Tíminn - 14.01.1992, Page 6

Tíminn - 14.01.1992, Page 6
6 Tíminn Þriðjudagur 14. janúar 1992 Erlendar fréttir Verðhækkunum mótmælt í Moskvu og St. Pétursborg: KRÖFUGANGA HINNA HUNGRUÐU BIÐRAÐA Moskva 13. janúar — Hið nýja sambandsríki fyrrum Sovétlýðvelda glímir nú við alvarlegan vanda í kjöifar breytinga frá opinberrí verð- lagsstjórnun til ftjálsrar verðmyndunar. Þúsundir af fólki sem hliðhollt er fyrra stjómarfari fór í kröfugöngu um götur Moskvu og Leningard um helgina, veifaði fánum með hamri og sigð og bar spjöld sem á var letr- að: „Ganga hinna hungruðu biðr- aða“. Fyrsti aðstoðarforsætisráðherra Rússa, Gennady Burbulis, hefur heitið að áfram verði haldið á leið róttækra breytinga og varar stjóm- völd við að gefa eftir. „Við getum ekki látið þá stjórnendur sitja í emb- ættum sem annaðhvort geta ekki framkvæmt verkefni sín eða spilla fyrir þeim og skeyta ekki um þau á einhvem hátt,“ segir hann. Boris Jeltsín hefur verið á ferðalagi um iðnaðarhéruð í Mið- Rússlandi til þess að kanna áhrif afnáms opin- berrar yfirstjórnar verðlagsmála. Breytingin hefur valdið því að verð á mörgum nauðsynjum hefur tífald- ast. „í janúarlok verður til staðar sérfræðilegt álit um gang mála í þessum erfiða mánuði," segir Bur- bulis. Fréttir berast um að í St. Pét- ursborg hafi verð neysluvara hækk- að uum 182% í desember og muni væntanlega tvöfaldast í janúar. Burbilis segir að efnahagsmálin muni bera hæst á fundi sambands- ríkjanna þann 24. janúar nk. Sam- eiginlegt efnahagssvæði segir hann gerast æ brýnna og varar við því að einstök ríki, t.d. Rússland, gefi út skömmtunarseðla er gildi sem gjaldmiðill ásamt rúblunni. „Seðl- arnir gætu leit til innstreymis af rúblum til Rússlands og kynt undir verðbólgu, þegar verðlagið er þegar orðið stómm fjölda um megn.“ Alsfr Sid Ahmed Ghozali forsætisráð- herra og deild úr hemum og óeirða- deild öryggislögreglunnarstjóma nú Alsír eftir að ffestað hefúr verið fyrstu almennu plflokkakosningum sem haldnar hafa verið í landinu. Al- sírbúar búast nú við að heittrúar- múslimar láti á sér kræla vegna þess að kosningunum var frestað, enda vantaði þá aðeins 28 þingsæti til þess aö fá þingmeirihluta I seinni hluta kosninganna sem átti að fara ffam á fimmtudag. Moskva Rússland og Úkraína ætla að halda áffam að draga úr herstyrk sínum og vopnabúnaði í samrænhi við al- þjóðasamkomulag um þau efni, að því er TASS fféttastofan segir. TASS segir lýðveldin tvö hafi fallist á að uppfylla samkomulagið afvopn- un á fundi um helgina. Á þessum fúndi hafi ríkin einnig orðið ásátt um með hvaða hætti þau skipta með sér yfirráðum yfir Svartahafsflotan- um. Moskva Þúsundir Litháa söfhuðust saman skömmu fyrir dögun I gærmorgun í miðborg Vilnius til að minnast þess þegar sovéskar svarthúfúsveitir drápu 14 manns fyrir ári. Vytautas Landsbergis, forseti Lrtháen, ávarp- aði mannfjöldann frá þinghúsi landsins sem enn er víggirt Hann sagði að enn vantaði nokkuð á að Eystrasaltsríkin hefðu öðlast fullt sjálfstæði. Vatíkaniö Páfagarður lýsti þvi opinberiega yf- ir í gær að hann viðurkenndi sjálf- stæði kaþólsku lýðveldanna Króatíu og Slóveniu og engin ástæða væri að bíða eftir frumkvæði annarra Evrópuríkja í þeim efnum. Pieno Pennachini, talsmaður stjómvalda Páfagarðs, greindi ffá þessu í gær- morgun. Hann sagði að tilkynning um viðurkenninguna hefði í gær verið send til stjómvalda í Króatíu og Slóveníu. Samkomulag um Svartahafsflotann milli Rússa og Úkraínumanna: Kjarnavopnuð fley lúti stjórn beggja Moskva 13. janúar — Rússar og Ukraínumenn munu halda áfram að grynnka í vopnabúrum sínum í samræmi við afvopnunarsamninga, að