Tíminn - 23.11.1991, Page 2
2 Tíminn
Laugardagur 23. nóvembver 1991
Félagsfundur Hestamannafélagsins Fáks samþykkti að breyta nafni fé-
lagsins í hestaíþróttafélagið Fák:
Gæti skipt sköpum
fyrir reksturinn
Á félagsfundi hjá Hestamannafélaginu Fáki á dögunum var sam-
þykkt tillaga, þess efnis að fela stjórn Hestamannafélagsins Fáks, að
breyta nafni félagsins í Hestaíþróttafélagið Fák. Þessi nafnabreyting
gjörbreytir rekstri félagsins og með henni verður Fákur aðili að
Hestaíþróttasambandi fslands, sem er aðili að ÍSÍ. Þá yrði félagið
fullgildur aðili að ÍBR, íþróttabandalagi Reykjavíkur. Það, sem
skiptir mestu máli, er að eftir breytinguna gildir það sama um Fák
og önnur íþróttafélög, þannig að ríki og bær greiða 80% af allrí
mannvirkjagerð á vegum félagsins. Einnig kæmu tekjur félagsins af
Lottó til með aukast.
Viðar Halldórsson, formaður Fáks,
sagði að þessi tillaga væri ekki ný af
nálinni. Það væri ekki bara Fákur,
sem væri að vinna í þessu máli,
heldur væru hestamannafélög al-
mennt að vinna í þessu máli. Viðar
sagði að breytingin væri ekki mest
gagnvart Lottó, heldur lægi mesta
breytingin í að komast inn í ÍBR og
komast þar með inn í samninga sem
gilda um mannvirkjagerð.
Matthías Bjarnason um
Ólaf Ragnar:
„Mikill leikari"
„Ólafur Ragnar er mikill leikari
og mikill áróðursmaður. Hann er
að byggja upp eitthvað utan um
sig með því að stilla málum svona
upp. Ég held hins vegar að það
detti engum í hug að ég sé neitt í
námunda við Alþýðubandalagið,“
sagði Matthías Bjarnason alþing-
ismaður, í samtali við Tímann, en
í ræðu, sem Ólafur Ragnar
Crímsson flutti við setningu
landsfundar Alþýðubandalagsins,
sagði hann m.a. að fólk skoraði á
Alþýöubandalagið og Matthías
Bjarnason að hrinda frá völdum
ríkisstjóm Davíös Oddssonar.
Ólafur Ragnar sagði að það hefði
verið merkileg reynsla fyrir for-
ystumenn Alþýðubandalagsins að
fara um landið og heyra fólk, þar á
meðal gamla sjálfstæðismenn,
segja: „Við heitum á ykkur að
hrinda þessari stjórn. Hún er ekki
okkar stjórn. Sjálfstæðisflokkur
Davíðs er ekki okkar flokkur. Við
stöndum með Matta Bjarna og
ykkur.“
Ólafur spurði jafnframt: „Hver
hefði trúað því á sínum tíma að í
ríkisstjórninni sætu þrír krata-
strákar frá ísafirði: Jón úr bakarí-
inu, Jón Baldvin og Sighvatur
skólastjórans, og þeir væru allir
þrír komnir langt til hægri við
Matta Bjarna?"
Matthías Bjarnason sagði að sér
væri nokkuð sama hvað Ólafur
Ragnar segði. Gagnrýni sín á sum-
ar yfirlýsingar Davíðs Oddssonar
og aðgerðir ríkisstjórnarinnar
væru tilkomnar vegna umhyggju
fyrir fólkinu í landinu og vegna
þess að þær gengju þvert á grund-
vallarlífsskoðanir sínar sem sjálf-
stæðismanns.
„Ég hef aldrei verið nema í einum
flokki allt mitt líf. Ég er sjálfstæð-
ismaður og verð það áfram. Hins
vegar gagnrýni ég minn eigin flokk
og mína menn þegar mér finnst
eitthvað fara úrskeiðis eða mál
þróast öndvert við mína grundvall-
arlífsskoðun," sagði Matthías.
Nýlega kannaði Skáís vinsældir
stjórnmálamanna fyrir Stöð tvö.
Matthías Bjarnason komst þar inn
á „topp tíu listanrí* og var álíka
vinsæll og forystumenn stjórnar-
flokkanna, þeir Friðrik Sophusson
og Jón Baldvin Hannibalsson. -EÓ
Valdimar Jóhannesson, félagsmað-
ur í Fáki og sá sem bar upp tillöguna
um að breyta nafni félagsins, sagði
að breytingin hefði mikla þýðingu
fyrir Fák. Félagið yrði héðan í frá
viðurkennt sem íþróttafélag, en ekki
klúbbur velstæðra manna sem
stunduðu einhvers konar tóm-
stundagaman. Ef félag er almennt
viðurkennt sem íþróttafélag, þá
gildir sú regla að sveitarfélögin
Eiður Cuðnason umhverfisráðherra
upplýsti það í gær, á ráðstefnu um
ferðlög og umhverfísvemd á hálendi
íslands, að hann væri með í smfðum
frumvarp að lögum um skipulag há-
lendisins. í þeim yrði það afmarkað
og settar sérstakar reglur um um-
gengni hinna ýmsu ferðalanga og far-
artækja. Ráðherra benti til dæmis á,
að það væri óþolandi að menn gætu
fariö um hálendið og byggt sér þar
kofa hvar, hvenær og hvemig sem
þeir helst vildu.
