Tíminn - 23.11.1991, Síða 9

Tíminn - 23.11.1991, Síða 9
Laugardagur 23. nóvember 1991 Tíminn 25 Hjalti „Úrsus“ Árnason, kraftlyftinga- og aflraunamaður, náði sínum besta árangri á löngum og ströngum keppnisferli um síðustu helgi er hann varð heimsmeistari í kraftlyftingum ásamt Guðna Sigurjónssyni: „Veðsetti bílinn“ — til þess að komast á heimsmeistaramótið, segir Hjalti „Ursus“ Arnason Um síðustu helgi náðu íslenskir kraftlyftingamenn frábærum árangri á heimsmeist- aramótinu sem haldið var í Örebro í Svíþjóð: unnu tvenn gullverðlaun og ein brons- verðlaun. Hjaiti „Úrsus“ Árnason og Guðni Sigurjónsson urðu heimsmeistarar og Jón Gunnarsson vann brons. Hjalti hefur einnig tekið þátt í aflraunakeppnum og reyndar skipulagt slíkar keppnir, auk þess að keppa sjálfur. Hann hefur jafnan látið sína skoðun á hlutunum umbúðalaust í ljós og svo er einnig nú þegar hann er orðinn heimsmeistari. Helgarviðtalið er við Hjalta. Hvemig var undirbúningi fyrir heims- meistaramótið háttað? „Ég var búinn að „toppa“ þrisvar á árinu, reyndar misheppnaðist einn „toppurinn“ all hrikalega. Það var á Evrópumeistara- mótinu í maí, ég var óheppinn og lenti í þriðja sæti. Þá ákvað ég að þeir myndu ekki vinna mig aftur. Síðan keppti ég á einu móti á Akureyri í júlí, lyfti 1017,5 kg og bætti metið, sem Magnús Ver var bú- inn að setja, um 2,5 kg og það var gott veganesti á heimsmeistaramótið; auk þess hafði ég fjóra mánuði til að undirbúa mig. Ég þyngdi mig aftur upp í 145 kg eins og á EM, úr 134 kg, en ég á erfitt með að halda mér í þeirri þyngd, enda ekki hollt að vera svona þungur lengi. Maður verður að komast í einhver föt og geta reimað skóna sína. Ég er með svo þykka beinagrind að ég verð að hafa eitthvert kjöt utan á henni. Það munar mjög miklu á krafti að vera léttari; hins vegar hef ég ekkert úthald svona þungur, en það gerir ekkert til, því kraftlyftingar eru ekki út- haldsgrein." Mótið sjálft, þurftirþú ekkert að taka á þar? „Ég segi það nú ekki. Ég var búinn að byggja upp ákveðinn sálrænan styrk lengi fyrir mótið, en hann hafði einmitt brugð- ist á EM. Ég var undir það búinn að þurfa að berjast við hátt í 1000 kg (Hjalti lyfti 957,5 kg samanlagt á HM), en ég sagði við sjálfan mig að ef ég tæki meira en 940 kg, þá gæti ég ekki verið óánægður. Ég var líka búinn að fínslípa ákveðin tæknileg at- riði í lyftunum, því dómgæslan er mjög ströng og maður verður að gera allt 100% rétt.“ Af hverju var Magnús Ver Magnússon ekki með á HM? „Það er hver og einn sem metur það hye- nær hann á að keppa og hvenær ekki. Ég veit ekki nákvæmlega af hverju hann keppti ekki. Hann hefur kanski verið að stfla á keppnina „Sterkasti maður heims" þar sem eru margar úthaldsgreinar og undirbúningur fyrir svoleiðis keppni er ekki sá sami og fyrir kraftlyftingakeppni. Hann varð Evrópumeistari í kraftlyfting- um í maí og var ef til vill óánægður með hvað hann fékk litla umfjöllun út á það.“ Þátttaka í svona móti hlýtur að kosta mikla peninga. Kraftlyftingasambandið er gjaldþrota; hver borgar? „Við höfum sjálfir lagt hverja einustu krónu í þetta, meira að segja borguðum við lyfjaprófið sjálfir. Allt tekið úr heimil- isbókhaldinu. Eg varð að veðsetja bílinn minn fyrir mótið, þegar ég sló 600 þús- und kr. lán. Við fengum Grillhús Guð- mundar til að létta undir okkur með mat þegar við vorum að þyngja okkur og gengum í bolum frá honum á mótinu. Síðan voru áheit í sjónvarpinu og styrkir frá fyrirtækjum og við fengum upp í um helming af kostnaði. Okkur langar til þess að gera eitthvað fyrir aðstoðarmenn okk- ar, Olaf Sigurgeirsson, Kidda Kraft og Val- bjöm Jónsson; þetta hefði aldrei verið hægt án þeirra. Þetta var sigur liðsheild- arinnar, þeir hjálpuðu okkur í talnaleikn- um; við lyftum aldrei grammi meira en við þurftum til þess að fá gullið." Ertu ánægður með útlitið eða er ár- angurinn aðalatriði? „Ég hef nú ofsalega litla komplexa yfir því hvemig ég lít út. Jú, jú, ég á það til að fara úr bolnum og sperra mig þegar fáir sjá til, en ég er sáttur við mig.