Tíminn - 23.11.1991, Síða 10

Tíminn - 23.11.1991, Síða 10
26 Tíminn Laugardagur 23. nóvember 1991 MINNING Hrafnhildur Einarsdóttir Hallkelsstaðahlíð, Hnappadal Fædd 28. október 1906 Dáin 15. nóvember 1991 Drottinn er minn hirðir, mig mun ekk ert bresta. A grœnum grundum lœtur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem égmá nœðis njóta. (23. Davíðssálmur 1.-2. v.) Það er sjónarsviptir að ömmu minni, Hrafnhildi í Hlíð, sem nú hefirr gengið ævikvöld sitt til enda. Hún var ein þeirra fjölmörgu staðfostu íslensku alþýðu- hetja, sem með þrautscigju sinni og ómældri vinnu lögðu grunninn að þeim lífsgæðum sem Islendingar búa við í dag. Hana brast ekkert, þótt hún stæði ein uppi 38 ára gömul með tólf böm, það elsta sextan ára og það yngsta þriggja mánaða, eftir að vægðarlaus krabbinn hafði lagt bónda hennar að velli. Það þurfti kjark og staðfestu til að halda bamahópnum saman við slíkar aðstæð- ur. Þann kjark og þá staðfestu hafði amma mín. í stað þess að gefa eftir, þá varð raunin sú að uppbyggingin á Hlíð varð hálfu meiri þegar frá leið, en áður hafði verið. Það var því mikil samheldni og mikið öryggi sem einkenndi Hlið, þegar ég fýrst fór að muna eftir mér í sveitinni hjá ömmu, lítill strákhnokki á þriðja ári. Alltaf var amma á sínum stað og virtist óhagganleg og óumbreytanleg, rétt eins og fjöllin sem umlykja dalinn og vatnið. Sumar eftir sumar fékk ég áhyggjulaus að njóta þessa öryggis og kynnast þeim dyggðum sem prýða hinar íslensku al- þýðuhetjur: atorkusemi, heiðarleik, rétt- lætiskennd, nægjusemi og ómælda gest- risni. En nú er amma min horfm á braut og eftir standa fjöllin, dalurinn og vatn- ið. Það verður tómlegra í sveitini nú, þegar amma er ekki lengur á sinum stað. Það er erfitt að gera sér það í hugarlund, rétt eins og það er erfitt að imynda sér dalinn án fjailanna. En eftir sitja ómæld- ar minningamar um allar þær góðu stundir sem ég átti við störf og leik í sveitinni, allt frá því ég fór fyrst að muna eftir mér. Ég er rikur að eiga góðar minn- ingar um svo góða ömmu. Megi amma mín í sveitinni hvíla í ffiði. Hallur Magnússon Þá er hún amma mín blessunin dáin. Búin að Ijúka sínu langa dagsvcrki. En eftir sitja ótal minningar um góðar og ánægjulegar stundir. Það var svo margt sem hún gerði fyrir mig og mcð mér, sagði sögur, las og það sem dýrmætast er hvað hún kenndi mér margt. Amma var mjög fróð kona og það var nánast sama hvað ég lítill krakka- kjáni spurði um, alltaf fékk ég svör og það gagnleg svör sem gefin voru af Fæddur ló.júní 1918. Dáinn 11. nóvember 1991. Mývatn hcfur áratugum saman scitt til sín náttúrufTæðinga, scm kynnast vilja undrum þcss og rcyna að draga lærdóm af hinni óvcnjulcgu auðgi lífsins scm birtist hvarvctna í vatninu og á bökkum þcss. Hið óvcnjulcga eða sérstæða í náttúrunn- ar riki cr ávallt kærkomin mælistika við hlið þcss scm hvcrsdagslcgt kann að tclj- ast. Þcgar Mývatn vaknar úr vctrardval- anum fara náttúruffæðingar að hugsa sér til hrcyfings til að fýlgjast mcð hinni öru atburðarás vorsins, taka púlsinn á liffík- inu, spá I varp og vciði, - og einfaldlcga njóta þcss scm fýrir augu bcr. Jafn sjálf- sagt cr að taka púlsinn á mannlífinu á vatnsbakkanum, cnda tvinnast þctta tvcnnt saman, náttúra og mannlíf, mcð sjaldgæfum hætti á þcssum stað. Kálfa- strönd cr ávallt fýrsti viðkomustaður, og þar inni cru jafnan höfðingjar hcim að sækja. Ekki annað tckið í mál cn að setjast til borðs og sötra tíu dropa cða svo, sama hvemig stcndur á verki hjá hcimafólki. Einar situr við gluggann, tottar slitna píp- una, rabbar um ástand náttúru og mann- lífs, ckur sér í sætinu og hlær dátt þegar áhuga