Það voru dómsmálaráðuneytið, sam-
gönguráðuneytið og umhverfisráðu-
neytið, sem stóðu fyrir ráðstefnunni.
Þar mæltu menn úr ferðaþjónustu,
áhugafélögum um ferðalög, þeir sem
halda uppi eftirliti og þeir sem helst
standa í vegagerð á hálendinu. Menn
virtust nokkuð sammála ráðherra um
nauðsyn þess að skilgreina hálendið
og afmarka, setja reglur um um-
gengni og ferðalög. Hins vegar voru
nokkuð skiptar skoðanir um hvort
taka bæri gjald af mönnum fyrir leyfi
til að fara um hálendið, og hvort selja
bæri aðgang að ákveðnum svæðum.
Fyrst allra mælti þó Þóra Ellen Þór-
hallsdóttir prófessor. Hún talaði um
sameiginleg markmið ferðamennsku
og umhverfisverndar. Þóra Ellen rakti
fyrst sérstöðu hálendis íslands. Þar
væri óbyggt svæði, aö mestu ósnortið,
sem vandfundið væri nú á tímum.
borga 80% af kostnaði við mann-
virkjagerð, bæði við velli og hús.
Valdimar sagði að þessa hefðu Fáks-
menn ekki notið hingað til, og stað-
reyndin væri sú að húsnæði og að-
staða á félagssvæði Fáks væri orðin
niðumídd. Hingað til hefðu félags-
menn greitt allar slíkar fram-
kvæmdir úr eigin vasa og með sníkj-
um, og það gengi ekki lengur, en fé-
lagið hefur orðið að selja eignir upp
í skuldir. Valdimar sagðist ekki vita
hvað breytingin þýddi í peningum
fyrir félagið, en hins væri hann viss
um að það skipti stómm fjárhæð-
um. Valdimar Jóhannesson sagði að
það hefði ávallt verið mikil andstaða
við þessa tillögu hjá Fáki og hún
hefði komið til umræðu áður, en á
félagsfundi á dögunum hefði bmgð-
ið svo við hún hefði verið samþykkt
einróma. Ástæðan væri líklega sú að
Hún sagði síðan að m.a. mætti færa
hagræn rök að því að vernda bæri um-
hverfið og hálendið sérstaklega. Við
reyndum að selja það ferðamönnum,
gjama með því fororði að það væri
sem upprunalegast, ósnortið. Þóra El-
len spurði svo hvort hér væri ekki
komin upp mótsögn milli verndar og
nýtingar. Hún sagði að svo þyrfti ekki
að vera; umhverfisvemd og nýting
gætu farið saman, átt sér sameiginlegt
markmið, sjálfbæra þróun. Hún sagði
og að frekari uppbygging á hálendinu
gæti ekki og mætti ekki verða í nánd
gróðurvinjanna, sem þær væri að
finna og allir vildu nýta. Skilgreina
þyrfti svæðið, skipta því niður og
byggja aðstöðu til að veita þjónustu til
hliðar við helstu vinjarnar, fallegustu
perlurnar.
Magnús Oddsson hjá Ferðamálaráði,
minnti á samþykktir nýafstaðinnar
ferðamálaráðstefnunnar um að gera
bæri miðhálendið allt að þjóðgarði.
Hann rakti aðeins umræður manna
um nauðsyn þess að vemda náttúruna
og hversu oft menn beittu þá fyrir sig
neikvæðum orðum. Þannig væri talað
um boð og bönn og að takmarka bæri
fjölda þeirra útlendinga, sem leyfi
fengju til að ferðast um hálendið.
Magnús benti á að sökin væri íslend-
inga sjálfra. Þeir væru meirihluti
ferðamanna og hefðu haft umsjá með
þessu landi.
menn væru farnir að gera sér grein
fyrir slæmri stöðu félagsins.
Þá sagði Valdimar að eftir að félag-
ið yrði viðurkennt sem íþróttafélag,
fengi félagið beina styrki frá ÍBR til
að standa straum af þjálfurum fyrir
yngri kynslóðina, og það væri gott
mál.
Hestaíþróttasamband íslands er í
dag aðili að ÍSÍ og fær greitt úr Lot-
tó samkvæmt félagatali og umfangi.
Það eru þó í dag ekki verulegar fjár-
hæðir, þar sem umfang starfsem-
innar er ekki mikið, en þegar sú
breyting verður komin almennt á að
hestamannafélög víðs vegar um
land verða orðin að hestaíþróttafé-
lögum, þá aukast Lottótekjur veru-
lega. Þegar hefur eitt félag breytt
nafni sínu og er það Hestaíþróttafé-
lagið Hörður í Mosfellsbæ.
