Tíminn - 07.12.1991, Page 7

Tíminn - 07.12.1991, Page 7
Laugardagur 7. desember 1991 Tíminn 7 Þessi mynd, úr japanskrí áróðurskvikmynd, er sögð sýna fiugmenn á leið til Pearl Harbour hlusta á útvarpssendingar frá grunlausum íbúum Honolulu. þar munaði engu nema því að lýsayfir styrjöld við möndulveld- in, Þýskaland, Ítalíu og Japan, því að Japanar gengu þar til liðs þegar árið 1940. Stigmögnun styrjald- arinnar 1941 Þótt ekki skuli gert lítið úr upphafi Kyrrahafsstyrjaldarinn- ar og beinni stríðsaðild Banda- ríkjanna í kjölfar árásarinnar á Pearl Harbour, er ástæða til að líta nánar á atburðarás heims- styrjaldarinnar árið 1941, hvem- ig hún stigmagnaðist og breidd- ist út til æ fleiri landa og heims- hluta. Þar er ekki síst að nefna innrás Þjóðverja í Sovétríkin í júní, sem gerbreytti gangi styrj- aldarinnar þá þegar, þótt síðar kæmi það betur í ljós því meira sem árin liðu. Margir frægustu atburðir heimsstyrjaldarinnar verða raktir til þessa árs, Ld. umsátin um Moskvu, Leningrad og Stalingr- ad. Þjóðverjar hófu innrás á Balk- anskaga og ráku hemað í Norð- ur-Afríku og stefndu í átt til Mið- jarðarhafsbotna nánast beggja vegna hafsins, hvort sem slíkt hemaðartakmark gat nokkm sinn talist raunhæft eða nokkurt vit í slíkri risatangarsókn. Þannig mætti halda áfram að ferðast í huganum um heiminn og sjá alls staðar fyrir sér stór- hemað og afleiðingar hans. En þegar minnst er hinna stóru við- burðaársins 1941, hlýtur íslend- ingum að verða efst í huga hern- aðarástandið í sínu nánasta um- hverfi. Það vill stundum gleym- ast að ísland var í miðri iðu styrjaldarinnar, þótt landsmenn slyppu við hemaðarátök á landi og loftárásir mjög fátíðar, þótt þeirra séu dæmi. í augum Vesturveldanna var Norður-Atlantshafið í raun mik- ilvægasta vamarsvæðið í styrj- öldinni. Þetta á fyrst og fremst við um Breta og kom mjög skýrt fram í orðum og gerðum helsta foringja þeirra á þessum tíma, Winstons Churchills. Hér var um það að ræða að halda uppi siglingaleiðum milli Bretlands og Norður-Ameríku og tryggja hemaðarleg yfirráð Breta yfir Atlantshafmu. Þetta gat ekki gerst nema með virkri aðstoð Bandaríkjamanna. Roosevelt forseti lét þá aðstoð í té með af- gerandi hætti án þess að fara beint í stríðið, enda fullvíst að hann komst ekki lengra en hann gerði (þótt hann hefði viljað) vegna andstöðu þings og þjóðar við beina styrjaldaraðild. En hin óbeinu afskipti Banda- ríkjamanna af „orustunni um Atlantshaf' iukust til muna á ár- inu 1941. Astæðan var einfald- lega sú að hemaðurinn á Atl- antshafi jókst og gerðist hat- rammari á þessu ári. Vel má vera að Bandaríkjamenn hafi lagt það mikið í aðstoðina við Breta um það leyti, að þeir hafa ekki verið nægilega varir um sig á Kyrra- hafssvæðinu, þótt raunar sé slíkt engin afsökun þegar betur er að gáð. Andvaraleysið gagnvart Jap- önum lýsti jafnmiklu pólitísk slappleysi og þröngsýni á þess- um tíma eins og einbeitnin gagnvart þýsku nasistunum kom skýrt í ljós í stuðningi við Breta, einkum í orustunni um Atlants- hafið. ísland í iðu styrjaldarátaka Þess er að minnast að einmitt á árinu 1941 fóru íslendingar að fmna fyrir alvöru fyrir hættum styrjaldarinnar við ísland og á siglingaleiðum sem íslenskir fiskimenn og farmenn voru háð- ir og urðu að fara. Það var ekki einasta að mikil sjóomsta átti sér stað við ís- landsstrendur vorið 1941, þegar mestu herskip Breta og Þjóð- verja áttust við, Hood og Bis- marck, og báðum var sökkt með miklu mannfalli. Á þessu ári réð- ust þýskir kafbátar á mörg ís- lensk skip og fjöldi íslenskra sjó- manna lét lífið. Það leiddi til þess a siglingar með fisk á ís- lenskum skipum féllu niður um sinn, enda var þá augljóst að þeim var ekki hlíft, þótt þau væru óvarin og ein á siglingu í friðsamlegum tilgangi. íslend- ingar guldu sinn toll í mannslíf- um eins og aðrar þjóðir. íslensk stjórnvöld héldu fast í hlutleysi landsins við upphaf styrjaldarinnar og létu hernám Breta 1940 ekki á sig ganga án mótmæla. En árið 1941 stóðu landsmenn frammi fyrir vanda, sem ekki varð leystur nema á þann eina veg að stjórnvöld töldu sig tilneydd að æskja her- verndar Bandaríkjanna. Banda- rískur her settist að í landinu í júlímánuði. Bretar höfðu áfram hemaðaraðstöðu á íslandi, en fluttu mikið af herliði sínu til vígstöðva þar sem þeirra var þörf. Tímamót í íslandssögu Hervernd Bandaríkjamanna 1941 markar tímamót í íslenskri stjórnmálasögu og var upphafið að því að íslendingar höfnuðu hlutleysisstefnunni sem fékk fulla staðfestingu við inngöngu í Atlantshafsbandalagið átta árum síðar. Þessi stefnubreyting gekk ekki átakalaust fyrir sig, enda ekki við því að búast að svo gæti orðið. Hins vegar þarf ekki leng- ur að hafa uppi neinar afsakanir fyrirgerðum þeirra stjómmála- manna sem þarna áttu hlut að máli. Sem Atlantshafsþjóð hljóta íslendingar að eiga samleið með öðmm þjóðum í okkar heims- hluta um sameiginlegar vamir. Það er svo annað mál hvemig sú stefna verður framkvæmd á hverjum tíma. Nú kann sú stund að vera komin að íslensk stjóm- völd þurfi að ræða ffamtíð ís- lenskra varnarmála í ljósi nýrrar þróunar í heimsmálum. Og ef sú stund er upp runnin sem raunar er, er það ekki ríkis- stjómarinnar einnar að taka þessi mál til meðferðar. Hér er um vandasamt þjóðfélagslegt umfjöllunarefni að tefla, sem all- ir stjórnmálaflokkar hljóta að láta til sín taka. í því sambandi er ekki um það eitt að ræða að horfa til fortíðar, hvað þá að festa sig í sporum hennar. Lærdómar sögunnar em eigi að síður mik- ils virði, en augljóst að mat á samtímaaðstæðum og framtíð- arsýn hljóta að ráða í þessu efni. Hinu verður þó ekki breytt að ís- lendingar em Atlantshafsþjóð. Sú staðreynd verður ekki snið- gengin í íslenskum vamarmál- um.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.