Tíminn - 07.11.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.11.1991, Blaðsíða 9
8 Tíminn Fimmtudagur 7. nóvember 1991 Fimmtudagur 7. nóvember 1991 Tíminn 9 ÉHI LEIKHÚS Hræðslan við brjóstakrabba rekur konur til að losna við ígræðslur Þær hafa látið lagfæra brjóstin í fegrunarskyni: Fyrirsætan Iman, vinkona Davids Bowie; Jane Fonda, núverandi heilsuræktar- dellukona; Brigitte Nielsen, sem frægust er fyrir sinn stóra barm og það að hafa verið gift Sylvester Stallone; að ógleymdri Mariel Hemingway, sem var ekki nema 22ja ára þegar hún gekkst undir sína aðgerð. Þetta er aðgerð sem margar konur dreymir um, en aðeins örfáar þeirra hafa efni á að gangast undir. Nú er að- gerð til að stækka brjóstin, sem í auknum mæli er litið á sem tískufyr- irbæri, í hættu þar sem enn hafa komið fram efasemdir um hversu hættulaus þessi vinsælasta allra lýta- aðgerða er. Breskar konur hafa staðið í biðröð að undanfömu til að fá fjarlægðar ígræðslur úr gerviefnum til brjósta- stækkunar eftir að komið hafa fram í Bandaríkjunum ásakanir um að sílik- ónígræðslur kunni að valda krabba- meini. FVrsta ígræðslan, sem gerð var á hinum frjálslega sjöunda áratug þegar konur brenndu brjóstahaldara sína til að sýna fram á aukið frelsi, er nú orðin bitbein þeirra sem halda því fram að banna ætti aðgerðina annars vegar og hins vegar þeirra sem álíta að konur ættu að eiga tveggja kosta völ. í Bandaríkjunum er bann íhugað í Bandaríkjunum hefur lyfjaeftirlitið tekið til athugunar að banna ígræðsl- ur af þessu tagi, af þeim ástæðum að þeir, sem það hafa stundað, hafa látið hjá líða að senda frá sér fullnægjandi upplýsingar um öryggi aðgerðarinn- ar. Þar í landi hafa konur farið í fjölda- göngur til að leggja áherslu á rétt sinn til að velja sér brjóstastærð. Nú hafa breskir læknar tekið undir með bandaríska lyfjaeftirlitinu að því leyti að fari svo að ígræöslur 'yerði bannaðar í Bandaríkjunum, þar sem tvær milljónir kvenna hafa gengist undir aðgerðina, gæti farið svo að brjóstastækkunaratvinnugreinin breska, sem veltir 20 milljónum punda á ári, verði úr sögunni. Á síð- asta ári er álitið að 5.000 konur hafi lagst undir skurðhnífinn í þessum til- gangi. Naomi Wolf, höfundur metsölubók- arinnar „The Beauty Myth“ sem fjall- ar um stjómun snyrtivörumarkaðar- ins á konum, segir að konur ættu að eiga frjálst val, en þær ættu fyrst að fá þær bestu upplýsingar sem völ er á. Hún segir að konum sé aldrei skýrt frá þeim möguleika að aðgerðin geti misheppnast. „Ég óska ekki að sflik- ónígræðsla verði bönnuð, en ég vil að henni sé stjómað," segir Wolf. Lagfæringar á kvikmyndastjömum feimnismál Nú greiða breskar konur um 4.000 sterlingspund fyrir að feta í fótspor stjama eins og Cher, Mariel Heming- way og Brigitte Nielsen, fyrrverandi eiginkonu Rambó-stjömunnar Syl- vesters Stallone. Mariel Hemingway, þrítug sonar- dóttir rithöfundarins Emests Hem- ingway, var meðal yngstu smástima sem lét hafa sig í að gangast undir brjóstastækkun. Það var fyrir átta ár- um. Eftir aðgerðina hefur hún haldið því fram að það hafi verið hennar „einkaákvörðun og ekkert haft með starfið að gera“. Með því hefur hún verið að svara Hollywoodbrandaran- um að brjóst hennar tilheyri nú leik- munadeild kvikmyndaversins. Frægar stjömur, sem komnar eru yf- ir fertugt, em reiðubúnar að ráða lög- fræðinga til að verja heiður sinn. Á ár- inu sem leið fékk hin hálffimmtuga Cher lýtalækni til að bera vitni um