Tíminn - 25.02.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.02.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 25. febrúar 1992 Þórður Skúlason formaður Sambands sveitarfélaga um gagnrýni aðila vinnumarkaðarins á sveitarstjórnir: Hljótum að svara þessu fullum hálsi „Ofckur flnnst þetta koma úr hörðustu átt hjá ASÍ. Vegna þess að sveitarfélögin, allt í kringum landið, hafa núna á síðustu misserum bæði með beinum og óbeinum hætti verið knúin til fjárhagslegrar þátttöku í atvinnulífinu til þess að reyna að forða frá atvinnuleysi og abarlegum atvinnubresti í einstökum byggðarlögum,“ sagði Þórð- ur Skúlason, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga. En Tíminn bar undir hann ítrekaða gagnrými frá ASÍ á sveitarfélögin fyrir að hækka stöðugt skattbyrði á íbúana. „Ég held að það sé nú fátt sem kemur umbjóðendum þessara aðila, sem eru með þennan málflutning, betur en það að reynt sé að fyrir- byggja atvinnuleysi. Og það er það sem sveitarfélögin, allt í kringum landið, hafa lagt mjög mikla fjár- muni í og komið að með beinum og óbeinum hætti að undanfömu. Ég held að það stæði Alþýðusam- bandi íslands nær að skoða það, hvernig sveitarfélögin hafa komið að þeim málum að undanfömu. Ég minni á að bein þátttaka í atvinnu- málum er ekki skylduverkefni sveit- arfélaganna. En vegna þess að at- vinnuástand hefúr víða verið mjög alvarlegt hafa sveitarfélögin neyðst til að fara út í þetta — þrátt fyrir við- varanir stjórnvalda. Við hljótum því að svara þessu fullum hálsi," sagði Þórður. í nýjasta hefti Vinnunnar segir m.a. að sveitarfélögin hafi aukið skatt- byrði á íbúna jafnt og þétt á undan- förnum árum. Eigi að endurnýja kjarasamninga á svipuðum nótum og 1990 verði því ekki hjá því komist að sveitarfélögin eigi aðild að þeim með skuldbindandi yfirlýsingum um hófsemi í gjaldtöku, ellegar að möguleikar þeirra til gjaldahækk- unar verði takmarkaðir með lögum. Vinnan segir líka frá starfí vinnu- hóps launþega og atvinnurekenda sem komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtæki og stofnanir ríkis og sveit- arfélaga hafi hækkað gjaldskrár og skattheimtu sína umfram verðlags- hækkanir á síðasta ári, sérstaklega sveitarfélögin. „Svo virðist sem sveitarfélögin telji sig ekki hluta af því efnahagsumhverfi sem aðrir búa við,“ segir m.a. í niðurstöðum hóps- ins. „Við vísum þessu bara á bug og þykjumst geta leitt rök að því að al- mennt séð hafi sveitarfélögin farið mjög hóflega í álagningu og hækk- un þjónustugjalda. Auðvitað er það þannig að sveitarfélögin hafa mjög mikinn hag af því að verðbólga hald- ist í skefjum og í heildina tekið þá leggja þau mikið upp úr því. Vitan- lega geta verið þama á einstaka und- antekningar sem hægt er að finna. En almennt séð held ég að sveitarfé- lögin hafi farið varlega og af hóf- semd í álögur og hækkun gjald- töku,“ sagði Þórður Skúlason. - HEI Vélsleðamaður sóttur slasaður inn á Jök- uldal, en ferð sóttist hægt vegna veðurs: Ók fram af snjóhengju Fjórir menn frá Ftugbjörgunar- sveitinni á Hellu fóru á snjóbíl seint á sunnudag til að ná í vél- sleðamann sem hafói