Tíminn - 05.03.1992, Side 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 5. mars 1992
Á þingi Norðurlandaráðs er fjallað um framtíð norrænnar samvinnu eftir að meirihluti norrænna þjóða verður kominn í EB:
Framtíð norrænnar sanv
vinnu er efst á baugi
Halldór Asgrímsson alþingismaður segist vera bjartsýnni á framtíð nor-
ræns samstarfs nú en fyrir nokkrum mánuðum. Hann telur að ef Sví-
þjóð, Finnland og Noregur ganga í Evrópubandalagið, verði enn brýnna
fyrir ísland að eiga gott samstarf við bræðraþjóðir á Norðurlöndum. í
gegnum þær geti Island komið sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi
mál sem eru til umíjöllunar á vettvangi evrópskrar samvinnu.
Umræður á þingi Norðurlanda-
ráðs endurspegla óvissu um fram-
tíð norræns samstarfs nú, þegar
allt útlit er fyrir að fjórar af fimm
aðildarþjóðum Norðurlandaráðs
verði orðnar aðilar að Evrópu-
bandalaginu innan fárra ára. Flest-
ir eru sammála um að norrænt
samstarf muni breytast og þurfi að
breytast í takt við breytingar í
heiminum. Halldór sagði að menn
séu enn ekki komnir að niðurstöðu
um hvers konar breytingar sé rétt
að gera á Norðurlandaráði né hvers
konar norrænt samstarf menn vilja
sjá í framtíðinni.
Halldór sagði ekki ólíklegt að nor-
rænt samstarf verði í framtíðinni
óformlegra en það er í dag. Draga
muni úr mikilvægi umræðna á
vettvangi þings Norðurlandaráðs.
en starf nefnda muni styrkjast. Á
síðustu árum hafa bræðraflokkam-
ir í löndunum verið að auka sam-
vinnu sína. Halldór sagðist telja að
þetta samstarf eigi eftir að aukast
enn frekar.
„Ég tel að það sé meiri áhugi fyrir
Halldór Ásgrímsson.
að halda sterku Norðurlandasam-
starfi núna en var fyrir nokkrum
mánuðum. Mér finnst umræðan
hafi heldur gengið í rétta átt,“
sagði Halldór.
„Ég tel það afar mikilvægt fyrir
okkur að hafa sterkt Norðurlanda-
samstarf, ekki síst út af því sem er
að gerast í Evrópu. Við þurfum á
góðum bandamönnum að halda í
sambandi við okkar samskipti við
EB. Því tel ég að sterk norræn sam-
vinna sé okkur mikilvægari en oft-
ast áður.“
Davíð Oddsson forsætisráðherra
hefur sagt að mikil hætta sé á að ís-
land verði meira og minna utan-
veltu í norrænu samstarfi í fram-
tíðinni, vegna þess að samstarfið
muni í framtíðinni fyrst og fremst
snúast um afstöðu til mála sem
upp koma á vettvangi EB, þ.e. ef
Noregur, Svíþjóð og Finnland
ganga í bandalagið á næstu árum,
eins og flest bendir til að þau geri.
Halldór var spurður um þetta at-
riði.
„Ég var nú þeirrar skoðunar að
það væri mikil hætta á þessu, en ég
er miklu bjartsýnni í dag. Ég held
líka að það sé mjög mikilvægt fyrir
ísland að vera með hinum Norður-
löndunum í umfjöllun um Evrópu-
málin, vegna þess að með þeim
hætti getur ísland haft nokkur
áhrif og komið sjónarmiðum á
framfæri með aðstoð hinna Norð-
urlandaþjóðanna. Ég held að nor-
ræna samstarfið geti orðið til að
styrkja okkar stöðu gagnvart þró-
uninni í Evrópu."
-EÓ
Matthías Bjarnason alþingismaður er ekki ánægður með ríkisstjórnina eða
stefnu þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Matthías segir í viðtali við Heimsmynd:
Gengum of fíjótt til
samstarfs við krata
Matthías Bjarnason, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, fer
ófögrum orðum um ástandið í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og um ríkis-
stjómarsamstarfið í viðtali við tímarítið Heimsmynd, sem kom út í gær.
Matthías segist telja að sjálfstæðismenn hafl verið of fljótir á sér, þegar þeir
gengu til samstarfs við kratana síðastliðið vor.
Matthías segir í viðtalinu að
stefnumið Sjálfstæðisflokksins hafi
breyst og flokkurinn sé ekki sá
flokkur, sem hann gekk í fyrir 50 ár-
um. Hann gagnrýnir harðlega frjáls-
hyggjuliðið f flokknum og segir:
„Þessir Heimdallarstrákar skilja
ekki út á hvað lífsbarátta fólksins í
landinu gengur. Við, sem erum bún-
ir að fara í gegnum þykkt og þunnt,
kynnast kjörum þjóðarinnar, teljum
okkur vita töluvert. Þessir aðilar
álasa mönnum eins og mér fýrir að
standa vörð um mína kjósendur,
kalla mig kjördæmapotara eða fyrir-
greiðslupólitíkus. Ef við lands-
byggðarmennirnir erum að hugsa of
mikið um okkar byggðarlög á kostn-
að heildarinnar, hvernig stendur þá
á því að allt fólkið er að flýja til höf-
uðborgarsvæðisins? Landsbyggðin
hefur verið arðrænd áratugum sam-
an og á töluverða sök á því sjálf með
því að geta aldrei staðið saman.“
Matthías gefur forystumönnum í
íslenskri pólitík ekki háa einkunn og
svarar, þegar hann er spurður hvaða
stjórnmálamenn séu hæfastir til að
leiða þjóðina í dag: „Það sorglega er
að ég sé þá ekki.“
Matthías gagnrýnir Þorstein Páls-
son m.a. fyrir þá sjávarútvegsstefnu,
sem hann fylgir, og fyrir að hafa leyft
frjálshyggjuliðinu að ná sterkum
tökum í Sjálfstæðisflokknum. Hann
gagnrýnir sömuleiðis Davíð Odds-
son fyrir hroka, en virðist þó vera
sáttari við hann nú en í fyrrasumar
og haust, þegar þeim lenti saman út
af byggðamálum. Hann segir að
hrokinn sé sömuleiðis að fara með
Jón Baldvin Hannibalsson. Sumir
menn þoli illa að verða ráðherrar.
