Tíminn - 07.11.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.11.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 7. nóvember 1991 ■■ DAQBÓK Áskirkja Biblíulestur f safnaðarheimilinu ki. 20.30 og kvöldbaenir í kirkjunni að hon- um loknum. BustaAakirkja Mömmumorgunn kl. 10.30. Grensáskirkja Eldri deild ÆSKR. Fundur í Grensás- kirkju í kvöld kl. 20.30. Unglingar 16 ára og eldri velkomnir. Laugarneskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altaris- ganga, fyrirbaenir. Léttur málsverður í Safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Neskirkja Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13-17. Vinátta '91 — Siglufjöróur Við á Siglufirði aetlum að vera vinir og tökum því þátt í „Vináttu ‘91“. Hug- myndin er að einstaklingar, vinnustaðir, félagasamtök og stofnanir f baenum stuðli að vináttu manna á milli, með ýmsum haetti, s.s. með heimsóknum, vinargjöfum og hlýju viðmóti. Helgin 9. og 10. nóvember verður sér- staklega tileinkuð vináttunni. Á laugar- deginum verður vinarganga þar sem all- ir fjölskyldumeðlimir geta verið með. Eftir gönguna verður boðhlaup, kaffisala o.fl. Sunnudaginn byrja svo allir með því að mæta í fjölskyldumessu í kirkjunni kl. 11. Með vinarkveðju frá fþrótta- og æsku- lýðsráði Siglufjarðar. M-hátíð Mýrdælinga 1991 Dagskrá: Sunnudagur 10. nóv. Guðsþjónusta í Víkurkirkju kl. 14. Setning M-hátíðar f Leikskálum að lokinni athöfn. Opnun samsýningar myndlistarmanna úr Mýr- dal og Ijósmyndasýningar á kaffihúsinu (gamla sýslumannshúsinu) kl. 17. Krist- ján Ólafsson og Theodór Kristjánsson leika Iétta tónlist Mánudagur 11. nóv. Kaffihús opið kl. 15-18 og 20-23. Lesið úr verkum Mýrdæ- linga. Þriðjudagur 12. nóv. Kaffihús opið kl. 15-18. Steinunn Sigurðardóttir les úr verkum sínum. Skólakvöld í Leikskálum kl. 20.30 — „Stríð og friður" — sameig- inleg dagskrá allra skólanna f Mýrdal. Miðvikudagur 13. nóv. Kaffihús opið kl. 15-18. Átta í lagi, tvöfaldur karlakvartett skemmtir. Söngkvöld á kaffihúsinu kl. 20-23. AUir taki söngbókina með. Fimmtudagur 14. nóv. Kaffihús opið kl. 15-18. Einar Kárason rithöfúndur les úr verkum sínum. Frumsýning í Leikskál- um kl. 21. Víkurleikflokkurinn og nem- endur úr Víkurskóla sýna „Þú ert í blóma lífsins fíflið þittl" eftir Davíð Þór Jónsson og unglingadeild Leikféiags Hafriarfjarð- ar. Föstudagur 15. nóv. Kaffihús opið kl. 15-18. Söngskemmtun f Leikskálum kl. 20.30. Samkór Mýrdælinga, tvöfaldur karlakvartett Átta í lagi og Skaftfellinga- kórinn skemmta. Helgi Hermannsson og Smári Eggertsson leika fyrir dansi. Laugardagur 16. nóv. Kaffihús opið kl. 14-18. Jazz í Leikskálum kl. 16-18. Jazz- kvartett Kristjönu Stefánsdóttur frá Sel- fossi. Léttar veitingar. Sunnudagur 17. nóv. Lokahátíð M-há- tíðar á Suðurlandi. Hátíðardagskrá í Leikskálum hefst kl. 14. Nánar auglýst síðar. Alla daga: Öll atriði á kaffihúsi verða flutt tvisvar, kl. 15.30 og kl. 17. Sýning á íslenskri graffk frá Listasafni ASÍ verður í Víkur- og Ketilsstaðaskóla meðan á há- tíðinni stendur. Gerum okkur glaðan dag í skammdeg- inu og tökum virkan þátt í menningar- veislunni. M-nefnd Mýrdalshrepps og Mennta- málaráðuneytið Sinfóníutónleikar í kvöld KI. 20 f kvöld verða tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíó. Stjómandi er H.D. Wetton. Einleikarar eru Bemharður Wilkinson og Monika Abendroth. Flutt verður sinfónía nr. 83 eftir Joseph Haydn, Konsert fyrir flautu og hörpu eftir WA Mozart og sinfónía nr. 2 e. Ludwig van Beethoven. Bresk minningarathöfn í Foss- vogskirkjugarði Hin árlega minningarathöfn um fallna hermenn Breska samveldisins verður haldin sunnudaginn 10. nóvember, við hermannagrafreitinn í Fossvogskirkju- garði og hefst athöfnin að venju klukkan 10.45. Þama gefst fólki tækifæri til að heiðra minningu þeirra milljóna manrta sem í gegnum árin hafa látið lífið í þágu friðar og frelsis. Séra