Tíminn - 23.11.1991, Page 7
Laugardagur 23. nóvember 1991
Tíminn 7
„Manntafl"
aðeins um 250 þúsund íslending-
ar. Nú er það fjarri mér að halda að
samkeppnin komi beint fram í því
að 380 milljónir manna steypi sér
orðskviðalaust yfir kvartmilljón
íslendinga í öllu sínu fjölmenni til
að vinna og stunda margvísleg
viðskipti og þjónustu á íslandi.
Við þurfum ekki að sjá þessi hlut-
föll fyrir okkur í neinum öfga-
stærðum til að óttast að leikurinn
verði ójafn, nefnilega að útlend-
ingar ásælist meira af vinnu- og
athafnamöguleikum á íslandi en
íslendingar eiga kost á í hinum
bandalagslöndunum. Við vitum
ansi lítið um það, hvernig þessi
„gagnkvæmni" verkar í einu og
öllu, hún getur orðið okkur mjög í
óhag þegar á heildina er litið og
upp er staðið, leitt til margs konar
ófamaðar, sem við sjáum ekki
nógu vel fyrir og þarf ekki endi-
lega að vera fjárhagslegs eðlis,
heldur af menningar- og félagsleg-
um toga eins og ævinlega er hætta
á við hömlulausa flutninga vinnu-
afls milli landa. Árekstrar fólks af
mismunandi þjóðemi, máli,
menningu og sið er orðið illvið-
ráðanlegt og eitt hið ógeðugasta
vandamál um alla Evrópu, þ. á m.
Norðurlönd. Með EES-samning-
unum em íslenskir ráðamenn að
stofna til slíkrar hættu hér á landi.
Þjóðir og þjóðlönd
Um þetta atriði vildi ég geta sagt
meira og gæti ef ég hefði tíma til.
En í bréfi til þín ætti þetta að
nægja. Það eitt vil ég taka fram að
ekkert er fjær mér en kynþáttafor-
dómar. Þvert á móti hef ég áhuga á
þjóðum og þjóðmenningu og
fmnst til um allar þjóðir meira og
minna, ekki síst þær sem „fmm-
stæðar" em.
En hver þjóð á rétt til síns lands.
Ég geri mér engar grillur um að
íslendingar séu meiri og betri en
aðrar þjóðir, enda em þeir það
ekki. Samt tel ég að þeir eigi að
búa einir í landi sínu. íslendingar
eiga ekki að opna landið fyrir
hömlulausu aðstreymi vinnuafls,
þótt jafnframt opni það leiðir fyrir
íslendinga að leita sér vinnu í öðr-
um löndum, „gagnkvæmnin" er
ekki guðsorð fyrir mér í þessu til-
felli, enda orðinu snúið upp á
Mammon og á það ekki síður við
um lofið um „fjármagnsflutn-
inga“. Þeir em eingöngu hugsaðir
til að gera þá ríku ríkari. Ég er
ekki í neinum vafa um, að það em
íslensku milljónamæringamir
(menn sem hafa grætt og ætla að
græða á hávaxtastefnu) sem aðal-
lega ráða ferðinni í þessu EES-
máli og hafa áhrif á stjórnmála-
mennina, segja þeim fyrir verkum.
Þeir vilja fá tækifæri til að flytja fé
sitt úr landi í sem ríkustum mæli
til að ávaxta það þar. Þá vantar nú
stærri ávöxtunar- og fjárfestingar-
markað.
Þegar þannig stendur á em öll
þjóðleg og pólitísk verðmæti til
sölu. Þar með er ég enn kominn
að því að minnast á hið stjórn-
málalega við þennan samning. Sá
þáttur er stór í mínum huga, en
vanræktur í umræðu um málið.
Lítum nánar á það mál.
Skert fullveldi
Eins og fyrr sagði lýtur Evrópska
efnahagssvæðið sínum eigin lög-
um og stjómkerfi. Svo hlýtur að
verða í ríkjabandalagi af þessu
tagi. Lög þess em „yfirþjóðleg“
sem svo er kallað, þ.e. þau em
æðri landslögum. Landslög verður
að fella að lögum bandalagsins.
Hvað þýðir það? Það þýðir vald-
skerðingu Alþingis að því er tekur
til löggjafar um ýmis málasvið,
svo sem efnahags- og fjármál,
vinnurétt og margs konar félags-
mál. Ef við göngum í bandalagið
(EES) verður Alþingi að byrja á því
að lögleiða 1500 lög og reglugerð-
ir sem þar skulu gilda og breyta
landslögum þar sem þau stangast
á við lög bandalagsins. Og það er
bara upphafið. Framhaldið er
endalaust.
Menn segja að Alþingi verði til
eftir sem áður. En það er valdskert
stofnun, í ýmsum atriðum af-
greiðslustaður fyrir lög sem
bandalagið setur. Um afsal pólit-
ískra valda má margt segja fleira.