keyrt fram af snjóhengju í Jökuldai á sunnu- dag og slasaðist töluvert. Mjög slæmt veður var á þessum slóðum alveg fram á miðjan dag í gær og tafði það mjög ferð flugbjörgunar- sveitarmanna og urðu þeir að halda kyrru fyrir um tíma vegna veðursins. Að sögn flugbjörgun- arsveitarmanna þurfti að fara hægt yfir vegna meiðsla manns- ins, sem munu vera aðallega inn- vortis. Véisleðamaðurinn var í hópi 10 slíkra af höfuðborgar- svæðinu sem voru á ferðinni í Jökuldal um helgina og voru þeir að hyggja að heimför þegar slysið varð, en birtuskflyrði voru þess eðlis að erfitt var að greina Íands- lagið og því ók hann fram af hengjunni. Hinir níu í hópnum fylgdu snjóbílnum í bæinn, en ielðangurinn kom tfl byggða um kvöldmatarleytið í gær. Ekkcrt að amaði að þeim né björgunarsveit- armönnum og að sögn björgunar- sveitarmanns, sem Tíminn talaði við, gekk ferðin upp. Um svipað leyti sendi Flugbjörgunarsveitin á Hellu út annan leiðangur inn á Ðómadalsleið, til að svipast eftir tveimur jeppum, sem farið var að lengja eftir, en þeir áttu að skila sér til Reykjavikur í gær. Sex menn voru í bflunum, en þeir voru fjarskiptalausir og ekkert hafði spurst til þeirra. Þegar Tím- inn síðast fregnaði hafði leitin ekld borið árangur. -PS Evrópusöngvakeppnin: Nei eða já fer til Svíþjóðar Lagið „Nei eða já“ eftir Friðrik Karlsson og Grétar Örvarsson, við texta Stefáns Hilmarssonar mun verða framlag fslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva sem fram fer í Málm- ey í Svíþjóð þann 9. maí næstkom- andi. „Nei eða já“ sigraði í Söngva- keppni sjónvarpsins sem fram fór í beinni útsendingu sl. laugardag í fjörlegum flutningi Sigríðar Bein- teinsdóttur og Sigrúnar Evu Ár- mannsdóttur. Lagið „Karen“, eftir Jóhann Helgason við texta Björns Björns- sonar var í öðru sæti, en það var Bjarni Arason sem söng. I þriðja sæti var Iag Björgvins Halldórs- sonar „Mig dreymir" en höfundur söng. Það lag fékk 16 stig sérfræð- ingadómnefndarinnar í sjónvarps- sal en það dugði ekki til. Sjávarútvegsstefna EB óbreytt til 2002 Yfirstjórn SH og starfsfólk hennar. Fremst á myndinni sitja Friðrik Pálsson forstjóri, Jón Ingvarsson stjórnarformaður og Bjami Lúðvíksson. Merkisafmæli: Sölumiðstöðin 50 ára Flest bendir til að ekki náist sam- komulag innan Evrópubandalags- ins um endurskoðun sjávarútvegs- stefnu bandalagsins fyrir árslok. Þetta mun þýða að sjávarútvegs- stefna EB veröur óbreytt til a.m.k. ársins 2002. Þetta er mat Ketils Siguijónssonar lögfræðings og Gunnars G. Schram prófessors. Alþjóðastofnun Háskóla íslands hefur gefið út rit eftir Ketil Sigur- jónsson, „Hin sameiginlega sjávar- útvegsstefna Evrópubandalagsins". Á fundi, þar sem útkoma bókarinn- ar var kynnt, sagði Ketill að það væri að flestra mati nánast útilokað að samkomulag náist milli Evrópu- bandalagsþjóðanna um að breyta sjávarútvegsstefnu bandalagsins fyrir árslok 1992. Takist ekki sam- komulag fyrir árslok verður sama sjávarútvegsstefna í gildi næstu 10 ár. Núverandi sjávarútvegsstefna EB felur það í sér í grundvallaratriðum að ríki EB veita öðrum þjóðum í bandalaginu aðgang að fiskimiðum