Tíminn - 12.12.1991, Page 7

Tíminn - 12.12.1991, Page 7
Fimmtudagur 12. desember 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR Hlöðver Þ. Hlöðversson: „Þögn, sem þó Nálægt mánaðamótum október-nóvember krafði ég, í blöðum, utanríkisráðherra svars um það, hvað hann ætti við með endur- teknu tali um þörf þess að íslendingar tengist og taki þátt í sam- runaþróun Evrópu. Nú, eftir meira en mánuð, hefur ekki bólað á svari. Krafan er því ítrekuð. Hvað meinar ráðherrann með eftir- gangsmunum þess að tengjast Evrópusamfélaginu, þessu öfug- mæli á heimsbyggðinni er stefnir að sívaxandi miðstýringu, er hvarvetna vex upp sterk ættjarðarást og átthagahyggja, ef of- stjómaríjötrar falla. Ýmsir telja vonlaust, eftir málefnum og manngerð ráðherrans, að fá trúverðugt svar, en verði það af bestu getu gert má ekki um meira biðja. Þegi hann, er þögnin mælsk: að hann vill eða getur ekki svarað. Þekkt er um mikla myndlistar- menn, að á efri árum hafa þeir stundum handverksmenn til að móta eða mála hugverk sín í það form er þeir kjósa, en setja að lok- um fangamark sitt á myndina. Seint verður greininni, sem m.a. birtist í Tímanum 1. nóv. ‘91: „Með fomeskju í farteskinu", samjafnað við list. Fleira skýtur þarna skökku við: Þessu „hug- verki“ Jóns Baldvins fylgir undir- skriftin Þröstur Ólafsson. Þó að ætt og uppruni bendi til vænsta manns, verður ekki orðum skipt við svona „fangamark", enda má af reynslu ráða, að skamman tíma verði þar á vísan að róa í sama skipsrúmi. Orðaskipti við Jón Baldvin væru ekki upp tekin nema vegna þeirrar íslands óhamingju, að hann er utanríkisráðherra, sem fer offari, í samningum við E.B., og gandreið um landið. í fomeskjugreininni, sem á að vera svar til undirritaðs og Þórar- ins Þórarinssonar, fyrrv. alþingis- manns og ritstjóra, segir m.a.: „Það em ömurleg örlög góðra drengja að verða svo viðskila við tímann, að ratljósin séu þjóðsögur og boðskapurinn landráðabrigsl." Einnig er býsnast um það að Þór- arinn vitnar í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson. Stundum fara gikk- vakrar byssur að skjóta sjálfar, en ekki mun saka síungan auð þjóð- sagna eða listaskáldið góða þó að þangað hrjóti högl. Af vorkunnar- sökum er skylt að minna á að stundum hlaupa skotin aftur úr slíkum tólum. „Rótarslitinn visnar vísir", þó að Krúppsættar og júnkara daggir drjúpi þar á blöð. Illa er maður í samtíð settur og litlaus verður framtíð hans ef hann er skynlaus á söguna og dregur ekki lærdóma af reynslu og lífssýn kynslóðanna. Hann er þar viðskila heilbrigðri skynsemi. Misskilningur hans er Oft er endurtekið að dvergþjóð sé nauðsyn að gera fasta samninga við E.B. til að standast í úfn- um sjó alþjóðamála. Hvernig hefðum við unn- ið 50 mílna, og seinna 200 mílna landhelgi, ef vondur samníngur hefðl bundið 12 mílur? Einörð þjóð er vlrt, þó aðfá- menn sé. Nauðsyn væri nú að rifja upp rækilega þá sterku þjóðarsam- stöðu, er ríkti á tímum iandhelgisdeilna, þegar íslendingum auðnaðist að eiga ríkan þátt í þróun alþjóða hafréttarmála. mikill. Oft er endurtekið að dvergþjóð sé nauðsyn að gera fasta samninga við E.B. til að standast í úfnum sjó alþjóðamála. Hvernig hefðum við unnið 50 mflna, og seinna 200 mflna landhelgi, ef vondur samn- ingur hefði bundið 12 mflur? Ein- örð þjóð er virt, þó að fámenn sé. Nauðsyn væri nú að rifja upp rækilega þá sterku þjóðarsam- stöðu, er rflcti á tímum landhelgis- deilna, þegar íslendingum auðn- aðist að eiga ríkan þátt í þróun al- þjóða hafréttarmála. Jón Baldvin og félagar fullyrða að samningar um E.E.S. mundu ekki skerða á nokkurn hátt ís- lenskt fullveldi. Sjálfur sagði