Tíminn - 16.11.1991, Síða 3
Laugardagur 16. nóvember 1991
HELGIN
11
við að borið var á borð eins og til mið-
degisverðar og voru flöskur og glös á
borðum. Maddama Frydensberg bar
inn kindakjöt, því líkast sem það væri í
karrfi. Það er landssiður á Islandi að
húsfreyja eða dætur hennar beri á borð
og taki af því aftur. Stöku sinnum gera
vinnukonumar þetta og gera þær sig
mjög heimakomnar við húsbændur.
Karlmenn fást aldrei við þjónustu. Á
eftir karríinu eða ragúinu kom steikt
kindakjöt, ostur, brauð og smjör. Þegar
drukkin höfðu verið nokkur glös af víni
var skenkt kaffi. Það með var sam-
kvæminu lokið. Allir stóðu upp og
hneigðu sig fyrir húsmóðurinni.
Við laugamar
Daginn eftir fórum við til að skoða
nokkrar laugar svo sem tvær mílur
austur af bænum. Þangað flykktist
fólkið til þess að þvo fatnað. Lækur
rennur rétt hjá laugunum. Með dálít-
illi lagni er hægt að koma hendinni
svo í vatnið að öðrum megin sé svo
mikill hiti sem menn vilja, upp að 188
stigum, en hinum megin ískalt. Vatnið
úr laugunum blandast lækjarvatninu
svo að margvísleg hitastig eru á litlu
svæði. Þvottakonumar sjóða fisk og
kjöt í vatninu þar sem það er heitast
Af plöntum, sem við tókum úr vatn-
inu, var óþægilegur brennisteinsþefur,
eins og úr vatninu sjálfú, en ekki mjög
rammur. Þama em einnig stórar og
djúpar volgar tjamir og einn tiltekinn
dag í júní fara stúlkumar í nágrenninu
þaríbað.
Ball í Reykjavík
Hinn 15. efndum við til dansleiks fyr-
ir kvenþjóðina í Reykjavík og ná-
grenni. Gestimir fóm að safnast sam-
an um níuleytið. Okkur var fylgt inn í
lítið herbergi, lágt undir loft Þar vom
allmargir karlmenn, en mér til mikill-
ar undmnar sá ég þar engar konur. En
við fundum þær samt bráðlega í öðm
herbergi við hliðina. Það er siður að
þær bíði þar til karlmennimir sækja
þær þangað. Þegar ég kom inn í þetta
herbergi urðu mér það mikil von-
brigði að ég sá ekki eina einustu konu
í íslenskum búningi. Kvenbúningur-
inn var ekki ósvipaður klæðnaði
enskra stofustúlkna, en ekki eins snot-
ur. Gömul kona, eiginkona veitinga-
mannsins, var klædd eins og sjá má á
myndunum af langömmum okkar.
Skömmu eftir að dansinn hófst komu
biskupsfrúin og tvær konur aðrar í
viðeigandi þjóðbúningum.
Okkur fórst mjög klaufalega að dansa
það sem kvenfólkinu þóknaðist að
kalla enska sveitadansa. Ég skildi
hvorki upp né ofan í tónleikunum.
Þeim var haldið uppi af einni ískrandi
fiðlu og leikið undir á sömu hásu, hálf-
fúnu bumbuna sem kallað hafði sam-
an yfirréttinn og á glamrandi þríhym-
ing. Við mgluðumst gersamlega, því
að það var nauðsynlegt að fara með
geysihraða gegnum fjölbreytta röð af
flóknum danshringjum á tilteknum
tíma. Skyssur okkar og sífelldir
árekstrar á þá sem næstir okkur vom
urðu kvenþjóðinni til mikils gamans,
en konumar sáu að það var ógeming-
ur að halda okkur á réttu spori. Þegar
við fengum örlítið tóm til að blása
mæðinni, höfðum við tækifæri til að
taka eftir ýmsu sérkennilegu í sam-
kvæmislífi og siðum Dananna í
Reykjavík. Þegar karlmennimir em
ekki að dansa, drekka þeir púns og
ganga um með tóbakspípu í munnin-
um og hrækja hraustlega á gólfið. Það
virðist vera siður landshomanna á
milli á íslandi að vera sí og æ að kasta
af sér munnvatninu. En við komumst
ekki að því með vissu hvort landsmenn
höfðu lært þetta af Dönum eða Danir
af þeim. Okkur var bent á ýmsar kon-
ur, sem ekki hefðu þolað að dyggð
þeirra væri skoðuð neitt ofan í kjölinn.
Ein var þama, kaupmannskona, sem
hafði búið með öðmm kaupmanni og
átt með honum tvö böm meðan bóndi
hennar var í siglingu til Kaupmanna-
hafnar í verslunarerindum. Önnur
kona, sem þótti maður sinn of gamall,
hafði hallað sér undir vemdarvæng
annars yngra aðdáanda síns og skilið
sinn góða, rólega eiginmann eftir ein-
an til að velta fyrir sér óláni sínu eða ná
sér í annan fömnaut sem betur hæfði
aldri hans. Þessar konur og aðrar, sem
eins lítið hirtu um háttemi sitt, vom
teknar með í samkvæmislífið og menn
umgengust þær með sömu hæversku
og vinsemd og þær konur sem dyggð-
ríkastarvom.
