Tíminn - 05.03.1992, Side 4

Tíminn - 05.03.1992, Side 4
4 Tíminn Fimmtudagur 5. mars 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sfmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 N orðurlandasamstarfið á vegamótum Þing Norðurlandaráðs, það 40. í röðinni, stendur yfir þessa dagana í Helsinki. Hraðfara breytingar í alþjóðasamskiptum og breytt heimsmynd setur sinn svip á skoðanaskipti stjórnmálamannanna á þinginu. Grundvöllurinn í utanríkisstefnu íslendinga hef- ur verið náið samstarf við Norðurlandaþjóðirnar, aðild að Atlantshafsbandalaginu og aðild að Sam- einuðu þjóðunum. Norðurlandasamstarfið hefur hvílt á mörgum stoðum, m.a. mjög víðtækum gagnkvæmum félagslegum réttindum, sem hafa gert það að verkum að greiðar götur eru á milli hinna skandinavísku þjóða. Samrunaferillinn í Vestur-Evrópu hefur sett norrrænt samstarf í breytt ljós. Samskiptin við Eystrasaltsríkin, hugsanleg aðild Svíþjóðar, Finn- lands og Noregs að Evrópubandalaginu — allt hefur þetta orðið til þess að beina umræðunni í aðrar áttir en að hinu hefðbundna og nokkuð langþróaða norræna samstarfi. Það er ekkert launungarmál að áhugi ýmissa stjórnmálamanna á hinum Norðurlöndunum beinist að því að þau geti komið fram sterk innan Evrópubandalagsins í framtíðinni og flutt þar sjónarmið sín á öflugan hátt. Danskir ráðamenn, sem hafa núorðið langa reynslu af aðild að EB, hafa ekki farið dult með áhuga sinn á þessu og því að öll Norðurlöndin að íslandi meðtöldu gerist aðilar að EB. Það er vissulega ástæða til þess fyrir okkur ís- lendinga að íhuga vandlega stöðu okkar í alþjóða- samstarfi. Líkur benda til að áherslur séu að breytast í Atlantshafsbandalaginu og Vestur- Evr- ópubandalagið fái aukið vægi. Það má ganga út frá því sem vísu, miðað við þá þróun sem hefur verið, að ekkert sé óbreytanlegt á alþjóðavettvangi. Við erum þátttakendur í hraðfara breytingum. Það er erfiður línudans að einangrast ekki, en halda jafnframt sínu sjálfstæði og sjálfsforræði. íslenskir ráðamenn hafa lagt á það áherslu á vettvangi Norðurlandaráðs að við viljum taka full- an þátt í norrænu samstarfi, og við viljum ekki heldur sitja hjá, þótt til umræðu sé málefni sem snerta einstök landsvæði innan Norðurlandanna, eins og t.d. þjóðanna við Eystrasalt. Þetta er rétt stefna. Fyrir litla þjóð eins og íslendinga er brýn nauðsyn að taka .þátt í samfélagi þjóðanna. Við eigum að fylgja því eftir á norrænum vettvangi að við viljum taka þátt í norrænu samstarfi, þótt að- stæður okkar séu á þann veg að við getum ekki gengið í Evrópubandalagið við óbreyttar aðstæð- ur. Það kemur innan tíðar að örlagaríkum ákvörð- unum fyrir íslendinga, sem varða samskipti þeirra við nágrannaþjóðirnar. Við eigum að stunda góð sambönd og samskipti sem víðast. Hins vegar er erfitt að hugsa sér íslensk utanríkismál án virkrar þátttöku í samtökum þeirra þjóða sem eru tengd- astar okkur: þjóða Skandinavíu og Vestur-Evrópu. Starfslok og hagræðing Lækkun starfsaldurs telja þró- aðar þjóðir meðal framfara og bættra lífskjara síðustu áratug- ina. Þar sem skynsamir menn hafa stofnað og skipulagt lífeyr- issjóði er það höfuðmarkmið slíkra fyrirtækja að greiða lif- andi fólki lífeyri, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Eftir því sem sjóðirnir eflast, er hægt að hækka lífeyrinn og/eða lækka starfsaldur þeirra sem njóta. Á íslandi hafa öðruvísi mann- gerðir komið sér upp lána- stofnunum, sem kallaðar eru lífeyrissjóðir. Og kosnir og ráðnir opinberir umsjónar- menn eru búnir að skuldbinda skattgreiðendur til að borga sér sextíu milljarða í lífeyri í fyll- ingu tímans. Er því kannski ekkert borð fyrir báru, eins og málvandir stjórnmálamenn hafa lært að segja, til að lífeyrissjóðirnir létti undir í lífsbaráttunni. Ekki er aðeins átt við lífskjör gamlingjanna, heldur allra ald- ursflokka. Það er hægt til dæmis með því að lækka eftir- launaaldurinn. Atvinnuleysi Ef skynsamlega er að staðið, þarf engin þversögn að vera í því að verja hærri upphæðum til lífeyrisgreiðslna en nú er gert, án þess að íþyngja sjóðum um of. Eigendur 80 lífeyrissjóða þurfa núna að ná 70 ára aldri til að njóta fullra eftirlauna. Þeir, sem eiga skuldir ríkissjóðs að bakhjarli, komast 5 árum fyrr á eftirlaun og