Matthías segist hafa stutt Þorstein,
þegar hann var kjörinn formaður
flokksins árið 1983. Hann segist
hugði. Mér fannst margt benda til
þess að við þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins höfum verið einum of
fljótir að ganga til samstarfs við
krata. Ég hef orðið fyrir vonbrigðum
með ráðherra Alþýðuflokksins og
finnst einstakir menn úr þeirra röð-
um hafa sent okkur kaldar kveðjur."
Matthías gagnrýnir einnig ýmsar
ákvarðanir ríkisstjórnarinnar, m.a.
breytingar á almannatryggingalög-
gjöfinni. Hann segir um ákvarðanir
þingflokks sjálfstæðismanna: „Ég
reyni eins og ég get að hafa áhrif og
stundum felli ég mig við niðurstöð-
una. En því miður gerist það oft, og
æ oftar, að ég er mjög óánægður."
-EÓ
Kvölda tekur, sest er sól
Kvölda tekur, sest ersól,
sígur þoka’á dalinn.
Komið er heim á kvíaból
kýmar, féð og smalinn.
Senn er komið sólarlag,
sést á norðurtindum.
Líður á þennan dýrðardag;
drottinn stýri leiðum.
Senn er komið sólarlag,
sést á norðurtindum.
Líður á þennan dýrðardag;
drottinn hjálpi' oss öllum.
Senn er komið sólarlag,
sendi’ oss drottinn friðinn,
og oss gefi annan dag
eftirþennan liðinn.
Þjóðvísa
Matthías Bjarnason alþm.
einnig hafa stutt hann á síðasta
landsfundi flokksins. ,Á fundum
Davíðs um landið, eftir að hann var
kjörinn formaður, lýsti hann ýms-
um viðhorfum sem ég var sammála.
Eftir að hann myndaði ríkisstjóm,
fór ýmislegt á annan veg en ég
Nefnd í framhalds-
og grunnskólalögin
Ólafur G. Einarsson menntamála-
ráðherra hefur skipað nefnd til að
endurskoða lög um grunnskóla og
framhaldsskóla, en nefndinni er
ætlað að skila drögum að frumvörp-
um til ráðherra fyrír 1. september
n.k. Eftirtaldir aðilar hafa veríð
skipaðir í nefndina:
Sigríður Anna Þórðardóttir, alþm.,
formaður; Arnar Þórisson, fram-
kvstj. Félagsmálastofnunar stúd-
enta; Árni Sigfússon, form. skóla-
Knattspyrna:
Leikið um sæti í þriðju deild
Uð Hattar firá Egilsstöðum og
Magna frá Grenivflr koma til með
að leika um laust sætí í þríðju
deild á komandi keppnistímabili.
Leikurínn fer fram næstkomandi
laugardag klukkan 14, á sandgras-
vellinum f Kópavogi. Málið er til-
komið vegna gjaldþrots ÍK,
íþróttafélags Kópavogs, en Iiðið
áttí rétt til setu í þriðju defld.
Stjóm KSf samþykkti að lið í 9.
sæti 3. deildar, sem féU í Qórðu
defld, og það lið, sem næst var því
að komast upp úr Qórðu deild,
lékju um sætið.
Félögin mega elngöngu nota þá
leikmenn í þessum leik, sem voru
lÖglegir með félögunum f lok sept-
ember, og þeir, sem höfðu fengið
úrskurðað leikbann, taka það út f
leiknum. Það verður því fjóst á
laugardag hvort þáð verður Höttur
firá Egilstöðum sem leikur í þriðju
deild, eða hvort Magna tekst að
forða sér frá falli, en leikið verður
tfl þrautar.
-PS
málaráðs Reykjavíkur; Björn Búi
Jónsson, kennari í M.R.; Bjöm L.
Halldórsson lögfræðingur; Halldóra
Rafnar BA; Haukur Helgason, skóla-
stjóri í Hafnarfirði; Helgi Jónasson,
fræðslustjóri á Reykjanesi; Ingibjörg
Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi
MFA; Ingimundur Sigurpálsson,
bæjarstjóri í Garðabæ; Linda Rós
Mikaelsdóttir, kennari í Reykjavík;
María Gunnlaugsdóttir aðst.skóla-
meistari í Hafnarf.; Ólafur Jóhann-
esson, endurmenntunarstjóri K.Í.;
Sigurveig Sæmundsdóttir kennari í
Garðabæ; Sólrún B. Jensdóttir skrif-
stofustjóri; Stefán Baldursson, fram-
kvstj. rannsóknarsviðs H.Í.; TVausti
Þorsteinsson, fræðslustjóri Nl.
eystra; Þórleifur Jónsson, framkvstj.
Landssambands iðnaðarmanna.
Starfsmaður nefndarinnar verður
Guðríður Sigurðardóttir, skólaráð-
gjafi og uppeldisfræðingur.