upprunaleika allra líkamsparta henn- ar, að undanskildu nefi og brjóstum sem höfðu fengið smálagfæringu. Og eldri konum virðist jafnvel enn meira í mun að sannfæra almenning um að ekkert hafi verið bætt um upp- haflega sköpunarverkið. Þannig kærði Joan Collins, 58 ára, dagblað fyrir að gefa ranglega í skyn að ekki væri allt sem sýndist um brjóstin á henni. Jane Fonda, orðin 53ja, kvik- myndastjaman sem snerist til heilsu- ræktardellu, hefur harðneitað að láta draga sig til svara um fréttir um að hún hafi gengist undir „brjóstalag- færingu". Meðal þeirra, sem iðrast brjósta- stækkunar, er Brigitte Nielsen, 28 ára, sem rogast með titilinn frú Ram- bó vegna áberandi líkamsbyggingar og 100 sm brjóstamáls. Hún segist löngu orðin leið á því að fá bara hlut- verk vegna líkamsbyggingarinnar. Iman, fyrirsæta á alþjóðlegan mæli- kvarða og kærasta Davids Bowie, er ánægðari eftir að hafa fengiö barm sem boðlegur er flegnum kjólum og borgað 15.000 sterlingspund fyrir. Breskir læknar segja aðrar aðgerðir hættulegri fyrir bijóstakrabbakonur Breskir læknar álíta að endurvakinn ótti um ígræðslur gæti haft alvarleg og langvarandi áhrif á sjúklinga sem þarfnast Iagfæringar Iýtalækna og hafa þá ekki síst í huga brjóstakrabba- sjúklinga sem hafa misst brjóst, en þeir em þriðjungur þeirra sem fá ígræðslu. Michael Baum, prófessor í skurð- lækningum við Royal Marsden sjúkrahúsið í London, sagði að engar sannanir lægju fyrir um aukna hættu á krabbameini í tengslum við ígræðslur, og að gerðir bandaríska lyfjaeftirlitsins hefðu valdið óþörfum ótta meðal kvenna. Hann segir þessa ákvörðun lyQaeftirlitsins sennilega þá vitlausustu sem það hefði tekið enn sem komið er. „Líf sumra kvenna leggst í í rúst ef líkamsímyndin er ekki nógu góð. Þetta er ekki bara spuming um hégómagimd," segir hann. David Sharpe, lýtaskurðlæknir sem var sæmdur orðunni OBE fyrir að að- stoða þá sem brenndust illa í stór- bruna í Bradford 1985, segir að yfir 100 konur hefðu beðið hann að fjar- lægja ígræðslur á umliðnum vikum, eftir að upplýstist um efasemdir Bandaríkjamanna. Hann sagðist ótt- ast að væri endi bundinn á ígræðslu- aðgerðir, yrði gripið til fyrirhafnar- samari og hættulegri aðgerða á þeim sjúklingum sem ekki gangast undir þær í fegrunarskyni. „Við kynnum að þurfa að gera meiri- háttar aðgerðir, taka vefi af kviði í staðinn. Það hefði í för með sér miklu meiri áhættu en núverandi aðferð," segir hann. Skaðabótamál í New York kom núverandi umræðu af stað Diana Moran lagði áherslu á mikil- vægi aðgerðarinnar fyrir krabba- meinssjúklinga, en hún fékk sjálf enduruppbyggð brjóst eftir krabbaað- gerð fyrir þrem árum: „Það væri til háborinnar skammar ef möguleikinn á þessari aðgerð væri ekki lengur til staðar. Hún hefur gefið mér mögu- leikann á því að líða vel og líta vel út.“ Það var dómsmál í New York fyrr á þessu ári, þar sem konu voru dæmdar 4.5 milljónir dollara skaðabætur vegna ígræðslu eftir að hún hafði fengið krabbamein, sem hefur hrint af stað þessum umræðum nú. Banda- rísk fyrirtæki neita því að þau noti skaðleg efni í framleiðslu sína. Og í Bretlandi bíða ráðgjafar ríkisvaldsins átekta eftir niðurstöðum úr banda- rísku rannsókninni áður en þeir leggja sitt til málanna. En umræðan ein hefur vakið konur til umhugsunar. Þannig hætti topp- laus bresk dansmær við að gangast undir brjóstastækkunaraðgerð, þó að hún hefði verið stúlkunni hjartans mál. „Mér er líka sagt að tímarit vilji