Tíminn - 17.01.1992, Page 3

Tíminn - 17.01.1992, Page 3
Föstudagur 17. janúar 1992 Tíminn 3 Stjórnmálanefnd Landssambands framsóknarkvenna: Mótmæla dæmalausum vinnubrögðum ríkisstjómarinnar Stjómmálanefnd Landssambands ffamsóknarkvenna hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega þeim dæmalausu vinnu- brögðum ríkisstjórnar Davíðs Ods- sonar að láta niðurskurð ríkisút- gjalda fyrst og fremst bitna á þeim sem síst skyldi, bömum, sjúkling- um, öldruðum og öryrkjum. Nefnd- in mótmælir þeim niðurskurði til menntamála og telur að þær að- stæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu sé brýnt að bæta og auka menntun í landinu. Stjórnmálanefndin mót- mælir þeirri árás á fjölskylduna sem skerðing barnabóta felur í sér og einnig skattlagningu sjúkra, aldraðra og öryrkja sem felst í hækkun læknisþjónustu, heilsu- gæslu og lyfja auk skerðingar líf- eyris almannatrygginga. -PS Happdrætti Háskólans: TVEIR MILLJONA MÆRINGAR Innihald: Vatn, malt, humlar antioxidant (E-300). Alkóhólinnihald 5.2% af rúmmáli. Framleiöandi: VIKING BRUGG hf., Akureyri ísland. Best fyrin Sjá tappa. Tvær milljónamæringar litu dags- ins ljós þegar dregið var í fyrsta Frá undlrritun samnings FÍB og Skandia. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, og Gísli Öm Lárusson, forstjóri Skandia. Tfmamynd Ámi Bjama Skandia ísland hefur samið við FÍB um 10% viðbót- arafslátt á iðgjöldum félagsmanna: Gróði af Skandia veltur á táningn- um á heimilinu Féiag íslenskra bifreiðaeigenda hefur gert samning við Vátryggingafé- lagið Skandia ísland sem veitir félagsmönnum FÍB 10% viðbótarafslátt af öUum vátryggingaiðgjöldum sem Skandia býður upp á. Að sögn Run- ólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB, leitaði félagið tíl aUra bíla- tryggingafélaganna sl. haust eftir samningum um betri kjör fyrir fé- lagsmenn, en fékk aðeins hljómgrunn fyrir slíku frá Skandia ísland. Um þýðingu þessa 10% viðbótaraf- sláttar sagði Runólfúr hann geta numið 3-4 þús. kr. miðað við skyldu- tryggingar af meðalbíl, en 6-7 þús. kr. ef einnig er um kaskótryggingu að ræða. Skráða félagsmenn FÍB segir hann um 7.400 um þessar mundir. Árgjald FÍB er rösklega 10 þús. krón- ur í ár. Þeir Gísli Öm Lárusson, forstjóri Skandia ísland, og Runólfur Ólafsson reyndust sammála um það að nýir og fjölbreyttari áhættuflokkar sem bíl- eigendum standa til boða hjá Skandia ísland eigi að leiða til aukinnar sann- gimi og hvetja til aukinnar aðgátar í umferðinni. Gísli Öm benti m.a. á að þótt aðeins 20- 25% ökumanna séu á aldrinum 17-25 ára þá valdi sá hópur um 60-70% allra tjóna í umferðinni. Það sé því varla nema sanngimismál að þessi hópur borgi stærri hluta tryggingariðgjaldanna en verið hefur. Hvort gróða sé að vænta af því að flytja bflatryggingamar yfir til Skand- ia veltur kannski ekki hvað síst á því hvort táningur er á heimilinu, eða raunar hvort fólk undir 25 ára aldri fær að keyra heimilisbflinn. Því þótt ráðsettu foreldri bjóðist Ld. í kringum 15% afsláttur af dæmigerðu iðgjaldi, þá hækkar það aftur um 10% ef ung- skipti á árinu í Happdrætti Háskól- ans á miðvikudag. Einn fékk níu milljónir og annar sex milljónir. Dregið var um tvo nífalda milljóna- vinninga og átti sami maðurinn alla níu miðana í öðru tilfellinu, en í hinu átti sami aðilinn trompmiða og einn einfaldann miða og fékk því sex milljónir. Eins