Tíminn - 07.12.1991, Page 6

Tíminn - 07.12.1991, Page 6
6 Tíminn Laugardagur 7. desember 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavik Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gfsiason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Slmi: 686300. Auglýsingaslmi: 680001. Kvöldsfmar: Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 í þágu auðstéttar Haft er eftir fjármálaráðherra landsins, Friðriki Sop- hussyni, að ef hann væri „einráður" myndi hann „bjóða öllum íslendingum Búnaðarbankann til sölu á lágu verði, um það bil hálfvirði." Þessi orð lét ráðherrann sér um munn fara á sam- komu sem nefnd er morgunverðarfundur Verslunar- ráðsins og haldin var í fyrradag. Samkvæmt upplýs- ingum íslensku alfræðiorðabókarinnar er Verslunar- ráð íslands „samtök fyrirtækja úr öllum greinum ísl. atvinnulífs, stofnað 1917 til að berjast fyrir framför- um íviðskipta- og atvinnulífi." Ekki skal vefengt það orðalag sem trúverðugt upp- sláttarrit hefur um Verslunarráðið, en ef gera ætti fulla grein fyrir þessum samtökum yrði ekki komist hjá því að lýsa stefnu þess og stöðu í íslensku samfé- lagi og samfélagslegum átökum allmiklu nánar en þar kemur fram. Verslunarráðið er í fremur óljósum skilningi sam- tök fyrirtækja úr „öllum greinum" íslensks atvinnu- lífs. Hér er einfaldlega um að ræða kaupsýslumanna- samtök og í raun sérhagsmunasamtök íslenskra stór- fyrirtækja og stjómenda- og forstjóravalds stærstu hlutafélaganna í landinu. Forysta Verslunarráðsins er í höndum íslenskrar auðmannastéttar. Þegar svo er til orða tekið um Verslunarráð íslands að það „berjist fyrir framförum í viðskipta- og at- vinnulífi“, þá verður það aðeins lagt út á þann veg að slíkar „framfarir“ þjóni hagsmunum kaupsýslustétt- arinnar, umfram allt stórfyrirtækjanna og þá fyrst og fremst á þann hátt að athafnavettvangur íslenskra kapitalista stækki, verði umfangsmeiri. Kaupsýslustéttin með auðugustu menn landsins og þjóna þeirra í broddi fylkingar er að sjálfsögðu frjáls að samtökum sínum og stefnumálum. En tals- menn auðstéttarinnar ættu á hinn bóginn að vera hreinskilnir um valda- og áhrifastöðu sína og bar- áttumál og láta sér ekki koma á óvart þótt ýmsir sjái í verkum þeirra og fyrirætlunum eitthvað annað en viðskiptalegar, félagslegar og pólitískar framfarir. Kaupsýslustéttinni er það annars ekki láandi, þótt hún sjái tækifæri til að sækja í sig veðrið, þegar sestir eru á valdastóla í landinu pólitískir handlangarar hennar úr Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum. Dæmigerðir fulltrúar hins pólitíska arms stórfyrir- tækjasamtakanna voru aðalræðumenn á morgun- verðarfundi Verslunarráðsins á fimmtudaginn, Frið- rik fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra. Aðalmál fundarins var að ræða einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar, sem þýðir að selja skuli ýmis arðbær ríkisfyrirtæki, þ. á m. Áfengis- verslun ríkisins og Búnaðarbanka íslands. Friðrik Sophusson sagðist fús að selja „almenn- ingi“ Búnaðarbankanna fyrir hálfvirði. Svo rakalaust sem það er að breyta eignarhaldi Búnaðarbankans yf- irleitt, er það ekki annað en gagnsætt skrum að nefna „almenning" sem kaupanda að bankanum. Hin raun- verulegu áform ríkisstjórnarinnar eru þau að selja Búnaðarbankann íslensku auðjöfrunum fyrir „skid og ingenting“. Hefur ríkisstjórnin vald til slíks? D agurinn í dag, 7. desem- ber, er ein sönnunin enn hvflík náma heimsstyrjöldin síðari (1939-1945) er um minnisstæða viðburði, sem gjarnan er horft á sem svo einstæða, að mönnum yfírsést að þrátt fyrir allt eru þeir bara hlekkir í atburðakeðju styrjaldaráranna, röð atvika í nánum tengslum hvert við ann- að. í stað þess að líta þannig