Tíminn - 16.11.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. nóvember 1991
HELGIN
15
Mitshubishi L 200 4WD í reynsluakstri:
Garpur með
góða takta
Pailbflar með löngu húsi, extra cap og double cap eins og þeir
heita á alþjóðlegu bflamáli, hafa undanfarin misseri verið að ryðja
sér til rúms á íslenskum markaði. í síðasta helgarblaði Tímans
kynntumst við einum slflnim frá Toyota, Hilux SR5 Extra Cap, en
nú er röðin komin að samlanda hans Mitsubishi L 200 4X4 tvíhýs-
isvagni.
Reyndar eru þessir bflar ekki að öllu
leyti sambærilegir. L 200 bfllinn, sem
við fengum til reynslu, var fjögurra
dyra double cap dieselbfll og kemur
upphækkaður og breyttur frá umboð-
inu, en Toyotan var tveggja dyra bens-
ínbfll með minna aftursæti og mun
minna breyttuii
Breyttur hjá Benna
Þeir hjá Heklu hf. kalla þessa útfærslu
af L 200 bflnum fjallagarpinn. Nafnið
skýrir sig sjálft, en bfllinn er með sér-
útbúnaði og upphækkun frá Bflabúð
Benna. Bæði Hekla hf. og Jötunn hf.,
sem selur Isuzu-bflana, hafa samið við
Benna um sérútbúnað á bfla sem seldir
eru nýir frá umboðunum. Fjallagarp-
urinn er hækkaður upp á boddýi um
þrjár tommur og með gúmmíbretta-
köntum og gangbrettum úr áli. Það er
búið að setja undir hann 32” dekk, álf-
elgur og á toppnum er ljósagrind með
tveimur 130 W ljóskösturum. Þá er bú-
ið að setja hlífðargrind á bflinn að
framan og á hana tvo þokuljóskastara
og þriggja tonna spil. Inni í bflnum eru
síðan slökkvitæki og sjúkrakassi.
Þessi pakki breytir Mitsubishi L 200
4WD Double cap heilmikið. Hann
verður fyrir það íyrsta öflugri í torfær-
um og traustari við erfiðar aðstæður,
en útlitið breytist ekki síður til batnað-
ar. Útkoman er fallegur og sportlegur
íjallabfll. Aksturseiginleikamir halda
sér, enda er bfllinn hækkaður upp á
grind en ekki fjöðrunum. Það fylgir
þessari breytingu þó einn galli og hann
er sá að það hvín meira í grófmynstr-
uðum dekkjunum, en það verða hvort
sem er allir, sem setja jeppana sína á
öflugri dekk, að sætta sig við.
Tíu gírar áfram
Mitsubishi L 200 4WD Double Cap
vegur tæp sautján hundmð kfló tómur,
byggður á grind og uppgefin burðar-
geta er um það bil 1,2 tonn. Vélin er 2,5
Iítra 4 cyl. dieselhreyffll, sem skilar 70
DIN hestöflum við 420 snúninga. Gír-
kassinn býður upp á fimm hraðastig
áfram, sem gerir tíu gíra áfram og tvo
afturábak, þegar hátt og lágt drif er tal-
ið með. Að aftan er heil hásing með
blaðfjöðmm, en að framan er sjálfstæð
snerilfjöðmn á hvom hjóli. Bfllinn er
útbúinn með loftkældum diskabrem-
sum að framan en skálabremsum að
aftan. Innanrými er all gott, það fer
mjög vel um ökumann og framsætis-
farþega og heili sætisbekkurinn afturí
0
er rúmgóður. Séu framsætin í öftustu
stöðu, er fótarými aftursætisfarþega
orðið af skomum skammti, sér í lagi ef
þeir em meira en meðalmenn á stærð.
Sætin sjálf em þægileg, þau em tau-
klædd, sem er stór kostur á frostköld-
um vetrarmorgnum. Stólamir frammí
styðja vel við ökumann og farþega og
það er vandalaust fyrir ökumanninn að
stetjast inn og fara út, jafnvel þótt
veltistýrið sé í neðstu stillingu.
