Tíminn - 10.01.1992, Síða 1

Tíminn - 10.01.1992, Síða 1
Föstudagur 10. janúar 1992 6. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- íslendingar höfðu lengi sérstöðu meðal Norðurlandaþjóða en nú hefur saxast á hana: Helmingsfjölgun öryrkja á 6 árum 75% öryrkjum — örorkulífeyrisþegum hefur fjölgaö um 47% á ár- unum 1984-1990. Á þessu tímabili fjölgaði þjóðinni í heild um rúm 6% Hefði þjóðinni hins vegar fjölgað í sama hlutfalli og örorkulíf- eyrisþegum á þessu árabili og hlutfall öryrkja og annarra haldist óbreytt, væru landsmenn nú 360 þúsund en ekki 260 þúsund Innanlandsflug Flugleiða: Sprengjuhótun í Flugleiðavél Maður sem greinilega var ölvaður hringdi í skiptiborð innanlands- flugs Flugleiða og sagði að sprengja væri um borð í Fokker-vél félagsins. Ekki kom fram í máli mannsins hvaða vél væri um að ræða, en eftir að Flugleiðamenn höfðu ráðgast við Lögregluna í Reykjavík var ákveðið að rýma vél sem var rétt ófarin til Akureyrar og voru farþegar látnir bera kennsl á farangur sinn. Ekkert óeðlilegt kom í ljós og gekk flug hjá Flug- leiðum eðlilega það sem eftir lifði dags. -PS Skýrsla borgarendurskoðanda um Hitaveitu Reykjavíkur er gagnrýnd: Bergur er þögull Bergur Tómasson borgarendur- skoðandi vill ekkert segja um þá gagnrýni sem komið hefur fram á skýrslu sem hann vann um Hita- veitu Reykjavíkur og stjórn veitu- stofnana. Davíð Oddsson, borgar- fulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, hefur gagnrýnt skýrsluna og sagt m.a. að höfundar hennar hafi farið út fyrir verksvið sitt. Þeir eigi að fjalla um tölur en ekki að koma með tillögur um breytingar á stjórnun einstakra stofnana borgarinnar. Gagnrýni Davíðs var borin undir borgarendurskoðanda í gær, en hann sagðist þegar hafa lýst því yfir að hann muni ekki tjá sig um efni skýrslunnar eða gagnrýni á hana. Skýrslan hefði verið unnin að beiðni Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra og hún hefði verið af- hent honum. Þess vegna væri eðli- legt að borgarstjóri svaraði spurn- ingum um efni hennar og gagnrýni áhana -EÓ Þessi mikla hlutfallslega fjölgun ör- orkulífeyrisþega á sér nokkrar skýr- ingar að sögn Björns Önundarsonar tryggingayfirlæknis. Örorkulífeyris- þegar hafi lengi verið hlutfallslega færri hér en á öðrum Norðurlönd- um. Það eigi sér m.a. skýringar í at- vinnuástandi og ýmsum öðrum þjóðfélags- og umhverfisþáttum Þegar rýnt er í tölur Trygginga- stofnunar sést að afar lítill hluti ör- orkulífeyrisþega er í hjónabandi, eða aðeins 5%. Hins vegar býr meira en helmingur annarra þjóð- félagsþegna í hjónabandi. Hið sama mun vera raunin á hinum Norður- löndunum. Því hlýtur sú spurning að vakna hvort hjónaband sé svo miklu heilsusamlegra en einlífi? —Sjá einnig frétt á blaðsíðu 2 GRUNUR LEIKUR Á AÐ ÍKVEIKJA hafi verið orsökin þegar eldur kom upp í bílskúr við hús númer eitt við Skógargerði, en slökkviliðið í Reykjavík var um klukkan 17.00 í gær kvatt að hús- inu. Þegar slökkviðliðið kom á staðinn var mikill reykur í bílskúrnum, en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Töluverðar skemmdir urðu í bílskúrnum, en eigandi hans var ekki heima þegar eldurinn kom upp. Þaö óhapp varð þegar slökkviliðið var kallað út að sjúkrabifreið lenti í um- ferðaróhappi og skemmdist illa. Ökumaður sjúkrabifreiðarinnar ætlaði að flýta fyrir sér með þvi að stinga sér fram fyrir langa röð á Bústaðaveginum og ók á öfugum vegarhelmingi, en þá vildi svo illa til að ökumaður jeppabifreiðar kom á móti með þeim afleiðingum að sjúkrabifreiðin lenti á jeppanum og þaðan á Ijósastaur. Tveir voru í sjúkrabifreiðinni og einn í jeppanum og fóru allir á slysadeild, en meiðsl þeirra voru talin minniháttar. Töluverðar skemmdir urðu á bílunum tveim- ur, ásamt Ijósastaurnum. Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar nú eidsupptök í bílskúmum í Skógargerði. -PS/T(mamynd PJetur Vaxandi aðsókn að Kvennaathvarfinu: Mikil aukning alvarlegra áverka Töluverð aukning varð á þeim fjölda kvenna sem komu í Kvennaat- hvarfið árið 1991 ef miðað er við árið áður, en 217 konur leituðu ásjár athvarfsins síðastliðið ár, en 179 árið 1990. Fjöldi bama jókst úr 90 frá árinu áður i 116. Þá greina starfsmenn athvarfsins mikla aukningu al- varlegra líkamsmeiðinga og morðhótana miðað við fyrri ár. Dæmi eru um að kvenfólki sé ógnað með skotvopnum, hrint niður stiga og ógnað með hnífum. Þetta kom fram á fundi sem forsvarsmenn Samtaka um Kvennaathvarf héldu með blaðamönnum í gær. Þar kom fram að aðsókn að Kvenna- athvarfinu hefði aldrei verið meiri og Guðrún Ágústdóttir hjá Samtökum um Kvennaathvarf segir að að ofbeldi gegn konum sé orðið mun grófara og sem dæmi um það eru 16 konur sem komu í athvarfið í fyrra. Áverkar þeirra voru margvíslegir, allt frá mari um allan líkamann, til brotinna hné- skelja, kinnbeina, kjálkabrota og brunasára. Þá hefur 62 af þeim 217 konum sem í athvarfið komu verið verið hótað af eiginmönnum sínum að þeir myndu drepa þær og í flestum tilvikum verið um alvarlegar hótanir að ræða. Við komu í athvarfið útfylla konur skýrslu og við samantekt á þeim eftir síðasta ár kemur fram að 128 konur af 217 segja að þær hafi verið beittar líkamlegu ofbeldi, eða um 59% af konunum. Þetta hlutfall er töluvert hærra en í fyrra. Um 46% kvennanna, eða 123, komu í athvarfið í fyrsta skipti á árinu. 39 kvennanna merktu við að þeim hefði verið nauðgað, 39 konur höfðu orðið fyrir sifjaspelli og 26 konur segja að böm sín hafi orðið fyrir sifjaspelli. Samtökin hafa tekið í notkun nýtt símanúmer, 99-6205, og er um að ræða græna línu, sem þýðir að konur alls staðar á landinu sitja við sama borð, en um 30% símtala til athvarfs- ins koma utan svæðisnúmers 91. Einnig er ástæðan sú að eftir 1. mars verður hægt að fá sundurliðaða símareikninga, þar sem fram kemur hvert hringt er ef hringt er í síma- númer utan þjónustusvæðis, en dæmigert er fyrir eiginmenn sem beita konur sínar ofbeldi að þeir fylgjast vel með athöfnum konunnar og koma til með að biðia um sundur- liðaða símreikninga. I framhaldi af því komi jafnvel til meira ofbeldis. -PS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.