Tíminn - 12.12.1991, Síða 1

Tíminn - 12.12.1991, Síða 1
Álíka margir hjúkrunarfræðingar og læknar útskrifast árlega á íslandi. Læknar lækna, hjúkkur stjórna og skrifa hjúkrunarferlisskýrslur, en hver annast þá sjúku? Nóg af fína fólkinu en sjúkraliða vantar Island hefur algera sérstöðu meðal Norðurlandaþjóða hvað varðar menntunarmál heilbrigðisstarfs- manna. Hér útskrifast hlutfallslega lang flestir læknar árlega og nærri lætur að nýir læknar og nýir hjúkr- unarfræðingar séu jafn margir. Á hinum Norðurlöndunum útskrifast hins vegar um fjórir hjúkrunarfræð- ingar á móti hverjum einum nýjum lækni. Sjúkraliðar eru aftur á móti um helmingi færri hér hlutfallslega en í hinum löndunum og ekki nóg með það: Nýútskrifuðum sjúkralið- um hefur stórfækkað ár frá ári að undanförnu. Hinn margumtalaði skortur á hjúkrunarfólki virðist því fyrst og fremst vera skortur á sjúkra- liðum enda hefur hlutverk hjúkrun- arfræðinga breyst eftir að námið færðist á háskólastig. Hjúkrunar- fræðingar fást nú einkum við stjórn- un og skýrslugerð en ummönnun sjúklinga hefur að sama skapi færst á hendur sjúkraliða og það lítur út fyrir að skortur á þeim fari vaxandi. • Blaðsíða 3 ~ ^ mu+ Fyrsti jólasveinninn kom til byggða ( nótt og ef til vill hefur hann skilið OKOrmn U& eitthvaö eftir (skóm þessara bama. Þau vonuðust að minnsta kosti til ■w MliiMfianil þess f gærkvöldi þegar þessi mynd var tekin inn um gluggann hjá þeim. Tlmamynd: Ámi Bjama. Þjóðin er klofin í herðar niður af EES

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.