Tíminn - 21.11.1991, Page 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 21. nóvember 1991
Skipaútgerð ríkisins:
Ákvarðanir ráðherra
byggðar á
„Svo virðist sem ráðherra hafi lagt þessa skýrslu til grundvallar ákvörð-
unum sínum um framtíð Ríkisskips. Hann hefur oftlega vitnað beint í
hana og ákvarðanir um að segja upp Færeyjaflutningunum og setja skip
á sölulista, þær ákvarðanir eru til dæmis teknar eftir að þessi áfanga-
skýrsla er lögð fram. Þar eru forsendumar greinilega fengnar," segir
Hjörtur Emilsson, aðstoðarforstjóri Ríkisskips, í samtali við Tímann.
vitleysu?
Skýrslan, sem til er vitnað, kall-
ast „Áfangaskýrsla varðandi úttekt
á rekstri Skipaútgerðar ríkisins og
framtíðarskipulag á þátttöku rík-
isins í strandsiglingum". Hún var
unnin af Endurskoðun Akureyrar
hf., dagsett 7. október. Hjörtur
vakti athygli á rangfærslum í
skýrslunni f grein í fréttabréfi
starfsmanna Skipaútgerðarinnar,
Þjóðbrautin.
Að sögn Hjartar má finna marga
villuna í skýrslu Endurskoðunar
Akureyrar hf. Sumar þeirra eru
mjög meinlegar og hlutur Ríkis-
skips allur gerður verri en hann
er. Til dæmis að taka er sagt til-
tölulega stutt í að fjárfesta verði í
skipum og uppbyggingu nýrrar
vöruskemmu við Vogabakka; skip-
in séu gömul, miðað við skipastól
annarra félaga, og samningur um
afnot af aðstöðu við Reykjavíkur-
höfn renni út næsta haust.
Hjörtur segir hvort tveggja
rangt. Skip Ríkisskips henti vel til
siglinga á ströndinni, enda hafi
Eimskipafélagið til dæmis nýverið
tekið í notkun strandferðaskip
sömu gerðar og skip Ríkisskips.
Skipunum sé einnig vel við hald-
ið, enda undir stöðugu eftirliti
Viðhaldsvakans. Hjörtur segir og
að samningur um afnot af hafnar-
aðstöðu renni ekki út fyrr en árið
2001. Skipaútgerðinni gefist kost-
ur á aðstöðu við Vogabakka, enda
liggi þarfir Reykjahafnar að baki
flutningum ef til þeirra kemur.
Hjörtur segir enn að skýrslan
byggi að miklu á meintum tilvitn-
unum í erindi, sem flutt var á ráð-
stefnu um mönnun, skráningar
og rekstur kaupskipa. Endurskoð-
un Akureyrar hf. þykist finna þar
að nýting og virkni Skipaútgerðar
ríkisins sé ófúllnægjandi, miðað
við aðra flutningsaðila, og rekstr-
arkostnaður hár. Hjörtur bendir á
að Samband íslenskra kaupskipa-
útgerða hafi mótmælt þessari
túlkun Endurskoðunar Akureyrar
hf. á áðumefndu erindi og kallað
hana grófa fölsun og ósannindi.
„Við höfum reynt að koma at-
hugasemdum til ráðherra og var-
að við að skýrslan sé lögð til
grundvallar ákvörðunum um
framtíð Skipaútgerðarinnar. Af-
staða ráðherra hefur hins vegar
ekkert breyst, að því er ég best
veit.
Þetta eru óskiljanleg mistök. Það
hefði verið mjög einfalt að ganga
úr skugga um þessi atriði sem
Endurskoðun Akureyrar fer vit-
laust með. Eitt símtal hefði dugað
og við hefðum getað leiðrétt rang-
færslurnar. Hitt er víst að okkar
staða væri betri, ef skýrslan væri
betri,“ segir Hjörtur Emilsson,
aðstoðarforstjóri Skipaútgerðar
nkisins.
-aá.
Starfsmenn Skipaútgerðar ríkis-
ins undirbúa stofnun hlutafélags:
Alltá
fullu
I gærkvöldi var haldinn fundur til
undirbúnings að stofnun hlutafé-
lags um rekstur Skápaútgerðar rík-
isins. Starfsmenn fyrírtækisins
eiga frumkvæðið, eins og komið
hefur fram, og að sögn Hjartar Em-
ilssonar aðstoðarforstjóra hafa und-
irtektir verið mjög góðar. Á fundin-
um var kosin undirbúningsstjóm.
„Við höfúm fengið mjög jákvæð
viðbrögð frá fjölda aðila út um allt
land og hér í Reykjavík. Við höfum
meira að segja fengið hlutafjárlof-
orð, þó ekki sé farið að tala um upp-
hæðir. í þeim hópi eru sveitarfélög,
kaupfélög og einstaklingar, til dæm-
is Matthías Bjarnason alþingismað-
ur.
Við erum bjartsýn. Það er mikill
hugur í starfsfólkinu, mikil sam-
staða. Og við bíðum spennt eftir því
að sjá hversu góð mætingin verður
og síðan hver niðurstaðan verður af
þessu," sagði Hjörtur Emilsson í
samtali við Tímann fyrir undirbún-
ingsfundinn í gær. -aá.
