Tíminn - 17.01.1992, Qupperneq 5
Föstudagur 17. janúar 1992
Tíminn 5
Þórarinn Þórarinsson:
Jón Þorláksson svarar
Davíð Oddssyni
Ekkert er nýtt undir sólinni. Þessi gamli málsháttur kemur
mörgum vafalaust í hug, þegar þeir hlusta á boðskap Davíðs
Oddssonar um sparnað í rfldsrekstri og að borgurunum sé ekki
ofþyngt með sköttum. Þennan boðskap hafa margar rfldsstjómir
flutt áður.
Lýsing á stefnu þessarar ríkis-
stjómar hefur verið best orðuð af
Jóni Þorlákssyni, fyrsta formanni
Sjálfstæðisflokksins og mikilhæf-
asta foringja hans frá upphafi. Jón
Þorláksson var bóndasonur úr
Húnavatnssýslu. Hann varð stúdent
1897 og verkfræðingur 1903.
Námsferill hans var mjög glæsileg-
ur. Eftir heimkomuna frá námi
réðst hann fljótlega til ríkisins og
stariaði sem Iandsverkfræðingur á
árunum 1905-1917. Hann naut
mikils álits í því starfi, eins og ráða
má af því, að það varð honum að
felli í þingkosningum í Reykjavík
1914, að lagt var kapp á þann áróð-
ur, að ríkið gæti ekki verið án starfs-
krafta hans. Þetta mun hafa átt sinn
þátt í því, að Jón Iét af starfi lands-
verkfræðings 1917 og gerðist þá
kaupmaður og sjálfstæður verk-
fræðingur og náði fljótt miklum ár-
angri á því sviði. Jafriframt urðu
mikil þáttaskil í pólitískri baráttu
hans.
Jón Þorláksson lét sig stjómmál
miklu varða efdr að hann kom heim
frá námi og varð brátt einn af helstu
forystumönnum í Fram, en svo hét
félag heimastjómarmanna í Reykja-
vík. Á þessum tíma var Jón mikill
fylgismaður þeirrar umbótastefnu,
sem Hannes Hafstein beitti sér fyrir.
Hinn 27. febrúar 1908 flutti Jón er-
indi í Fram, þar sem dregin er upp
ein besta lýsing á íhaldsstefnunni,
sem til er á íslensku máli. Þótt hún
hafi verið mörgum sinnum rifjuð
upp, er ekki úr vegi að gera það einu
sinni enn.
Tilefhi þessa fyrirlestrar Jóns Þor-
lákssonar var það, að nýstofnaður
Landvamarflokkur, sem myndaður
var af róttækustu sjálfstæðismönn-
unum á þeim tíma, hafði birt stefhu
sína og þótti Jóni hún mjög íhalds-
söm, þegar sjálfstæðismálinu
sleppti. Meðal annars sagði svo í
stefnuskránni: „Vér viljum styðja
Jón Þorláksson.
gætilega fiármálastefhu, halda spar-
lega á landsfé og steypa ekki landinu
f skuldir." Jón taldi fyrstu tvær setn-
ingamar sæmilegar, en að sú þriðja
markaði hreina fhaldsstefnu, því að
oft væri ekki hægt að hrinda fram
meiri háttar framkvæmdum, nema
aflað væri til þess lánsfiár. Hann
sagði, að hér væri hrein íhaldsstefna
á ferðinni, að vísu grímuklædd.
Hann nefndi síðan ýmis dæmi þess,
að meiri háttar sameiginlegar fram-
kvæmdir, eins og t.d. Vatnsveita
Reykjavíkur, mundu hafe orðið að
dragast ámm saman, ef ekki hefði
verið aflað lánsfiár.
Síðan lýsti Jón íhaldsstefnunni á
þessa leið:
Davíö Oddsson.
