Tíminn - 21.11.1991, Síða 8

Tíminn - 21.11.1991, Síða 8
8 Tíminn Fimmtudagur21. nóvember 1991 Svona sá 19. aldar listamaöur fyrir sér orrustuna áriö 9 þegar germanskur her gersigraöi Rómverja og felldi sjötta hluta rómverska hersins. Af hverju rómönsk menning náði ekki undirtökunum í Þýskaiandi: Germanir gersigruðu rómverskan her árið 9 Lengi hafa sumir veit því fyrir sér hvernig standi á því að rómversk menning, sem náði fótfestu um alla Vestur-Evrópu, festi aldrei rætur í Þýskalandi. Fornar heimildir greina frá stórorrustu milli Germana, undir forystu Hermanns Tsérúskahöfðingja, og rómverskra hersveita þar sem Rómverjarnir voru gersigraðir árið 9. Þessi atburður hefur síðan verið álitinn upphaf þýskrar sögu og Hermann kallaður „frelsari Germaníu". Wolfgang Schluter, forstöðumaður menningarsögusafnsins í Osnabruck, hafði forgöngu um núverandi fornminjarannsóknir sem staöfesta legu orrustuvallarins. Andlitsgríman, sem hann heldur á, er einn þeirra hluta sem fundist hafa við uppgröftinn. Nú hafa fornleifafræðingar fund- ið tæplega 2000 ára gamlan víg- völl í Neðra-Saxlandi og leiða getum að því að þar sé orrustu- völlur Hermanns Tsérúska fund- inn. Minnismerki á vitlausum stað Árið 1837 var afhjúpað Her- mannsminnismerkið þar sem það gnæfir yfir trjátoppana í Tev- tóborgarskógi. Smíði þess hafði tekið 37 ár. En þessi „frelsari Germaníu“ hefur sennilega verið settur nið- ur á vitlausum stað. Það var ekki í Tevtóborgarskógi, heldur 80 km íjær í norðvestur, hjá Bram- sche í jaðri Wiehengebirges, sem fomleifafræðingar hafa rekist á ummerki um stórkostlega orr- ustu. Þessar fornu hernaðarleifar em í 1000 metra breiðu skarði milli GroBen Moor og Kalkrieser Berg. Þó að enn hafi ekki nema lítill hluti skarðsins verið rann- sakaður með málmleitartækjum, hafa þegar komið í ljós yfir 400 málmhlutir frá tímum Rómverja við fyrsta uppgröft, okar af kast- spjótum og blýkastskífum, hlut- ar af hnífum og skjöldum og ótal margar myntir. Fundurinn hefur vakið athygli fornleifa- og fornaldarsagnfræð- inga og einn þeirra, Horst Callies við Hannover-háskóla, segir slíkt samansafn menja um þungvopn- að rómverskt fótgöngulið og riddaralið einstakt á svæðinu á hægri bakka Rínar. Myntsérfræðingur hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að mynt- irnar hafi glatast í hernaði í frjálsri Germaníu árið 9. Ná- kvæmlega á þeim tíma var stríðs- herrann Quinctilius Varus flækt- ur í grimmilegt blóðbað. Þýskir ættbálkar höfðu tælt tugþúsund manna herlið Rómverja í laun- sátur og bókstaflega þurrkað það út. Um sjötti hluti allra róm- verskra hermanna mætti þar dauða sínum. Hernaður Tsérúskahöfðingjans gegn Rómverjum er enn álitinn upphaf þýskrar sögu. Hvort Her- mannsorrustan var „sigur yfir rómönskuninni", eins og ger- mönsk goðsögn vill kalla það, skal ósagt látið, en víst er að hún hefur grafist æ dýpra í sálarlíf Þjóðverja í ýmsum útgáfum. Rómverski sagnaritarinn Tacit- us (um 55 til 120 e.Kr.) hafði staðsett ósigurinn á stað nærri Tevtóborgarskógi, en öll frekari leit að vígvellinum hefur til þessa verið árangurslaus og því líkast sem hersveitir Quinctilius Varus hefðu horfið í eins konar „Bermúdaþríhyrning". 1983 komst fornfræðingur einn svo að orði að þrátt fyrir 700 kenningar hefði engin enn leitt til orrustu- vallarins. Sagnfræðingurinn Theodor Mommsen hafði þá þegar til- nefnt Niewedder-dældina sem líklegan orrustuvöll og þar eru nú fjórir leitarmenn að störfum. Þar höfðu bændur hvað eftir annað fundið rómverska gull- og silfurpeninga í mýrkenndum jarðveginum. En getgáta Mommsens náði ekki að sigrast á kenningunni um Tevtóborgar- skóg. Fyrir fjórum árum breyttist vindáttin. Breskur áhugamaður um fornminjagröft hafði fundið 162 silfurdínara í „Fjársjóðadaln- um“ og í þetta sinn tók forstöðu- maður menningarsögulega safnsins í Osnabruck, Wolfgang Schluter, við sér. Hann lét gera málmleit á svæðinu og á sl. ári hefja kerfisbundna könnun á því. Orrustuvöllur fundinn Eftir aðeins örfáar skóflustung- ur rákust vísindamennirnir á leifar germansks virkisveggs úr grastorfum. Moldarhaugurinn var upphaflega 200 metra langur, 5 metra breiður og reis hátt í hálfhring umhverfis fjallsræt- urnar. Beint fyrir framan grasvegginn hlýtur harður bardagi að átt sér stað. Sérfræðingamir hafa fund- ið sandalanagla, beltissylgjur, hluta af spangabrynjum, kant-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.