Tíminn - 22.01.1992, Page 1

Tíminn - 22.01.1992, Page 1
/ Miðvikudagur 22. janúar 1992 14. tbl. 76. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 110.- Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra kastar „sprengju“ á Alþingi og stöðvar atkvaeðagreiðslu í miðju kafi: Er Sighvatur aö reyna aö drepa bandorminn? Uppnám varð á Alþingi í gær við atkvæðagreiðslu um frumvarp rík- isstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum (bandorminn). Sig- hvatur Björgvinsson heilbrígðisráðherra sagði að framsóknarmenn hefðu lagt til að gerðar yrðu sömu breytingar á almannatrygginga- löggjöfinni og hann legði til og þeir hlytu því að styðja sínar tillög- ur. Framsóknarmenn sögðu þetta rangt og kröfðust þess að ráð- herrann bæðist afsökunar á ummælum sínum. Þessu neitaði Sig- hvatur og neyddist forseti Alþingis þá til að fresta atkvæðagreiðsl- unni. Óvíst er hvenær henni verður framhaldið. Bandormurinn er búinn að vera til umræðu f þinginu síðan í byrjun desember. Önnur umræða um frumvarpið hefur staðið í marga daga og hófst raunar nokkru fyrir jólahlé þingmanna. í fyrradag tókst loks samkomulag milli stjórnar og stjómarandstöðu að ljúka umræð- unni og afgreiða málið til þriðju umræðu. Benti því flest til að ríkis- stjómin myndi ná fram öllum stærstu frumvörpum sínum sem varða efnahagsmál í þessari viku. Auk bandormsins em það lánsfjár- lög og frumvarp um hagræðinga- sjóð. Eftir ræðu Sighvats Björgvins- sonar í gær er Ijóst að þetta mun ekki takast. Við atkvæðagreiðsluna í gær sté Sighvatur í pontu til að gera grein fyrir atkvæði sínu. f ræðunni réðst Sighvatur harkalega að Guðmundi Bjamasyni, fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra, og sagði að hann hefði lagt til sömu breytingar á ellilífeyri og verið væri að greiða atkvæði um. Sighvatur sagði að framsóknar- menn ættu því að geta stutt þessa breytingartillögu. Uppnám varð í þingsalnum við þessa athugasemd ráðherrans og neyddist forseti til að gera hlé á at- kvæðagreiðslunni. Upphófst síðan orðaskak milli stjórnarandstöðunn- ar og heilbrigðisráðherra. Guð- mundur Bjarnason sagði að á síð- asta þingi hefði hann sem heilbrigð- isráðherra lagt fram frumvarp um heildarendurskoðun á almanna- tryggingalöggjöfinni. Með frum- varpinu hefði verið stefnt að því að skerða lífeyri hjá þeim sem betur mega sín en auka Iífeyri hjá öryrkj- um og öðmm sem búa við lágar líf- eyrisgreiðslur. Fleiri þingmenn bentu á að það væri á engan hátt hægt að bera saman þá víðtæku breytingu sem lagt var til að gerð yrði í fmmvarpi fyrrverandi ráð- herra og þá takmörkuðu breytingu um skerðingu á ellilífeyri sem nú- verandi heilbrigðisráðherra legði til. Ýmsir gagnrýndu Sighvat fyrir að koma með efnislega gagnrýni á and- stæðinga sína á meðan á atkvæða- greiðslu stæði. Bent var á að á þeim langa tíma sem umræður um band- orminn stóðu yfir hafi Sighvatur ekki séð ástæðu til að blanda sér í umræður þrátt fyrir að ótal fyrir- spurnum hafi verið beint til hans. Á endanum frestaði forseti fundi og reynt var að ná samkomulagi utan þingsalarins. Það tókst ekki. Niður- staðan er að eftir ræðu heilbrigðis- ráðherra er algjörlega óvíst hvemig ríkisstjórn kemur þessu máli sínu fram. Tíminn spurði Finn Ingólfsson al- þingismann um muninn á frum- vörpunum tveimur, en Finnur var aðstoðarmaður fyrrverandi heil- brigðisráðherra og átti drjúgan þátt í að semja