því er Tass fréttastofan sagði á mánudag. Þá sagði enn að þessi tvö fyrr- um Sovétlýðveldi hefðu komið sér saman um að deila með sér yfirráð- unum yfir Svartahafsfiotanum, en ósamkomulag um stjórn hans hefur skapað hættu á klofningi innan nýja ríkjasambandsins. Tundurspillirinn Sovremennyy ber kjarnorkuvopn. Hann mun því lúta sameiginlegri stjórn Rússa og Úkraínumanna. Fréttastofan hafði það eftir rúss- neska forsætisráðherranum, Andrei Kozyrev, að viðræðurnar hefðu leitt til skynsamlegs samkomulags um að deila ábyrgðinni á flotanum og herliði á úkraínsku landi. Forsæti- ráðherrann fullyrti að aldrei hefði verið hætta á að djúpstæður ágrein- ingur skapaðist, þrátt fyrir að hvass- ar yfirlýsingar gengju á víxl í fyrri viku. Samkomulagið felst í meginat- riðum í því að þau herskip er hafa kjarnavopn innanborðs skulu vera undir sameiginlegri stjórn ríkjanna, en skip er bera hefðbundinn vopna- búnað lúti úkraínskri stjórn. Menn eru þó sammála um að litlu hafi mátt muna að deilan yrði þess vald- andi að forsendurnar fyrir samstarfi er mótaðar voru í samningum á fundunum í Minsk og Alma Ata í fyrra mánuði brystu. Húrra Skólamenn urn land allt hafa nú miklar áhyggjur af skólastarfi í landinu og á sunnudaginn hélt Kcnnarasamband íslands sérstak- an „neyðarfund“ sem svo hefúr verið kallaður vegna þess sem K.Í. kallar í ályktun: „ákvörðun stjóm- valda um geigvænlegan niðurskurð á fjárframlögum til skólastarfs í Iandinu.“ Kennarasambandið segir að með ákvðrðun sinni um niðurskurð vegi stjómvöld aö grundvallar- mannréttindum. Aldrei hafi verið brýnna en nú að hlúa að skólakerf- inu þegar jaðrar við upplausn vegna uppvaxtarskilyrða fjölda barna og unglinga. Kennarasam- bandið segir ennfremur í sinni ályktun að ,Jág laun, langur vinnu- dagur fjölmargra foreldra og margs konar erfiðleikar fjölskyldna hafa valdið vanlfðan og öryggisleysi hjá stórum hópi bama.“ Ólafur og kjaramál kennara Sá stjómmálamaður sem hefur teldð á sig að axla þá ábyrgð að skerða grundvallarmannréttindi með þessum hætti er Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. Ólafur kom fram í sjónvarpi um helgina og lýsti þá yfir að menn yrðu hreinlega að gera sér grein fyrir því að ekki væru til peningar til að halda uppi almenniiegum skóla á íslandi eíns og sakir stæðu. Hins vegar sagði hann að ekkl mætti rugla saman þeim nlður- skurði sem nú er verið að fram- kvæma í menntamálum annars vegar og kjaramálum kennara hins vegar. I framhaldi af því gaf ráð- herrann út þá yfiriýsingu að kjör kennara væru ekki tii að hrópa húrra fyrir. Eins og við mátti búast hafa kenn- arar með formann Kennarasam- bandsins t broddi fylkingar nú tekið þessa skilningsríku yfirlýsingu ráð- herrans sem fyrirheit um kjarabæt- ur. Formaður K.Í. hefur lýst þessu sem póiitískum túnamótum í af- stöðu ríldsvaldsins gagnvart kenn- urum og fagnað breyttu viðhorfí. Ekki veit Garri hvernig mennta- málaráðherrann ætlar að hækka launin þjá kenmmim, þó vissulega sé hægt að taka undir orð ráðherr- ans að kjör þeirra séu ekkert tU að hrópa húrra fyrir. Raunar treystir Garri sér ekki Úl að hrópa húrra fyr- ir kjÖrum þorra opinberra starfs- manna og ekki heldur fyrir kjörum launafólks almennt í landinu. Kjör nemenda En það sem Garra þykir fróðlegast í þessu máH öBu er að enn á ný virðist sem bÖrain eða nemendur skólanna ætli að verða aukaatriði í skólamálaumræðunni. í laugar- dagsblaði Tímans var rætt við Unni HaOdórsdóttir, formann í foreldra- samtökunum, og verður að segjast eins og er að nokkurt nýjabrum var að því aö kynnast viðhorfum for- eidra til skólamála í fjölmiðlum. Eitt