ekki plaststelpur lengur," er huggun hennar. FORNLEIFAR Frá David Keys fornieifafræðingi, fréttaritara Tímans í London: Forsögulegir breskir trúarsiðir að síbírskum sið Forsögulegir heiönir trúarsiðir — þeirrar gerðar sem enn tíökast á afskekktum svæðum í Síbíríu — voru iðk- aðir í Bretlandi fyrir 2000 árum. Það hafa nýjar upp- götvanir í Norður- Englandi leitt t ljós. Þessar uppgötvanir — ásamt öörum, sem gerðar hafa verið á ýmsum stöðum í Evrópu og Asíu — gefa sterk- lega til kynna að svipaðir síbírskir trúarsiðir hafi í eina tið veriö iðkaöir um alian gamla heiminn. Fomleifafræðlngum hefur tekist að endurheimta leifar fómardýra — afhöföum og klaufum tíu nautgrfpa — úr mómýri á mörkum Englands og Skotlands. Kýrleifaraar færa sönnur á fjöl- kynngi þar sem dýraskinn — oft enn með höfuð og klaufir á sínum stað — vom hengd á tréstaura og mynduðu þar með hluta af trúarat- höfnum til fóma eða spádóma. Ýmsar útgáfur dýrahúöadýrkunar vom viðhafðar vfðast hvar í Evrópu og Asíu á forsögulegum tfmum, og lifa enn góðu lífi í noröurhluta Síbíríu. Meðal þeirra dýra, sem fóraað var, vora hestar, nautgripir, sauðfé og hreindýr — og foma gríska helgi- sagan um gullreyfið kann jafnvel að eiga uppmna sinn í þessum for- sögulegu dýrahúða-trúarsiðum. Gullreyfið var sagt hafa hangið nið- ur úr helgu tré f Kákasusfjöllum. Á nýfundna enska foraleifastaðn- um virðast kýrhúðiraar — með áföstum höfðum og klaufum — hafa verið hengdar yfir litla, senni- lega helga uppsprettuilnd mitt í mýrlendi. Enn sem komið er hafa leifar hausanna og klaufanna af a.m.k. tveim kúm fundist f ÍindinnL Það vora starfsmenn móskurðarfyrir- tækis sem fundu fyrstu meridn um að þarna leyndist eitthvað merid- legt Heillegasti hiuthm — efri hiuti kýrhöfúðs — hafði enn húð og hár sem varðveist hafði f mónum. Skepnan virðist hafa verið drepin með stríðsaxarhöggi í ennið. Gatið eftir höggið sést ennþá. Foraieifafræðingar undir stjóra Bobs Mlddleton við Lancasteihá- skóla f Norður-Englandi, álfta að leifamar séu frá þvf einhvem túna á tímabilinu frá 500 f.Kr. til 500 e.Kr., trúiega frá járaöld. Um 7-10 fet af mó höfðu hrúgast upp ofan á kýrleifaraar eftir að þeim var upphaflega komið þaraa fyrtr. Sjálfar skepnuraar vora smávaxn- ar af kúm að vera — aðeins um 3 feta háar upp á heröablöð. Kýrhúðiraar vora ákaflega mikil- vægar f foraum breskum trúarsið- um á Bretlandseyjum. Keltnesku ættbálkatöfraiæknarnir á írlandi á járnöld byggðu framtfð- arspádóma sfna á draumum, sem þá dreymdi þegar þeir sváfu vafðir hm f húðir nauta sem nýlega hafði verið fóraað. Meðan þeir sváfu stóðu drúídar (prestastétt Fora- Kclta) vörð. Sagt er að ýms fora velskur sögu- skáldskapur byggist á draumum sem menn hafa átt, vaföir í heigar nautgripahúðir. Og að því er seghr í „Description of the Western Isles" eftir Martin Martin og út kom árið 1716, vöfðu töfralæknar með skyggnigáfu sig inn í kýrhúðir tii að segja fyrir um framtíðina í Skotlandi allt fríun á 18. öid. Jafnvel vemdardýriingur írlands frá sjöttu öld, sankti Patrekur — sem álitið er að hafi upphaflega komið frá stað innan 20 mílna frá fundarstaðnum — er sagður hafa haldið eftir höfði, klaufum og húð nauts sem fóraað hafði verið, og með kraftaverid enduriífgað það. Mómýrarkýrieifarnar í Cumbria era nú til nákvæmrar rannsóknar hjá fornleifafræðingnum Sebastian Payne við fomleifastofnun rfkishts English Heritage’s Ancient Monu- ments Laboratory í London. Þegar