Vafasamt siðgæði
Það má hispurslaust telja að þetta
gersamlega kæmleysi um siðgæði og
reglur virðulegrar umgengni verði til
þess að grafa einnig undan siðgæði
þeirra sem em þó siðavandari á yfir-
borðinu. Það er ekki ósanngjöm álykt-
un að umgengni þeirra við konur, eins
og þær sem áður vom nefndar, sé
sprottin af einhverri samúð, einhverri
nauðsyn á því að halda leyndu því sem
hættulegt gæti verið að gera uppskátt
Að vísu má segja að nokkur afsökun sé
þar sem enginn vörður siðgæðisins er
viðstaddur eða hann lokar augunum
fyrir því sem aflaga fer þótt hann sé
viðstaddur, eða leggur lag sitt við þá
sem brotið hafa helgustu bönd tilfinn-
inganna. Þama sáum við biskupinn
sjálfan gera gælur við verstu lesti og
umgangast mjög kumpánlega menn
sem hann hlaut að vita að vom sið-
lausir. Mér var sagt að þegar hjón væm
óánægð í sambúð sinni eða þegar
konu langaði til þess að skipta um
mann, væri skilnaðurinn viðurkennd-
ur án þess að nokkur rannsókn máls-
ins færi fram og nýtt hjónaband Iátið
hátíðlega tengja saman það fólk sem
opinberlega hafði vanrækt fyrri heit
sín. Svona er siðferði fólksins í Reykja-
vík.
Á dansleiknum var borið fram te og
kaffi. Heitt kryddvín og púns var til
reiðu fyrir þá sem það vildu. Kaldur
kvöldverður var framreiddur. Það var
kjöt, ostur o.s.frv. og vín. Meðan setið
var að borðum sungu sumar konumar
og gerðu það sæmilega vel. En ég gat
ekki notið skemmtunarinnar vegna sí-
vaxandi málæðis. Það var oft svo há-
vært að það yfirgnæfði sönginn. Þetta
var ekki álitið ókurteisi á nokkum
hátt Eitt kvæðið var lofsöngur um þá
sem boðið höfðu til skemmtunarinnar
og meðan á söngnum stóð lyftu menn
glösum sínum og skáluðu. Áð loknum
kvöldverði var dansaður vals í þeim stíl
að það minnti mig á hergöngu eftir
dánarmarsinum í „Sál“. Þótt engin
þörf væri á ljósum var mörgum kert-
um komið fyrir í herbergjunum. Þegar
samkvæminu var slitið, kringum
klukkan þrjú, var sólin komin hátt á
lofL
Brúðkaupssiðir
Meðan við vomm í bænum áttu vin-
ir mínir kost á því að sjá íslenska
hjónavígslu. Hún fór fram í kirkjunni.
Brúðurin sat í skrautí sínu öðrum
megin í kirkjunni og með henni rosk-
in kona, sennilega móðir hennar.
Brúðguminn sat andspænis henni.
Selskinnsskómir voru festir með
krossböndum úr hvítu líni og rönd-
óttum sokkaböndum vafið um legg-
ina. í fylgd með honum voru nokkrir
vinir hans og styttu þeir sér stundir
með því að taka í nefið meðan á at-
höfninni stóð. Presturinn stóð við alt-
arið andspænis gestunum og byrjaði
athöfnin með tóni og tóku allir, sem
viðstaddir voru, undir það. Síðan flutti
hann bæn og langa hvatningarræðu
til brúðhjónanna, sem voru nú leidd
fram fyrir hann. Síðan voru lagðar fyr-
ir þau þrjár spumingar, sams konar
og þær sem notaðar eru við enska
hjónavígslu, og var karlmaðurinn
spurður fyrsL Síðan tengdi presturinn
saman hendur þeirra, lagði hendur
sínar á herðar þeim og blessaði þau.
Þeim var síðan fylgt hvoru um sig til
sæta sinna og athöfninni lauk með
söng. Brúðurin gekk á undan brúð-
gumanum úr kirkjunni og gengu
konumar á eftir henni, en karlmenn-
imir í fylgd með brúðgumanum. Það
er venja að þau fari við svona tækifæri
heim á heimili einhvers skyldmennis
síns. Þegar brúðurin fer þaðan að lok-
inni máltíð, fara vinkonur hennar
með henni. Þegar eiginmaðurinn
kemur, sitja þær allar á rúmstokknum
hjá konu hans og honum er vamað
inngöngu. Þegar hann knýr á, er hon-
um sagt að hann verði að borga fyrir
aðganginn og hann býður þá neftób-
aksdósir sínar eða einhveija smámuni
sem hann kann að hafa í vasa sínum
og er þeim neitað. Að lokum lofar
hann einhverri verðmætri gjöf, frá
tuttugu til hundrað dala virði eftir
efnum hans og ástæðum, og konum-
ar segja að lokum að hann eigi að feera
brúðinni gjöfina. Þessu þófi er stund-
um haldið áfram í klukkustund í
gamni og góðu skapi. Morguninn eft-
ir gefur maðurinn konu sinni ein-
hverja gjöf, fatnað, peninga eða silfur-
skeiðar. Þau fera nú til heimilis síns.
Við sáum ekki skrúðgönguna til kirkj-
unnar, en okkur var sagt að úr prests-
húsinu, eða einhverjum kofanum í
nánd við kirkjuna, hafi fyrst gengið
telpur, tvær og tvær, þá brúðurin með
frændkonum sínum eða virðulegustu
konunni meðal gestanna. Þá komu
aðrar konur og síðan brúðguminn og
einhver vinur hans með honum.
Næstur í röðinni er presturinn og svo
karlmennimir síðastir í brúðarfylgj-
unni.“
Hér látum við lokið frásögn
MacKenzie og vonum að lesendum
hafi þótt fróðlegt að heyra hvemig
höfuðstaður íslands kom honum fyrir
sjónir.
Leðurfóðraðir vinylskór
Hvítir og svartir
Verð aðeins kr. 3.450
HHlBHfflK
utiuf:
Glæsibæ • Sími 812922