„íhaldsmenn semja í öllum lönd-
um stefnuskrár sínar þannig, að
þær gangi sem bezt í augu al-
mennings, því að á því veltur fylg-
ið. Þess vegna segja þeir ekki: Við
viljum ekki nýja vegi, ekki talsíma,
ekki jámbrautir, ekki hafhir, kær-
um okkur ekki um alþýðuskóla
o.s.frv. Ef þeir segðu þetta, fengju
þeir sem sé lítið fylgi. Þeir segja
aðeins sem svo: Við viljum fara
sparlega með landsfé, við viljum
styðja gætilega fiármálasteftiu, við
viíjum ekki hleypa okkur í skuldir.
Þeir vita það ofrir vel, að ef þeir
geta passað að þjóðin komist ekki í
landssjóðinn, þá fær þjóðin hvorki
alþýðuskóla, hafnir, járnbrautir
eða annað slíkt, sem hún telur sig
þurfa, en þeir, íhaldsmennimir,
halda að hún geti án verið. Það eru
venjulega hinir efnaðri borgarar í
hverju þjóðfélagi, sem fylla íhalds-
flokkinn; þeir em ánægðir með
sinn hag og finna þess vegna ekki,
að þörf sé breytinga eða bóta á hag
þjóðarinnar og vilja ekki láta
heimta af sér skatta í því skyni.
Framfara- og umbótaflokkana
skipa aftur þeir efnalitlu, sem
finna, að þjóðfélagið þarf að gera
margt og mikið til þess að bæta
Iífsskilyrði alþýðunnar; sömu
stefriu fylgja og þeir meðal efnaðri
manna, sem einblína ekki á sína
eigin pyngju, heldur hafa hag
þjóðarinnar í heild fyrir augum."
Ennfremur sagði á þessa leið:
„Þetta er eymamark reglulegs
íhaldsflokks, hverju nafhi sem
hann kýs að nefna sig: vantrú á
landinu, að það svari ekki arði, ef
synir þess vilja kosta upp á að
hlynna að því, og vantrú á þjóðinni,
að hún sé ekki fær um að nota sér
þær lyftistengur, á leiðinni til hag-
sældar og sjálfstæðis, sem aflmest-
ar hafe reynzt annars staðar.“
Stjórnarstefnu þeirri, sem Davíð
Oddsson er að boða, verður ekki
betur lýst né svarað en með fram-
angreindum ummælum Jóns Þor-
lákssonar.
RUGLIÐ
RUGUÐ
Höfundur: Johan Nestroy
Lelkgerð og þýölng: Þrándur Thor-
oddsen
Lelkstjóri: Guðmundur E. Ólafsson
Aðstoðarlelkstjóri: Helga E. Jónsdóttir
Lelkmynd: Stelnþór Slgurösson
Búnlngar: Slgrún Úlfarsdóttlr
Lýsing: Ögmundur Þór Jóhanneson
Sýnlngarstaðun Borgarieikhúsið,
stóra svlöið.
Lelkendur Leikfélags Reykjavfkur:
I aðalhlutverkum: Þorsteinn Gunnars-
son, Kristján Franklin Magnússon og
Ellert A. Ingimundarson. Aðrir leikar-
ar: Kjartan BJargmundsson, Eggert
Þorieifsson, Sigrún Edda Bjömsdóttlr,
Margrét Ákadóttir, Edda Björgvlns-
dóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir,
Gunnar Helgason, Guðrún Ásmunds-
dóttir, Áml Pétur Guðjónsson, Þröstur
Guðbjartsson, Magnús Ólafsson og
Rósa Guðný Þórsdóttlr.
Það stendur mikið til hjá Zangler
kaupmanni (Þorsteinn Gunnars-
son) þegar leikurinn hefst. Hann
hefúr ákveðið að taka þátt í skrúð-
göngu veiðifélagsins í Vinarborg
og í leiðinni biðja sinnar heittelsk-
uðu, frú Knorr (Margrét Helga),
sem þar rekur dömubúð af fi'nni
sortinni. Umsjá verslunar sinnar
felur hann búðarþjónum sínum
tveimur (Kristján Franklfn og Ell-
ert) og ráðskonu hans (Margrét
Ákad.) er falin umsjá frænku hans
(Sigrún Edda), en það unga fljóð
stendur í forboðnu ástarsambandi
við Sanders nokkurn (Kjartan).