Þingsályktunartillaga:
FERÐAÞJÓNUSTA
VERÐIEFLD
Eigendur Sam-útgáfunnar/Korpus hf.; Helgi Agnarsson, Sigurður Bjarnason, Þórarinn J. Magnússon
og Sigurður F. Þorleifsson.
Hagræðing í rekstri útgáfufyrirtækis og auglýsinga-
stofu ber ávöxt:
Sam-útgáfan og
Korpus sameinast
Sam-útgáfan hf. og Korpus hf. eru
að sameinast. Samútgáfan gefur út
tímaritin Vikuna, Bleikt og blátt,
Samúel og Hús og híbýli. Korpus
starfrækir umfangsmikla prent-
þjónustu og prentmiðlun og vinnur
fyrir auglýsingastofur, prentsmiðj-
ur, og útgefendur.
Markmiðið með sameiningunni er
að ná fram hagræðingu í rekstri.
Um leið er fyrirhugað að auka um-
svifm, til dæmis með útgáfu vasa-
brotsbóka.
Nýja fyrirtækið mun bera nöfn
beggja fyrirtækjanna og heita Sam-
útgáfan/Korpus hf. Sameiningin
gengur í gildi um áramót. Starfsem-
in fer fram að Ármúla 22.
Lögð hefur veríð fram þingsáiykt-
unartillaga á Alþingi um eflingu
ferðaþjónustu.
Tillagan gerir ráð fyrir að ríkis-
stjórninni verði nú þegar falið að
gera athugun á því hvaða fram-
kvæmdir í feröaþjónustu eru brýn-
astar og skila mestum árangri til að
gera kleift að taka á móti fleiri ferða-
mönnum og fá þannig betri nýtingu
á mannvirkjum og arð af rekstri fyr-
Satt er
það víst
í tilkynningu frá stjórn Lands-
banka ísíands er staðfest að skuld
Reykjavíkurborgar við bankann er
1.556.412,- — fimmtán hundruð
fimmtíu og sex milljónir fjögur-
hundruð og tólf þúsund krónur.
Bankastjórnin staðfestir þetta að
ósk Reykjavíkurborgar.
irtækja sem þegar eru fyrir hendi í
landinu.
Flutningsmenn eru alþingismenn-
irnir Jón Helgason, Guðmundur
Bjarnason og Stefán Guðmundsson.
Tillagan gerir ráð fyrir að á grund-
velli athugunarinnar verði þeim að-
ilum, sem ráðast vilja í þessi verk-
efni, veittur nauðsynlegur stuðning-
ur þegar á næsta ári.
í greinargerð með tillögunni segir
að í umræðum um atvinnumál að
undanförnu hafi komið skýrt fram
að aukin ferðaþjónusta sé vænleg-
asti kostur til eflingar íslensku at-
vinnulífi. Ríkisstjórnin fylgi hins
vegar stefnu, sem sé ekki fallin til að
styrkja þessa atvinnugrein. Bent er á
áform forsætisráðherra um að svipta
Byggðastofnun fjárræði og tillögur í
fjárlagafrumvarpi um að skera niður
lögbundið framlag til Framleiðni-
sjóðs landbúnaðarins, en sjóðurinn
hefur veitt mikilvægan stuðning til
verkefna í ferðamannaþjónustu.
Flutningsmenn telja mikilvægt að
Alþingi breyti stefnu ríkisstjórnar-
innar í þessu efni. -EÓ
Siewerth Karlsson, aöalframkvæmdastjóri Ansvar- samsteypunnar, og Benedikt Sveinsson, stjómar-
formaður Sjóvár-Almennra, handsala samstarfssamninginn. Að baki bíða Áke Lindgren, Ólafur Jón
Ingólfsson, Sveinn H. Skúlason, Benedikt Jóhannesson, Einar Sveinsson, Sigurjón Pétursson, Krist-
ján Þorsteinsson, Jóhann E. Björnsson og Sigurður R. Jónmundsson.
Sjóvá-Almennar og Ábyrgð hf.:
Samstarfið aukið og eflt
Ábyrgð hf„ tryggingafélag bindind-
ismanna, og Sjóvá-Almennar hafa
ákveðið að auka samstarf sín í milli.
Undanfarin ár hafa félögin hafa sam-
starf um rekstur Tjónaskoðunar-
stöðvarinnar, sem leitt hefur til hag-
ræðingar í rekstri. Þá hefur verið
ákveðiö aö auka hlutafé Ábyrgðar og
munu Sjóvá-Almennar eiga 49%
hlutafjárins eftir aukninguna.
Það er í Ijósi fyrri reynslu sem fyrir-
tækin ætla að auka samvinnuna,
m.a. á sviði tölvuvinnslu, bókhalds,
innheimtu og tjónaafgreiðslu. Frá
áramótum verður öll tjónaþjónusta
fyrir Ábyrgð í Tjónaskoðunarstöð-
inni að Draghálsi 14 til 16. Þannig
má draga úr rekstrarkostnaði beggja
féiaganna.