af fjölmörgum atriðum sem fram komu í þessu viðtali var að hun talaöi um að kjör baraa væru Ólafur G. Einarsson skert með þeim niðurskurði sem á döfinni væri I skólamálum. Kjör ís- lenskra baraa eru nokkuð sem telj- ast verður til nýrra hugtaka í ís- lenskri skólamálaumræðu. Kjör kennara eru hins vegar ve! þekkt í þessari sömu umræðu, eins og sjá má af því að nú vill sjálfur menntá- málaráðherrann beina umræðunni frá kjörum nemenda og niður- skurði i skólamálum og að kjörum kennaranna. í áðumefndu viðtali við formann foreldasamtakanna varpaði hún fram þeirri spumingu hvort kjör nemenda og kennara þyrftu endi- lega að fara saman og svaraði henni þannig að í mörgum tilfellum hindruöu kjarasamningar kennara árangursríkt skólastarf þar sem vinnuskylda kennaranna miðaðist ekki endilega við þarfir nemend- anna. Þetta er þarft að hafa í huga þegar lagt er mat á þann niður- skurð í menntamálum sem nú er á dagskrá. Það sem ríldsstjórnln er nú að boða er fyrst og fremst aðför að kjörum bama, að kjörum nem- enda, ekki að kjörum kennara. Það er því rétt hjá menntamálaráðherra að ekki eigi að blanda saman spara- aðaraðgerðum í skólamálum og kjörum kennara. Hins vegar er þab lítilmannlegt af ráðherranum að reyna að beina umræðunni að kjör- um kennara á sama tima og ráðist er að kjörum bamanna. Ráðherr- ann veit sem er að pólitískt er það betra fyrir hann ef umræðan um raðstafanir hans snýst um það hvort kennarar fái betri kjör eða ekki, heldur en að hún snúist um það hvort verið sé að ráðast að möguleikum baraa til náms og þroska. Meðvitaðir kennarar Kennarar, sem eru einhver kjara- meðvitaðasta stétt landsins, þurfa iíka að gæta að sér og leyfa ekki umræðunni um skerta þjónustu við nemendur að snúast upp í um- ræðu um möguleikann á að bæta kjör kennarastéttarinnar. Þó flest bendi raunar til að Kennarasam- bandið hafi mestar áhyggjur af vel- ferð baraa, sbr. áfyktun þeirra sem vitnað var til hér í upphafi, skýtur það óneitanlega mönnum skelk í bringu hversu vei þeir taka í hug- myndir um kjarabætur á sama tíma og vængstýfa á grunnskólann í spamaðarskyni. Garri Islamabad Pakistan Bandarísk stjómvöld telja að Pak- istanar ráði yfir kjamorkusprengju og óttast að kjamorkuvopnað bandalag hreintrúaðra Múhameðs- trúarmanna sé í uppsiglingu í Mið- Asíu. Stjómvöld í Pakistan neita því að þau ráði yfir kjamavopnum en bandaríski repúblikanaþingmaður- inn Larry Pressler sagði í gær í Is- lamabad að hann væri viss um að Pakistanar ættu kjamorkuvopna- búnað. Tokyo Saksóknari hefur látið handtaka Fumio Abe, fýrmm ráðuneytisstjóra og tainaðarmann Kiichi Miyazawa, og ákært hann fyrir að beita mútum. Handtakan og ákæran er enn eitt áfallið fyrir hina nýju þriggja mánaða gömlu ríkisstjóm Japans. Tokyo Japanir hafa í fýrsta sinn beðist af- sökunar gagnvart tugum þúsunda kóreskra kvenna sem þeirneyddu til vændisþjónustu við hinn keisara- lega japanska herfyrir hálfri öld. Þar með er það í fyrsta sinn viðurkennt að herinn hafi komið beinlínis við sögu þegar konumar voru „fengnar" til þessara starfa og stjómað siðan sjálfri starfseminni. Áður hefur því verið haldið fram að ekkert benti til slíks og að vændisþjónustan hefði verið rekin á vegum einkaaðila. Ulan Bator Ný stjómarskrá í Mongólíu mun taka gildi 12. febmar nk. íhenni em felldar úr gildi síðustu leifar hins kommúníska skipulags sem verið hefur við lýði í 70 ár. Stjómarskráin nýja kveður á um lýðræði og frjálsan markaðsbúskap. Efnahagsástand er slæmt í Mongólíu og allar nauð- synjar em skammtaðar, meira að segja eldspýtur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.