Tíminn - 14.01.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.01.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. janúar 1992 Tíminn 3 19 ára stúlka úrskurðuð í 30 daga gæsluvarðhald og gert að sæta geðrannsókn: Ung kona stakk sambýlismann sinn til bana Nítján ára, tveggja barna móðir í Vestmannaeyjum hefur verið úr- skurðuð í 30 daga gæsluvarðhald og að sæta geðrannsókn, eftir að hún stakk 21 árs sambýlismann sinn til bana aðfaranótt laugardags- ins. Það var milli klukkan sjö og átta á laugardagsmorgun sem lögreglan var kvödd að húsi við Fífilsgötu í Vestmannaeyjum og hljóðaði til- kynning upp á að þar hefði maður verið stunginn í hjartastað, en væri þó með lífsmarki. Hann lést á leið á sjúkrahús af völdum stungunnar. Málavextir voru með þeim hætti að stúlkan hefði ásamt þeim látna verið úti að skemmta sér og eftir dansleik farið á heimili sitt ásamt flórum ungum mönnum þar sem gleðinni hafði verið haldið áfram. Þegar leið að morgni vildi stúlkan að fjór- menningarnir færu. Magnaðist deila sambýlisfólksins og endaði með því að stúlkan stakk manninn með fyrr- greindum afleiðingum. Þegar lögreglan kom lá maðurinn á stofugólfinu og var rænulítill. Fjór- menningarnir bentu strax á að stúlkan hefði framið verknaðinn og gekkst hún við honum. Málið var í höndum rannsóknarlögreglunnar í Vestmannaeyjum og er að fullu upp- lýst. -PS Gert var tilboð í eiqnir Ríkisskipa í gær. Búist er viö svari í dag: Verður byrjaó að hluta Ríkisskip sundurí dag? Búist er við að í dag verði öriög Skipaútgerðar ríkisins ráðin. Undir- búningsnefnd um stofnun hlutafé- lags um rekstur strandferða lagði í gær fram tilboð í eignir Ríkisskips og er reiknað með að samgönguráðherra svari tilboðinu í dag. Fastlega er búist við að svaríð verði neikvætt Reiknað er með að í dag eða næstu daga verði gengið frá samningi við Samskip um sölu á Esju, einu þriggja skipa Ríkis- skipa. Samgönguráðherra hefur fengið umboð frá ríkisstjóminni til að selja eignir Ríkisskipa. í gær lagði undirbúningsnefnd um stofnun hlutafélags um rekstur strandferða fram formleg tilboð í eignir Ríkisskipa. Hjörtur Emilsson, talsmaður undirbúningsnefndarinn- ar, vildi í gær ekki greina efnislega frá innihaldi tilboðsins. Hann sagðist eiga von á að svar bærist frá sam- gönguráðherra innan skamms tíma. Undirbúningsnefndin hafði áður lagt fram formlegt tilboð sem byggði á því að gerður yrði þjónustusamningur við ríkið um flutninga á smærri hafn- ir. Samgönguráðherra lýsti því þá yfir, og vísaði í fjárlög, að ríkið myndi ekki sfyrkja strandsiglingar. í framhaldi af því ákvað undirbúningsnefndin að leggja fram nýtt tilboð og var það lagt fram í gær. í síðustu viku óskaði Samskip eftir viðræðum við stjóm Ríkisskipa um kaup á Esju, sem er stærsta og nýjasta skip Ríkisskipa. Jafnframt hefur norskt skipafélag lýst yfir áhuga á að kaupa Öskju, en hún hefur verið á söluskrá síðan í haust Flest bendir til að samgönguráðherra muni ganga til samninga við þessa aðila um sölu á skipunum. Hann sagði í síðustu viku að þau verðtilboð sem borist hafa í skipin væru viðunandi. Um helgina stóðu yfir viðræður milli undirbúningshópsins sem vill kaupa Ríkisskip og Samskipa um samvinnu þessara aðila. Hjörtur sagði í gær að ekki væri tímabært að greina frá því til hvað niðurstöðu þessar viðræður leiddu. Skömmu fyrir áramót lýsti stjóm Ríkisskipa því yfir að þriðjungi af starfsliði fyrirtækisins yrði sagt upp frá og með 15. janúar. Áður hafði áhöfn Öskju verið sagt upp störfum. Hugsanlegt er talið að uppsagnimar verði umfangsmeiri ef gengið verður frá sölu á Esju á morgun eða næstu daga. -EÓ Norrænt Lionsþing á Loftleiðum um næstu helgi: SJONVERND ER HEIMSMARKMIÐ 17.