Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 7. desember 1991 Seðlabanka líst ekki á vaxtalækkun fyrr en ríkið og heimilin draga úr skuldasöfnun og eyðslu: Gri íða r |h úsn æðislán sett efi nal í slí ífið úr skorðum Ásamt með hallarekstri á ríkissjóði er það gífurleg skuldasöfnun einstak- linga að undanförnu, fyrst og fremst gegnum húsbréfakerfið, sem Seðla- bankinn telur höfuðástæðu fyrir þenslu, gífurlegum viðskiptahalla og þeim vaxtahækkunum sem húsbréfamarkaðurínn hefur leitt. Enda eru áætlaðar lántökur opin- berra aðila, sem að miklum meiri- hluta fara til húsnæðislána, hærri upphæð en allur peningalegur sparnaður landsmanna á árinu. Þá segir Seðlabankinn helminginn af aukningu heildarskulda lánamark- aðarins hafa verið lán til heimila, eða um 45 milljarðar króna (700.000 kr. á fjölskyldu að meðaltali) á einu ári. Og aðeins helmingur þeirra hafi far- ið til fjárfestinga í nýju húsnæði, en hinn helmingurinn eigi stóran þátt í miklum innflutningi með tilheyr- andi viðskiptahalla og þar af leiðandi stórauknum erlendum lántökum. Hin síðari af árlegum skýrslum Seðlabankans um þróun og horfur í peningamálum, gjaldeyrismálum og gengismálun, verður varla mörgum neinn gleðilestur. Mjög hefur syrt í álinn í efnahagsmálum á þessu hausti. STÖKKBREYTING Meginorsakir mikillar eftirspumar- þenslu og viðskiptahalla á þessu ári segir Seðlabankinn ljósar. Alvarleg- asta vandamálið hafi verið vaxandi greiðsluhalli ríkissjóðs, sem vænt- anlega verði tvöfalt meiri en að var stefnt í fjárlögum. .Jafnframt hefur hið nýja húsbréfa- kerfi valdið því, að stökkbreyting hefur orðið í lánsfjáröflun til íbúða- bygginga fyrir milligöngu ríkisins." Hafi þetta hvort tveggja orðið til þess að heildarlántökur opinberra aðila á innlendum markaði stefni í hærri tölu en nemi öllum peningalegum sparnaði landsmanna. .Afleiðing- amar hafa komið fram í mikilli um- frameftirspurn og hækkandi vöxtum á verðbréfamarkaði, þar sem hús- bréfamarkaðurinn hefur verið leið- andi varðandi vaxtastig." Þar sem ekki hefur tekist að mæta lánsfjár- þörfinni innanlands, hefúr ríkissjóð- ur safnað verulegum skammtíma- skuldum í Seðlabankanum — sem segir að þann vanda verði bráðlega að leysa með erlendri lántöku, svo að gjaldeyrisforða og greiðslugetu þjóð- arbúsins verði ekki stefnt í hættu. HELMILIN SLEGIÐ 45 MILU- ARÐAÁÁRI Samkvæmt tölum Seðlabankans jukust heildarskuldir á Iánamark- aðnum um 90 milljarða króna frá september í fyrra til september í ár. Þar af fór aðeins þriðjungurinn til atvinnuveganna (um 2% hækkun skulda að raungildi) og 11 milljarðar til ríkisins. En helmingur allrar upp- hæðarinnar, um 45 milljarðar, voru lán til heimila sem jukust í kringum 17% að raungildi á þessu eins árs tímabili. „Þessi gífurlega skuldasöfn- un einstaklinga átti að langmestu leyti rót sína að rekja til húsbréfa og annarra lána hins opinbera íbúða- lánakerfis. Líkur benda til þess, að ekki meira en helmingur lánsfjár- notkunar einstaklinga hafi gengið til fjárfestinga í nýju húsnæði, svo að afgangurinn hefur verið til ráðstöf- unar til annarrar fjárfestingar og neyslu. Er reyndar ekki vafi á því að veru- legan hluta mikillar neyslu og inn- flutnings á árinu megi rekja til þess- Lánsfjárþörf hins opinbera 40 35 30 25 Aðrir opinb. U Húsnæðiskerfið I A-hluti ríkissj. 