litið er á þennan nýja fund í Bretlnndi og hafðar í huga fyrri uppgötvanir í Þýskaiandi, Dan- mörku, Ungveijalandi, Rúmeníu, Rússlandi og Tyridandi, má sjá hversu útbreiddir forair dýra- skinnstrúarsiðir voni f forsöguieg- um heimi. Bardús í bakgarðinum Himneskt er að lifa Höfundur: Paul Osbom Þýðandi: Flosi Ólafsson Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Leikmynd og búnlngar: Messiana Tómasdóttir Lýsing: Ásmundur Karlsson Sýningarstaður: Þjóóleikhúsiö, stóra sviölö. Við erum stödd í smábæ einhvers staðar í Bandaríkjunum. Fjórar syst- ur búa þar á sömu torfunni og eru þrjár þeirra giftar, en sú fjórða hefur búið hjá einni þeirra um árabil. Auk þeirra og eiginmanna þeirra koma til sögunar Hómer, fertugur sonur Idu og Carls, og unnusta hans hún Myrta. Unga fólkið hefur verið í fest- um um margra ára skeið, en nú er stundin runnin upp og Hómer hefur ákveðið að kynna unnustu sína loks fýrir foreldrum sínum og öðru frændfólki þarna á torfúnni. Mikil eftirvænting ríkir hjá eldra fólkinu, þegar spyrst að nú séu þau skötuhjú loks væntanleg. Konur gagga hver upp í aðra og slá sér á lær, en karlar fara sparlegar með til- finningar sínar. Höggmynd í líkamsstærð af ítalskri hefðarkonu frá u.þ.b. 240 f.Kr. til um 170 f.Kr., sem skreytir lík- kistulok hennar. En þótt lífið þarna úti í sveitinni sýnist við fyrstu sýn ósköp hvers- dagslegt, þá er ýmislegt að gerjast undir yfirborðinu. Rólyndismaður, reyndar hálfgerð gufa, reynist vera tveggja konu mað- ur og hefur verið svo lengi, þótt leynt hafi farið. Annar á við þá þrá- hyggju að stríða að telja sig hafa villst af réttri braut á lífsleiðinni og leitar stöðugt til baka að þeim vega- mótum þar sem hin örlagaríku mis- tök gerðusL Hann Carl átti aðeins einn hógvær- an draum og hann var sá að verða tannlæknir, en hann endaði sem smiður — reyndar mjög góður smiður. En ef grannt er skoðað, hver er þá munurinn á að fræsa tekk eða tönn, ef handverkið er gott? En Carl gamli sættir sig ekki við þá skoðun og spyr sig aftur og aftur: Hver er ég? Þó gamla fólkið í leiknum eigi sinn tilverurétt í leiknum, a.m.k. flest þeirra, þá er þungamiðjan í kring- um unga parið sem leikin eru af Jó- hanni Sigurðarsyni (Hómer) og Eddu Heiðrúnu Bachmann (Myrta) og fara þau bæði sérstaklega vel með sín hlutverk og eiga drýgstan þátt í því að þessi sýning verður skemmti- leg og lifandi. Hómer er þetta dæmi- gerða einfalda einbirni, sem á erfitt með að slíta sig frá mömmu, og Myrta er sæt og blíð og reynir að þóknast öllum. Af öðrum leikurum var Róbert Arnfinnsson mjög eftirminnilegur sem hin áttavilti Carl og sama má segja um Bríet Héðinsdóttur, sem lék Aaronettu hina ógiftu ljómandi vel. Aðrir leikarar, sem fram koma í sýningunni, eru Gpðrún Stephensen, Þóra Friðriksdóttir, Baldvin Halldórsson, Herdís Þor- valdsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Þau stóðu nokkuð vel fyrir sínu, þó nokkuð skorti á að framsögn væri að fullu slípuð og okkar ágæti Gunnar Eyjólfsson var ansi slappur tveggja konu maður og frekar ósannfær- andi. Leikmyndin er frekar litlaus og hefði að ósekju mátt bæta þar úr. Himneskt er að lifa er fjörugt leik- rit og spaugilegt, án þess að vera farsi. Það er í því hæfilegur skammt- ur af heimspeki og mörg tilsvörin bráðfyndin. Það má flokka það undir að vera leikrit fyir alla fjölskylduna, svona frá fermdum til fiörgamalla. Gísli Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.