frumvarpið sem hann lagði fram síðastliðið vor. „Fmmvarp núverandi ráðherra, Sighvatar Björgvinssonar, gerir ráð fyrir því að skerða elli- og örorkulíf- eyri einhliða og spara þannig fyrir ríkissjóð 260 milljónir króna. Frum- varp Guðmundar Bjarnasonar, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, gerði ráð fyrir því að þeim hugsanlega sparnaði, sem af tekjutengingu elli- lífeyris hefði hlotist, yrði ráðstafað til að hækka lífeyri og tekjutengingu örorkulífeyrisþega um 14%, hækka örorkustyrk um 7%, hækka frítekju- mark hjóna úr 70% í 75%, afnema 10% skerðingu á lífeyri hjóna, lækka skerðingarhlutfall tekju- tryggingar úr 45% í 40%, hækka vasapeninga þeirra sem eru inni á stofnunum um 58%, gert var ráð fyrir að uppihaldsstyrkur yrði greiddur til sjúklinga ef fylgdarmað- ur þyrfti að dvelja 14 daga eða leng- ur vegna lækningar utan heima- byggðar, ekkju- og ekkilsbætur líf- eyristrygginga átti að hækka og bótatímabil átti að lengja, nýr bóta- flokkur, umönnunarbætur vegna elli- og örorkuþega, var inni í frum- varpinu, barnalífeyrir átti að hækka um 25% og sjúkra- og slysadagpen- ingar áttu að hækka um 55%. Það hefur alltaf verið grundvallar- atriði í tekjutengingu lífeyrisins af hálfu Framsóknarflokksins að um heildarendurskoðun á almanna- tryggingalöggjöfmni væri að ræða og að þeim ábata, sem af tekjuteng- ingunni hlytist, yrði ráðstafað innan almannatryggingalöggjafarinnar," sagði Finnur. -EO Eiöur klippir á Vestmannaeyingar bíða nú eftir svari varðandi júgóslavnesk- an leikmann sem þeir vilja fá til að sleika með (BV: borða í Vilnius Upplýsingaskrifstofa norrænu bæði til reksturs og styrkja. riðherranefndarinnar í Vilnius í Hlutverk skrifstofanna er fyrst Litháen var opnuð við hátíðlega og fremst að velta upplýslngar athöfn í gær. Það er Eiður um NorðurlBnd í Eystrasalts- Guðnason, umhverfis- og sam- ríkjunum ásamt því að styrkja starfsráðherra, sem opnaði einstaklinga jafnt sem félaga- skrifstofuna formlega. Sams samtök á ýmsa vegu, aðallega á konar skrifstofur í Tallin og sviði upplýsingar- og mennta- Riga voru opnaðar á síðasta ári. mála. Fjárveiting til skrifstofanna var Samtfmis opnun skrifstofunn- um 150 milijónir kr. á síðasta ar tók SAS upp beint áætlunar- árí en hækkar í 300 mOljónir á ílug milii Kaupmannahafnar og þessu ári. Sú upphæð er ætluð Viinius. - HEI 29 ára örvfættur miðjuleikmaöur Vestmannaeyingar vinna þessa dag- ana að því að fá til Iandsins júgóslav- neskan leikmann til að leika með liði sínu í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar. Á vegum félagsins er stadd- ur maður f Júgóslavíu og hafa þeir augastað á ákveðnum manni þar. Hann er miðjuleikmaður, 29 ára gamall og örvfættur. Það skýrist þó ekki fyrr en um mánaðamót hvort hann kemur til Iandsins. Síðustu þrjú árin hafa Vestmannaeyingar verið með Júgóslava í sínum her- búðum. Andreij Jerina var hjá félag- inu fyrstu tvö árin og stóð sig frá- bærlega. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa Vestmannaeyingar reynt að fá hann aftur til félagsins, en ekki tekist. Jerína var nýlega kjörinn besti leikmaður fyrri um- ferðar slóvensku 1. deildarinnar og er því eftirsóttur þar. Fyrir síðasta keppnistímabil fengu Eyjamenn Júgóslava, en hann stóð ekki undir vonum þeirra. Hann fór þó ekki heim á leið, heldur var áfram við vinnu í eyjum. -PS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.