hægt með því að menn viðurkenni veru- leikann," sagði Þórarinn. Þórarinn og Bjöm Grétar voru sammála um að það væri nauðsyn- legt að reyna að ljúka samningum fyrir áramót, en vildu engu spá um hvort það tækisL Þórarinn sagði að til þess að hægt væri að halda sjó á næsta ári yrðu sveitarfélögin að draga úr álögum, einkum með því að lækka aðstöðu- gjaldið. Jafnframt yrði að draga úr ásókn ríkisins, sveitarfélaga og op- inberra sjóða inn á lánamarkaðinn og skapa þannig skilyrði fyrir lækk- un vaxta. Þórarinn sagði að vinnuveitendur teldu æskilegt að hefja sem fyrst viðræður við stjórnvöld, sveitarfé- lög, banka, bændur o.fl. um heild- arstefnumörkun í efnahagsmálum, en verkalýðshreyfingin vildi ekki hefja þá vinnu fyrr en sérkjaravið- ræðum væri lokið. Bjöm Grétar sagði að verkalýðshreyfingin vildi, áður en lengra er haldið í viðræð- unum, fá að ræða við VSÍ um ýmis mál sem hefur verið ýtt til hliðar í undanfömum samningum. „Við vonumst til að þetta þróist út í að þessir aðilar komi inn í viðræðum- ar síðar,“ sagði Bjöm Grétar. Ný reglugerð kynnt fyrir blaðamönnum. Timamynd Ami Bjama Tvær nýjar reglugerðír í umhverfis- og dómsmálum, sem varða w mengunarvamarbúnað bifreiða: A ekki að verða kostnað- arauki fyrir bíieigendur Þann 1. júlí 1992 verða allar bif- reioar, sem fluttar eru inn a< vera me< mengunarvamarbúnaó Kegiu- gerðarbreytingar hafa ekki nein áhnt á notkun eldri bíla. eir hafa aftur á móti töluverð áhrit a mn- flutning notaðra bíla. Þar sem reglugerðimar tvæ' tnn- ars vegar hjá dómsmálaráðunryt og hinc vegar hjá umhverfisráðuneyti, um mengunarvamarhuriai. í Ín1a stonguðust á, ákváöu ráðuneytii að hefja samstarf um ar samræma reglugerðirnar. Mef? b-.v ugum þessum em íslensku reglumar sam- ræmdar reglum eriendís, þ.e.a.s. reglum í EFTA-löndunun og Bandaríkjunum. Þá eru þær sniðnar að reglum Evrópubandalagsins, en þær taka gildi á sama tíma og regl- urnar hérlendis. Á blaðamanna- fundi, sem ráðuneytin tvo heldu gær, kom fram, að alliv vitreiða framleiðendur gætu uppfyiit reglur þessar, en það væri hins vegar nauð synlegt fyrir þá, sem hyggja á inn- flutning á notuðum bifretðum, að kynna sér vel reglugerðirna. Reglurnar taka gildi þant 1. júlí 1992 og verða allir bensínhíiar sem fluttir eru til landsins eftsr þani. uma, að fullnægja nýju regiunum. Ennfremur hafa reglur verið hertar hvað v->rðar notkun bitreiða sen. fluttar fcnx inn eftir þann tíma. í bíl- um þeim, s^.n flu'tir voru inn fyrir 1. júlí ‘92, má finnast nntn meira aí mengandi efnum í útblæstri en í þeim sem fluttir eru inn eftir þann tíma. Það kom fram í máli Karls Ragnars, framkvæmdastjóra Bifreiðaskoðun ar íslands, að á síðasta ári hefðu ver- ið fluttir inn um 500-1000 bílar með þessum mengunarvarnarbúnaði, eða um 5-10% af þeim bílum sem fluttir voru inn. Einnig kom það fram hjá Karli að ekki myndi koma til neinna umtalsverðra hækkana á verði nýrra bfia við breytinguna, og xann benti á reynslu manna í þeim iöndum sem hafa þegar tekið upp reglur þessar. Reglugerðarbreytingarnar na ekk? yfir notkun dieselbifreiða, þar sem mengunarvamarbúnaðurinn, sem notaður er, passar ekki fyrir slíkar bifreiðar, enda er mengun frá þeim bflum mun minni en bensínbíla. -PS