og alltaf hafði hún tíma til að sinna þeim sem til hennar leituðu. Eng- inn sagði sögur um álfa, huldufólk og tröll eins og amma, og alltaf var jafn gaman að heyra þær aftur og aftur, þó svo að ég vissi alveg hvemig þær end- uðu. Enda voru það ófá kvöldin sem ég sofnaði í hominu hjá ömmu. Amma var dul og flíkaði ekki til- finningum sínum, hvort heldur sem var í sorg eða gleði. Sambandið við bömin hennar tólf var mjög gott og þá sérstak- lega samband hennar og elsta sonarins Einars, sem var henni einstakur. Síðustu ævimánuðina dvaldi hún á St. Fransiskusspítalanum í Stykkis- hólmi. Þar leið henni vel, þó svo að hug- urinn væri alltaf heima í Hlíð. Systumar á St. Fransiskusspítalan- um og allt þeirra starfsfólk sýndu svo einstaka alúð og hlýju allan þann tíma, sem hún dvaldi þar, að orð fá ekki lýst þakklæti til þeirra. Mig langar að ljúka þessum línum með bæn, sem við lásum svo oft saman þegar ég var lítil stelpa í Hlíð. Vertu yfir og allt um kring með eilifri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sœnginni yfir minni. Sigrún Nú er hún amma mín í sveitinni gengin á vit þeirra sem á undan henni gengu. Hún amma sem var húsfreyja í anda Dalalifs. A hennar heimili skyldi gestum alltaf boðið kaffi og meðlæti, hvað svo sem var annað um að vera. Ekki dugði að hafa aðeins eina tegund á borðum, alltaf fleiri. En hún amma var ekki einungis húsfreyja, hún var líka ein af þeim konum sem hefðu gengið menntaveginn ef hún hefði fæðst 50 ár- um seinna. Það fann ég þegar ég bytjaði á mínu námi, sem margir áttu erfitt með að sjá framtíð í. Þá sagðist hún vera ánægð með val mitt, því þetta var það sem hún hefði viljað læra. Þjóðsögur okkar, siðir og lífsmáti forfeðra okkar var efni sem hún hafði áhuga á, en tím- amir voru aðrir í hennar ungdæmi en nú. Hún lærði í Kvennaskólanum, scm var meira en flestar stúlkur höfðu tækifæri til, en lengra varð námið ekki. Hún gerð- ist farandkennari, sem leiddi hana vestur í Hnappadal á fund mannsins sem hún naut allt of stutt. Þau áttu saman tólf böm sem öll komust til manns, og mynd- uðu samhcnta fjölskyldu sem gerðu lítið býli að stórbúi. í minni minningu situr amma í stólnum sínum við gluggann og pijónar framan við sokka og fýlgist með því sem gerist úti við. Sérstaklega þótti henni gaman að þegar verið var að eiga við hross eða sauðfé. I sumar þegar ég heim- sótti hana á St. Fransiskusspitalann hér í Stykkishólmi, þá lifnaði alltaf yfir henni þegar ég sagði henni hvað búskapnum heima í Hlíð leið. cinhvcr skondin atvik úr pólitíkinni bcr á góma. Þctta vcrður núna í minningunni cinni. En það cr víst gangur lífsins, og líf- ið var Einari gott. Hann var cinn þcirra Mývctninga scm hclt tryggð við jörð sína og það scm hún gaf af sér, lifði á landinu og viðhélt fomum hcfðum, þótt ckki stæði á því að taka nútima tækni í sína þjónustu til að létta störfin. Hann var því hvort tvcggja í scnn, fulltrúi hins gamla tíma og þcss nýja, - brúaði kynslóðabilið. Hæ- vcrska og snyrtimcnnska var honum í blóð borin. Vciðiskapur var hans yndi, cnda var hann alinn upp við slíkt á þcssari cinni mcstu vciðistöð við Mývatn. Einari gramdist hvc vciðin undanfarin ár hcfur vcrið lítil á Kálfaströnd. Ekki var það ald- urinn scm hamlaði, hcldur hcfur vciðinni hnignað um tvcggja áratuga skcið í Mý- vatni öllu vcgna átubrcsts. Sárt cr til þcss að hugsa að Einar skyldi ckki lifa þann dag að silungur tæki að ganga að Kálfa- strönd á nýjan lcik. Við Icyfum okkur fýrir hönd þcirra náttúmfræðinga og fjölskyldna þcirra, scm hafa notið vináttu Einars og gcstrisni, að þakka samfýlgdina. Um lcið vottum við Friðu, Ellu og Auði á Kálfaströnd