Tíminn - 22.01.1992, Síða 3
Miðvikudagur 22. janúar 1992
Tíminn 3
Menntamálaráðherra segir um tillöguflutning
flokkssystkina sinna í borgarstjórn Reykjavíkur:
„Útúrsnúningur
af orðum mínum“
„Ég held að þeir hafi ekki athugað
sinn gang nægilega vel áður en þeir
fóru að álykta svona. Ég hef ekkert
nema gott að segja um ályktanir
þeirra í hagræðingarmálum, en þeir
virðast ekki átta sig á því að mér er
gert að ná fram sparaaði á þessu
ári. Þeirra hugmyndir eru um
sparaað sem er hugsanlega hægt að
ná á lengri tíma,“ sagði Ólafur G.
Einarsson menntamálaráðherra,
þegar hann var spurður álits á
ályktun borgarstjóraar Reykjavíkur,
en í ályktuninni er niðurskurði rík-
isstjóraarinnar í menntamálum
mótmælt.
í ályktun, sem Árni Sigfusson borg-
arfulltrúi lagði fram, segir að niður-
skurður ríkisstjórnarinnar leiði til
þess að kostnaður sveitarfélaganna
vegna grunnskólans muni aukast.
Bent er á aðrar Ieiðir til spamaðar
s.s. að nota tölvur í auknum mæli
við kennslu, en með því mætti kom-
ast af með færri kennara. í öðru lagi
er lagt til að skólaárið sé lengt og
gmnnskólanámið jafnframt stytt
um eitt ár. Þá er bent á hættur sem
fylgja æviráðningu kennara.
Olafur sagðist gjarnan vilja hafa
lengri tíma til að ná fram þessum
Ólafur G. Einarsson.
sparnaði. Um það sé hins vegar ekki
að ræða því að Alþingi hafi tekið
ákvörðun um að framlög til
menntamálaverði lækkuð. „Öll hag-
ræðing í skólakerfmu er af því góða.
En hún er ekki síst á verksviði sveit-
arfélaganna vegna þess að þau ann-
ast rekstur gmnnskólans og bygg-
ingarframkvæmdir, en ríkið aðeins
launakostnað."
Félag skólastjórnenda á Suðurlandi mótmælir
harðlega niðurskurði á skólakerfinu:
Skerðirmöguleika
ungra íslendinga
Jiú þegar þjóðir Evróðu færast stöð-
ugt nær hver annarri og samkeppni
eykst á öllum sviðum, leyfir ríkis-
stjóra íslands sér að skerða mögu-
leika ungra íslendinga til menntunar
og koma þar með í veg fyrir að unga
fólkið okkar sitji við sama borð og
jafhaldrar þeirra í Evrópu," segir í
ályktun aðalfundar Félags skóla-
stjórnenda á SuðuriandL
Ennfremur er harðlega mótmælt fyr-
irhuguðum niðurskurði í skólakerfinu
sem samþykktur hefur verið í fjárlög-
um þessa árs. Skorað er á stjómvöld að
endurskoða áform um niðurskurð f
skólakerfinu.
Fyrir aðalfundinum var ráðstefna um
skólamál. Þar fjallaði Jón Hjartarson
fræðslustjóri um skólamál í Suður-
landsumdæmi, Guðmundur Þor-
steinsson um umferðarfræðslu, Re-
gína Höskuldsdóttir um stöðu sér-
kennslumála, Sigríður Jónsdóttir um
jafha stöðu kynja í grunnskólum og
Meyvant Þórólfsson og Guðni Olgeirs-
son frá menntamálaráðuneytinu
greindu frá niðurstöðum könnunar á
aldurshópi nemenda sem fæddust
1975. í þeim kemur m.a. fram hve
margir af árganginum luku aldrei
grunnskólaprófi. —sá
Átta fegurðardrottningar landshlutanna valdar
í febrúar og íslandsdrottningin í apríl:
Feguröardísimar
eru auðfundnar
Fegurðardrottningar verða líklega miðjum febrúar fram f miðjan
ennþá íieiri í vor en venja er 111. mar*. AJlar ábendingar séu þó vel
Því Vestmannaeyingar munu nú þegnar. Forkeppni á að fara fram á
kjósa sina eigin fegurðardrottn- átta stöðum á landinu: Keflavík,
ingu í stað þess að Eyjadísh- Reykjavík, Akranesi, ísafirði, Ak-
keppni um titil fegurðardrottning- ureyri, Neskáupstað, Hveragerði
ar Suðurlands, eins og undanfarin og Vestmannaeyjum, sem áður
ár. Undirbúningur er hafinn fyrir segir.
fegurðarsamkeppni íslands sem Fegurðardrottningar íandshlut-
áætiað er aö halda í Reykjavík í lok anna taka síðan þátt í fegurðar-
apríL Framkvæmdasýóri keppn- samkeppni íslands ásamt stúlk-
innar, Gróa Ásgeirsdóttir, segir að um úr nágrannabæjum Reykjavífe-
vel hafi gengið til þessa að finna ur, semekki eiga þess kost að fara
fcguröardísir til að takaþátt f for- f forkeppnL Reiknað er meö um
keppni sem haldin verður í öllum 20 stúlkum í iokakeppninni um
Íandshlutum á tímabilinu frá titil íslandsdrottningar. - HEI
Dansráð íslands unir illa auglýstri sérhæf-
ingu réttindalauss dansskóla:
Réttindaskortur
í fótamenntinni
Árni Sigfússon hefur sagt að tillög-
ur menntamálaráðherra muni hafa
það í för með sér að útgjöld sveitar-
félaganna til menntamála komi til
með að aukast.
