Tíminn - 21.11.1991, Síða 3

Tíminn - 21.11.1991, Síða 3
Fimmtudagur 21. nóvember 1991 Tíminn 3 Fundur heilbrigðisnefndar BSRB með heilbrigðisráðherra: KASKÓ í HEILBRIGÐIS- KERFINU GENGUR EKKI Á fundi, sem haldinn var á vegum heilbrigðisnefndar BSRB í gær, kom fram mikil gagnrýni á störf heilbrigðisráðherra. Fulltrúar BSRB sögðu að það væri í raun ekki ætlun stjórnvalda að draga úr kostnaði við þjónustu, heldur að velta henni yfir á þá sjúku og þá sem minnst mega sín og gera sjálfsábyrgð þeirra meiri en nú er. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra sagði að íslenska þjóð- in væri í raun kaskótryggð og hefði ákveðna sjálfsábyrgð. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formað- ur heilbrigðisnefndar BSRB, gagn- rýndi heilbrigðisráðherra harðlega fyrir nýju lyfjareglugerðina og áform ráðherrans um svokallaðan spamað í heilbrigðiskerfinu. Hún sagði að gagnrýnendur nýju lyfjareglugerðar- innar hafi haft mikið til síns máls í upphafi. Allt frá því að reglugerðin var sett, hafi rignt yfir ráðuneytið upplýsingum um afleiðingar hennar og nú síðast komu niðurstöður úr könnun Sjálfsbjargar, þar sem fram kemur að útgjöld þeirra, sem könn- unin tók til, hafa aukist verulega, en þeir voru allir öryrkjar. Þá benti Kristín á þann gífurlega kostnað sem orðið hafi vegna útgáfu undanþágu- skírteina, eða svokallaðra lyfjaskír- teina. í dag væru handhafar Iyfjaskír- teina orðnir rúmlega 15 þúsund og enn streymdu inn beiðnir um ný skírteini, með fúllgildum vottorðum, en fyrir voru í umferð liðlega 6000 skírteini. Kristín ræddi um hug- myndir heilbrigðisráðherra um ka- skótryggingu í heilbrigðiskerfinu. Hún sagði að slíkt fyrirkomulag hefði verið reynt áður og að fenginni reynslu hefði slíkt kerfi þótt ósann- gjamt og óframkvæmanlegt og hefði verið lagt niður árið 1937. Kristín varpaði fram þeirri spumingu, hvaða réttlæti væri í því að mismuna ætti þegnum landsins eftir efnahag. Sighvatur Björgvinsson sagði að það væm komnir þeir tímar að menn þyrftu að hugsa sín mál upp á nýtt, kostnaðurinn við núverandi heil- brigðiskerfi væri orðinn slíkur að við það yrði ekki unað lengur. Menn væm einfaldlega að leita leiða til að nýta betur mannafla og pen- inga sem í heilbrigðiskerfinu lægju. Sighvatur sagði að enginn kynslóð hefði haft það betra en sú kynslóð sem hann tilheyrir, en jafnframt hafi engin kynslóð verið jafn kröfuhörð, jafnvel svo kröfuhörð að þeir, sem virkilega þurfa á góðri heilbrigðis- þjónustu að halda, komast ekki að. Spamaður í heilbrigðiskerfinu er á næsta ári áætlaður um 3.4 milljarðar og sagði Sighvatur að það væri ekki hlaupið að því án þess að skera niður þjónustu. Það stæði þó ekki til að gera það, heldur væri ætlunin að laga útgjöld að þeirri peningaþörf sem starfsemi viðkomandi sjúkrahúss þarfnast. Sighvatur sagði að íslendingar yrðu að horfast í augu við vemleikann. Hann sagði að kaskótrygging væri fyrir hendi. íslenska ríkið kaskó- tryggði alla fyrir áföllum og sjálfs- ábyrgðin, ef leita þyrfti aðstoðar sér- fræðinga eða nota þjónustu göngu- deilda, væri 12.000 krónur á mann. Eftir það greiddi ríkið allan kostnað. Hann benti á að sjálfsábyrgð við tannlækningar væri algjör. ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði að mergurinn málsins væri sá að núverandi ríkisstjóm ætl- aði að auka vægi sjálfsábyrgðar í heil- brigðiskerfinu og spurði af hverju væri ekki hægt að skattleggja frekar fólk meðan það væri heilbrigt, í stað þess að gera það þegar fólk væri orð- ið sjúkt. Það væri ekki að draga úr kostnaði við þjónustu, heldur ætti að greiða hana með öðmm hætti. -PS Hrísey: Uppsagnir yfirmanna á Súlnafelli dregnar til baka Hríseyingar geta dregið andann léttar, því á miðvikudaginn voru uppsagnir fimm yfirmanna á Súlnafellinu dregnar tii baka. Uppsagnimar áttu að koma til framkvæmda um áramót Þá átti einnig að leggja skipinu, vegna kvótasamdráttar, og miðla afla að ein- hveiju leyti til Hríseyjar frá Dahík. Þessar hræringar áttu að eiga sér stað vegna endurskipulagningar á út- gerðarmálum hjá KEA. Þrátt fyrir að uppsagnimar hafi verið dregnar til baka, verður áfram unnið að endur- skipulagningu og í raun er enn allt í óvissu um útgerð Súlnafellsins; jafn- vel er talað um að efla útgerð í