Amgrímur Jónsson stjómar minningarathöfninni og öllum er velkomið að taka þátt í henni. í hermannagrafreit Breska samveldisins í Fossvogskirkjugarði em grafir 128 breskra hermanna og 84 grafir her- manna frá öðrum löndum, þar á meðal 47 Kanadamanna og 5 Ástralíumanna. Tónleikar Musica Nova Vetrarstarf Musica Nova hefst með tón- leikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 12. nóvember, kl. 20.30. Þar munu þau Einar Jóhannesson klar- inettuleikari og Robyn Koh, sembal- og píanóleikari, flytja verk eftir Hróðmar Inga Sigurbjömsson, Karólínu Eiríks- dóttur, Judith Weir, György Ligeti og Áskel Másson, en eftir hann verða fmm- flutt „Fantasía" fyrir klarinettu og sem- bal og „Þrjú smálög" fýrir klarinettu. Einar Jóhannesson þarf naumast að kynna fyrir íslenskum tónlistamnnend- um. Hann er í hópi okkar bestu tónlistar- manna og hefur undanfarið leikið víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og hljóðrit- að fyrir breska hljómplötufyrirtækið Chandos. Robyn Koh er fædd í Malasíu og stund- aði nám í Royal Academy of Music, Royal Northem College of Music og Salzburg- Mozarteum. Hún hefur komið fram víða í Evrópu, Austurlöndum og Bandaríkj- unum. Robyn Koh bjó og starfaði hér- lendis um tíma, en er nú búsett í Lond- on. Minningarkort Félags ein- stæöra foreldra fást á skrifstofu féiagsins að Hringbraut 116, sími 11822. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17. Bridge og frjáls spilamennska. Námskeið í kín- verskri leikfimi í Risinu. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 28812. Margr- ét Thoroddsen verður næst við 14. nóv- ember. Vinningshafar í verölauna- getraun á breskum dögum í Kringlunni Dregið hefúr verið úr réttum lausnum á DIXCEL- verðlaunagetrauninni, sem var á breskum dögum í Kringlunni. Rétt svar: Það em 75 blöð á einni rúllu af „Dixcel Thick & Fast“ eldhúsrúllu. Candy-örbylgjuofn: Vinningshafi Þór- unn Jónsdóttir, Selvogsbraut 27, Þor- lákshöfn. Braun-kaffivél: Vinningshafi Svava Steingrímsdóttir, Rauðalæk 24, Reykja- vík. Braun-brauðrist: Vinningshafi Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, Hléskógum 10, Reykjavík. Vinninganna skal vitja hjá íslensk-am- eríska verslunarfélaginu, Túnguhálsi 11, Reykjavík. 6. nóvember 1991 kl. 9.15 Kaup Sala Bandarfkjadollar....58,550 58,710 Sterlingspund......103,663 103,946 Kanadadollar........52,209 52,352 Dönsk króna.........9,1966 9,2217 Norskkróna..........9,0944 9,1193 Sænsk króna.........9,7697 9,7964 Finnskt mark.......14,6393 14,6793 Franskurfranki.....10,4288 10,4573 Belgiskur frankl....1,7311 1,7359 Svissneskur franki ...40,3793 40,4897 Hollenskt gyllini..31,6341 31,7206 Þýskt mark.........35,6566 35,7541 (tölsk llra........0,04760 0,04773 Austurrískur sch....5,0664 5,0803 Portúg. escudo......0,4150 0,4161 Spánskur peseti.....0,5667 0,5682 Japanskt yen.......0,45042 0,45165 (rskt pund..........95,287 95,548 Sérst. dráttarr....80,7258 80,9464 ECU-Evrópum........72,9416 73,1409 Myndir Mattias Fagerholm í Norræna húsinu Föstudaginn 8. nóvember kl. 18 verður opnuð sýning í anddyri Norræna hússins á grafíkverkum eftir Mattias Fagerholm. Mattias er fæddur í Stokkhólmi árið 1952. Hann stundaði nám við Listahá- skólann í Stokkhólmi 1972-1978. Hann hefur haldið einkasýningar í Stokk- hólmi, Gautaborg, Málmey og víðar og tekið þátt f fjölmörgum samsýningum í heimalandi sínu og erlendis. Listasafn ríkisins í Stokkhólmi og Lista- safnið í Gautaborg eiga verk eftir hann. Sýningin verður opin daglega kl. 9-19, nema sunnudaga kl. 12-19. Henni lýkur 24. nóvember. 6390. Lárétt 1) Maður. 5) Fljót. 7) Bjór. 9) Há. 11) Lærdómur. 13) Stórveldi. 14) Skæl- ur. 16) Silfur. 17) Geldinga. 19) Dældir. Lóörétt 1) Plásslítið. 2) Ónefndur. 3) Huldu- vera. 4) Rúlluðu. 6) Djarfar. 8) Rimlakassi. 10) Reykti. 12) Blása. 15) Fataefni. 18) Stafrófsröð. Ráöning á gátu no. 6389 Lárétt 1) Auknar. 