Tíminn - 23.11.1991, Qupperneq 4

Tíminn - 23.11.1991, Qupperneq 4
4 Tíminn Laugardagur 23. nóvember 1991 Tryggingastofnun annaðist meðlagsgreiðslur með nær 11.500 börnum í fyrra: Dráttarvextir á meðlög stórlega minnkað vanskil Eftir að tekið var að reikna dráttarvexti á meðlagsskuldir, „gleyma“ meðlagsskyldir feður miklu síður að greiða meðlögin — sem aftur hefur sparað Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hundraða milljóna útgjöld á fáum árum. Árin 1976-1985 tókst Innheimtu- stofnun sveitarfélaga aðeins að innheimta af meðlagsskuldum sem svaraði um 60% af meðlögum, sem stofnunin greiddi árið á unaan. Eftir upptöku dráttarvaxta frá 1986 fór innheimta óðum að batna, þannig að innheimtuhlutfallið hafði t.d. hækkað í 80% í fyrra. Árið 1988 námu meðlagsgreiðsl- ur Jöfnunarsjóðs hátt í fjórðungi af framlagi hans til sveitarfélaganna. Má segja að meðlagsskyldir for- eldrar hafi þannig í raun sagt um 3.100 börn sín „til sveitar" — þ.e. á Jöfnunarsjóð sveitarfélaga — það ár. í ár er áætlað að um 160 millj- óna kr. meðlagsgreiðslur lendi á Jöfnunarsjóði, eða sem nemur árs- meölagi um 1.800 barna. í fyrra greiddi Innheimtustofnun meðlög með sem svarar 11.440 börnum að meðaltali allt árið, en það eru t.d. 16% allra Iandsins barna á aldrin- um 0-17 ára. Árbók sveitarfélaga 1991 greinir m.a. frá árangri innheimtustofn- unar sveitarfélaga. Stofnunin er eign allra sveitarfélaga í landinu. Meginhlutverk hennar er að inn- heimta frá meðlagsskyldum for- eldrum þau meðlög, sem Trygg- ingastofnun hefur greitt með óskilgetnum börnum og/eða börn- um fráskilinna foreldra, og endur- greiða þau til Tryggingastofnunar. Það lendir síðan á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að borga þau meðlög, sem ekki tekst að innheimta — þ.e. það sem á vantar að meðlags- skuldirnar, sem Innheimtustofnun tekst að ná inn, nægi til fullra skila við TVyggingastofnun ríkisins vegna útborgaðra meðlaga árið áð- ur. Frá 1984 varð sú breyting á lög- um, að Innheimtustofnun skyldi gera full skil á meðlagsskuldum við Tryggingastofnun innan 2ja mánaða frá því að meðlagið var greitt. Þessi lagabreyting hafði í för með sér stórhækkuð útgjöld fyrir Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Greiðslur Jöfnunarsjóðs vegna meðlagsskulda hafa verið sem hér segir frá 1985: Meðlagsgreiðslur úr Jöfnunarsjóði 1985 1986 ....140 millj.kr. 1987 ....156 millj.kr. 1988 1989 ....181 millj.kr. 1990 ....223 millj.kr. 1) 1991 ....160 millj.kr. áætlun 1985-91 - .. ....1.213 milljónir kr. Reiknað til verðlags þessa árs, svarar þessi rúmlega 1,2 milljarða meðlagskostnaður, sem lent hefur á Jöfnunarsjóði, sem svarar hátt í 1,9 milljörðum króna. Til nokkurs samanburðar má t.d. benda á að heildartekjur allra sveitarfélaga í landinu af fasteigna- sköttum eru áætlaðar 4,2 milljarð- ar á þessu ári. Árangur bættrar innheimtu síðustu árin má t.d. marka af því, að reiknaö til núvirð- is svara árlegar meðlagsgreiðslur Jöfnunarsjóðs til um og yfir 300 milljóna árin 1985/88, en fara væntanlega niður í 160 milljónir á þessu ári. Má t.d. benda á að með- lagsgreiðslur jöfnunarsjóðs 1988 námu sem svaraði hátt í fjórðungi 877 milljóna heildarframlags sjóðsins til sveitarfélaganna í land- inu sama ár. En samsvarandi hlut- fall er komið niður í tæplega 9% á þessu ári. Há upphæð 1990 er skýrð þannig að raunverulega sé þar um 14 mánaða tímabil að ræða, en greiðslur ársins hafi