sumir fyrr, ef til- teknum starfsaldri er náð. Viðvarandi atvinnuleysi er að festa rætur á íslandi, og er ótt- ast að það eigi eftir að aukast að miklum mun. Ástæður eru margar og sam- verkandi, svo sem tæknivæð- ing og hagræðing og offram- boð á vöru og þjónustu heima og erlendis. Hagræðing miðar mjög að því að fækka starfsfólki í fjölda at- vinnugreina, án þess að nýjar atvinnugreinar taki við starfs- krafti. Eldri starfsmenn sleppa ekki stöðum sínum og mikið dregur úr nýráðningum. Fleiri og fleiri lenda á atvinnuleysisbót- um, og sífellt verður erfiðara fyrir unga fólkið að fá störf við hæfi á vinnumarkaði. Dýrar atvinnubætur Aðilar vinnumarkaðarins eru farnir að tala um atvinnubóta- vinnu í stórum stíl. Þeim dettur ekki annað í hug en að það opinbera taki á sig miklar fjárskuldbind- ingar, til að hefja rándýr- ar framkvæmdir til þess að auka atvinnu. Þetta eru hugdettur sömu manna og halda að lífeyrissjóð- ir séu bankar og að öll eyðsla og framkvæmdir séu arðbærar, hverju nafni sem nefnast. Ef kostur er að stytta starfsæv- ina í stað þess að lengja hana, eins og gert hefur verið, mundu störf losna sjálfkrafa og unga fólkið kæmi inn á vinnu- markaðinn með eðlilegum hætti. Það gæti orðið miklu ódýrara fyrir þjóðfélagið í heild að dreifa sem mest og best þeim störfum, sem fyrir hendi eru, heldur en að standa í stórfelld- um og fjárfrekum framkvæmd- um með það eitt að markmiði að fjölga störfum. Aldrei að víkja Alþekkt er að gamlir og heimaríkir starfsmenn stofn- ana og fyrirtækja breiða sig yfir eins mörg störf og þeir komast upp með og víkja aldrei um hænufet fyrir yngra fólki. Þeir neita því að nokkur sé þess um- kominn að fylla sæti þeirra innan fyrirtækisins. Kunnugur er einnig jarmur- inn um að menn veslist upp og deyi ef þeir þurfa að víkja frá færibandinu, skrifstofustóln- um eða sleppa hakanum sem manni skilst stundum að þeir hafi ríghaldið sér í alla ævina og varla lifað fyrir annað. Allt er þetta mjög orðum auk- ið og er viðhaldið af tiltölulega fáum einstaklingum, sem bitið hafa það í sig að puðið og fyrir- tækishollustan sé lífsfyllingin eina og sanna. Flestum er svo varið að það er fyrst og fremst efnaleg afkoma sem ræður því að þeir vinna fullan starfsdag eins lengi og stætt er. Allt það fólk, sem þannig er ástatt fyrir, mundi fegið ljúka starfsævinni mun fyrr en nú er kostur, ef það hefði ráð á því og væri tryggð viðunandi afkoma og þar með öryggi. Þar með er ekki sagt að þeir öldruðu eigi að leggjast í kör og hugarvfl af leiðindum. Á með- an enn er þróttur í fólki og það er ekki drifið inn á ellistofnan- ir, mun það finna sér sitthvað til dundurs sem vel gæti orðið því sjálfu og samfélaginu miklu hollara en puðið við færiband eða slímsetur í skrifstofustól. Kvíði og öryggisleysi f stað þess að auðvelda öldruð- um starfslok streða stjómvöld við að fylla þá öryggisleysi með auknum álögum og ekki síður að taka áunnin cllilaun af um- talsverðum fjölda aldraðra. Eftirlaunaaldur allra annarra en opinberra starfsmanna er hækkaður og fólki gert eins erf- itt fyrir að ljúka ævistarfinu og hugsast getur. Því neyðast flest- ir til að sitja á meðan sætt er, og endurnýjun í störfum verður sein og erfið. Fyrir unga fóikið, sem kemur inn á vinnumarkað frá löngu námi og misjafnlega ströngu, em það augljósir hagsmunir að umtalsverð hreyfing sé á stöð- um og störfum. Á tímum sam- dráttar og svokallaðrar hagræð- ingar er enn mikilvægara en endranær að sú hreyfing sé ör. Það getur líka verið hollt fyrir fyrirtæki og stofnanir að hrært sé upp í stöðugildunum, ekki síst á tímum örra breytinga eins og nú ganga yfir. Lækkun eftirlaunaaldurs og ríflegri eftirlaunatekjur getur vel verið miklu arð- meiri hagræðing en sú að stöðva nýráðningar og steypa komandi kynslóð í enn meiri skuldir með því að slá enn meiri lán og ráðast í risafram- kvæmdir, sem engum arði skila nema í hugarreikningi manna sem aldrei hafa fengið rétta út- komu úr hvað tvisvar sinnum tveir eru. En að fjárfesta í ellinni er svo framandi hugtak að stjórnend- ur þjóðar og atvinnulífs munu fyrr veðsetja Frón með bama- börnum sínum og bamabama- börnum en skilja í hverju raun- vemleg hagræðing felst. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.