hann efnislega á vordögum 1991 — og gerði þá ráð fyrir undirskrift samninga á miðsumri — að nóg mundi að gera á Alþingi frá hausti 1991 til ársloka 1992 við að full- gilda þau lög er af samningnum leiddi. Þarna er sagt að um sé að ræða meiri fyrirferð en öll íslensk lög — 1500 Iagabálka er ásamt greinargerðum og stöðlum fylli 11 þúsund bls. Meðal annars er þar „fjórfrelsið", með fáum og haldlitlum fyrirvörum. Þessa hraðvöltun yfir Alþing hefði Giss- ur Þorvaldsson varla talið full- nægja þeirri grein Gamla sátt- mála að við skyldum ná friði og íslenskum lögum. Þó má trúlega þarna finna margt nýtilegt, í tómi skoðað og aðhæft. Þessi mála- fylgja ráðherrans minnir óhjá- kvæmilega á sögu George Or- wells, 1984, þegar stóri bróðir gaf út tilskipun: „Svart er hvíttl“ Fagna ber því að samtök í sjávar- útvegi hafa sett ráðherranum gæslumann, svo að hann fari síð- ur sjálfum sér og öðrum að voða. Margoft er fólki Samstöðu um óháð ísland brugðið um þröng- sýni og afturhald. Það átti sig ekki á þeirri alþjóðahyggju er sé sann- leikur nútímans. Þarna á við, að ekki skyldu þeir grjóti kasta sem í glerhúsi búa. er mælsk“ Hugmyndir um fasttengingu við gömlu nýlenduveldin í Evrópu eru ekki alþjóðahyggja. Daður við úreltan nítjándu aldar sósíalisma, er m.a. vildi leggja niður landa- mæri og þjóðerni, er afturhald og vanþekking á mannlegu eðli. Iðulega talar Jón Baldvin um E.E.S.-samninginn sem alþjóða- samning og niðurstöður E.E.S.- dómstóls bindandi á sama hátt og annarra alþjóðadómstóla. Vfst má hann hafa hvaða einkaskoðun sem vill, en utanríkisráðherra hæfir ekki að hafa, svo sem oft virðist, Evrópu- asklok fyrir him- in og sjá varla aðra hluta heims- byggðar. Hafðar eru uppi efasemdir um sjálfstæðið. Við séum svo smáir, þurfum að tengjast stærri heild- um til að standast, gefa eftir þessa eða hina sérstöðuna fyrir betri að- gang að tilteknum mörkuðum, það nærsýna mat að nokkrar krónur fleiri í hendi séu forsenda framtíðarhags. Afl smáþjóðar felst í samnýtingu mannkosta og land- gæða. Mannfæðin gerir kröfu, og skapar skilyrði til þess að hærri hundraðshluti fólks nái góðum þroska til einkaumsvifa og samfé- lagsstarfa en stærri heildum tekst að ná. Þessi efling sjálfsvitundar og samkenndar færir þau sigur- laun að eignast fólk, sem er fram- bærilegt hvarvetna, eins og fjöl- mörg dæmi sanna. Sjálfræði í raun og tilfinningu er þarna sér- lega mikilvægt, bæði innanlands og gagnvart öðrum þjóðum. Allur afsláttur þar frá, er ekki skilar í vitund fólks fullu jafngildi sínu, minnkar þá sérstöðu og þroska fólks sem er dýrmætast framlag til samfélags. Auðvitað hljótum við að hafa við- skipti og samvinnu við fjölmargar þjóðir — á grundvelli gagnkvæms ávinnings og jafnréttis. Markaður fínnst í öllum álfum heims. Sam- einuðu þjóðirnar og stofnanir þeirra eru kjörsvið, og jarðhita- skólinn stendur sem tákn um framlag byggt á sérstöðu smá- þjóðar. Hjá þessum samtökum hafa smáar þjóðir og stórar jafnan atkvæðisrétt. Eftir E.B.-lagi hefðu Kínverjar fleiri þúsund atkvæði, en íslendingar eitt. Hjá fjölmörgum, m.a. lang- menntuðu ungu fólki, hefur ætt- jarðarkennd og alþjóðahyggja þróast í fullu jafnvægi og sátt. Langdvalir erlendis hafa, ef sá var ferillinn, dýpkað og skýrt mat þeirra á ættíandi og þjóðlegri erfð og skerpt viðhorf þeirra til varð- veislu þessa auðs. Jafnframt vill þetta fólk frelsi til að miðla og þiggja þekkingu og viðfangsefni hvarvetna um heimsbyggð. Þessu fólki er sérlega óskapfellt að tengjast Evrópu sérstaklega, enda víðsýnna en það. Meirihluti þjóðarinnar, senni- lega verulegur, er andvígur samn- ingum um evrópskt efnahags- svæði, uggandi um afleiðingar ef gerðir væru, eða óviss um hvert stefndi. Allt miðar þetta að einu: Að hafna samningnum. Ef maður er á ferð í þoku og kemur á gljúf- urbarm, stekkur hann ekki út í óvissuna. Þá reynir á manndóm — að láta ekki þar við nema að muldra í barm sinn, heldur taka opinbera afstöðu og beita áhrifum sínum eftir mætti og aðstöðu. Þá fellir sagan þann sanna dóm: Þelr áttu skilift að vera fijálsir og sá er arfurinn. 