og áður sagði fór drátturinn fram á miðvikudaginn og fór hann fram fyrir opnum dyrum, að við- stöddum eftiriitsmönnum dóms- málaráðuneytis. Vinningsnúmerin eru valin með því að fyrst er tromlu með átta tvítugflötungum snúið sex sinnum og af þeim lesnar 48 tölur. Eftirlitsmenn ráðuneytisins skrá þessar tölur, en því næst er tölva happdrættisins mötuð á töl- unum og út frá þeim dregur hún út vinningsnúmerin. Það eru því í raun tölurnar 48 sem eru ákvarð- andi um hvaða númer dragast út. -PS Nýr bjór frá Viking Brugg á markaðinn: Þorraþræll í tilefni þorra Viking Brugg hf. hefur sett á mark- aðinn nýjan bjór sem ætlaður er til sölu á þorranum og hefur hlotið nafnið Þorraþræll. Bragðið af þess- um nýja bjór mun falla vel að hinum heðbundna og þjóðlega þorramat Á bakhlið hverrar flösku er miði með áprentuðu erindi úr kvæði Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds, Þorraþræl. Er ætlast til og búist við að neytend- ur finni til sérstakrar söngþarfar á meðan flaskan er tæmd. Bjórinn verður seldur í 33 cl. glerflöskum og verður seldur í verslunum ÁTVR frá 20. janúar til 28. febrúar. Bjórinn er 5,2% að alkahólsstyrkleika og mun kippan kosta 860 krónur. -PS Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð; kveður kuldaljóð Kári' í jötunmóð. Yfir laxalóni liggur klakaþil; hlær við hríðarbyl hamragil. Mararbára blá brotnar þung og há unnarsteinum á ylgd og grett á brá. Yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn; harmar hlutinn sinn hásetinn. I. erindi af 3 úr Ijóðinu Þorraþrcellinn eftir Kristján Jönsson. Vísitala jöfnunarhlutabréfa Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur rikisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1992 og er þá miðað við að vísitala 1. janúar 1979 sé 100. menni fær að nota bflinn. Segjum að táningurinn eignist sinn eigin bfl. Mundi það hækka eða lækka heildariðgjöld heimilisins ef þeir yrðu báðir tryggðir hjá Skandia ísland? Samanlagt tryggingariðgjald beggja bflanna yrði í flestum tilfellum heldur dýrara hjá Skandia heldur en hinum félögunum að mati forstjóra Skandia ísland. Dæmið var sett upp á einn veg enn. Fólk yfir 30 ára tiyggir hjá Skandia og segir engu umgmenni leyft að aka bflnum. Hver yrðu við- brögð Skandia efviðkomandi bfll lenti síðan í umferðaróhappi og ungmenni reyndist undir stýri? í slíku tilviki beitir Skandia sjálfs- ábyrgðarákvæði í ábyrgðartrygging- unni sem er um 21.000 kr., þ.e. upp- hæð sem bfleigandinn þyrfti þá að borga sjálfúr vegna tjónsins. Og þar til viðbótar yrði iðgjaldið leiðrétt í sam- ræmi við framkomnar upplýsingar. Þ.e. iðgjaldið yrði hækkað um 10% vegna þess að ungmenni væru greini- legaleyfðaftiotafbflnum. Einsogsjá má af þessum örfáu dæmum getur það oltið á ýmsu hvort það er ódýrara fyrir fólk, álíka dýrt, eða hugsanlega dýrara að ganga að tilboðum Skandia ísland. - HEI 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1980 vísitala 1981 vísitala 1982 vísitala 1983 vísitala 1984 vísitala 1985 vísitala 1986 vísitala 1987 vísitala 1988 vísitala 1989 vísitala 1990 vísitala 1991 vísitala 1992 vísitala 156 247 351 557 953 1.109 1.527 1.761 2.192 2.629 3.277 3.586 3.835 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar skal miða við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. RÍKJSSK/

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.