Tíminn - 16.11.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. nóvember 1991
HELGIN — 13
vwW-
geti opnað:
fjallanefnd óskað eftir að fá að
kaupa stólalyftu með fjórum stól-
um, sem myndi afkasta jafn
miklu og þær tvær sem fyrir eru.
Þeirri beiðni hefur verið hafnað.
En þar sem fjöldi gesta fer vax-
andi, er þá ekki möguleiki á að
láta gjöld inn á svæðið borga nýj-
ar lyftur? „Það er útilokað," seg-
ir Kolbeinn. „Við erum þakklátir
ef við náum inn gjöldum sem geta
staðið undir daglegum rekstri, og
það hefur oftast tekist. Fram-
kvæmdirnar hafa verið framlegð
sveitarfélaganna. Verðlagið er
ekki sambærilegt við það sem ger-
ist víða erlendis og við teljum
ekki verjandi að hækka það. Að-
alvandinn er hvað við erum háð
duttlungum veðursins. Á síðast-
liðnum vetri gerðum við ráð fyrir
að fá 40 milljónir króna í tekjur
af aðgangseyri í Bláfjöllum, en
þær urðu þegar upp var staðið
ekki nema tuttugu og sex. Það var
fyrst og fremst vegna veðurs og
snjóleysis. í Skálafelli, sem er
líka rekið af Bláfjallanefnd, urðu
tekjurnar ein milljón króna, en
voru áætlaðar ellefu milljónir.
Það má segja að það sé útilokað
fyrir venjuleg íþróttafélög að reka
almenningsskíðasvæði, vegna
þeirra sveiflna sem eru í veðurfari
á milli ára.“
þeim útbúnaði, sem er nauðsynlegur, er
ekki dýrt að stunda þessa íþrótt, en það þarf
að leggja í nokkurn kostnað í upphafi.
„Það er dýrt að starta, því auk skautanna
þurfum við að vera með mikið af hlífðar-
brynjum," segir Snorri. „Þetta er annars
ekki frábrugðið mörgum öðrum íþróttum
að þessu leyti; það kostar peninga að koma
sér upp golfsetti, það er dýrt að kaupa skíði
og galla, hest og reiðtygi, og svo mætti
áfram telja. Við hjá Biminum reynum að fá
afslátt á útbúnaði fyrir okkar meðlimi og
fengið að panta hann beint frá umboðinu.
Þannig höfum við fengið gallann á hag-
stæðara verði. En ef ég ætti að giska á hvað
þetta kostar, gæti ég trúað að menn gætu
fengið íshokkígalla hjá Kringlusporti í
Kringlunni fyrir 35 til 40 þúsund krónur
fyrir utan skauta. Annars fer þetta allt eftir
því hversu mikinn pening þú vilt leggja í
þetta; það er hægt að fá skauta á frá fimm
þúsund og upp í fjörutíu þúsund krónur."
Engin slys hér ennþá
Hokkí er mikið stundað í Skandinavíu, og
í Svíþjóð til að mynda mætti líkja áhuga al-
mennings á þessari íþrótt við áhuga okkar
íslendinga á handbolta. Reynslan erlendis
hefur sýnt að slysatíðni í greininni er há, en
hér hafa menn ekki þurft að kvarta undan
því. Snorri segir að menn keyri hvern ann-
an að sjálfsögðu niður á svellinu, en þeir
séu það vel varðir að það komi sjaldnast að
sök.
Vegna magninnkaupa okkar fyrir Evrópumarkað á
amerísku sólarfilmunni, getum við boðið tíma-
bundið þetta frábæra verð.
Breidd: 50 cm • Lengd: 1800 m • Litur: Svarttil
afgreiðslu strax • Umboðsmenn okkar um land
allt annast sölu og taka við pöntunum
■ VIC* •
EINKAUMBOÐ FYRIR EVRÓPU
Globus?
Lágmúla 5, s:681555
RULLUBAGGAPLAST
ADEINS KR. 3.999 RULLAN AN VSK.