á og átta sig á heildarsamhenginu er alltaf verið að taka út úr einn og einn atburð, stækka mikilvægi hans og kalla stórum nöfnum. Því fleiri sem viðburðimir verða sem fá slíka umfjöllun því meira verðum við að leggja á minnið af atburðum sem lýst er sem tíma- mótum, örlagadögum og vendi- punktum og notuð enn önnur sterk orð sem mælt mál ræður yfir eða flúrað ritmál þeirra sem ekki kunna sér hóf. Tæpast verð- ur sagt að á hafi sannast um alla menn það sem skáldið sagði um organistann sinn, að hann hirti ekki um að vita meira um heimsstyrjöldina en það sem les- ið yrði í nokkrum línum í upp- sláttarbók, þegar þar að kæmi. En ef heimsstyrjöldin síðari (því aðrar stórstyrjaldir heimsmenn- ingarinnar á 20. öld eru gleymd- ar) er ekki innan áhugasviðs spakra manna í skáldsögum, þá horfa aðrir, sem aðeins er gefið sjónsvið dauðlegra manna, til þessara ára sí og æ og finna þar margvíslegt upprifjunar- og um- hugsunarefni og oftar en ekki tilefni til afmælisumstangs með einum eða öðrum hætti. Síðustu tvö ár hefur varla linnt alls kyns 50 ára afmælistilefnum frá heimsstyrjaldarárunum, þannig að þeir sem komnir voru til vits og ára þegar þessi hildar- leikur hófst í byrjun september 1939 og stóð til jafnlengdar 1945, hafa lifað atburðina upp hvern á fætur öðrum, og þeir sem aðeins þekkja þessi ár sem löngu liðinn tíma eru dæmdir til að upplifa þau í viðamiklum frá- sögnum og lýsandi myndum, því svo er tækninni fyrir að þakka að ekki er skortur myndefnis. Pearl Harbour í dag er einmitt einn slíkur af- mælisdagur stórviburðar frá burðararfráheimsstyrjaldarár- unum. Liðin eru 50 ár frá stór- árás japanskrar flugsveitar á her- bækistöð Bandaríkjamanna í Pe- arl Harbour á Hawaii-eyjum. Sjöunda desember 1941 bar upp á helgi eins og nú, að vísu sjálfan sunnudaginn sem gerir sviðs- mynd þessa atburðar þeim mun dramatískari sem fleiri urðu til að taka helgi hvíldardagsins há- tíðlega og sumir eitthvað rykað- ir eftir laugardagsgleðina í her- búðunum. Nú er síður en svo að ástæða sé til að tala af neinni Iéttúð um árás Japana á Pearl Harbour. Hinu er samt ekki að ieyna að 50 árum síðar er hægt að sjá þenn- an atburð í nokkuð öðru ljósi en fólki var innrætt í upphafi og Bandaríkjamenn hafa löngum viljað vera láta. Þar fýrir er órétt mætt að ætla að gera lítið úr skoðunum Bandaríkjamanna á Pearl Harbour-árásinni vegna þess að hún er slíkur stóratburð- ur í sögu Bandaríkjanna að ekki er nema eðlilegt að Bandaríkja- menn hafi skapað sér tiltekna mynd af honum og séu við- kvæmir fyrir öllu því sem mál- inu tengist. Hins vegar gerðist margt annarra stórra viðburða á styrjaldarárunum en árásin á herstöðina í Pearl Harbour, og árið 1941 verður reyndar minn- isstætt fyrir ýmislegt fleira en hana. Andvaraleysi og _________ásakanir_____________ Þegar Japanar réðust skyndi- lega á hina bandarísku herstöð á Hawaii-eyjum 7. desember 1941 hafði heimsstyrjöldin staðið á þriðja ár frá því að Þjóðverjar höfðu ráðist inn í Pólland í sept- emberbyrjun 1939. Heimsstyrj- öldin var m.ö.o. í algleymingi. Einmitt á þessu ári hafði styrj- öldin verið að sækja í sig veðrið meira en nokkru sinni áður. Það var ekki aðeins að svo til öll Evr- ópa væri undirlögð styrjöldum og hernámi, heldur var barist í öðrum heimsálfum og heims- hlutum og höfin, einkum Atl- antshaf og Miðjarðarhaf, ofur- seld hernaðarátökum. Árið 1941 markaðist frá upp- hafi til enda af sívaxandi út- breiðslu styrjaldarinnar. Það var því engin furða þótt að því kæmi, að stríðsaðgerðir á Kyrra- hafssvæðinu hæfust með átök- um milli Japana og Vesturveld- anna með einum eða öðrum hætti. Til þess lágu margar ástæður. Þetta áttu bandarísk stjórnvöld og hernaðaryfirvöld að sjá