-19. jan. nk. munu um 300 nor- rænir Lionsfélagar frá öllum Norður- löndunum sitja þing sem haldið verður að Hótel Loftleiðum. Slík þing sem þetta eru haldin áríega þríðju helgina í janúar og skiptast löndin á að halda þau. í tengslum við þingið verða haldnar þrjár námsstefnur um málefni hreyf- ingarinnar. Á laugardag verður síðan sérstök ráðstefna um sjónvemd, sem er heimsverkefni hreyfingarinnar. Fmmmælandi verður Einar Stefáns- son, prófessor í augnlækningum við Landakotsspítala. í erindi sínu fjallar Einar um helstu orsakir blindu. í tengslum viö ráð- stefnuna verður sérstök sýning á sjóntækjum í Sjónstöð íslands og augnlækningadeild Landakotsspítala. Mismunur veginnur tíöni sjálfsvíga ungmenna og tulloröinna eftir kynjum O Rimnaáknastofnun uppcldU- og nvnnnmiU 1991 Sjálfsvígum virðist fjölga en ekki fækka í kjölfar opinberrar umræðu: Fjölgun sjálfsvíga ungra karla og miðaldra kvenna „Erlendar rannsóknir benda því miður til að almenn umræða eða fræðsla dragi ekki úr sjálfsvígum. Svo virðist sem sjálfsvígum geti jafnvel fjölgað í kjölfar opinberrar umræðu og að forvamar- starf geti haft þveröfug áhrif við það sem til er ætlast,“ segir m.a. í grein um sjálfsvíg í ritinu Ný menntamál. Kemur m.a. í ijós að í heildina vom sjálfsvíg lítið algengari á síðasta áratug en á þeim sjöunda. Þær breytingar hafa hins vegar orðið að meira en þre- fÖldun varð á tíðni sjálfsvíga meðal 15-19 ára pilta og 50-59 ára kvenna. Afar sjaldgæft er að ungar stúlkur stytti sér aldur, eða aðeins 1 á móti hveijum 20 piltum. Höfundar greinarinnar eru starfs- menn Rannsóknarstofnunar upp- eldis- og menntamála, þau: Þór- oddur Bjarnason, Þórólfur Þór- lindsson og Guðríður Sigurðar- dóttir. Tölulegar upplýsingar og samanburð segja þau byggjast á opinberri skráningu Hagstofu ís- lands. Greinarhöfundar segja ísland enga undantekningu frá þeirri reglu að skráð sjálfsvíg séu sjald- gæfust meðal barna og kvenna. Nær óþekkt sé að börn undir 15 ára aldri fyrirfari sér og sjálfsvíg meðal kvenna séu margfalt færri en meðal karla í flestum aldurs- hópum. Sjálfsvígum ekki fjölgað en... Áratuginn 1961-1970 voru 220 sjálfsvíg skráð á íslandi, en áratug- inn 1981-1990 voru þau 324, eða 47% fleiri. Þegar tekið hefur verið tillit til fjölgunar landsmanna á sama tímabili kemur í ljós að hlut- fallsleg fjölgun sjálfsvíga var nær engin í heildina tekið. Mjög mikil breyting kemur hins vegar í ljós meðal einstakra aldurs- hópa. Á 7. áratugnum voru sjálfs- víg mjög fátíð meðal ungs fólks. Til dæmis voru þau þá hlutfallslega um 5 sinnum algengari meðal karla yfir 25 ára aldri (34 á hverja 100.000) heldur en 15-19 ára pilta (7 á hverja 100.000). Á 9. áratugnum var þessi mikli munur nánast horfinn, því tíðni sjálfsvíga hafði þá meira en þre- faldast í hópi ungu piltanna, en þeim aftur á móti fækkað mikið í hópi þeirra eldri (sérstaklega með- al karla milli þrítugs og hálffimm- tugs). Á síðasta áratug voru sjálfs- víg orðin hlutfallslega flest í hópi 20-24 ára karla, um 33 á hverja 100.000 á þeim aldri. Þetta hlutfall hafði þá meira en tvöfaldast á tveim áratugum. „Svo virðist sem piltar séu ekki Iengur í minni hættu en aðrir karl- ar,“ segja greinarhöfundar. Orsakir þessa segja þeir ekki fullljósar. „En kunna að einhverju leyti að stafa af þeim breytingum sem orðið hafa á þjóðfélagsgerðinni og stöðu ungs fólks á síðustu áratugum." „Veikara kynið er sterkara þó...