1 BÆKUR - - ■ - ■ ■ ■ Ný skáldsaga eftir Tryggva Emilsson Út er komin hjá bókaútgáfunni Stofni skáldsagan Konan sem storkaöi örlögunum eftir Tryggva Emilsson rithöfund. Konan sem storkaði örlögunum er ógleymanleg saga um við- burðaríka ævi konu sem flestir ís- lendingar kannast við. Hún er allt í senn ótrúleg og sönn, hrjúf og falleg, gleðisaga og harmsaga. Hún er þjóðsaga um konu sem bíða sterk örlög og hún berst gegn með yfirnáttúrulegum kröftum — forneskju, líkamsafli og góðvild. Þetta er saga um hvernig það góða sigrar hið illa, að minnsta kosti um stundarsak- ir. Konan sem storkaði örlögunum er skáldsaga sem á sér enga líka í íslenskri bóksagnahefð. Frásagn- argleði Tryggva nýtur sín til fulls og sagan ratar einstigi skáldskap- ar og þjóðsögu á eftirminnilegan hátt. Tryggvi Emilsson er góðkunnur fyrir ritstörf sín og hefúr sent frá sér fjölda bóka. Á þessu ári kemur einnig út eftir hann barnabókin Pétur prakkari og hestaþjófamir, með myndskreytingum eftir Grétu V. Guðmundsdóttur. Guðbjörg Lind Jónsdóttir gerði kápumynd bókarinnar, en Skerpla sá um hönnun og umbrot. Prent- smiðjan Oddi sá um prentvinnslu. íslensk bókadreifing hf. sér um dreifingu bókarinnar. Konan sem storkaði örlögunum kostar aðeins 2.180 krónur. Út er komin hjá Frjálsri fjöl- miðlun hf. bókin „Eins og fólk er flest“ eftir Ellert B. Schram ritstjóra. Efni bókarinnar er pistlar og smásögur, svipaðs efnis og Ellert hefur skrifað í helgarblað DV undanfarin ár. Þar er fjallað um hinar margvís- legustu hliðar mannlífsins, æsk- una og fjölskylduna, íþróttir, þingmennsku, dagdrauma og sjáifsímynd okkar allra; einstæð- inga ellinnar, ruglað fólk og óruglað og hversdagslífið hátt og lágt. Samtals eru 16 sjálfstæðir Tryggvi Emilsson. kaflar í bókinni. Engum er hlíft í háði og skopi og allra síst höf- undi sjálfum. En bak við glettn- ina er alvaran og veruleikinn og undirtónninn í bókinni er ein- lægni og hreinskilni. „Eins og fólk er flest“ er prýdd myndum eftir Árna Elfar mynd- listarmann. Bókin er 176 síður að stærð. Guðjón Ingi Hauksson sá um hönnun kápu. Frjáls fjöl- miðlun hr. annaðist prentun og Félagsbókbandið-Bókfell bók- band. Bókin kostar kr. 2.480 í smásölu. Eins og fólk er flest: Mannlífsþættir Ellerts Stefán Jasonarson bóndi í Vorsa- bæ í Gaulverjabæjarhreppi. Ellert B. Schram. Stefán í Vorsabæ rekur minningar sínar: Alltaf glað- beittur Sumir menn þurfa ekki að kynna sig á lífsleiðinni. Þeir hefja samtal við ókunnugt fólk, eins og um aldavini sé að ræða og þeir hafi skroppið í annað herbergi og taki nú þráðinn upp þar sem frá var horfíð. Þannig er Stefán í Vorsa- bæ, en bókaútgáfan hefur gefið út endurminningar hans. Stefán er löngu landsþekktur maður, m.a. sem fréttaritari Ríkis- útvarpsins á Suðurlandi í mörg ár. Hann hefur haft mikil afskipti af málefnum bænda og var einnig í mörg ár mikill baráttumaður fyrir bættri umferðarmenningu og fór ' um allt land þeirra erinda. Þá varð hann landsfrægur þegar hann bauð Jónasi Kristjánssyni ritstjóra í kapphlaup í tengslum við land- búnaðarsýninguna á Selfossi árið 1978, þá nær hálfsjötugur og vann hlaupið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.