1986 1988 1990 Heimild : Þjóðhagsáætlun fyrir árið 1992, okt. 1991 1991 Enginn þáttur í lánsfjárþörf opinberra aðila hefur vaxið með þvílík- um ógnarhraða eins og lánsQárþörf húsnæðiskerfisins, eða úr rúmlega 30% fyrir fimm árum upp í 60% í ár, þ.e. um 20,4 milljarða af samtals 35,8 milljarða hreinni lánsfjárþörf á þessu ári. Þessi op- inbera lánsfjárþörf er 7 milljörðum umfram áætlaðan peningaleg- an sparnað á þessu ári. arar miklu lánsfjámotkunar heimil- anna. Rtkið hafi verið frumkvöðull aukinnar lánsfjáreftirspumar og þar af leiðandi þeirrar þenslu og vaxta- hækkana, sem átt hafa sér stað, ann- ars vegar með hallarekstri ríkissjóðs og hins vegar með milligöngu um stórfelldar lántökur til húsnæðis- mála, sem að miklu leyti hafa mnnið til annarra þarfa." HANDAFLIÐ DUGIR EKKI í Seðlabanka undrast menn ekki þær skoðanir, sem fram hafa komið um að nauðsynlegt sé að ná sem fyrst fram verulegri lækkun raun- vaxta. Annað mál sé hvort það er unnt eða æskilegt, án tillits til stöðu og þróunar á öðmm sviðum efna- hagsmála. Ótímabærar tilraunir til að lækka vexti gætu skapað enn ný vandamál f aukinni peningaþenslu og enn vaxandi viðskiptahalla. Þá bendir Seðlabankinn „á þá mik- ilvægu staðreynd, að vaxtastigið hér á landi ræðst ekki Iengur nema að litlu leyti af vaxtaákvörðunum inn- lánsstofnana, heldur fyrst og fremst á verðbréfamarkaðnum". Meginviðfangsefnið í vaxtamálum segir Seðlabankinn felast í því hvernig hafa megi áhrif á ffamboð og eftirspum lánsfjár, þannig að raunvextir geti lækkað án þess að stefna jafnvægi efnahagslífsins í voða. Bent er á að vegna aukins við- skiptahalla stefni erlendar skuldir í ár í 56% landsframleiðslu, hækkun úr 41% árið 1988. Seðlabankinn segir engan vafa á því, að tilraunir af hálfu bankans til þess að þrýsta niður vöxtum við ríkj- andi aðstæður — hallarekstur ríkis- sjóðs og óhemju fjárstreymi til íbúðalána — yrðu til þess eins að auka peningaútstreymi og magna þannig viðskiptahalla og jafnvægis- leysi, sem fljótlega leiddi til undan- halds í gengismálum (gengisfelling- ar/-sigs). HARÐARI BREMSU Á HÚS- BRÉFIN? Þrátt fyrir ráðstafanir, sem draga úr lántökum m.v. 1991, gera lánsfjár- áætlanir ennþá ráð fyrir 20 milljarða íbúðalánum á næsta ári. „Er vand- séð að svo mikil fjáröflun íbúðalána- kerfisins samrýmist því markmiði að bæta jafnvægi á lánsfjármarkaðnum og ná niður raunvöxtum. Virðist hæfilegt, að stefnt verði að því, að fjáröflun vegna íbúðalána verði ekki meiri en 16 milljarðar á næsta ári, en til þess þarf væntanlega enn frek- ari breytingar á skilyrðum til útgáfu húsbréfa." Bent er á að húsbréfaút- gáfa, sem hófst fyrir einu ári, sé nú komin í 20,5 milljarða króna að nafnvirði. Auk frekari bremsu á húsbréfaút- gáfuna vill Seðlabankinn takmarka og síðar afnema ríkisábyrgðir á hús- bréfum sem og takmörkun annarra ríkisábyrgða. Sömuleiðis setur bankinn spumingu við rök fyrir al- mennum niðurgreiðslum húsnæðis. Bent er á að fjárlagafrumvarp áætli þær 2,7 milljarða með niðurgreidd- um sköttum. Og hætt sé við að sú fjárhæð aukist jafnt og þétt næstu árin með aukinni skuldsetningu íbúðarhúsnæðis. - HEI Seðlabanki segir útgerð og sjómenn hafa náð til sín fjórðungi af hlut vinnslunnar — 3,4 milljörðum: Sjómenn og útgerð verða að skila „aukahlutnum" „Á yfirstandandi ári, sem hefur boðið upp á einhver bestu ytrí skil- yrði um árabil, hefur vinnsluhrá- efni hækkað meira en tvöfalt á við afurðaverð, frá 1990 til september í ár. Þetta olli hækkun hráefnishlut- fallsins úr 52,5% árín 1987-89 upp í 64% í ár.