Smekklegur frágangur
Allur frágangur að innan er með
ágætum og útsýni úr húsinu er gott. í
mælaborðinu em hraðamælir og
snúningshraðamælirfyrirferðarmestir,
en auk þeirra eldsneytis- og vatnshita-
mælir. Fyrir smurþrýsting og hleðslu
em viðvömnarljós. Á bflum eins og
þessum, sem em notaðir til flutninga
og í torfæmakstri, þyrfti að vera smur-
þrýstingsmælir og jafnvel mælir fyrir
hitann á smurolíunni líka. Það skiptir
miklu máli að geta fylgst með því
hvemig bfllinn smyr sig undir álagi
eða þegar keyrt er í hliðarhalla og
brattlendi, því ljósarofinn í mælaborð-
inu varar þig ekki við fyrr en eftir að
vélin er hætt að smyrja sig.
í akstri er þessi tvíhýsisvagn ljúfur
sem lamb. Vökvastýrið mátulega
þungt, aflbremsumar sömuleiðis og öll
stjómtæki rétt staðsett. Gírskiptingin
er sérlega ljúf og ekkert basl við að
skipta á milli drifa. Vegna þess að bfll-
inn, sem Tíminn fékk til pmfú, var á
1545
stærri dekkjum, virkaði hann latur á
fjórða og sér í lagi fimmta gír, en
hraðahlutfallið út í hjól hækkar um
20% við þessa breytingu. Þetta kemur
þó ekki að sök, því drifhlutfallið er
lækkað til að vega upp á móti stærri
dekkjum áður en Fjailagarpurinn fer
frá umboðinu. Eftir þá breytingu verð-
ur bfllinn að öllum líkindum bara
nokkuð snarpur af dieselvagni að vera.
Mætti leggja meira á
Garpurinn er nokkuð seigur þegar
kemur að akstri í snjó og eríiðum skil-
yrðum. Þar munar mikið um 75%
tregðulæsingu á afturöxlinum og sá
útbúnaður nýtur sín enn betur þegar
komin er einhver þyngd á pallinn. Að
framan er hins vegar ekki læsing. Drif-
lokumar em handvirkar, sem er kostur
ffernur en galli.
Einum galla er ekki hægt að Iíta fram-
hjá við akstur Mitsubishi L 200, en
hann er sá að beygjuradíusinn er of lít-
ill. Þvermál beygjuhringsins er heilir
12 metrar á þessari útgáfu og það háir
THOMSON O
SJÓNVÖRP
RYMINGARSALA
lO-25%afsláttur
nM8§3
SAMBANDSINS
Miklagarði S. 692090
bflnum þegar beygja á fyrir kröpp
hom. Þetta er aðal ókostur bflsins.
Ókostur númer tvö er hvað hávaðinn
frá vélinni heyrist inn í húsið. Það má
þó laga með því að leggja smá vinnu í
að einangra hvalbakinn betur.
Þegar á heildina er litið er þessi tví-
hýsisvagn góður kostur þegar menn
em að leita sér að duglegum torfæm-
og vinnubíl, með möguleika fólksbfls.
Fjallagarpurinn er ákjósanlegur fyrir
bændur, trillukarla og smærri verktaka
og alveg sérstaklega ef litið er á verðið,
sem er um 1.400 þúsund miðað við
staðgreiðslu. Því miður hefur skatt-
lagning stjómvalda á dieselbflum orðið
þess valdandi að þeir em dýrari í
rekstri heldur en bensínbflar, nema
virðisaukaskattur af olíunni fáist end-
urgreiddur. Setji hinn almenni jeppa-
áhugamaður það ekki fyrir sig, er þetta
bfll fyrir hann líka.
-HEÍlSUFjJk
ÞAÐ ERU EKKI FOTIN
SEM MENN VIUA
HELDUR ÞAÐ SEM
ÞAU HYUA!
BJOÐUM UPPA LIKAMSRÆKT,
ÞOLFIMI UÓS OG SKVASS.
MORGUN, HÁDEGIS, SÍÐDEGIS OG
KVÖLDTÍMAR.
SKRÁNING HAFIN í JAZZ-FUNK
NÁMSKEIÐ HJÁ DÍSU.
OPIÐ KL. 7-22 VIRKA DAGA, 9-16
LAUGARDAGA OG 13-16
SUNNUDAGA.
World Class
SKEIFUNNI 19, SÍMAR 30000 OG 35000