sínum. Fiskveiðunum er stjórnað af stofnunum EB. Það er almenn skoðun meðal íslenskra stjórn- málamanna að sjávarútvegsstefna EB útiloki að ísland gerist aðili að bandalaginu. EÓ „Ég treysti Sölumiðstöðvarmönnum mætavel til þess að gb'ma við ný verk- efni og halda á lofti því aðalsmerki ís- Ienskrar sjávarafurðaframleiðslu sem fólgin er í bestu hugsanlegu gæðum á hverjum tíma. Nýir mark- aðsmöguleikar munu nýtast ef fyrir hendi eru framsýni, styrkur og áræði." Þetta eru orð Þorsteins Páls- sonar sjávarútvegsráðherra í ávarpi hans í tilefni af 50 ára afmæli Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna sem er í dag. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna var stofnuð 25. febrúar 1942. Á stofn- fundinn mættu fulltrúar 15 hrað- frystihúsa um allt land. Skömmu síð- ar bættust átta önnur fyrirtæki í hóp- inn og teljast þau einnig til stofnfé- laga SH. Árið 1942 var hraðfrystiiðnaðurinn nýr af nálinni og það voru einkum Fiskimálanefnd og heildsalar sem önnuðust útflutning á frystum sjáv- arafurðum. „Við töldum okkur full- færa um að selja afurðimar rétt eins Veröa Akureyri og Kaunas vinabæir? Bæjatyfirvöldum á Akureyri barst nýverið bréf þar sem sú hugmynd er viðruð að Akureyri og Kaunas í Litháen tald upp vinabæjasam- band. Formleg beiðni hefur enn ekki borist, en hún er væntanleg. Samkvæmt upplýsingum Tímans mun sendinefnd frá Akureyri væntanlega fara til Litháen í vor og þá verður formlega gengið frá samningi um vinabæjasamband. Reyndar eru þegar tekin að myndast tengsl milli bæjanna, þvt nýverið var hér á ferð aðstoðar- rektor Háskólans í Kaunas, Dr. Kestutis Krischauna, og hélt hann m.a. fyririestra og heimsóttí fyrir- tæki á Akureyri. Hann undirritaði jafnframt, ásamt forsvarsmönn- um Háskólans á Akureyri, viijayf- iriýsingu um samstarf skólanna tveggja í framtíðinni. Hvemig því samstarfi verður háttað er ekki endanlega ákveðið, en tfllögur þar ab lútandi verða mótaðar á næst- unnl. Kaunas er næststærsta borg Lit- háen, og þar búa um 450 þúsund manns. hiá-akureyri. og Fiskimálanefnd. Allir voru sam- mála um að við værum ekki miklu vitlausari en nefndin sem seldi fyrir okkur,“ segir Huxley Ólafsson en hann er sá eini sem enn lifir af stofn- endum SH. SH flytur sjávarafurðir út til fjöl- margra landa um heim allan en helstu viðskiptalöndin eru Bandarík- in, Bretland, meginland Evrópu og Austurlönd íjær. Á síðasta ári flutti SH út um 85 þúsund tonn að verð- mæti 19,8 milljarðar króna. —sá LÍF FORMSINS Á ÍSLENSKU Út er komin t tslenskri þýðingu Þor- keis Grímssonar bókin „Líf forms- ins“ eftir Henri J. Focilion. Bók þessi kom út í fyrsta skipti í Frakklandi árið 1934 og fjallar hún um listaheim- spekL Höfúndur bókarinnar, Henri J. Focill- on, er heimskunnur fyrir skrif sín um listfræðileg efni en hann var safnvörð- ur og háskólakennari, m.a. við Collége de France í París. Bókin Líf formsins hefur verið notuð við kennslu í listasögu við Parísarhá- skóla enda þykir hún einstök í sinni röð. Bókin er 110 bls. og í vasabrod gefin útafþýðanda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.