“ Á þessu er vakin athygli í nýrrí skýrslu Seðlabank- ans, sem segir að rekja megi vanda fiskvinnslufyrirtækja að verulegu leyti til skipuiagsvandamála innan sjávarútvegsins, þar sem útgerð og sjómenn hafi að undanfömu fengið æ stærri hlut heildarteknanna á kostnað vinnslugreinanna. Þessar breytingar verðhlutfalla „hljóta að verða að ganga til baka“, segir Seðlabankinn. Heildartekjur af botnfiskafla skipt- ust þannig árið 1987 að 60% komu í hlut veiðanna og 40% í hlut vinnsl- unnar. í ár hefur sú breyting orðið á að hlutur vinnslunnar hefur minnk- að niður í aðeins 29%, þ.e. um meira en fjórðung, og hlutur veið- anna því hækkað í 71%. Hækkað hráefnisverð hefur valdið hliðstæðri hækkun aflahluta, „veru- lega umfram almenn laun og til skerðingar á heildarafkomu botn- fiskgreina. Þessar breytingar hafa valdið um 3,4 milljarða kr. hagnaði í botnfiskútgerð á móti sömu fjárhæð taps í vinnslu, hvort tveggja umfram 6% ávöxtun stofnfjármagns. Ofan á þessi brengluðu hlutföll rekstrarins mun svo bætast aflatakmörkun nýs fiskveiðiárs, að óbreyttum hlutföll- um með auknu tapi vinnslu og enn nokkrum hagnaði veiða", segir í skýrslunni. Hér segja þeir Seðlabankamenn að stofni til um innbyrðis vanda að ræða, sem einnig mætti kalla heimagerðan. Því verði að leita lausna á honum með öllum tiltæk- um ráðum, sem sjávarútvegurinn, samtök hans og fagleg stjórnvöld búi yfir. „Þær breytingar verðhlut- falla, sem orðið hafa, hljóta og verða að ganga til baka. Að öðrum kosti á fiskvinnsla ekki lífvænlega framtíð fyrir höndum. Veruleg sjálfkrafa til- hneiging hlýtur að verða til þess að verðhlutföllin færist til fyrra horfs". Á því gæti þó orðið mikil tregða, bæði samtakabundin og tengd þeirri yfirburðaaðstöðu flotans að hafa veiðileyfin á sinni hendi. Seðlabankinn telur því hættu á að áfram verði mun meira um siglingar með afla og sjóvinnslu afla en þjóð- hagslega sé hagkvæmt. Svigrúm virðist þarna fyrir heildar- samtök sjávarútvegsins að beita sér fyrir samningum um lausn þessa vanda til skamms tíma með samn- ingum um fiskverð. En sömuieiðis fyrir stjórnvöld „að beita ráðstöfun veiðiréttinda til bætts jafhvægis milli greina til nokkru lengri tíma litið". Umfram það mark, sem slík innri umþóttun hrökkvi til, segir Seðlabankinn að beita þurfi hagræð- ingu og skipulagsumbótum. - HEI NYRNAVEL TIL NORÐURLANDS Styrktartónleikar verða haldnir í Sjallanum á Akureyri í kvöld, laug- ardaginn 6. des. kl 20.30. Ágóða af tónleikunum verður varið til kaupa á nýmavél til afhota fyrir Finn Eydal hljómlistarmann. Fram koma stórhljómsveitir og smærri hljómsveitir, kórar og söngv- arar. Engin nýrnavél er til á Norðurlandi og hefur Finnur Eydal undanfarin ár þurft að hafa afnot af slíku tæki í Reykjavík og flogið á milli í þeim til- gangi allt að þrisvar í hverri viku. Jól í Árbæjarsafni A sunnudaginn verður opnuð jólasýn- ing í Árbæjarsafni, en fresta varð opn- uninni 1. desember vegna óveðurs. Á sýningunni geta gestir fylgst með Iaufabrauðsskurði og kertasteypu í Ár- bænum, auk þess sem lesnar verða jólasögur á baðstofuloftinnu og sýnt hvemig jólatré áður fyrr voru vafin sortulyngi og skreytt. Auk þessa verða íslenskir jólasveinar á ferli og dansað verður í kringum jólatré kl. 14.30. Karl Jónatansson leikur þá undir á harmóníku og tíu ára böm úr Ártúns- skóla syngja jólalög. -EÓ REYKJAVIKURMYNDIR í dag, laugardag, kl. 14 opnar Mark- ús örn Antonsson borgarstjóri sýn- ingu á vegum Árbæjarsafns, sýningu á Reykjavíkurmyndum Jóns Helga- sonar biskups (1866-1942). Reykja- víkurmyndir Jóns biskups spanna hins vegar tímabilið frá 1770-1905. Sýningin er haldin í listasalnum Nýhöfn í Hafnarstræti 18. Við opn- unina mun Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður afhenda borgar- stjóra fyrstu eintökin af annarri og þriðju öskju með sérprentuðum Reykjavíkurmyndum Jóns biskups. í öskjunum eru myndir úr Vesturbæ, Austurbæ og Gamla miðbænum. Með myndunum fylgja sögulegar skýringar Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Þá syngur einnig Dómkórinn við opnunina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.