Tíminn - 21.11.1991, Síða 15

Tíminn - 21.11.1991, Síða 15
Tíminn 15 Fimmtudagur 21. nóvember 1991 Knattspyrna: Manchester United meistari meistaranna Manchester United sigraöi Rauðu Stjörauna frá Belgrad í fyrrakvöld í keppni Evrópumeistara og Evrópu- bikarmeistara, svokallaðri Super- Cup keppni. Eina mark leiksins gerði Brian McClair á 67. mín., eft- ir stangarskot Neil Webb. Leikurinn fór fram á Old TVafford, heimavelli Unitedliðsins, að við- stöddum rúmlega 22 þúsund áhorf- endum, sem er minnsti áhorfenda- fjöldi liðsins í vetur. Vanalega er leikið heima og heiman í þessari keppni, en að þessu sinni fór aðeins fram einn leikur, vegna ástandsins í Júgóslavíu. Steve Bruce fékk tækifæri á að koma United yfir á 2. mín. leiksins, en Zvonko Milojevic markvörður varði. Þess má geta að hann var þriðji markvörður liðsins í fyrra. Eftir þessa slæmu byrjum tók það leikmenn júgóslavneska liðsins tíma að átta sig, en þegar á leið leikinn sýndu þeir styrk sinn, en höfðu ekki heppnina með sér upp við mark Un- ited. Sigurmark enska liðsins kom síðan gegn gangi Ieiksins. BL Lineker hættir með iandsliðinu Gary Lineker, fyrirliði enska lands- liðsins í knattspyrnu, ætlar að ljúka landsliðsferli sínum í úrslitum Evr- ópukeppni landsliða í Svíþjóð næsta sumar. Hann vantar aðeins þrjú mörk til að jafna markamet Bobbys Charlton, en það er 49 mörk. Lineker ætlar að hætta að leika með Tottenham í vor þegar keppnis- tímabilinu í Englandi lýkur. Hann hefur jafnframt staðfest að hann ætli að fara til Japans og leika þar með liði sem heitir Grampus Eight. Þangað fer hann í febrúar 1993. Lineker vill ekki staðfesta að hann fái í sinn vasa um 200 milljónir ísl. kr. fyrir vikið. BL Guðmundur Torfason lék á ný með landslíðinu í gær, en sást varla. Eyjólfur Sverrisson kom inná í hans stað, gerði hvað eftir annað usla í vöm Frakka og minnkaði síðan muninn á 71. mín. 3-1. Tímamynd Pjetur EM í knattspyrnu — Frakkland-lsland: Markvarsla Birkis kom í veg fyrir stærra tap — Frakkar fyrstir þjóða að ná fullu húsi stiga í riðlakeppni EM — Unnu íslendinga 3-1 í París Þátttöku íslendinga í riðla- keppni Evrópumeistaramóts Borðtennis: Hjálmtýr sigraði landsliða í knattspyrnu er lokið. Okkar menn urðu í næst neðsta sæti í sínum riðli með 4 stig, en Frakkar sigruðu, hlutu 16 stig úr 8 leikjum, eða fullt hús. Þetta Sl. sunnudag var haldið einstak- lingsmót í borðtennis með þátttöku íslenskra og færeyskra landsliðs- manna, sem hér eru staddir í keppnisferð. í karlaflokki sigraði Hjálmtýr Haf- steinsson, en Kristján Jónasson varð í öðru sæti. í 3.-4. sæti urðu Krist- ján Viðar Haraldsson og Pétur Nicla- sen Færeyjum. í kvennaflokki sigraði Anna Peter- sen Færeyjum, Aðalbjörg Björgvins- dóttir varð í öðru sæti og Ingibjörg Árnadóttir og Guðmunda Kristjáns- dóttir urðu í 3.-4. sæti. í drengjaflokki sigraði hinn stór- efnilegi Guðmundur Stephensen úr Víkingi, en Ólafur Eggertsson varð í öðru sæti. í 3.-4. sæti urðu Bergur Jacobsen Færeyjum og Olafur Stephensen. Einnig var keppt í tvíliðaleik. Þar sigruðu í karlaflokki Kristján Jónas- son og Kristján Viðar Haraldsson. í öðru sæti urðu Hjálmtýr Hafsteins- son og Bjarni Bjarnason, en í 3.-4. sæti urðu færeyskir keppendur, Pét- ur Niclasen og Dagbjartur Hammer, og Daniel Johansen og Bergur Jacobsen. f tvfliðaleik kvenna báru Ingibjörg Árnadóttir og Guðmunda Kristjáns- dóttir sigur úr býtum, í öðru sæti urðu Aðalbjörg Björgvinsdóttir og Hrefna Halldórsdóttir, en í þriðja sæti urðu Anna Johansen og María Petersen. BL Körfubolti — Akureyri: Sviptingar hjá Þór Njarðvíkingamir þrír í liði Þórs á Alnireyri, Sturla og Gunnar Örlygs- synir og Georg Birgisson, eru hætt- ir að leika með liðinu. í kjölfaríð hafa tveir fyrrum leikmenn liðsins ákveðið að leika á ný með liðinu, en það eru þeir Guðmundur Björasson