“ Hvað segir konan þín við þessu öllu saman? Jú, jú, það verða allir að sætta sig við þetta,“ sagði Hjalti og hló. Hverju viltu svara konum sem segja að þú sért fráleitt kynæsandi? „Konur, sem segja að ég sé ekki kynæs- andi, mega hafa sitt álit, en þær ættu að kynnast fullorðnum manni fyrst og dæma síðan fordómalaust." Þú segir að þið séuð fyrstu eiginlegu heimsmeistaramir í íþróttum. Hvað með bridgemennina og fatlaða íþrótta- menn sem hafa unnið marga heims- meistaratitla og sett fjölmörg heims- met? Er þetta ekki hroki í þér? Jú, eflaust er þetta hroki í mér. Mér finnst frábært allt sem bridgemenn og fatlaðir hafa gert og allir, sem hafa unnið til verðlauna á alþjóðlegum mótum, en það á helst ekki að bera saman árangur fatlaðra og heilbrigðra. Ef til vill gerði ég það, en það er ekki hægt.“ Kraftlyftingamenn hafa átt það til að falla á lyfjaprófum; ert þú hræddur við niðurstöðumar úr lyfjaprófunum sem þið þremenningar fóruð í eftir heims- meistaramótið? „Nei, ég er ekki hræddur við þær, enda ekki í fyrsta skipti sem við fömm í lyfja- próf.“ Hefurþú þá aldrei notað hormónalyf á ferli þínum? „Nei.“ Nú segja margir íþróttamenn að til þess að ná toppárangri, verði þeir að nota lyf eins og keppinautar þeirra. Af hverju notar þú ekki lyf? „Það var ákveðið skeið þar sem hormón- ar voru í mikilli uppsveiflu í íþróttum, það var áður en öll þessi lyfjapróf komu til sögunnar. En í dag eru það aðrir þættir sem spila inní. T.d. margfalt betri tækni, miklu betri næringarfræði, við erum með miklu betri vitneskju um hvfldir og hvemig á að þjálfa. Þetta allt vegur svo þungt og ef maður helgar sig því, sem maður er að gera, þá getur dæmið gengið upp. Mig langar að bæta við að það þarf að opna héma löggjöf fyrir alls konar bæti- efnum, vítamínum og amínósýmm og slíku sem fæst í verslunum erlendis, sem ekki sleppur í gegnum lyfjaeftirlitið á ís- landi, þó um sé að ræða 100% vöm, sem engan skaðar, en hjálpar íþróttamönn- um.“ Hvað með aflraunakeppnimar? Af hverju er ekki lyfjaprófað í þeim? ,/Etli það sé ekki út af því að krafta- keppnirnar eru ekki viðurkennd íþrótta- grein með sitt heimssamband. Það em ákveðnir aðilar sem halda keppnirnar og bjóða þeim mönnum til keppni, sem þeir álíta að séu bestir.“ Pétur Pétursson læknir á Akureyri hef- ur borið lyfjanotkun uppá ykkur krafta- íþróttamenn; hefurþú rætt málin við hann? „Nei, ég held að það sé gegnumgangandi að öll umræða, sem maður blandast inn í, verði manni sjálfum í óhag, einhverra hluta vegna, fordóma og annars, en ég held að hann hafi hlaupið gífurlega á sig. Ef einhverjir strákar hafa tekið lyf, lent í erfiðleikum og leitað til hans, þá er það auðvitað slæmt mál. Hann hefði átt að hjálpa þeim, en það hjálpar þeim ekkert þótt hann segi öllum alheiminum frá því hvað kom fyrir þá.