Tíminn - 25.02.1992, Qupperneq 3

Tíminn - 25.02.1992, Qupperneq 3
Þriðjudagur 25. febrúar 1992 Tíminn 3 Samtök fiskvinnslustöðva kanna opinber gjöld hjá 27 sveitarfélögum: Gjöld fiskvinnslu 72% hærri á Skagaströnd en í Grindavík Meðalstórt fískvinnslufyrirtæki á Skagaströnd þarf að borga um 72% meira í skatta og þjónustugjöld til sveitarfélagsins heldur en samsvarandi fyrirtæki í Grindavík þar sem þessum gjöldum virðist stillt hvað mest í hóf. Samtök fískvinnslustöðva hafa kannað hvern- ig þessari gjaldtöku er háttað í 27 útgerðarbæjum á landinu. Könnuð voru: aðstöðugjöld, fast- vatni eða raforku 300 þús. kwh/ári. ara gjalda á bilinu 9 til 10 milljónir (talið er frá lægstu tölu og upp): Grindavík, Keflavík/Njarðvík, Þor- lákshöfn, Reykjavík og Hafnarfjörð- eignaskattar, holræsagjöld, vatns- skattur og gjaldskrár fyrir raforku og húshitun. Hagstæðast er að reka fyrirtækið í Grindavík, þar sem sam- anlögð gjöld nema rúmum 8,9 milljónum kr. Segja má að Skaga- strönd skeri sig úr fyrir háa gjald- töku. Þar þyrfti sama fyrirtæki að borga 15,4 milljónir, eða nær 1,8 millj.kr. meira en þar sem gjöldin eru næst hæst. Sem forsendu í þessu dæmi miða Samtök fiskvinnslustöðva við fyrir- tæki með eigin hráefnisöflun. Að- stöðugjaldsstofn er ákveðinn 400 m.kr. hjá vinnslunni og 240 m.kr. hjá útgerðinni. Miðað er við 100 m.kr. endurstofnverð fasteigna. Raf- orkunotkun er áætluð 1 milljón kwh á ári m.v. 4.000 klukkustunda nýtingu samkvæmt afltaxta. Húshit- un miðast við 6.500 rúmm. af heitu Kosið til Stúdentaráðs Næstkomandi fimmtudag, 27. febrúar, fara fram kosningar til Stúdenta- og Háskólaráðs í Háskóla íslands. Á kjörskrá eru allir skráðir nemendur við Háskólann. Tvær fylkingar bjóða fram í kosningun- um: Röskva, samtök félagshyggju- fólks, og Vaka, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta. í Stúdentaráði sitja 30 manns til tveggja ára og er kosið um helming ráðsliða í senn. í síðustu kosningum sigraði Röskva naumlega og fékk átta menn kjörna, en Vaka sjö. Mikil kosningabarátta hefur farið fram síðustu daga og nær hún há- marki á morgun, en þá mætast frambjóðendur á kosningafundi í Háskólabíói kl. 12:15. -EÓ Kaldavatnsnotkun er áætluð 40 þús. tonn. í mörgum tilfellum munar meira en helmingi á gjöldum frá einum stað til annars. í Grindavík og Sand- gerði þyrfti fyrirtækið samtals að borga 3,2 millj.kr. í aðstöðugjöld, en hins vegar rúmlega 8,3 millj.kr. á Skagaströnd. í Stykkishólmi væru aðstöðugjöldin 6,4 m.kr. og á milli 4 og 5 milljónir í þeim bæjum á Snæ- fellsnesi, Vestfjörðum og Austfjörð- um sem könnunin náði til. Og með- altalið er líka tæpar 4,7 milljónir kr. Hæstan fasteignaskatt þyrfti fyrir- tækið að borga í: Kópavogi, Hafnar- firði, á Akureyri og Neskaupstað, 1.250 þús.kr. Sú skattheimta er lægst, 820 þús.kr., á Höfn og 900 þús.kr. í Keflavík/Njarðvík, Sand- gerði, Grundarfirði og Þorlákshöfn. Á Ólafsfirði þyrfti fyrirtækið aðeins að borga hitaveitunni 176 þús.kr. fyrir upphitun, en nær fimm sinn- um meira (814 