Tíminn - 23.11.1991, Síða 3

Tíminn - 23.11.1991, Síða 3
Laugardagur 22. nóvember 1991 Tíminn 3 Tímann að aldraðir séu skilgreindir samkvæmt orðabók „gamall" eða „aldurhniginn". Ríki og sveitarfélög miða við 67 ára aldur, en hagsmuna- félögin miða við 60 ára aldur, bendir Anna Þrúður á. „Það er ekki hægt að gera aldraða að einum hóp. Aldraðir eru ekki grár samlitur massi. Þetta er 30 ára ald- ursbil, kannski þriðjungur ævinnar. Mér finnst frekar hægt að segja að aldraðir hafi aðrar forsendur heldur en flestir aðrir hópar í þjóðfélaginu. Aldraðir eru þeir einu sem hafa tíma. Tíminn verður ef til vill það mikill að hann virkar neikvæður. Þess vegna lagði ég áherslu á félagsstarfið í er- indi mínu,“ segir Anna Þrúður. Hún segir að þeim mun meira sem elli kerling sækir að, þá aukist sér- þarfirnar, þar sem fólkið gengur ekki heilt til skógar. ,Júér finnst það mjög slæmt hversu neikvætt er litið á elli og öldrun í okkar ungdómsdýrkun og hversu aldraðir eru viðkvæmir fyrir viðhorfum hinna yngri. Fólk jafnvel breytir um tóntegund þegar það talar við annað fólk sem orðið er 67 ára. Þá fer það allt í einu að nota „elskan“ eða „vinan“ í einhverjum umburðarlyndistón. Þetta á að vera svo vingjarnlegt, en verður niður- lægjandi," er álit önnu Þrúðar. Anna Þrúður telur það mikilvægt að hvetja eldra fólk til að nýta þann tíma, sem það fær, á gagnlegan hátt. Það er margt til, margt annað heldur en félagsstarf sem sveitarfélögin veita, t.d. nám og starf. Fólk heldur betur heilsu ef það er ánægt og já- kvætt. Hún álitur að aldraðir muni bera meiri ábyrgð á sínu lífi í fram- tíðinni, en það vantar í dag að fólk beri ábyrgð á sínu lífi. Þetta er tími sem getur verið mjög ánægjulegur ef þú nýtir hann. Hinir yngri eru með alltof mörg jám í eldinum, en ellilífeyrisþegar hins vegar með of mikinn tíma. Þá er um að gera að nýta þá möguleika, sem í boði eru, og blása á fordómana. Maður er aldr- ei of gamall til þess t.d. að læra, ferð- ast, kynnast nýju fólki og verða ást- fanginn, ef því er að skipta; það er al- veg stórkostlegt segir Anna Þrúður. Hún bætir því við að það sé algengt viðhorf í þjóðfélaginu að ef eldra fólk geri eitthvað, þá gæti það barna- barnanna og gefi öndunum. Það kom hins vegar fram í könnun, sem gerð var meðal eldri borgara í Sví- þjóð, að áhugi var t.d. fyrir því að kaupa mótorhjól eða að læra að fljúga. Anna Þrúður bendir á að það sé oft talað niðurlægjandi um félagsstarf v?drÆrri Grei5slukjör vib allra hæfi SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 efþú áttmiða! SPENNANW! „Hafa aldraðir sérþarfir?" var efni námsstefnu Oldrunarfélags Islands. Yfirmaður félagsstarfs aldraðra í Reykjavík telur: Ungjdómsdýrkun ríkir hjá íslandsmanninum Öldrunarfélag íslands stóð fyrir námsstefnu síðastliðinn fímmtu- dag. Á námsstefnunni var leitast við að svara spurningunni „Hafa aldr- aðir sérþarfír?“. Anna Þrúður Þor- kelsdóttir, yfirmaður félagsstarfs aldraðra í Reykjavík, var ein þeirra sem fluttu framsöguerindi. Anna Þrúður segir í samtali við aldraðra. Því er haldið fram að aldr- aðir séu að þræða einhverjar gler- perlur upp á band og þeim hent dag- inn eftir. Hún segir að félagsstarf aldraðra sé vandasamt og viðkvæmt starf og það á ekki að setja sig í stell- ingar varðandi umgengni við eldra fólk. „Þetta er fólk eins og þú og ég, en hefur allt í einu tíma. Að vísu hef- ur eldra fólkið þörf fyrir öryggi og festu. Ég hef ferðast mikið með eldra fólki, bæði innan lands og utan, og finn að það er mikilvægt að hafa ein- hvern sem það getur snúið sér til,“ segir Anna Þrúður. Anna Þrúður kemst m.a. að þeirri niðurstöðu í niðurlagi erindisins að aldraðir séu afar breiður hópur, sem getur ekki talist hafa sömu þarfir. Aldraðir þurfa oft uppörvun og ör- yggi og verkefni við sitt hæfi. Aldrað- ir líða fyrir ríkjandi viðhorf á „elli“. Anna Þrúður álítur að í framtíðinni taki aldraðir meiri ábyrgð á sínu lífi og geri meiri kröfur og verði afl í þjóðfélaginu, sem ekki verði litið fram hjá, og styrki þar með ímynd sína. -js

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.