numið 192 m.kr. Fyrsta starfsár Innheimtustofnunar, 1972, hafði Tryggingastofnun milligöngu um greiðslu meðlaga með um 6.300 bömum. Það svaraði þá til 8,5% allra barna og unglinga í Iandinu á aldrinum 0-17 ára. Á síðasta ári greiddi TVygginga- stofhun meðlag með um 11.440 börnum, sem þá svaraði til 15,8% allra barna á fyrrgreindum aldri. Vantar því ekki mikið á að fjöldi barna, sem fá framfærslueyri gegnum Tryggingastofnun, hafi hlutfallslega tvöfaldast á s.I. tveim áratugum. Það vekur líka nokkra athygli að þótt þjóðinni hafi í heild fjölgað um hátt í 50 þúsund (úr 207.200 í 255.900) frá stofnun Inn- heimtustofnunar, þá hefur fs- lendingum undir 20 ára aldri samt fækkað um 3.700 á þessum tveim áratugum. - HEI Kostnaður við Fljótsdalsvirkjun er þegar orðinn 1,9 milljarður: Hannað og rannsak- að fyrir 1,9 milljarð Valgerður Jóhannsdóttir formaður Félags fréttamanna, Örn Þórisson framkvæmdastjóri Miðlunar hf., og Lúðvík Geirsson formaður Blaðamannafélagsins. Félag fréttamanna, Blaðamannafélagið og Miðlun hf.: SAMNINGAR UM HÖFUNDARRÉTT Kostnaður vegna undirfoúnings framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun, þ.e. hönnunar og rannsókna, er orðinn 1,9 milljarður á verðlagi í desember 1990. Landsvirkjun hef- ur þegar afskrifað rúman 1,2 millj- arð af þessari upphæð, en þar er um að ræða rannsóknir og hönnun vegna eldri hugmynda um Fljóts- dalsvirkjun. Þetta kom fram í svari iðnaðarráö- herra við fyrirspurn frá Hjálmari Jónssyni (Sjfl.) varaþingmanni. 35 milljónum var varið til hönnun- ar og rannsókna vegna Fljótsdals- virkjunar árið 1989, 277 milljónir árið 1990 og 266 milljónir á þessu ári. Samtals eru þetta 578 milljónir. Samsvarandi tölur vegna Fljótsdals- línu eru 12 milljónir fyrir árið 1989, 21 milljón fyrir árið 1990 og 32 milljónir á þessu ári, eöa samtals 65 milljónir. Þetta eru samtals 643 milljónir króna. Þá er ótalinn kostnaður vegna eldri rannsókna vegna Fljótsdalsvirkjun- ar, sem voru unnar á árunum 1983- 1989. Sá kostnaður er samtals 1.253 milljónir krória. Þessi kostnaður vegna fyrri hugmynda um Fljóts- dalsvirkjun hefur verið afskrifaður í reikningum Landsvirkjunar. Heild- arkostnaður vegna Fljótsdalsvirkj- unar er því 1.896 milljónir á verðlagi í desember 1990. Árið 1989 var unnið við kortlagn- ingu berggrunns og virkjunartilhög- un var þá endurskoðuð í heild. í fyrra var unnið við rannsóknir á virkjunarsvæðinu, hönnun mann- virkja og gerð útboðsgagna. Að auki voru lagðir vinnuvegir á Fljótsdals- héraði. í sumar var lokið við þessa vegagerð. -EÓ Félag fréttamanna, Blaðamannafé- lagið og Miðlun hf., sem safnar upp- lýsingum úr fjölmiðlum, hafa gert samning um rétt höfunda að frétt- um, þannig að þeir fá greiðslur fyrir afnot af fréttum og fréttatengdu efni félagsmanna. Þessir samningar helgast m.a. af því að frá því í upphafi ársins hefur Miðlun hf. tekið upp útvarps- og sjónvarpsefni og gert af því handrit. Þau standa nú viðskiptavinum Miðl- unar til boða, rétt eins og annað efni fjölmiðla sem hún hefur í sín tíu ár haft á boðstólunum. -aá. ERLENT FRETTAYFIRLIT JERÚSALEM • (sraelar og Palestlnumenn munu taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í friðarviðræðunum i Madrid, i Washington þann 4. desember. Samninganefnd Palestínu- manna tilkynnti þetta í gær. TÝRUS, Lfbanon • (sraelskir byssumenn og hermenn úr suður- Ilbanska hernum skutu á þorp í suðurhluta Libanon í