samúð okkar. Arni Einarsson og Sigrún Jónsdóttir Það er alltaf erfitt að kveðja, en við vitum að á móti ömmu taka feðgar sem nýlega hittust aftur, afi, Hallur Magnús- son, sem beðið hefur hennar síðan 1945, og pabbi, Magnús, sem mætti kærum foður sínum fýrir aðeins einum og hálf- um mánuði. Saman ganga þau nú um grænu hagana hinum megin og fýlgjast með okkur sem drjúpum höfði í sorg okkar. Einhvem tímann eigum við öll eftir að hittast og njóta samvistanna sem við söknum, en þangað til omum við okkur við ljúfar minningar. Ég vil þakka systrunum á St. Frans- iskusspítalanum fýrir sérstaklega alúð- lega umönnun, sem amma fékk síðustu mánuðina sem hún lifði. Slíkt verður aldrei nógsamlega lofað. Þóra Magnúsdóttir I minningu mæðginanna, Hrafn- hildar Einarsdóttur, f. 28.10. 1906 — d. 14.11.1991, og Magnúsar llallsson- ar, d. 24.09.1991 Þann 30. janúar 1927 hófu tvenn hjón að feta saman lífsins göngu og taka við búsforráðum á heimili bræðranna Gunnlaugs og Halls að Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal. Til byggða Borgarfjarðar sóttu þeir sér konur, Hrafnhildi og Margréti, sem þóttu bera af kynsystrum sínum, sakir glæsileika, svo ekki hallað- ist á við bræðuma myndarlegu. Næstu ár vom mikil athafnaár í þessum afskekkta fjallasal og nýir ein- staklingar stigu sin fýrstu spor nánast á hveiju ári. Þar kom að of þröngt varð fýrir stórfjölskylduna og Gunnlaugur Magnússon og Margrét Sigurðardóttir héldu til Suðurlands i blóma islenskra sveita, Hmnamannahreppinn, en Hallur og Hrafhhildur Einarsdóttir eignuðust Hlið og hjá þeim dvöldu til dauðadags foreldrar Halls, Sigriður Hallsdóttir og Magnús Magnússon. Aður en reiðars- lagið dundi yfir, ffáfall Halls í blóma lífsins, höfðu þau Hrafnhildur og Hallur eignast 12 böm og það yngsta var skírt við kistulagningu foður síns árið 1945. Nú em þau öll horfin, Gunnlaugur 10 ámm á eftir bróður sínum, en þær jafhöldrur með skömmu millibili, Hrafn- hildur þann 14. nóv. s.l. Hún varð þó að lifa þá hryggð að sjá á eftir syni sínum, Magnúsi, nú fýrr í haust, en hann lést snögglega 29. sept. s.l., aðeins 53 ára. Sá, sem þessar línur festir á blað, átti sín æsku- og unglingsspor á næsta bæ við Hlíð, sem er hið daglega nafn Hallkelsstaðahlíðar. Ein af fýrstu bemskuminningunum er tengd jólaferð, þegar ég var dreginn á sleða á isilögðu Hlíðarvatni í myrkri og kulda og allt í einu var ég kominn inn í hlýja baðstofu, þar sem allt var fullt af bömum og ég man óljóst konu, sem einhver birta hvíldi yfir. Það var Hrefna á Hlíð. Á uppvaxtarámnum í dalnum varð heimilið hjá frændfólki mínu á Hlíð að igildi félagsheimilis og skóla. Þar var hlaupið og stokkið, kastað og teflt ef stundir gáfust, og svo var farið að ræða stjómmálin og framfaramál lands og lýðs. Ég naut þess líka að bærinn heima var eins konar endastöð umsvifa heims- ins, því það kom ekki akvegur að Hlíð sem stóð undir nafni fýrr en um miðjan sjöunda áratuginn. Litlu fýrr kom síminn og rafmagnið nokkm síðar. Afi minn í Hraunholtum hafði eignast jeppa og flutti að nauðsynj- ar, að ógleymdum póstinum fýrir næstu bæi. Við eldhúsborðið heima var því margur kaffisopinn drukkinn. Við Magnús frændi minn Hallsson yfirgáfum svo Hnappadalinn og leiðir lágu saman um stund á Kleppsveginum í Reykjavík, þar sem hann hafði stofnað heimili með sinni elskulegu konu Gullu, en ég hafði gerst kontóristi í höfuðstaðn- um. Síðan liðu áratugir. Á einhveijum fegursta degi liðins sumars kom ég í hlað á Hlíð. Þama var Hliðarmúlinn með sínum löngu, reglu- legu stöllum og grænum túnum með hlíðum. Hlíðarvatnið sem spegill og ei- lítið dulúðugt. Fjærst í vestri var annar