Hvort hér sé um að ræða algert
fullveldisafsal íslenska ríkisins má
deila. En er þetta ekki skerðing á
fullveldi? Jú, áreiðanlega.
Hvað varðar hina hreinpólitísku
hlið þess að ganga í EES vil ég
benda á, að öll EFTA-ríkin nema
ísland ganga út frá því að þessi
samningur sé spor í áttina að því
að ríkin gangi eftir nokkur ár í
sjálft Evrópubandalagið. EES er
bara bráðabirgðafyrirkomulag.
Það er áfangi að aðild að EB. Þeg-
ar öll ríkin eru gengin úr EFTA
inn í EB nema ísland, þá er komin
upp staða sem vert er að huga að
nú þegar. Verður þá ekki sagt, að
við eigum ekki annarra kosta völ
en að fylgja á eftir? Þar með væri
leiðin frá þjóðlegu fullveldi íslands
gengin á enda, því Evrópubanda-
lagið stefnir að því að verða
Bandaríki Evrópu. Þá verður fs-
land álíka sjálfstætt gagnvart mið-
stjórn þeirra eins og fylki Banda-
ríkja Norður-Ameríku eru gagn-
vart miðstjórninni í Washington
eða lýðveldi Sovétríkjanna gagn-
vart alríkinu í Moskvu. Viljum við
þess háttar pólitíska þróun? Ef
þjóðin vill verða fylki í miðveldi,
þá er bundinn endi á stöðu íslands
sem fullvalda ríkis.
Pólitískt stórmál
Þetta er orðið býsna langt bréf,
enda tilefnið mikið. Auðvitað er
mér ljóst að svör mín og hugleið-
ingar eru á engan hátt tæmandi,
þau eru heldur ekki „óhlutdræg“,
því að ég er hér að tala sem stjóm-
málamaður með ákveðnar skoð-
anir og fer ekki í felur með það. En
þá vil ég líka benda á, að það eru
stjórnmálamenn með sínar skoð-
anir sem eru að móta þennan
samning. EES-samningurinn er
pólitískt mál. Öll tilraun til þess
að segja hann hafinn yfir pólitík er
blöff. Stærsta blekkingin er sjálfur
útgangspunktur samninganna, að
íslendingar eigi enga aðra leið til
að bjarga markaðs- og viðskipta-
málum sínum farsællega en að
ganga í þetta ríkjabandalag. Við
eigum aðrar leiðir.
Mín afstaða er að ég meðtek ekki
þessa blekkingu. Fmmforsendan í
þessu dæmi er röng og þess vegna
verður útkoman röng. Ég lít á
málið í heild en ekki í smábútum.
Ríkisstjórnin kynnir þetta mál í
smáskömmtum. Og þjóðin er látin
meðtaka málið í þessum smá-
skömmtum, m.a. með því að leiða
fulltrúa sérhagsmuna fram sem
vitni um hvernig málið snertir
viðskiptahagsmuni þeirra eina út
af fyrir sig án neinnar heildarsýnar
um samninginn. Þetta er sérstak-
lega áberandi að því er varðar full-
trúa sjávarútvegsins. Þröngsýni
þeirra er yfirgengileg. Látum svo
vera, en stjórnmálamenn mega
ekki láta þröngsýni sérhagsmuna
villa sér sýn um heildarefni samn-
ingsins. Samningurinn er ekki
bara um það að undanþiggja sjáv-
arútveginn alveldi fjórfrelsisins.
Hann verður ekki góður af því
einu að samist hefur um óveruleg-
ar tollalækkanir á sjávarafurðum.
Samningurinn er annað og meira
en undanþágur. í því sambandi
mætti minna á orð Mitterrands
Frakklandsforseta á blaðamanna-
fundi í Reykjavík fyrir tveimur ár-
um, að allir samningar feli í sér
gagnkvæmar skyldur en ekki tóm-
ar undanþágur. Það er út í bláinn
þegar Jón Baldvin hefur það eftir
einhverjum Evrópubandalags-
mönnum að íslendingar hafi feng-
ið „allt fyrir ekkert“. Hvað á mað-
urinn við? Er ekki augljóst að
þetta er eins og hver önnur áróð-
ursmælska í ræðustól? En ef
landslýður fellur fyrir áróðurs-
mælsku af þessu tagi er illa komið
dómgreind íslendinga um mál-
efni, sem varðar þá jafnmiklu og
raun ber vitni. Hið eina sem ég
ráðlegg vinum mínum og pólitísk-
um skoðanabræðrum er að vara
sig á mælsku þeirra sem segja að
EES-samningurinn sé saklaus við-
skiptasamningur. Þvert á móti er
hann stórpólitískt mál.“
Þannig lýkur bréfi Tímamanns til
Eggerts Ólafssonar í Laxárdal.