Tíminn - 16.11.1991, Side 6
HELGIN
Laugardagur 16. nóvember 1991
14
KONUNGUR FJALLANNA
Á YAMAHA ertu í öruggri fylgd um fjöll og firnindi. Öryggið
felst í hinni vönduðu hönnun og traustu byggingu YAMAHA
vélsleðanna. Þeir bila síður en aðrir.
LÁG BILANATÍÐNI
Lága bilanatíðnin er það sem YAMAHA vélsleðarnir eru löngu orðnir iandsfrægir fyrir.
Hún er beinlínis helsta einkenni þeirra og í rauninni sá eiginleiki sem mestu skiptir þegar upp
í hálendið er komið.
BR 250 TF
StaðgreiftsluverO kr.: 399.000
Til björgunarsveita: 205.000
ET410TR m. bakkglr.
Staögreiðsluverðkr.: 616.000
Til björgunarsveita: 315.000
ÁREIÐANLEG ÞJÓNUSTA
Rekstur og viðhald YAMAHA sleða verður aldrei neitt vandamál heldur. Eigendur þeirra
hérlendis skipta hundruðum. Þeir geta fullvissað þig um að varahlutaþjónusta okkar er til
mikillar fyrirmyndar.
Þessar tvær staðreyndir eru svo undirstöður þriðja aðalkosts YAMAHA sleðanna, sem er:
Staðgreiðsluverð kr.: 616.000
HÁTT ENDURSÖLUVERÐ
YAMAHA vélsleði er nefnilega afar góð eign.
LÁTTU TÆKNIMENN OKKAR KOMA TIL UÐS VIÐ ÞIG.
Þeir ráöa þér heilt í vali sleöans og rekstri hans öllum.
í vetur bjóðum við sjö gerðir af YAMAHA vélsleðum, þær sem hér má sjá.
PHASER II STE
Staðgreiðsluverð kr.: 655.000
Til björgunarsveita: 335.000
NJÓTTU FRELSIS FJALLANNA í ÖRUGGRI FYLGD.
HANS HÁTIGN SKILAR ÞÉR AFTUR HEIM. ÞVÍ TREYSTA ÞEIR SEM REYNSLUNA HAFA.
Staðgreiðsluverð kr.: 670.000
1 VT 480 STE, m. bakkgir.
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000
Staðgreiðsluverð kr.: 730.000
Til björgunarsveita: 375.000
VK 540E, m. bakkgír
ogHi/Lo /f
Staðgreiðsluverð kr.: 705.000
Til björgunarsveita: 355.000
Staögreiðsluverö kr.: 740.000
Til björgunarsveita: 375.000
LÁNSKJÖR VIÐ ALLRA HÆFI.
Allt tilgreint verð er miðað við
gengi 27. sept.
og getur breyst fyrirvaralaust.
Hótel Örk í Hveragerði
kynnir „gjafalykla“ í
Kringlunni:
Bjóða
Örkina
í jóla-
gjöf
Hótel Örk í Hveragerði hóf all
nýstárlega kynningu á þjónustu
sinni í Kringlunni í gær. Þar
hefur verið komið fyrir svoköll-
uðu jólagjafahúsi, en ætlunin er
að markaðssetja gistingu og
dægradvöl á Hótel Órk sem til-
valda jólagjöf.
Þetta hefur ekki verið reynt hér-
lendis áður, en að sögn Jóns Ragn-
arssonar, framkvæmdastjóra Arkar,
verður boðið upp á fjóra mismun-
andi „lykla" að hótelinu.
Mismunur lyklanna felst m.a. í
lengd dvalarinnar sem er frá þremur
dögum og upp í fimm daga, en verð-
ið er frá 6.900-12.900 kr. og er þá
morgun- og kvöldverður innifalinn.
Þau verð, sem hér eru nefnd, gilda
aðeins meðan á sérstöku jólatilboði
stendur, en lyklana má hins vegar
nota allt næsta ár á þeim tíma sem
viðskiptavinurinn óskar eftir.
Auk þessa verður sérstök dagskrá á
hótelinu um jólin og áramótin og
þann 17. janúar verður haldið sér-
stakt heilsuteiti þar sem gestum
býðst skipuleg þátttaka í ýmiss kon-
ar líkams- og heilsurækt.
Hótel Örk hefur farið ótroðnar
slóðir í markaðssetningu. Undan-
farna þrjá vetur hefur hótelið boðið
upp á svokallaða sparidaga í miðri
viku: eins konar hvíldar- og hress-
ingardaga fýrir fólk á öllum aldri,
með dvöl frá mánudegi til föstudags
að báðum meðtöldum. Innifalið er
matur, gisting og kvöldvaka á hverju
kvöldi með sérstökum gestgjafa.
Sparidagarnir hafa mælst mjög vel
fyrir. Fyrsta vika þeirra hefst á
mánudag og er þegar uppselt í hana.
Hótel Örk er reyndar óvenju vel í
stakk búið til þess að taka við fólki til
hvíldar og hressingar. Þar er líkams-
ræktarsalur, gufubað, sundlaug,
vatnsrennibraut, nuddstofa og fleira.