útvörður Hnappadalsins, Hafursfellið, og á hina hönd sást Tröllakirkjan, það magnaða fjalladjásn, bera við himin. Miklu nær, við bakka Hlíðarvatns, grúfði hið myrka Sandfell og konungur- inn sjálfur, vörður í austri, Geirhnjúkur, líkastur mýkt konubijóstsins, jj>ægðist yfir grösugar brekkur og borgir. Á hlað- inu og túninu iðaði líf. Kotbýlið fýrrum, innst í dalnum, bar þess merki að vera orðið að stærri býlum þessa lands. Mitt erindi var að huga að land- námsbænum, Hnappstöðum, en það vantaði farkost yfir ár, holt og fuasund. Þá var kallað í Magnús frænda. Hann var þá líka mættur í dalinn sinn og vel ak- andi. Þennan dag var ekki aðeins land- námsstaðurinn skoðaður, heldur ekinn allur Hafursstaðahringurinn. Myndavél- ar mundaðar í allar áttir og margt rætt. Einhver undarleg tilviljun hafði lagt leið okkar saman þennan dag. Haft var á orði að sjaldan hefði Hnappadalurinn skartað fegurri skrúða og Magnús þóttist sjá grösin og gróðurinn klæða landið betur en fýrr. Þessi dagur varð að síðustu kynnum okkar gömlu grannanna. Nú er hann fallinn, þessi mikli verkmaður og verkstjóri, sem sagðist mjög sáttur við það að vera titlaður húsasmiður í síma- skránni. Nú bregður ekki lengur fýrir glettni jafnt sem eitilhörðum skoðunum. En þennan dag var Hrafnhildur ekki í bænum sínum. Hún háði sitt strið á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Heimasæt- an úr Borgarfirðinum hafði bundist þessu umhverfi einstökum tryggðabönd- um. Tæpast var hægt að hugsa sér heimakærara fólk en Hlíðarfjölskylduna. Hin heiða birta, sem bemskuminn- ingin geymir, hefur alltaf fýlgt Hrefnu á Hlíð. Áldrei man ég hana leggja hnjóðs- yrði til nokkurs manns og það var eins og hún sækti traust sitt til þessa um- hverfis, sem mörgum mundi finnast ein- angrað og jafnvel óttablandið. Hver er réttur okkar til að velja okk- ur dvalarstað í þessu lífi? Hver er réttur innsta bæjarins í dalnum, þar sem lengst af á þessari öld vantaði flest nútíma þæg- indi? Þessara spuminga ættum við öll að spyija, þegar sannur fulltrúi þessarar aldar skilar af sér dagsverkinu. Kæm frændsystkini, kæra Gulla. Innilegar samúðarkveðjur. Reynir Ingibjartsson Að lifa og deyja er lífsins gangur. Nú er hún amma í Hlíð dáin. Okkur systkinunum langar til að minnast henn- ar með fáeinum orðum, því hún var góð kona og erum við þakklát fýrir þær sam- verustundir er við áttum með henni og fýrir þá hlýju sem hún sýndi okkur og munum við alltaf búa að því. Það var alltaf notalegt að renna í hlaðið á Hlíð og sjá ömmu, þar sem hún sat við gluggann er vísaði út á hlað og fýlgdist með því hver væri að koma. Þegar við vorum lítil, vomm við dá- lítið feimin við hana. Yfir henni hvíldi viss virðuleiki sem við áttuðum okkur ekki alveg á. Eftir að við fullorðnuðumst gerðum við okkur grein fýrir því, yfir hve miklum styrk hún hafði yfir að ráða. Að missa eiginmann sinn svo ung aðeins 39 ára gömul frá tólf bömum og búi án þess að láta bugast, ber vott um mikinn styrk. Eitt sinn hafði amma orð á því að frekar vildi hún deyja heldur en að enda sem ósjálfbjarga gamalmenni á stofnun. En dvöl hennar síðustu mánuðina á St. Fransiskuspítala var henni ekki þung- bær, því þar var hún umvafin blíðu og virðinu. Viljum við þakka systrunum og öllu starfsfólki fýrir að hlúa svo vel að henni. Nú er hlutverki hennar i lifanda lífi lokið, en minningin lifir. Megi hún hvíla í friði. Ingibjörg Torfhildur, Hallur, Hrafnhildur, Sigríður Herdís og Hlugi Guðmar Einar ísfeldsson Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka í Reykjavík 22. tll 28. nóvember er I Holtsapótekl og Laugavegsapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsl- una frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgni vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudög- um. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjón- ustu eru gefnar I sfma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags fsiands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Slm- svari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö I því apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I síma 22445. Apótek Keffavíkur: Opið virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- mennafrídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekiö er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmlsvandlnn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styðja smitaða og sjúka og aöstandendur þeirra, sími 28586. Læknavakt fyrir Reykjavlk, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og timapantanir I síma 21230. Borgarspltalinn vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa- deild) sinnirslösuðum og skyndiveikum allan sól- arhringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyflabúðir og læknaþjónustu emgefnar I slm- svara 18888. Ónæmisaðgerðirfyrirfulloröna gegn mænusótt fara fram á Hcilsuvemdarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmissklrteini. Garðabær: Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er I slma 51100. Hafnarfjöröun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, sími 53722. Læknavakt sími 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Slmi 40400. Keflavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Sími: 14000. Sálræn vandamál: Sátfræðistööin: Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum. Slmi 687075. Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feöur kl. 19.30- 20.30. Barnaspftali Hringslns: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariæknlngadelld Landspítal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspítall: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspítalinn I Fossvogi: Mánu- daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúöir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandlð, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls alla daga. Grensásdelld: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardagaog sunnudaga kl. 14-19.30. - Heilsuvemdarstöðln: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítall: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspltall: Heim- sóknartimi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - SL Jósepsspitali Hafnarflrðl: Alla daga kl. 15-16 00 19-19.30. Sunnuhlfð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavlkuriæknlshéraðs og heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Sími 14000. Keflavík-sjúkrahúslð: Heimsóknartími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri - sjúkrahúsiö: Heim- sóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavik: Neyöarsími lögreglunnar er 11166 og 000. Seltjamames: Lögreglan sími 611166, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan slmi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreiö simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvi- lið og sjúkrabrfreiö simi 51100. Keflavik: Lögreglan sími 15500, slökkvilið og sjúkrabíll sími 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666, slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsið sími 11955. Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 22222. Isafjöröur Lögreglan sími 4222, slökkviliö simi 3300, brunasími og sjúkrabifreið simi 3333.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.