Eftir mikinn ys og þys, misskiln-
ing og misheymir, hurðarskelli og
hlaup kemst kaupmaður loks af
stað til borgarinnar. Búðarþjón-
amir bregða einnig undir sig betri
fætinum í ævintýraleit, og sama
gera þau Marfe og elskhuginn.
Framhaldið er dæmigerður farsi
fullur misskilnings, feluleiks og
hurðir skella nærri hælum oftar
en ekki.
Rétt er að gera sér grein fyrir því
að leikur þessi er saminn fyrir
u.þ.b. 150 árum og ber margt
spaugið þess merki, og sumt af því
hefur elst ansi illa.
Eitt einkenni þessa leikrits em
orðaleikir og tvíræðar merkingar
orða, og hefur þýðandanum tekist
nokkuð vel að smíða íslenskar
orðaflækjur úr frumtextanum, en
samt dugir það ekki til að gera
leikinn vemlega fyndinn. Leik-
fléttan er rýr og flest fyrirsjáanlegt
og borin von að fullorðið fólk geti
tekið sem fullgilt spaug heyrnar-
leysisbrandara eins og t.d. „Réttu
mér brækurnar. Ha? viltu skækj-
urnar? Þegiðu Rósal Ha, hvaða
sósa?“ Þetta er reyndar ekki orð-
rétt úr leiknum, en í þessum dúr
er hluti af gríninu. Reyndar koma
inn á milli nokkrir góðir sprettir
og víst heyrðist hlátur í salnum af
og til, og gamanleiki má alls ekki
dæma efir undirtektum á frum-
sýningu eingöngu. Kemur þar
bæði til að frumsýningargestir em
ekki þverskurður af leikhúsgestum
almennt og eins batna gleðileikir
eftir því sem sýningum fiölgar.
En vegna þess hve orðin, sem
lögð em í munn leikara, em lítt
fallin til að kitla hláturtaugamar,
hefði kannski verið ráð að ýkja per-
sónumar meira, gefa þeim ein-
hverja kæki, gera suma heimskari,
aðra klókari o.s.frv.
Almennt er leikurinn frekar flatur
og persónur nokkuð litlausar. Þeir
leikarar, sem best komast frá sín-
um hlutverkum, fundust mér vera
Ellert Ingimundarson sem mjög
líflegur og skemmtilegur aðstoð-
aryfirbúðarþjónn, Margrét Helga
með seiðandi leik og mikla útgeisl-
un, og auk þess þau Gunnar Helga-
son sem kínverskur sendiboði í
frekar smáu hlutverki en vakti
ávallt kátínu þegar hann birtist,
enda persónan ágætlega ýkt, og
Guðrún Ásmundsdóttir mjög eftir-
minnileg í litlu hlutverki undir lok
leiksins, ísmeygilega kómísk.
Aðrir leikarar hafa oft gert betri
hluti. Eggert sem þjónn herra
Zanglers átti reyndar góða spretti,
en Þorsteinn fannst mér ekki ná
fyllilega tökum á kaupmanninum
og sumt af því, sem honum er lagt
í munn, hefði mátt segja aðeins ró-
legar, því margt af því var nokkuð
skondið. - Leikmyndin er í hefð-
bundnum stfl, enda við hæfi í leik-
riti sem þessu. Leikmunir eru
hvergi skornir við nögl, sem er
ágæt tilbreyting frá fátæktarstefh-
unni þagar hlutur kemur í stað
heildar. Búningar eru glæsilegir,
ekki síst þeir er konumar klæðast
öll umgjörð Ieiksins er falleg og
gleður augað, en því miður er inni-
haldið full þunnt í roðinu og leik-
húsgestir þurfa ekki að óttast að
stífna upp af hláturkrampa. Hins-
vegar er ég viss um að böm og
unglingar gætu skemmt sér mun
betur við að horfa og hlusta á þetta
rugl. Gísli Þorsteinsson