Tíminn - 21.11.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.11.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 NtJTÍMA FLUTNINGAR Hafnarriusinu v Tryggvagotu S 28822 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Öðruvísi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SfMI 6T9225 Áskriftarsími Tímans er 686300 TVÖFALDUR1, vinningur FIMMTUDAGUR 21. NÓV. 1991 10. landsfundur Alþýðubandalagsins vill nýja ríkisstjórn: Reiknað er með rólegum fundi í dag hefst 10. landsfundur Alþýðubandalagsins með setningu formanns flokksins, Ólafs Ragnars Grímssonar. Horfur eru á að fundurínn verði einhver sá rólegasti í sögu flokksins, þrátt fyrir að fréttir um vilja flokksins til að efna til stjórnarmynd- unarviðræðna á fundinum hafí borið hátt í ljósvakamiðlum gærdagsins. Átök og erjur hafa einkennt landsfundi flokksins, en þó er bú- ist við notalegum fundi að þessu sinni. í drögum að stjórnmála- ályktun, sem lögð verður fyrir fundinn, er því lýst yfir að Al- þýðubandalagið sé reiðubúið til viðræöna við aðra stjórnmála- flokka um myndun nýrrar ríkis- stjórnar á grundvelli stefnuskrár Alþýðubandalagsins. Skoðanakannanir sýna að Al- þýðubandalagið nýtur nú fylgis tæplega 20% þjóðarinnar. Þessi staðreynd á vafalítið mikinn þátt í að sæmileg sátt ríkir um forystu flokksins og stefnumál. Engar líkur eru t.d. taldar á að gerð verði tilraun til að fella formann flokksins. Eins og áður segir, hefst fundur- inn í dag og honum lýkur á sunnudag með afgreiðslu álykt- ana. Á morgun verða umræður um drög að nýrri stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins. Þar segir m.a.: ,A1- þýðubandalagið er flokkur jafn- aðarstefnu og félagshyggju, rót- tækur flokkur sem byggir á grunnhugmyndum jafnaðar- stefnunnar, sósíalismans, um jafnrétti, lýðræði og félagslegt réttlæti." í ftarlegum drögum að stjórn- málaályktun er komið víða við. Lýst er árangursríkum efnahags- aðgerðum síðustu ríkisstjórnar og fullyrt að núverandi ríkis- stjórn sé með rangri efnahags- stjórn og aðgerðaleysi á ýmsum sviðum að koma efnahagslífinu í sama farið og það var 1988, þegar ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hrökklaðist frá völdum. Minnt er á stefnu Alþýðubanda- lagsins um lífskjarajöfnun, sem lögð var fram fyrir kosningar. Síðan segir: „Tíundi landsfundur Alþýðubandalagsins áréttar enn á ný þessar víðtæku tillögur og lýs- ir Alþýðubandalagið reiðubúið til viðræðna við aðra stjórnmála- flokka um myndun nýrrar ríkis- stjórnar sem kæmi þeim í fram- kvæmd í samvinnu við samtök launafólks og atvinnulífs." Sigurður Bogi Sævarsson með fyrsta tölublað Sunnlenska frétta- blaðsins. Tímamynd: Áml Bjama Nýtt landshlutafréttablað hefur hafið göngu sína á Selfossi: Sunnlenska fréttablaðið „Sunnlenska fréttablaðið kemur út í fimm þúsund einstökum og því er dreift til allra heimila á Suðurlandi. Það á að koma út vikulega og fram til áramóta verður því dreift ókeypis til kynningar, en eftir það verður það selt til áskrifenda," segir Sig- urður Bogi Sævarsson. Sigurður Bogi er einn aðstandenda hins nýja landshlutablaðs. Það er gefið út á Selfossi af útgáfufélaginu Sunnan 4. Sunnlenska fréttablaðið er óháð og tengist engum hags- munasamtökum eða stjórnmála- flokkum. Hlutverk þess er að segja fréttir af mönnum og málefnum á Suðurlandi. „Við munum vinna hlutlaust og íbúum héraðsins til heilla," segir Sigurður Bogi. Blaðið er 8 síður að stærð og mun verða í þeirri stærð að öllu óbreyttu. Þa') mun segja fréttir af Suðurlandi öllu, eða frá Hellisheiði í vestri og austur að Lómagnúpi í austri. Það verður opið fyrir greinaskrifum ein- staklinga, hvar í flokki eða stöðu sem þeir kunna að standa. Ábyrgðar- maður er Kjartan Jónsson. Aðrir að- standendur blaðsins