Tíminn - 07.11.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.11.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. nóvember 1991 Tíminn 3 % + I Deila um námskeiðaálag hjá ófaglærðu starfsfólki í mjólkuriðnaði: Utlitiö ekki gott í mjólkuriönaöi „Það verður félagsfundur á morgun (í dag) og þar verður rætt um aðgerðir, en það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir,“ sagði Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness, í samtali við Tímann í gær, en verkfall er nú yfirvofandi í mjóikurbúinu í Borgarnesi, Mjólkurbúi Flóamanna og þegar hefúr verið boðað verkfall í Mjólkursamlagi KEA á Akureyri. Indriði Albertsson, mjólkurbússtjóri í Borgarnesi, segir að það sé um „prinsipp“-mál að ræða. Um 40 ófaglærðir starfsmenn starfa í Mjólkurbúinu í Borgarnesi. Fyrir ári síðan var kosin nefnd anna, bæði fyrir norðan og sunn- með fulltrúum verkalýðsfélag- an, og fulltrúum vinnuveitenda. Ölgeröin Egill Skallagrímsson fékk á dögunum gæða- verðlaun frá Royal Crown Cola International, sem gosdrykkurinn RC-Cola er kenndur við. Þetta erþriðja árið í röð sem Ölgerðin fær þessi gæðaverðlaun, og þakkar fyrirtækið íslenska vatninu og fullkomnum tækjabúnaði þennan árangur. Þá fékk Ölgerðin verðlaun fyrir hlutfallslega mestu söluaukningu meðal RC-Cola framleiðenda. Á myndinni má sjá Lárus Berg Sig- urbergsson framkvæmdastjóra og Guðlaug Guðlaugsson með verðlaunln. Það átti að finna lausn á málinu fyrir 1. september, en viðræðurn- ar hafa engan árangur borið. Jón Agnar sagði að nokkrir starfs- menn mjólkurbúsins hefðu sótt umrædd námskeið og um mitt sumar hefði ófaglært starfsfólk mjólkurbúsins undirritað áskor- un um að strax yrði samið um námskeiðaálagið. „Það kæmi mér mjög á óvart að það þurfi að fara í harðar aðgerðir, því mér finnst það svo mikið réttlætismál að ófaglært fólk fái greitt fyrir svona námskeið. Matvælaiðnaðurinn er viðkvæmur og það hefur verið lögð áhersla á að fólk sækti svona námskeið, meðal annars af vinnu- veitendum, a.m.k. hér um slóðir, og það hefur verið talið hæfara starfsfólk sem hefur sótt nám- skeiðin," sagði Jón Agnar Egg- ertsson. Indriði Albertsson, mjólkurbús- stjóri í Borgarnesi, sagði í samtali við Tímann að þetta mál snérist um „prinsipp". Launakjör fólks í mjólkuriðnaði væru mun betri en hjá fólki sem ynni sambærileg störf í öðrum greinum matvæla- iðnaðarins, og það hefði því ekki verið talið hægt að verða við þess- um kröfum. Indriði sagði að eitt- hvað af fólki í Mjólkurbúinu hefði farið á námskeið, en það hefði þá vitað að ekki var búið að ganga frá samningum um greiðslur fyrir það. Ef af verkfalli verður, stöðv- ast sala á mjólk frá búinu strax, því það fólk, sem um ræðir, starf- ar við afgreiðslu og akstur til og frá mjólkurbúinu. En Indriði sagði að verkfall hefði ekkert bor- ist til hans eyrna enn, en sagði jafnframt að mál þetta væri erfitt viðureignar. -PS Sauðfjárslátrun lokið á Akureyri: Medalvigt 15.31 kg Sauðfjárslátrun hjá Sláturhúsi KEA á Akureyri lauk nú fyrir helgina. Á þessu hausti var alls slátrað 