Hrísey. Jakob Magnússon, menningarfulitrúi í íslenska sendiráðinu í London, segir að það, sem haft er eftir honum f breska tímaritinu PR Week um oplnberun á þjóðlegum sið, sé létt grín: Brella til að fá umfjöllun Grein, sem birtist í breska tímarit- inu PR Week, sem sérhæfir sig í kynningar- og markaðsmálum, hefur vakið athygli hér hehna og m.a. var útdráttur úr henni ásamt mynd birtur f Morgunblaðinu í gær. I frétt í breska tímaritinu er haft eftir Jakobi Magnússyni, menn- ingarfulltrúa íslenska sendiráðs- ins í London, að á íslenskri menn- ingarhátíð, sem haldin verður í til- efni þess að 1000 ár eru Uðin ffá því að Leifur Eiríksson fann Am- eríku, verði opinberaður íslenskur þjóðlegur siöur, sem á rætur sínar í íslenskri alþýðumenningu. Hann á að felast í því að mannsUkami er barinn og strokinn af listrænni andargift og innlifun. Árni Bjöms- son þjóðháttafræðingur segist ekki kannast við þennan þjóðlega sið. í fréttinni í breska tímaritínu er haft eftir Jakobi, að þama séu á ferðhmi tveir af þekktustu lista- mönnum íslendinga á þessu sviði, en á myndinni sem fýlgir grein- inni eru, að því best veróur séð, Ragnhildur Gfsladóttir og aupair- stúlka þeirra Ragnhildar og Jak- obs, Helga Fanney. Jakob Magnússon sagði í samtali við Tímann að hér væri á ferðinni létt grin, sem tengdist einum dag- skráriiönum á íslandskynning- unni, en þar verður flutt verk þar sem hljóð yrðu mynduð meö höfði og brjóstkassaslætti. Hann sagði að líta bæri á greinina í PR Week sem auglýsingabreOu til aö ná at- hygli og umfjöllun um ísland- skynninguna. „Mér sýnist þetta vera heldur ódýrt grín, en það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað þama er á ferðinni. Hins vegar það að klappa konum, það lætur aUtaf vel í eyr- um, en ég hélt að það væri meira einkamál en að þaö væri opinber tónUst. Á tveggja manna samkom- um er þetta mjög Ijúf tónlist, en ekki fyrir fleiri. En að kynna þetta sem opinbemn á þjóðlegum sið, það kannast ég ekki við,“ sagöi Árai Björasson þjóðháttafræðing- ur í samtali við Tímann. íslenska menningarhátíðin hefst þann 30. nóvember og stendur í rúma viku og verður þar á boðstól- um fjölbreytt efnL Meöal annars leikur TodmobOe á hátíðinni og mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Böra náttúrunnar, verður sýnd. -PS Samkvæmt heimildum Tímans er Súlnafellið orðið gamalt og viðhalds- frekt, og leit að nýju og heppilegra skipi hefur staðið yfir um allnokkurt skeið. Má í því sambandi minna á að KEA var að bera víumar í Meitilinn og fleiri útgerðarfyrirtæki. Það má því segja að þungu fargi sé Iétt af Hríseyingum, a.m.k. fýrst um sinn, en um 40% vinnufærra manna í Hrísey munu vinna hjá KEA. Þótt framtíðarhorfur séu í óvissu, em eyj- arskeggjar vongóðir um að KEA fái nýtt skip og meiri kvóta innan tíðar, svo að útgerð verði efid frekar enn hitt í Hrísey. hiá-akureyri. Alusuisse-Lonza og Aluminium Company of America vinna saman að rekstri völsunarverksmiðju í Sviss: Aukningu í notkun valsaðs áls spáð Alusuisse-Lonza (A-L) hefur nú tilkynnt, að Aluminium Company of America (ALCOA) og A-L hafi ákveðið að vinna saman að rekstri völsunarverksmiðju A-L í Sierre í Suður-Sviss. Fyrirtækin gera þetta með það að leiðarljósi að efla stöðu sína á markaði fýrir valsað ál í Evrópu. Fyrirtækin hafa mikla möguleika á þessum markaði, en spáð er mikilli aukningu notkunar áls í bíla og flugvélar, svo dæmi séu tekin. Þessi samvinna hefur það í för með sér að ALCOA kaupir 60% hlut í völsunarverksmiðju A-L í Sierre, álveri í Steg, en þessar verksmiðjur eru í Wallis í Suður- Sviss. Sameiginlega munu fyrirtækin fjárfesta fýrir 300 milljónir sviss- neskra franka á næstu árum, vegna aukinnar fjölbreytni og nýrrar tækni. A-L mun áfram eiga þrýstimót- unarverksmiðju fýrir ál og vatns- orkuver í Wallis. Varanlegt skipu- lag samsteypunnar hefur enn ekki verið ákveðið, en samningar um það standa yfir. -js Grænt númer RSK 996311 Ríkisskattstjóri hefur nú tekið í notkun grænt númer. Með þessari nýjung er boðið upp á betri símaþjónustu um land allt. Sá sem hringir í grænt númer ríkisskattstjóra greiðir aðeins gjald fyrir staðarsímtal. Nýtið ykkur þessa nýju þjónustu RSK! Grænt númer: 996311 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.