Magnús varaði við hugmyndum um
að taka gjald af ferðum um hálendið,
eins og sumir vildu gera. Hann sagði
það ósanngjamt. Aðrir atvinnuvegir,
landbúnaður og iðnaður, væru til
dæmis ekki krafðir gjalds fyrir sín not
af hálendinu.
Halldór Bjarnason frá Félagi ís-
lenskra ferðaskrifstofa, minnti á þá
staðreynd að ferðaþjónusta er nú orð-
in undirstöðuatvinnuvegur á íslandi
og því væri nauðsynlegt að vemda þær
auðlindir sem hún nýtti. Hann varaði
mjög við því að hið opinbera reyndi að
arðræna ferðaþjónustu, eins og það
hefði arðrænt alla aðra atvinnuvegi í
landinu, og þar með koma henni eins
og þeim á kné. Hann benti á að ferða-
mannaþjónusta væri náttúruvemd;
þeir sem ynnu við hana skildu best
nauðsyn þess að vernda náttúruna,
auðlindir sínar.
Við nokkuð annan tón kvað í erindi
Steinunnar Harðardóttur frá Félagi
leiðsögumanna. Hún sagði ekki annað
en rétt og sjálfsagt að taka gjald af
þeim, sem skoða vildu náttúmperl-
umar. Það væri alls staðar gert og
meira að segja væru menn krafðir
gjalds fyrir leyfi til að ganga í gegnum
eldgamla kastala úti í löndum. Stein-
unn benti og á nauðsyn þess að skipta
landinu upp og skilgreina svæði og
hvað skyldi fara fram á hverju svæði.
-aá.
Heilbrigðisráðherra um
hagræði af sameiningu
spítala í Reykjavík:
Spörum
strax á
næsta ári
Heilbrigðisráðherra telur að
sameining Landakotsspítala og
Borgarspítala muni spara vem-
legar fjárhæðir strax á næsta
ári. Hann vonast til að fyrstu
skref í átt til sameiningar verði
stigin á fyrstu mánuðum næsta
árs. Nefnd, sem vinnur að sam-
einingu spítalanna, hefur sent
frá sér fréttatilkynningu þar
sem mótmælt er ummælum
Skúla G. Johnsen, héraðslækn-
is í Reykjavík, um að samein-
ingin sé nær óframkvæmanleg
sökum kostnaðar.
í fréttatilkynningunni segir að
Skúli hafi ekkert komið nálægt
vinnu nefndarinnar og þær
kostnaðartölur, sem hann
nefndi í frétt Ríkisútvarpsins,
séu í engu samræmi við þær
úrlausir sem nefndin leggur til
grundvallar vinnu sinni, að
öðru leyti en því að kostnaður
við lúkningu B-álmu Borgar-
spítalans er um 400 milljónir
króna og lok þeirrar fram-
kvæmdar eru óháð hugsanlegri
sameiningu spítalans.
Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðisráðherra sagðist engu
hafa við yfirlýsingu nefndar-
innar að bæta. Hann sagðist
eiga von á tillögum nefndar-
innar innan skamms, og í
framhaldi af því verði tekin
ákvörðun um hvort spítalamir
verði sameinaðir. Sighvatur
sagði að auðvitað kostaði sam-
eining spítalanna peninga. í
fjárlagafrumvarpinu væri gert
ráð fyrir að verja 188 milljón-
um króna til þessa verks á
næsta ári. Sighvatur sagðist
telja að hagræði af sameining-
unni muni skila beinum sparn-
aði strax á næsta ári. -EÓ
Umferðaróhapp á
Reykjanesbraut:
Ók undir
vörubíl
Þrennt var flutt á sjúkrahús í
Keflavík og Reykjavík eftir um-
ferðaróhapp á Reykjanesbraut
við afleggjarann til Grindavík-
ur laust eftir klukkan 15.00 í
gær.
Slysið varð með þeim hætti að
vörubifreið, sem ók eftir
Reykjanesbraut, ætlaði að
beygja inn á Grindavíkuraf-
leggjarann, en ökumaður
fólksbíls, sem á eftir honum
kom, gætti ekki að sér, með
þeim afleiðingum að hann ók
undir vörubílinn. Þrennt var í
fólksbfínum og eins og áður
sagði voru þeir allir fluttir á
sjúkrahús. Ékki var vitað um
meiðsl þeirra. Fólksbifreiðina
þurfti að fjarlægja með krana.
Aðstæður til aksturs vom
ágætar á Reykjanesbraut þegar
slysið átti sér stað. -PS
Einn fluttur
á slysadeild
Umferðarslys varð á horni Bú-
staðavegar og Litluhlíðar um
klukkan 8 í gærmorgun. Ökumaður
annarrar bifreiðarinnar var fluttur
á slysadeild, en meiðsli hans voru
Þetta umferðarslys er ekki það
fyrsta á þessum gatnamótum, en
þau þykja mjög varasöm og eru slys
og árekstrar tíðir. -PS
-PS
Frá ráöstefnunni um ferðalög og umhverfisvernd á hálendinu. Tímamynd: Aml BJama
Ferðalög og umhverfisvernd á miðhálendi íslands:
LÖG UM HÁLENDIÐ