„Þetta er útúrsnúningur af mínum
orðum þegar ég var að svara ákveð-
inni spumingu í útvarpsþætti um
akstur nemenda milli skóla. Þar
sagði ég eingöngu að til þessa gæti
komið á stað eins og Reykjavík, sem
er stórt sveitarfélag með mörg
skólahverfi. Ég sagði að ég sæi ekk-
ert í veginum fyrir því að þetta
mætti ekki ræða. Það eru hins vegar
engin áform uppi af ráðuneytisins
hálfu um skipulagðan akstur skóla-
bama milli skólahverfa.
Sveitarfélög geta skoðað þetta ef
þau kjósa það. Þau þurfa að sjá skól-
unum fyrir húsnæði. Ég nefndi
þetta sem leið til að koma í veg fyrir
skiptingu bekkja, sem hefur í för
með sér kostnað fyrir alla aðila,“
sagði menntamálaráðherra. - EÓ
„Dansráðið vill að gefhu tilefhi ít-
reka þá skoðun ráðsins að eina
tryggingin fyrir réttri tilsögn í dansi
er að starfandi skólar séu í dans-
kennarafélögum landsins," segir í
tilkynningu frá Dansráði íslands.
Tilefnið er sú fullyrðing eins dans-
skóla í auglýsingu nýlega að hann sé
eini dansskólinn á landinu sem sér-
hæfi sig í dönsum fyrir börn og ung-
linga. Þar sem börn og unglingar
séu stærsti hluti nemenda allra
dansskóla í landinu sé sú fullyrðing
ekki rétt. „Hins vegar er rétt að um-
ræddur dansskóli er ekki í FÍD og
DSÍ vegna réttindaskorts."
í Dansráði íslands eru fulltrúar
beggja danskennarafélaganna, Fé-
lags íslenskra danskennara (FÍD) og
Danskennarasamband íslands
(DSÍ). Dansskólar í landinu em 15
starfandi um allt land. Fram-
kvæmdastjóri DÍ er Hermann Ragn-
ar Stefánsson. Fyrir danskennara-
próf á íslandi þarf fjögurra ára nám
og að standast þær prófkröfur sem
gerðar em.
Mynd: Kaffistofa Listasafns íslands er í fögru umhverfi. Á veggjum hanga listaverk sem eru líkleg til
að Örva matarlystina. Tfmamynd Aml Bjama
Níu sérsýningar hafa verið ákveðnar hjá Listasafni íslands á þessu ári:
NYR MATSEÐILL
HJÁ LISTASAFNI
s Kaffístofa Listasafns íslands hef-
ur tekið upp þá nýbreytni að bjóða
gestum sérstakan hádegisverð á til-
boðsverði. Listasafnið leggur
áherslu á að fá fólk sem leið á um
miðbæinn til að líta við á safninu
þar sem það getur borðað ódýran
málsverð í fögru umhverfi. Jafn-
framt er boðið upp á leiðsögn um
safnið í fylgd listfræðings.
Listasafn íslands hefur þegar
ákveðið að setja upp níu sérsýningar
á þessu ári. í febrúar verður sett upp
sýning á verkum Edvards Munch.
Sýningin verður opnuð 8. febrúar
og stendur í einn mánuð. Þá tekur
við sýning á verkum Finns Jónsson-
ar. Sýnt verður úrval úr gjöf lista-
mannsins, en aldarafmæli hans er á
árinu. 11. apríl verður opnuð sýning
á úrvali höggmynda eftir Nínu Sæ-
mundsson, en Nína á einnig aldaraf-
mæli á árinu. í júní og júlí verður
sýning í og við Listasafnið á verkum
Daniels Buren. Sýningin er í sam-
vinnu við Listahátíð í Reykjavík og
Gallerí 11. í sömu mánuðum verður
sýning í samvinnu við Listahátíð í
Reykjavík á breskum bókverkum og
einnig sýning á listaverkum ættuð-
um frá Jórdaníu. í ágúst og septem-
ber tekur við sumarsýning á verkum
úr eigu safnsins. Þar verður að finna
verk eftir nokkra af okkar þekktustu
og viðurkenndustu listamönnum. í
lok september verður sett upp sýn-
ing á verkum eftir Jóhann Eyfells. í
lok ársins verður síðan sett upp sýn-
ing á finnskri aldamótalist.
Listasafnið býður nú upp á sérstak-
an hádegisverð á tilboðsverði. í til-
boðinu er heimalöguð súpa úr úr-
vals hráefnum, með heimabökuðu
brauði, osti og salati á kr. 390 (kaffi
innifalið). Kaffistofan er opin alla
daga nema mánudaga, kl. 12-18, eða
á sama tíma og sýningarsalir safns-
ins eru opnir. Safnið býður hópum
upp á Ieiðsögn um safhið í fylgd list-
fræðings.
Lágmarksverð
Verðlagsráð sjávarútvegsins hef-
ur ákveðið lágmarksverð á
rækju og hörpudiski. Ákvörðun
þessi náðist með samkomulagi.
Miðað við fisk í vinnsluhæfu
ástandi gilda eftirfarandi verð
frá 1. jan. sl. til 31. maí nk.
Rækja, óskelflett:
1. 200 stk og færri í kg. 75 kr/kg
2.201 til 230 stk. í kg. 70 kr/kg
3.231 tíl 290 stk. í kg. 57 kr/kg
4.291 til 350 stk. f kg. 50 kr/kg
Undirmálsrækja, 351 stk o.fl. 27 kr/kg
Hörpudiskun
1. 7 cm á hæð og yfir 31.60 kr/kg
2. 6 cm að 7 cm á hæð 24.00 kr/kg