miklu betur en þau gerðu. Enda viðurkenna skynsamir bandarískir höfundar nú við upprifjun atburða hálfri öld síð- ar, að talið um að Bandaríkin hafi verið varbúin árásinni á Pe- arl Harbour sé síður en svo ótví- rætt. Hið sanna er að Bandaríkja- menn höfðu öll skilyrði til þess að vera viðbúnir hvers kyns hernaðaraðgerðum Japana. Það var ekki einasta að bandarísk stjórnvöld gætu lesið það út úr almennri stjórnmálaþróun að Japanar væru til alls vísir í ríkj- andi heimsástandi, heldur vissu hernaðaryfirvöldin það af njósn- um sínum og þekkingu á dul- máli Japana, að þeir undir- bjuggu mánuðum saman að láta útþenslustefnu sína ná til Kyrra- hafsins og Kyrrahafseyjanna engu síður en meginlands Asíu, þar sem þeir höfðu náð undir sig miklu af kínversku landi með margra ára hernaði. En svo reynt sé að finna afsak- anir fyrir því að Bandaríkjamenn voru andvaralausir gagnvart Jap- önum, er eina leiðin að taka orð þeirra sjálfra um sakleysi sitt trúanleg. Þar er fyrst að nefna þá staðreynd, sem svo auðvelt er að benda á, að margar vikur fyrir árásina höfðu staðið samninga- viðræður milli ríkisstjórna Japans og Bandaríkjanna. Sjálf- an innrásardaginn voru japansk- ir sendimenn staddir í Washing- ton, og meðan svo var þótti ráða- mönnum. Bandaríkjanna útilok- að að í brýnu siægi í eiginlegum skilningi. Andvaraleysið var bandarískum stjómvöldum því vorkunnarmál, ekki síst á þeirri stundu. En úr fjarlægð tímans er minni ljómi yfir hrekkleysislegri hegðun rík- isstjómar og hernaðaryfirvalda en afsakanir á gerðum þeirra vilja vera láta. Þegar betur er að gætt sannar Pearl Harbour-árás Japana dæmafátt kæruleysi ríkisstjóm- ar og hemaðaryfirvalda Banda- ríkjanna. Nú sjá allir að það er annað að stjórnmálamennirnir og hershöfðingjarnir ættu ekki endilega von á japanskri árás þann dag sem hún var gerð og því að sofa svo rækilega á verðin- um sem raun ber vitni. í þessu dæmi vill svo til að orðin að „sofa á verðinum“ er ekki lík- ingamál, heldur bókstafleg lýs- ing á því sem gerðist. Hross og hraðbátar Svo grandalaus voru bandarísk hernaðaryfirvöld að það ríkti frí- helgarástand í aðalherbækistöð þeirra á Kyrrahafssvæðinu. Jafnt æðstu foringjar sem óbreyttir dátar voru að skemmta sér fram á sunnudagsnótt, þótt frægast sé nú til frásagnar að vinirnir Kim- mel flotaforingi og Short hers- höfðingi ætluðu saman í golf sunnudagsmorguninn og var kannski ekki vandara um en sjálfum George Marshall her- málaráðherra í Washington sem hafði á þessum dögum allan hugann við hrossin sín sér til endurnæringar, enda var öld hraðbátanna í afþreyingarmenn- ingu stjórnmálamanna ekki gengin í garð. En það sem gert hefur afsökun- arástæðuna svo lífseiga í sam- bandi við aðgæsluleysi banda- rískra stjórnvalda og hernaðaryf- irvalda 7. des. 1941 eru trúlega fleyg upphafsorð Franklins Del- anos Roosevelts forseta þegar hann ávarpaði fund sameinaðs Bandaríkjaþings daginn eftir árásina og 'lagði þunga á þann boðskap að árásin á Pearl Harbo- ur hefði algerlega komið honum aðóvörum, enda sviksamlega undirbúin og árásardagurinn myndi geymast í sögunni sem dagur svika og svívirðu. Nú er varla réttmætt að ætla að hafa á Bandaríkjaforseta fyrir þessi orð eða leggja út af þeim einum og sér á þann hátt að hann hafi notað mælskuna til að dylja andvaraleysi sitt um hem- aðarviðbúnað á Kyrrahafssvæð- inu. Hitt er annað að Banda- ríkjaforseti hafði allt þetta ár lát- ið meira að sér kveða að því er varðaði styrjöldina á meginlandi Evrópu og á Atlantshafi en á Kyrrahafi. Roosevelt forseti fylgdi að formi til hlutleysisstefnu, en í raun var hann liðsmaður Breta í „omst- unni um Atlantshafið", svo að

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.