og Jóhann Sigurðsson. Það var ósætti milli Njarðvíking- anna og hins bandaríska þjálfara Þórs, Brads Casy, sem olli því að þre- menningamir ákváðu að hætta að leika með liðinu. Þeir vildu Casy burt, en stjórn deildarinnar stóð á endanum með honum. Þórsarar eru án stiga í deildinni og búast má við að róðurinn verði erf- iður hjá iiðinu það sem eftir er keppnistímabilsins. Ekki er enn ljóst hvort þremenningarnir halda á ný á heimaslóðir, eða hvort önnur lið hafa áhuga á köppunum. Þeir Guðmundur og Jóhann hafa leikið með 2. deildarliði UFA og því verða þeir ekki löglegir með Þór fýrr en um miðjan næsta mánuð. BL NBA-körfuboitinn: Fimmti sigur Lakers í röð Los Angeles Lakers vann sinn fimmta ieik í röð í NBA-deildinni í fyrrinótt, er liðið fékk Phoenix Suns í heimsókn í Foram-höil- ina. Lokatölur voru 103-95. Miami Heat er enn í efsta sætí Atlantshafsríðilsins, en í fyrri- nótt vann liðið 111-91 sigur á Utah Jazz. Miami er það lið, sem roest hefur komlð á óvart á ný- byrjuðu keppnistímabili. Úrslitin í fyniuótt urðu annars þessi: New Jersey-Sacramento Washington-Seattle *•** Míami-Utah Mihvaukee-Charlotte Houston-New Vork Denvcr-Dallas.............93-96 LA Lakers-Phoenix ......103-95 Portland-LA Clippers ....132-112 BL l ♦•*•••*•*••#•*•*•♦«♦ &•••*•••*•*•*< 122-118 106-113 111-91 127-104 ,90-79 er ljóst eftir sigur Frakka á ís- lendingum á Parc des Princes- leikvanginum í París í gærkvöld, 3-1. Frakkar voru ákveðnir í að sigra og þeir sóttu stíft í fyrri hálfleik og áttu fjölda marktækifæra. Birkir Kristinsson sá jafnan við þeim, hann varði 7 sinnum frá- bærlega. Þegar tvær mín. voru til leikhlés tókst Amara Simba að brjóta ísinn og skora, eftir fyrirgjöf Christians Peres. Snemma í síðari hálfleik fengu íslendingar gott færi. Arnór Guðjohnsen fékk sendingu inn fyrir frönsku vörnina frá Baldri Bjarnasyni, en Bruno Martini markvörður varði skot Arnórs frá vítateig. Stuttu síðar skor- uðu Frakkar aftur og var þar Er- ic Cantona að verki, eftir auka- spyrnu Luis Fernandes. Hann var aftur á ferðinni á 68. mín., 3- 0, eftir góðan samleik við félaga sína. Eyjólfur Sverrisson minnk- aði muninn á 71. mín., þá ný- kominn inná sem varamaður. Baldur vann boltann af varnar- mönnum Frakka og gaf á Eyjólf, sem skoraði með föstu skoti í stöng og inn, 3-1. Eyjólfur átti síðan nokkrar góðar rispur upp hægri kantinn og í eitt skiptið varði Martini skot Arnórs í horn. Eyjólfur var mjög góður og frá- leitt að hann skyldi ekki vera í byrjunarliðinu. Hann kom inná fyrir Guðmund Torfason, sem ekki hafði náð að setja mark sitt á leikinn. Sævar Jónsson kom inná fyrir Guðna Bergsson þegar um 15 mín. voru til leiksloka. Birkir Kristinsson var besti maður íslenska liðsins í leikn- um, en Eyjólfur, Sigurður Grét- arsson og Arnór komust einnig vel frá leiknum. Úrslitin verða að teljast viðunandi, þar sem þessi árstími er slæmur fyrir leikmenn okkar sem leika á landi. Skotar í úrslit Skotar tryggðu sér sæti í úr- slitakeppninni að ári, er Rúmen- ar gerðu 1-1 jafntefli við Búlgara í Sofíu. Þá unnu Þjóðverjar 1-0 sigur á Belgum með marki Rudis Völler. Þjóðverjum ætti ekki að verða skotaskuld úr því að sigra Lúx- emborgara 17. des. nk. og tryggja sér sæti í úrslitunum á kostnað Wales. BL Frjálsar íþróttir: Lewis ogKrabbe íþréttamenn ársins Alþjóða fijálsiþróttasarobandið útnefndi í gær þau Cari Lewis og Katrinu Krabbe frjálsíþróttamenn ársins 1991. liwis setti heimsmet í lOOro hlaupi þegar hann tryggði sér gullið á heimsmeistaramóunu í Tokyo, en Levvis vann einnig silf- ur í langstökki. Lewis setíi einnig heimsmet og vann gu!I með bandarfsku boðhlaupssvcitinni í 4x100 m hlaupi. Katrin Krabbe sigraði bæði í lOOm og 200m hlaupi kvenna og vann brons bæði í 4x100 og 4x400m boðhlaupum. BL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.