“ Þú talar um fordóma; hvað áttu við? „Ég get nefnt mig sem dæmi, ég er astmasjúklingur og ég get lent í miklum vandræðum með að fá lyf sem henta mér, út af fordómum og vitleysu í einhverjum læknum. Læknir á ekkert gott með að láta mig hafa lyf, þótt allir aðrir geti feng- ið þau. Annað dæmi: Ef ég fengi flensu á morgun, þá færi sú saga af stað að ég væri að drepast út af hormónaáti. Auk þess nota flestar konur á íslandi getnaðarvarn- apillur, sem er hormónalyf, svo þetta er ekki eins mikið eitur og sagt hefur verið.“ Telur þú þig og félaga þína hafa unnið mesta afrek ársins í íþróttum? Já, ég held að þessi ferð okkar þriggja sé einstakt afrek í íslandssögunni. Að mínu mati er þetta mesta afrek sem framkvæmt hefur verið af íslenskum íþróttamönn- um.“ Ertu þá ekki svekktur með að þið kom- ið ekki til greina sem íþróttamenn árs- ins, þar sem þið eruð ekjci í ÍSÍ? ,AHs konar titlar, eins og „íþróttamaður ársins“ eru göfugir titlar og frábærir íþróttamenn hafa unnið þá í gegnum ár- in. En ég er búinn að ganga í gegnum súrt og sætt í þessari íþrótt í tíu ár og farinn að sætta mig við að fá ekki neina umfjöllun í fjölmiðlum, annars væri ég löngu hættur. Þetta er fyrir sjálfan mig. Þó ég geti ekki orðið „íþróttamaður ársins“, enda eflaust ekki verðugur sem slíkur, þá fer ég ekki í neitt þunglyndi yfir því. Svona eru regl- urnar og ég er ekkert sár yfir því, ég vann minn heimsmeistaratitil samt og Guðni Sigurjónsson líka.“ Afhverju gangið þið kraftlyftingamenn ekkiítSÍ? „Mér skilst að það hafi komið til álita, en ég er ekki nógu kunnugur því máli.“ Þú værirþá til í að vera í ÍSÍ og tilbú- inn að gangast undir öll lyfjapróf, sem farið yrði fram á? Já, svo framarlega sem ég væri undir sömu löggjöf og allir aðrir. Ég myndi til dæmis ekki vilja vera boðaður í lyfjapróf í gegnum sjónvarp.“ Eruð þið Jón Páll vinir í dag? ,Já, já, við erum vinir. Það eru búnir að vera ákveðnir straumar í loftinu, en það er allt að lagast. Jón Páll kom til að mynda gagngert til Svíþjóðar til þess að hvetja mig og strákana." Hvað tekur við hjá þér á næsta ári? „Ef við fáum einhvern skilning frá opin- berum aðilum og fólkinu, þá er aldrei að vita nema maður krafsi í bakkann og reyni að vinna aftur til verðlauna á svona stóru móti. Það verður bara að koma með einhverja nýja og sterkari menn til þess að keppa við mig. En það er erfitt fyrir venjulegan fjöl- skyldumann með konu og barn, að taka endalaust út úr fjölskyldubókhaldinu. Ég gat ekkert unnið síðustu þrjá mánuðina fyrir mótið, þannig að staðan í bókhaldi heimilisins var orðin svolítið vafasöm. Ég þarf að greiða mína reikninga og borga mitt skyr eins og aðrir.“ Hafið þið fengið fyrirheit um styrki eft- ir þennan frábæra árangur? „Það er ýmislegt í gangi. Við höfum svo- lítinn velvilja með okkur núna. Ég vil ekki slá neinu föstu, en ég á von á því að við fá- um einhverja styrki.“ Frá fyrirtækjum eða hinu opinberal „Jafnvel frá báðum.“ Hjalti, nú ert þú á tölvunámskeiði; stefnirþú að því að sitja við skrifborð í framtíðinni, eða verður lagerinn hjá ÁTVR áfram á þínum herðum? „Ég verð áfram hjáÁTVR, ég verð að hafa svolítinn hamagang í kringum mig. Ann- ars fór ég í tölvuskólann vegna þess að þetta er hagnýtt nám: maður lærir ís- lensku, verslunarreikning og annað sem maður hefur trassað vegna brjálæðis á æf- ingaferlinum. Ef maður fer út í eigin rekstur í framtíðinni, þá er gott að kunna skil á hinum ýmsu formúlum," sagði Hjalti „Úrsus“ Arnason, heimsmeistari í kraftlyftingum í yfirþungavigt, og bætti við að hann vildi koma á framfæri þökk- um til allra aðstoðarmanna og þeirra sem styrktu þá félaga fyrir mótið; án þeirra hefði þetta ekki verið hægt. Bjöm Leósson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.