eru, auk Sig- urðar Boga, Bjarni Harðarson og Gunnar Sigurgeirsson. —sá Ingi Björn Albertsson er ekki sammála ríkisstjóminni um að leggja skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði: INGI BJORN ER Á MÓTI Ingi Björn Albertsson (Sjfl.) er á móti áformum ríkisstjómarinnar að leggja sérstakan skatt á verslun- ar- og skrifstofuhúsnæði. Hann leggur til að skatturinn verði lagður niður í tveimur skrefum og það fyrra verði stigið strax á næsta ári og álagningarstuðullinn verði lækk- aður úr 1,5% í 0,5%. Sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði var fyrst lagður á árið 1979 og hefur verið framlengd- ur árlega síðan. Álagningarhlutfallið var í upphafi 1,4% af fasteignaverði verslunar- og skrifstofuhúsnæðis. Árið 1984 var skatturinn 1,1% af fasteignaverðinu og hélst svo til árs- ins 1989, en þá var hann hækkaður í 2,2%. í fyrra var hlutfallið lækkað í 1,5%. Ríkisstjórnin hefur lagt til að skatt- urinn verði innheimtur á næsta ári með sama hætti og í ár og hlutfallið verði 1,5%. Jafnframt hefur fjár- málaráðherra lýst því yfir að ríkis- stjórnin muni leggja skattinn af á árinu 1993, en ráðherra og flokks- bræður hans hafa lengi barist gegn þessum skatti. Ingi Björn sættir sig hins vegar ekki við þessa málsmeð- ferð og vill lækka álagningarhlut- fallið strax á næsta ári. Verði sú til- laga felld, leggur Ingi Björn til að frumvarp fjármálaráðherra um þennan „vonda skatf ‘ verði fellt. SÁÁ lækkar meðalneyslu áfengis á mann með því að: Jóhann Guðmundsson umboðsmaður Pirelli, dr. Giuseppe Bazzi yfirverkfræðingur Pirelli, Peter Sheperd sölustjóri, og Gianfranco Acquaotta sölustjóri Pirelli. Tímamynd: Ámi Pirelli kynnir Landsvirkjun sæstreng: Tilboð eftir nokkra mán. Taka boltana í meðferð Þórarinn Týrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þó framboð á áfengi hafa aukist mikið síðustu ár, m.a. með tilkomu bjórsins, fjölgun veit- ingastaða og útsölustaða, hafi með- alneysla hvers íslendings ekki auk- ist að marid. Gera megi ráð fyrir að vel virkir alkahólistar drekki um 50 lítra af áfengi á ári. Þórarinn segir að SÁÁ hafi tekist að lækna kannski um 3000 til 5000 slíka á liðnum árum. Heildarneyslan hafi því minnkað um 150.000 til 250.000 lítra. Það sé meira en næg skýring. Þeir sem drekki, drekki kannski meira, eins og vera bæri miðað við aukið fram- boð, en þeim hefði fækkað sem drykkju illa. -aá. Forsvarsmenn Pirelli-fyrirtækisins ítalska áttu í gær fund með for- svarsmönnum Landsvirkjunar og kynntu þeim möguleika þess og kosti að leggja sæstreng frá íslandi og flytja eftir honum orku til út- landa. Pirelli og Landsvirkjun urðu ásátt um að halda málinu opnu og gott betur en það: næstu mánuði ætlar Pirelli að sýna fram á þetta er tæknilega mögulegt og æskilegt. Það var líka tilgangur þeirra með blaðamannafundi, sem haldinn var í gær. Pirellimenn segjast vilja sýna fram á að þeir geti framleitt sæ- strenginn og lagt hann og að þeir séu best til þess fallnir. Tilraunir Pirellimanna hafa leitt í ljós að strenginn þeirra má leggja á 2.000 metra dýpi, en strengur frá ís- landi lægi líklega á um 1.000 metr- um. Og ef tilraunir, sem nú standa yfir, ganga eftir, má auka burðargetu hans um 25%. Strengurinn flytur nú 400 kW af 750 mw orku. Eins og áður sagði ætla Pirelli- menn nú að vinna að frekari gangi málsins og ætla að leggja fyrir Landsvirkjun skýrslu með tillögur um lausn helstu tæknilegu vanda- málanna sem við blasa. Ef Lands- virkjun líst á, verður farið í að skoða m.a hluti eins og staðsetningu strengsins. Og síðan verða menn bara að bíða og sjá hvort orkan verð- ur samkeppnishæf. Þar skiptir nokkru hvort EB leggur sérstakan skatt á olíu og kol. -aá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.