Nýframkvæmdir í vegamálum 1992: 20% samdráttur? Horfur eru á að nýframkvæmdir í vegamálum verði allt að 20-25% minni á næsta ári en í ár. í fjárlaga- frumvarpinu er gert ráð fyrir 5.830 milljónum til vegamála, en það er iim 280 milljónum minna en fer til bessara mála á þessu ári. Samgönguráðherra hefur lýst bví yfir að jarðgöng á Vestfjörðum verði að öllu leyti fjármögnuð af almennu fé til vegamála, en upphaflega var gert ráð fyrir að þau yrðu fiármögn- uð að hálfu leyti með lánsfé. Þetta þýðir að draga verður úr almennum framkvæmdum og standa nú yfir viðræður við þingmenn um hvaða framkvæmdum verður frestað til ársins 1993. Fjármagn til vegamála markast af tekium af bensíngjaldi og þunga- skatti. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að þessar tekjur verði á næsta ári 5.830 milljómr. I vega- áætlun, sem samþykkt var á síðasta þingi, var gert ráð fyrir að bensín- gjald og þungaskattur skiluðu ríkis- sjóði 6.318 milljónutn króna. Hall- dór Blöndal samgönguráðherra sagði í samtali við Tímanp að þessi áætlun hefði verið óraunhæf. Halldór lýsti því yfir á Alþingi fyrir skömmu að framkvæmdir við Vest- fjarðagöng á næsta ári yrðu að öllu ieyti fjármagnaðar með almennu vegafé, en ekki að htuta tií með láns- fé eins og áður var ráðgert.. Helgi Hallgrímsson aðstoðarvegamaía- stjóri sagði að þetta myndi draga fé frá öðrum framkvæmdum, en tók jafnframí fram að ekki væri búið ao ákveða með hvaða hætti þetta yrði gert. Runólfur Ólafsson hjá Félagi ís- fenskra bifreiðaeigenda, sagði aö sér sýndist, miöað við þær upplýsingar sem hann hefði fengið um þessi mál, að samdráttur í nýframkvæmd- um í vegamálum á næsta ari yrði 20- 25%. Þar skipti mestu máli minna fé til vegamála og sú ákvörðun að greiðc. framkvæmdir við Vestfiarða göng að öllu leyti af almennu vegafé. „Það er gert ráð fyrir að fjármagn tií vegamáb. aukist á næsta ári frá því sem verið hefur sagði Halldör Blöndal þegai hann var spurður hversu mikil! samdráttur yrði í ný- framkvæmdum í vegamálum á næsta ári Halldói sagðisf ekki vera fylgjandi því að taka lán til vegaframkvæmda, hversu nauðsynlegav sem þær séu. Þessi lái. þyrfti að borga og þau yrðu aðeins borguð aí aimennu vegafé, Á næsta ári er áætíað að verja 700- 800 milljónum tií Vestfjarðaganga. Auk þess verður nokkrum milljón • un> varið tii rannsókna á iarðgöng- um á Austurlandí, í samgönguráðu- neytinu er verið að vinna að vega- áætlun í samráði við alþingismenn, en í hénni ræðst hvaða vegafram- kvæmdum verður frestað til ársins 1993. Áætlunin verður væntanlega lögð fram i þinginu í desember. Bú- ist er við að skorið verði fyrst og fremst niður í nýframkvæmdum, en einnig má búast við að dregið verði eitthváð úr viðhaldi vega. Þá skiptir máli hve miklu þarf að verja í snjó- mokstur á næsta ári. Fyrr á þessu ári gerði þáverandi fjármálaráðherra samning við borg- arstjórann í Reykíavík um greíðsiur út rfkissíóði tií borgarinnai, vegna iagningar þjóðvega • þéttbýli. Un ex að ræða skuld upp á rúmieg?. einr. milljarð krOna sem greidd er aí framlagi vegaáætiunar til þjóðvega í þéttbýli. Á næstu þremur árum koma til greiðslu 370 milljónir ai skuld þessari. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.