“ Þær breytingar koma þó alls ekki fram á sama hátt meðal ungra stúlkna. Segja greinarhöfundar það umhugsunarvert að sjálfsvíg meðal stúlkna skuli jafnsjaldgæf og fyrr þótt tíðni sjálfsvíga marg- faldist meðal pilta. Með einni und- antekningu virðist raunar gegna allt öðru máli um sjálfsvíg meðal kvenna heldur en karla, bæði hvað varðar tíðni og þróun síðustu ára- tugina. Sjálfsvígstíðni er afar lág meðal ungra kvenna (aðeins um 1 til 3 af hverjum 100.000 undir 25 ára aldri) og hefur lfka síður en svo aukist undanfarna áratugi. Svipað hefur líka átt við um konur allt fram að 50 ára aldri. Á 9. áratugn- um bregður hins vegar svo við að tíðni sjálfsvíga margfaldast meðal kvenna á milli fímmtugs og sex- tugs. í þessum aldurshópi fór hlut- fallið í 25 af 100.000. Tíðni sjálfs- víga í þessum aldurshópi var þá orðin fjórfalt til fimmfalt algengari heldur en meðal kvenna á aldrin- um 25-50 ára. Það er aðeins í hópi 50- 64 ára kvenna sem sjálfsvígs- tíðni verður nokkuð svipuð og meðal karla. En bæði meðal þeirra sem yngri eru og þeirra eldri er margfaldur munur milli kynjanna. Sjálfsvígsbylgjur síð- ustu áratuga Flestir kannast sjálfsagt við að heyra öðru hverju fullyrðingar um að sjálfsvíg hafi aldrei verið fleiri en nú. Er því forvitnilegt að sjá samanburð greinarhöfunda á tíðni sjálfsvíga ár hvert síðustu þrjá ára- tugina. Litið er á 15-24 ára hópinn sérstaklega og alla þá sem eldri eru hins vegar. Þar koma í ljós afar reglulegar sveiflur í tíðni sjálfsvíga á 3-4 ára fresti þessa þrjá áratugi. Eina und- antekningin frá því er sú að ekki varð af bylgju sem búast hefði mátt við 1976, samkvæmt mynstrinu. Greinarhöfundar telja sérstaklega athyglisvert að sjálfsvígstíðni með- al unga fólksins skuli fylgja ná- kvæmlega sama mynstri og meðal hinna eldri. Með aðeins einni und- antekningu (1966) hafa sjálfsvígs- bylgjur meðal 25 ára og eldri verið í kringum 20-25 sjálfsvíg á hverja 100.000 á toppárunum og síðan um helmingi lægri tölur í lægðun- um. Sjálfsvígum meðal ungmenna hefur, sem fyrr segir, fjölgað mjög á síðustu árum. En sú fjölgun kemur fram í bylgjum sem eiga sér stað á sama tíma og meðal þeirra eldri. „Ekki virðist því ástæða til að líta á sjálfsvígstíðni meðal yngra og eldra fólks sem óháð fyrirbæri,“ segja greinarhöfundar. Tíðni sjálfsvíga meðal 15-24 ára var um 26 á hverja 100.000 árið 1990, sem var nánast sama hlut- fall og „toppárið" 1984. En þetta var meira en tvöfalt hærra hlutfall heldur en toppárin 1961 og 1967. Greinarhöfundar segja niður- stöður þessarar könnunar benda til þess að um alvarlegt vandamál sé að ræða þó að engan veginn sé hægt að tala um faraldur. Niður- stöðurnar gefi einnig til kynna að tíðni sjálfsvíga fylgi ekki einföldu mynstri og nauðsynlegt sé að rannsaka þau mun betur. Þá vísa þeir til þess að margar er- lendar rannsóknir bendi því mið- ur til að almenn umræða eða fræðsla dragi ekki úr sjálfsvígum. Svo virðist sem sjálfsvígum geti jafnvel fjölgað í kjölfar opinberrar umræðu og að forvarnarstarf geti haft þveröfug áhrif við það sem til er ætlast. „Aðgát skal höfð í nær- veru sálar" og full ástæða er að hvetja þá sem vilja láta sig málið varða til að stuðla að lágværari og markvissari umræðu um sjálfs- víg,“ eru lokaorð greinarinnar. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.