Tíminn - 10.01.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.01.1992, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. janúar 1992 Tíminn 9 Gjöf barnanna á barnasjúkrahúsinu í San Diego til þjáningasystkina sinna í London var ágætisauglýsing fyrir góögerðaplötuna. Þær Lorna Luft og Liza Minnelli eru bara hálfsystur, en mestu máli skiptir aö þær eiga báöar sömu mömmuna, Judy Garland. Þangaö sækja þær sönggáfuna. Dætur Judy Garland halda tón- leika í London Þær söngglöðu hálfsystur Lorna Luft og Liza MinnelÚ voru fyrir skemmstu báðar staddar í London sömu erinda: að gleðja augu og eyru tónleikagesta; reyndar hvor í sínu lagi, en á sama tíma. Þær notuðu auðvitað tækifærið til kærkominna endurfunda. Reyndar átti Lorna annað erindi líka til Englands. Þannig er mál með vexti að hún beitir sér mjög fyrir fjársöfnun til að gleðja böm sem neyðast til að leggjast á sjúkrahús, enda er henni í bams- minni hversu skelfilegt það var þegar hún varð sjálf fyrir þeirri reynslu aðeins átta ára gömul, þegar hún varð að gangast undir botnlangauppskurð. Nú færði hún bömunum á bama- sjúkrahúsi í London að gjöf vegg- spjald frá börnum á samsvarandi sjúkrahúsi í San Diego, þar sem þau höfðu skráð texta við lagið tr\ Gift of Hope“ og staðfest með lófa- fömm sínum. Þetta lag syngur Lorna á samnefndri plötu, sem gefin var út fyrir jólin í fjáröflunar- skyni fyrir sjúk börn, en þar eiga framlag fleiri frægir söngvarar en Lorna, t.d. Frank Sinatra og Barry Manilow. Sjálf á Lorna tvö böm. Monica Seles lokar sig gjarnan inni, svarar ekki f síma og reynir aö slappa af frá hinu hversdagslega amstri. MONICA SELES hin 18 ára ungverska tennisstjarna, segist vera eins og aörar stúlkur á hennar aldri, en frægðin getur veriö erfið: Gengur undir dulnefni á krít- arkortinu sínu Fremsta tenniskona heims nú á tímum, hin 18 ára ungverska Monica Seles, segist vera ná- kvæmlega eins og aðrar stúlkur á hennar aldri. Seles segist vera þekkt sem nokkurs konar jámfrú, vegna þess að þegar hún er á tennisvellinum þá gæti hún virst ágeng og ein- beitt. Hún segist ekki vilja brosa of mikið, því þá vilji fólk fá eitthvað frá henni. Þess í stað vill Seles halda fjarlægðinni, en frægðin geti stundum verið erfið. Þá loki hún sig inni í herbergi, hlusti á tónlist og jafnvel þó að síminn hringi, þá láti hún hann hringja. Þá komi tímar sem hún gengur dúlbúin um götur til að forðast aðdáendur, og segist eiga um 15 hárkollur í þeim tilgangi. Monica hefur gaman af því að versla og þá sérstaklega föt, en til að dylja hver hún sé, þá hefur hún krítarkort með dulnefni, svo ekki verði uppi fótur og fit. Það dylst engum að Monica Seles er milljónamæringur, en hún er nú tekjuhæst kvenna í íþróttum. Henni finnst það ekki vera eðlilegt að 18 ára unglingur sé svona flug- rík og segist núna einungis þurfa að undirrita pappírssnifsi til að vinna sér inn meira en margt fólk gerir alla ævina. Þess má geta að Monica Seles er ólofuð og er tvímælalaust hinn besti kvenkostur, svo vísað sé til meðfylgjandi mynda og bankabók- ar hennar. Reyndar hefur hún dá- litlar áhyggjur af karlamálunum, því að annaðhvort eru karlarnir skrefí á eftir henni, eða þá svo frægir að þeir geta ekki látið sjá sig meðal fólks. Ægilegt vandamál. Þennan Jagúarbll vann Seles á tennismóti á New York undir lok síöasta árs. Willem de Klerk, sonur forseta Suður-Afrlku, haföi tilkynnt um brúö- kaup sitt og litaörar stúlku, Ericu Adams, sem fram átti að fara í desember sl. Þvl hefur nú veriö slegið á frest og er foreldrum brúö- gumans kennt um. Blandað hjónaband í s-afrísku forseta- fjölskyldunni úr sögunni? Willem de Klerk er sonur F.W. de Klerks, forseta Suður-Afríku, og konu hans Marike. Hann tilkynnti fyrir nokkrum vikum að hann hygðist ganga að eiga gamla skóla- systur sína, Ericu Adams, og átti brúðkaupið að standa í desember sl. Það hefði ekki þótt tíðindum sæta nema vegna þess að Erica er ekki af sama kynstofni og Willem, hún er ekki hvít. Faðir Ericu, Deon Adams, er einn forystumanna í Verkamanna- flokknum og hann hefur lýst þvf yf- ir að eftir því sem hann viti best, séu giftingaráformin ekki úr sög- unni, þeim hafi einfaldlega verið frestað. „Þau eru kornung og þau eru undir miklu álagi," segir hann og býst við að þau tilkynni brúð- kaupsdaginn á nýbyrjuðu ári. En sá orðrómur gengur fjöllun- um hærra í Suður-Afríku að Will- em hafi kiknað undan þrýstingi fjölskyldu sinnar. „Mamma Will- ems, Marike, hefði gert hvað sem er til að koma í veg fyrir brúðkaupið,“ segir vinur frúarinnar. Unga parið kynntist 1989 þegar bæði stund- uðu nám í Cape Town. Þegar Will- em hélt til framhaldsnáms við há- skólann í Cambridge, fylgdi Erica honum og þau búa nú saman.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.