5) Áar. 7) DV. 9) Mars. 11) Lak. 13) Róa. 14) Iðnu. 16) Ak. 17) Ágóða. 19) Sagðir. Lóðrétt 1) Andlit 2) Ká. 3) Nám. 4) Arar. 6) Ásakar. 8) Vað. 10) Róaði. 12) Knáa. 15) Ugg. 18) Óð. Kjördæmisþing framsóknarfélaganna á Reykjanesi verður haldiö I Hlégarði, Mosfellsbæ, sunnudaginn 10. nóvember n.k. kl. 10.00. Stjóm KFR. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Aðalfundur miðstjómar Framsóknarflokkslns veröur haldinn I Borgartúni 6 Reykjavlk, laugardaginn 16. nóvember n.k. Dagskrá nánar auglýst slðar. Framsóknarfíokkurlnn Miðstjórnarmenn SUF Fjórðl mlðstjómarfundur SUF veröur haldinn föstudaginn 15. nóvember kl. 19.00 aö Hafnarstræti 20, 3. hæð. Aðalefni fundarins veröur EES-samningamir. Ávörp flytja Stelngrlmur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins, og Finnur ingólfsson, þingmaður Reykjavlkur. Nánari dagskrá I útsendu fundarboöi. Stelngrímur Finnur Framkvæmdastjóm SUF Landsstjórn LFK Aðal- og varakonur I landsstjóm Landssambands framsóknarkvenna eru boöaðar á fyrsta fund landsstjómar LFK þann 15. nóvember kl. 17.30- 21.00 I Reykjavlk. Fundarstaður og dagskrá nánar auglýst sfðar. Framkvæmdastjóm LFK Kópavogsbúar Almennur bæjarmálafundur veröur haldinn 7. nóvember kl. 20.30 að Digranesvegi 12. Gestir fundarins verða: Aðalstelnn Sigfússon, félagsmálastjóri Kópavogs, og Aðalbjörg Lútersdóttir, öldrunarfulltrúi Kópavogs. Stjám fufítrúaréds Kópavogsbúar— Nágrannar Spiluö verður framsóknarvist að Digranesvegi 12 n.k. sunnudag 10. nóv- ember kl. 15.00. Góð verðlaun. Kaffiveitingar. Freyja, félag framsóknarkvenna. Sunnlendingar Spilavist Hin áriega 3ja kvölda framsóknarvist Framsóknarfélags Ámessýslu held- ur áfram 8. nóvember kl. 21.00 I Félagslundi, Gaulverjabæ. Lokaumferðin veröur á Flúðum 15. nóvember kl. 21.00. Vegleg verðlaun að vanda. Stjómln. Stjórnarfundur SUF Flmmtl stjórnarfundur SUF verður haldinn sunnudaginn 17. nóvember 1991 kl. 12.00 að Hafnarstræti 20, Reykjavlk. Dagskrá samkvæmt útsendu fundarboöi. Framkvæmdastjóm SUF Keflvíkingar Skrifstofa framsóknarfélaganna a(l Hafnargötu 62, slmi 11070, verður op- in mánudaga 17-19, miðvikudagá 17-19 og laugardaga 14-16. Munið bæjarmálafundina. Keflvíkingar — Suðurnesjamenn Framsóknarvist verður I Félagsheimilinu, Hafnargötu 62, miövikudaga kl. 20.30. Allir velkomnir. Viðtalstími LFK Valgerður Sverrisdóttir þingmaður verður til viötals á skrifstofu Framsóknarflokksins þann 13. nóvember milli klukkan 10.00-12.00. Landssamband framsóknarkvenna Valgerður Borgarnes - Opið hús I vetur verður að venju opið hús á mánudögum frá kl. 20.30 til 21.30 I Framsóknarhúsinu, Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúar flokksins verða þar til viötals ásamt ýmsum fulltrúum I nefndum á vegum bæjarfélagsins. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir til að ræða bæjarmálin. Sími 71633. Framsóknarfélag Borgamess. Hafnarfjörður Aðalfundur I Framsóknarfélagi Hafnarfjarðar veröur haldinn fimmtu- daginn 7. nóvember að Hverfisgötu 25, Hafnarfirði, og hefst kl. 20.00. Aðalfundur I Fulltrúaráði framsóknarfélaganna I Hafnarfirðl verður haldinn á sama stað sama kvöld og hefst kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf á báðum fundunum. Stjómlmar. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Digranesvegi 12, Kópavogi, eropin mánud.-fimmtud. kl. 17.00-19.00. Slmi 43222. Kjördæmisþing ungra framsóknarmanna " Reykjaneskjördæmi verður haldið I félagsheimili framsóknarmanna I Grindavlk, að Vikur- braut 8, laugardaginn 9. nóv. n.k. ki. 17.00. Suðurland Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suðuriandi að Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á fimmtudögum kl. 16-18. Sími 22547. Fax 22852. MUNIÐ að skila tilkynningum í flokksstarRð tímanlega - þ.e. fyrir kl. 4 daginn fyrir útkomudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.