gærdag. ZAGREB, Júgóslavíu - Að sögn Tanjug- fréttastofunnar hefur júgóslavneski herinn náð tveimur króatlskum þorpum i viðbót á sitt vald. Þaö eru Emestinovo og Laslovo. SAMEINUÐU ÞJÖÐIRNAR - Boutros Boutros Ghali, aö- stoðarforsætisráðherra Egypta- lands, hefur verið kosinn næsti fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Eftlr að kjör hans hefur verið staðfest formlega, er búist við að hann taki við embætti af Javier Perez de Cu- ellar (janúar á næsta ári. Ghali var í för með Anwar Sadat Egyptalands- forseta, í friðarförinni til Jerúsalem í nóvember 1977. Hann fór fyrir nefnd frá Kaíró til viðræðna við (sraela árið 1978 í Camp David. Ghali talar arab- ísku, ensku og frönsku reiprennandi. Hann er kristinn, en kona hans er Gyðingur. ( Bagdad segja diplómatar að með kjöri hans ( embætti ffamkvæmdastjóra S.Þ. muni tortryggni fraka í garð stofnunarinnar aukast til muna. Afriskir diplómatar hafa sagt að nú só kominn tími tii að maður úr þeirra heimsálfu taki við embætti framkvæmda- stjóra S.Þ. og hefur þeim nú orðið að ósk sinni. BANGKOK • Rúmlega 1.200 óbreyttir borgarar, hermenn og skæruliðar hafa látist undanfamar sex vikur í átökum á milli búrmanskra sveita og skæruiiða í óshólmum Irrawaddy- fijóts. BASERKE BHINI, Indlandi - Átján meðiimir í Síkhafjöl- skyldu, sem voru i brúðkaupsvelslu, voru myrtlr í gær. Lög- reglan segir að augljóslega hafi veriö um ættarerjur að ræða. PHNOM PENH - Roland Dumas, utannkisráðherra Frakk- lands, varð fyrstur ráðherra frá löndum Öryggisráðs S.Þ. til að heimsækja Kambódíu siðan friðarsáttmáli var undirritaður í síðasta mánuði. Stríð hefur geisað þar undanfarin 13 ár. SEÚL • Norður-Kóreumenn hafa samþykkt að undirrita samning sem heimilar alþjóðlegri vopnaeftiriitsnefnd að rann- saka kjamorkuáætiun þeirra. Þetta kemur fram í frétt dag- blaðs í Suður- Kóreu. ALBENGA • Fjölskylda ftala eins, sem lá dauöur f baðkeri á heimili sfnu í nokkurár, varfullviss um að hann væri í fangelsi og voru þvl ekkert að grennslast fyrir um hann, að sögn lög- reglunnar. Jarðneskar leifar Carmelo Ligato, sem var 36 ára, fundust i íbúð hans á fimmtudaginn. Krufningalæknir komst að því að þetta væru likamsleifar Ligatos. Rannsóknir benda til að hann hafi kafnað. Hann hefur sennilega verið dáinn í rúmlega fjögur ár. Lögreglan segir að fjölskyldan hafi ekki haft neinar áhyggjur af honum, þvi hann hafi nokkrum sinn- um veriö handtekinn fyrir smáglæpi. „Við töldum að hann væri (fangelsi," segir ónafngreindur ættingi. LONDON • Ali Akbar Velayati, utanrikisráðherra frans, seg- ir að (ranir séu enn fylgjandi þeirri stefnu sinni að Salman Rushdie sé réttdræpur, þrátt fyrir að fastafulltrúi írana hjá S.Þ. hafi sagt að Rushdie þurfi ekki lengur að óttast um líf sitt. Rushdie er breskur rithöfundur. Hann hefur verið undir lög- regluvemd slðan árið 1989, en þá fyrirskipaði Ayatollah Ru- hollah Khomeini, trúarleiðtogi Irana, múslímum að drepa hann, og sagði að bók hans, Söngvar Satans, væri guðlast. TÓKÍÓ • Unglingsstúlka í gagnfræðaskóla í Osaka lést í gær af áverkum, sem hún hlaut af barsmfðum nokkurra skólafélaga sinna. Móöir hennar segir að skólafélagar henn- ar hafi lagt hana f einelti siðastliöið ár. Hún segist hafa rætt við skólayfirvöld vegna þessa, án þess að fá neinu breytt. Stúlkan var aðeins 15 ára. Lögreglan yfirheyrir nú fjóra skóla- féiaga hennar vegna þessa.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.