Tíminn - 23.11.1991, Qupperneq 13

Tíminn - 23.11.1991, Qupperneq 13
Laugardagur 23. nóvember 1991 Tíminn 29 Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum KELDUR Staða forstöðumanns Staða forstöðumanns við Tilraunastöð Há- skóla íslands í meinafræði að Keldum er laus til umsóknar. Forstöðumaður er jafnframt prófessor við læknadeild Háskóla íslands með takmarkaðri kennsluskyldu samkvæmt nánari ákvörðun há- skólaráðs. Forstöðumaður skal hafa lokið há- skólaprófi í læknisfræði dýra eða manna, líffræði eða öðrum skyldum greinum sem eru á rann- sóknasviði stofnunarinnar. Forstöðumaður er ráðinn til sex ára í senn, en hann getur haldið prófessorsembætti, þótt hann láti af störfum for- stöðumanns. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rík- isins. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1992. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækjanda, prentuðum og óprentuðum. Umsóknir skulu sendar til stjórnarformanns Til- raunastöðvarinnar, Þórðar Harðarsonar prófess- ors, Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum. Stjórnarformaður veitir og nánari upplýsingar um starf forstöðumanns. TIL SÖLU FASTEIGNIR Á ÍSAFIRÐI OG SELFOSSI Kauptilboð óskast í eftirtaldar húseignir: Hluta verkstæðishúss við Skeið á ísafirði. Stærð eignarhlutans er 690 m3, brunabótamat kr. 7.673.000,- Gagnheiði 20, Selfossi, iðnaðarhúsnæði. Stærð hússins er 1.073 m3, brunabótamat kr. 17.261.000,-. Eignirnar eru til sýnis á venjulegum afgreiðslutíma Bifreiðaskoö- unar (slands sem ertil húsa á báðum stöðum. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðilum og á skrifstofu vorri. Tilboðum sé skilað til skrifstofu vorrar, Borgar- túni 7, Reykjavík, fyrir kl. 11:00 þann 13. desember 1991. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK /S1S% Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík Aðalfundur félagsins verður haldinn að Hótel Lind, Rauðar- árstíg 18, fimmtudaginn 28. nóvember 1991, kl. 20,30. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Félagsstjórnin Tekiö er á móti tilkynn- ingum og fréttum í Dag- bók Tfmans á morgnana á milli kL 10 og 12 í síma 68 63 OO. Einnig er tekiö viö tilkynningum í póstfaxi númer 68 76 91. Ekkja Roberts Maxwell: VAR H0NUM TRÚ ALLT TIL DAUÐA Elisabeth Maxwell er móðir níu barna. „Ég varð að skapa hon um nýja fjölskyldu," segir hún. Það hefúr ekki komið neinum, sem þekkir Elisabeth Maxwell, á óvart hversu vel hún hefur borið sig síðan eiginmaður hennar, Robert Max- well, lést á sviplegan hátt Á meðan bóndi hennar vakti mis- jafnar tilfinningar hjá fólki, slæmar eða góðar, stóð hún alltaf við hlið hans í blíðu jafnt sem stríðu. Elisabeth er alin upp á sannkristnu heimili nálægt Lyon. Faðir hennar var bæjarstjóri og fjölskyldan sótti kirju reglulega. Þegar Elisabeth hitti Robert Maxwell í París vissi hún lítið um Gyðinga, en síðan þá hefur hún kynnt sér þau ffæði ræki- lega. Árið 1988 skipulagði hún alþjóð- lega ráðstefnu um útrýmingarher- ferð gegn Gyðingum, sem var hald- in í Oxford og London. Á þeim tíma hafði hún áhyggjur af Gyðingahatri, sem henni fennst fara vaxandi. Hún skildi vel þörf eiginmanns síns, sem fannst hann þurfa að finna rætur sínar í ísrael. Hann var grafinn í Jerúsalem. Þau hjónin áttu saman níu böm. Ástæðan fyrir þessum fjölda bama var einföld. „Þegar ég gifdst eigin- manni mínum, var hann munaðar- laus. Hugsaðu þér, öll fjölskyida hans var myrL Við uppgötvuðum það fyrsta árið sem við vomm gift Ég varð að búa honum fjölskyldu á ný. Ef þú elskar mann, gerir þú það fyrir hann,“ segir Elisabeth Max- well. Robert var höfuð fjölskyldunnar, en það var samt sem áður Elisabeth sem sá að mestu um uppeldi bam- anna og um dagleg verk eins og að elda matinn, smyrja nesti í skólann og slíkL Elisabeth varð fyrir þeim harmi að missa elsta son sinn, en hann lá meðvitundarlaus í sjö ár eftir bflslys. Þegar bömin vom komin til vits og ára, ákvað Elisabeth að mennta sig meira. „Ég væri mjög óhamingju- söm ef ég reyndi ekkert á hugann. Ég er mjög hrifin af frönsku, en ég kenndi bömum mínum ensku," segir hún. í fjögur ár vaknaði hún klukkan sex á morgnana til að læra, en hún stundaði nám í ffönskum bók- menntum við St. Hughskóla í Ox- ford, og að því loknu stundaði hún doktorsnám í bókmenntum tíma- bilsins 1789-1830, og gat notað sér tíl þess bókasafn sinnar eigin fjöl- skyldu. Þrátt fyrir að hún væri orðin dokt- or, gegndi hún hlutverki sínu sem hin trausta eiginkona með sóma og prýði. Samt var hún ekki fúllkom- lega hamingjusöm. „Þegar þú elsk- ar eiginmann þinn, getur þú ekki verið hamingjusöm ef hann er það ekki,“ segir hún. Eftir 40 ára hjónaband fann hún aðeins einn galla hjá Robert og það var að hann væri óþolinmóður. Robert Maxwell dó fyrir tveimur vikum eða svo. Lík hans fannst á floti nokkmm mílum frá lysti- snekkju hans, en ekki er ennþá vitað nákvæmlega hvemig dauða hans bar að. Fýrirtæki hans áttu í tölu- verðum erfiðleikum, og eins átti hann undir högg að sækja vegna gmns um að vera í tengslum við leyniþjónustu ísraelsmanna. Ekki er víst hvort sonum hans tekst að halda fjölmiðlafyrirtæki hans sam- an eða hvort það verður selt. Meðal blaða sem það gefur út em The Eur- opean og Daily Mirror. Stór- stjörnu- molar Viltu vita hvers vegna Cher sagði Richie Sambora upp? Hann vildi ekki gera hana ólétta, svo hún lét hann fjúka. Richie segir að Cher hafi orðið skelfingu lostin, þegar hún uppgötvaði að tíminn fer óð- um að renna frá henni, a.m.k. ef hún hyggur á frekari barneignir. Konukindin er nú orðin 45 ára gömul, svo hún fer fljótlega úr barneign. Jæja, hinn þrítugi Richie hafði áhuga á öllu öðm en að heyra hrópað „Pabbi“. Og því fór sem fór.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.