37.060 dilkum, ríflega 1500 fleiri en í fvrra. Meðalvigt dilkanna var 15.31 kg á móti 15.24 kg á síðasta ári. Þá var slátrað um 5.800 fullorðnu fé, þar af um 3550 vegna sérstakra sölusamn- inga við Mexíkó, svokölluðu „Blön- dalsfé". Að sögn Harðar Sigmarssonar gekk sláturtíðin í alla staði vel. Minna var verðfellt vegna sláturgalla en oft áð- ur, og eins flokkaðist kjötið mun bet- ur, þ.e. minna fór í fituflokkana al- ræmdu þrátt fyrir betri meðalvigL Minna var keypt af slátri og nýju kjöti en undanfarin haust. Hörður kvaðst ekki kunna á því neina einhlíta skýr- ingu, nema helst að menn hefðu ekki verið búnir með birgðir frá fyrra ári, og eins þyrfti að hressa uppá mark- aðssetninguna. Þó sagði Hörður að talsvert margir hefðu verið of seinir á sér og nú væri verið að selja upp birgðir af frosnum innmat. Einnig hefðu borist pantanir í slátur og kjöt í svonefndri eftirslátrun. Hörður benti á að fólk gæti gert góð kaup í sláturtíðinni, sérstaklega á innmat, og fúrðulegt að fólk reyndi ekki að nýta sér það í dýrtíðinni. Framundan er stórgripaslátrun og aðspurður kvaðst Hörður ekki merkja mikla aukningu á ungnauta- kjöti. Hins vegar væri mikið framboð á kúm og hefði verið svo það sem af er árinu. Til samanburðar mætti geta þess að fyrstu fjóra mánuði ársins hefði 160 kúm verið slátrað umfram það sem var á sama tíma í fyrra. hiá-akureyri. Kjötstuldurinn í Grindavík: Kjötið ófundið Þeir 125 kindaskrokkar, sem stolið var úr frystigámi í Grindavík um síðustu helgi, eru enn ófundnir. Rannsóknarlögreglan í Keflavík hef- ur málið til rannsóknar, en hún varðist allra frétta af málinu. -PS Menningarhátíðahöld í heila viku: M-hátíð í Mýrdalnum M-hátíð, Menningarhátíð í Mýrdaln- um, hefst nk. sunnudag og mun standa í heila viku. Þann tíma verð- ur mjög fjölbreytt dagskrá flutt, bæði af heimafólíá og öðrum lengra að komnum. Hátíðin hefst með guðsþjónustu í Víkurkirkju, en verður formlega sett að henni lokinni í félagsheimilinu Leikskálum í Vík. Þá verður opnuð samsýning myndlistarmanna úr Mýrdal og ljósmyndasýning í Kaffi- húsinu — gamla sýslumannshúsinu í Vík. Við opnunina leika Theódór Kristjánsson og Kristján Ólafsson létta tónlist. Meðan á hátíðinni stendur munu rithöfundarnir Steinunn Sigurðar- dóttir og Einar Kárason lesa úr verk- um sínum og fjölmargir tónlistar- menn koma fram. Þá sýnir Listasafn ASÍ íslenska grafík í Víkur- og Ketils- staðaskóla. M- hátíðinni lýkur með hátíðardagskrá, sem hefjast mun kl. 14 sunnudaginn 17. nóvember. Dómssátt í máli belgíska togarans Dómssátt varð í máli belgíska togar- ans Henri Jeanine, sem staðinn var að veiðum með ólögleg veiðarfæri út af Síðugrunni síðastliðinn föstu- dag. Afli skipsins var gerður upp- tækur og skipstjórinn féllst á að greiða 250 þúsund krónur í sekt. -j* ÞYKKJÓGÚRT ÞYKKJÓGÚRT ÞYKKJÓGÚRT með suðrænum ávðxtum með bláberjum með korni og ávaxtablöndu ÞYKKI0GÚRT er komin á markaðinn Þrjár bragðtegundir hver annarri betri ÞYKKJÓGÚRT er holl afurð fslenskrar náttúni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.