þús.kr.) á Akranesi. Upphitunarkostnaður er einnig 730- 750 þús.kr. frá hitaveitum á Siglu- firði, Akureyri og Seyðisfirði og upp- hitun með raforku kostar álíka upp- hæð. Meðaltalið er 555 þús.kr. fyrir upphitun. I Sandgerði og Þorlákshöfn væri kaldavatnskostnaður þessa fyrirtæk- is aðeins 110 þús.kr. í vatnsskatt. í Vestmannaeyjum þyrfti það að borga nær fjórtán sinnum meira, eða samtals 1.518 kr., í vatnsskatt og notkunargjald. Víða er þessi kostn- aðarliður nokkurn veginn þarna mitt á milli, enda meðaltalið 677 þús.kr. Einna minnstur munur er á raf- orkukostnaðinum, sem er í sumum tilfellum stærsti kostnaðarliðurinn. Rafmagnið er ódýrast á Akranesi, tæpar 3,7 milljónir, en dýrast í Vest- mannaeyjum, rúmar 4,8 milljónir. Meðaltalið er 4,4 milljónir á þessum lið. Fimm staðir eru með samtölu þess- Ábilinu 10-11 milljónirvoru:Akra- nes, Kópavogur, Höfn og Húsavík. Á bilinu 11-12 milljónir eru: Ólafs- fjörður, Vestmannaeyjar, Stokkseyri, Sauðárkrókur, Akureyri og Eski- fjörður. Á bilinu 12-13 milljónir eru: ísafjörður, Þórshöfn, Seyðisfjörður, Siglufjörður, Rif, Bolungarvík, Nes- kaupstaður, Grundarfjörður og Pat- reksfjörður. í Stykkishólmi þyrfti fyrirtækið að borga samtals 13,6 milljónir í skatta og þjónustugjöld, en á toppnum trónir Skagaströnd með 15,4 millj- ónir sem fyrr segir. - HEI Leikarar í uppfærslu leikfélags Menntaskólans við Hamrahlíð á Upphafi og endi Mahagonnyborgar eftir Bertold Brecht og Kurt Weill. Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð með frumsýningu í kvöld á söngleik eftir Bertold Brecht og Kurt Weill: Upphaf og endir Mahagonnyborgar Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir annað kvöld, þríðjudagkvöld kl. 20, óperettuna Upphaf og endir Mahagonnyborgar eftir Bertold Brecht og Kurt Weill í þýðingu Böðvars Guðmundssonar. Verídð var fyrst sett upp í Þýska- landi nasismans árið 1939 og vakti þá upp ýmsar blendnar tilfinningar. Halldór E. Laxness er Ieikstjóri, en Guðni Franzson stjómar 35 manna hljómsveit. Sylvia von Kospoth danshöfundur sér um hreyfistjórn- un, og Egill Ingibergsson um lýs- ingu. Sýningar verða í hátíðasal Menntaskólans við Hamrahlíð þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga. Landsbréf hf. kaupa skuldabréf útgefin vegna kaupa á fullvirðisrétti af bændum Kaupgengi í dag er: 92,26 miðað við uppreiknað verð og 96,83 miðað við nafnverð. Gengi tekur mið af markaðsaðstæðum á hverjum tíma. Ráðgjafar Landsbréf hf. og umboðsmenn í útibúum Landsbanka íslands um allt land veita fúslega frekari upplýsingar og ráðleggingar. LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Sudurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. LOGSUÐUTÆKI MARGAR GERÐIR argon- og propangas- mælar súr- og gasmælar, tvöfaldar slöngur, kveikjur, logsuðugleraugu, einstreymislokar, logsuðutæki í settum, súr- og gaskútar. Varahlutaþjónusta. ÁRVÍK HF. ÁRMÚL11 ■ PÖSTHÓLF 8000 • 128 REYKJAVÍK ■ SlMI 687222 • TELEX 3012 •

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.