Tíminn - 05.03.1992, Page 8

Tíminn - 05.03.1992, Page 8
8 Tíminn Fimmtudagur 5. mars 1992 Jón Sigurðsson frá Skíðsholtum Fæddur 15. nóvember 1897 Dáinn 30. janúar 1992 Jón heitinn hefði því fyllt hálfan tí- unda áratuginn á þessu ári, ef lífs- þrótturinn hefði enst honum nokkrum mánuðum lengur. Ég var á heilsuhæli allíjarri Borg- arfirðinum, þegar útförin var gerð, svo ég treysti mér ekki til þess um hávetur að fylgja honum síðasta spölinn. Ég hugsaði mér því að minnast hans við tækifæri síðar. Og nú er ég kominn og tek mér penna í hönd, ekki til þess að skrifa neitt ævi- „registur", heldur til þess að þakka fyrir allt sem ég á honum vangoldið og fyrir allt sem hann kenndi mér. Ég man nú ekki lengur hvenær fundum okkar bar fyrst saman, en það mun hafa verið á þeirri tíð er Ungmennasamband Borgarfjarðar átti sitt blómaskeið. Þá man ég best eftir því hvað mig langaði til þess að geta skilað pappírum eins fallega og hann, hvort sem var tillaga á blaði eða fundarályktanir. En ein tillaga á blaði segir svo margt um höfund- inn, bæði handlagni og hugarfar og áhugamál. Og tíminn leið. Jón átti heima vestast í Mýrasýslunni, en ég uppi í Borgarfirði. En það fór ekki hjá því að ég frétti margt af Jóni í Skíðs- holtum. Hann vann nokkur haust á skrif- stofu Kaupfélags Borgfirðinga, bæði í Reykjavík og í Borgarnesi. Ari bróðir minn vann líka í slátur- tíðinni á þessari sömu skrifstofu í Borgarnesi. Hann sagði mér margt um þennan Jón í Skíðsholtum, þeg- ar hann kom heim eftir veturnætur, og allt var það á sömu leið og það hugboð sem ég hafði gert mér áður. Allt var það fallega gert og allt var það rétt sem Jón gerði. Jón kom al- kominn í Borgarnes 1946. Árið 1950 tók Ræktunarsamband Borg- arfjarðar þá vafasömu ákvörðun að kjósa mig formann þessara sam- taka, sem þá voru vægast sagt í öldudal og margir örvæntu um hag þess og framtíð. Ég var þá sveitabóndi og hafði hvað mest að sýsla um búrekstur minn. Þá var ég að byggja upp jörð mína og þá fóru fram fjárskipti og í mörgu var að snúast þó þetta bætist ekki við. Eitt það fyrsta, sem ég gerði fyrir þetta samband, og eitt það besta, sem ég gerði fyrir það, var að ég fór til Jóns frá Skíðsholtum og bað hann að vera bókhaldara þessa fyr- irtækis fyrir mig. Jón tók þetta að sér og ég fann það fljótt að enginn bar brigður á að reikningurinn væri réttur, fyrst hann kom úr höndum þessa manns. Ég fullyrði að þetta vinarbragð Jóns gerði mér fært að stunda bæði bústörfm heima og sjá um rekstur þessa fyrirtækis. Þó leiddi það af sjálfu sér að fólkið mitt heima vann margt af þeim verkum, sem ég hefði annars unnið. Ég gegndi þessu formannsstarfi í þrjú ár. Fyrstu tvö árin var nokkur halli á þessum rekstri, en síðasta ár- ið gekk vel og gerði það ár meira en jafna hallann á fyrri árunum tveim- ur. í þessu vafstri öllu saman kynnt- ist ég Jóni frá Skíðsholtum ágæt- lega vel. Hann var alltaf hinn trúi, ráðholli vinur á hverju sem gekk. Ég segi ekki frá þessu til þess að slá á mig einhverjum ljóma, heldur til þess að sanna mönnum að kynning okkar voru engin skyndikynni, heldur ágætt og áralangt samstarf, sem batt okkur vináttuböndum. Meðan ég átti í þessu stríði með Ræktunarsamband Borgarfjarðar og bæði fyrr og síðar var eins og mitt annað heimili í Borgarnesi hjá þeim hjónum Ara bróður mínum og Ólöfu konu hans. Hjá þeim hjónum var alltaf opið hús fyrir fjölda manns. Það gerði mikið starf hans sem vegaverkstjóri. Samstarf okkar Jóns varð meira en stríðið í ræktunarsambandinu. Við vorum árum saman valdir til þess að rita í sameiningu fundargerð að- alfundar Kaupfélags Borgfirðinga. Sá fundur var ávallt haldinn um mánaðamót apríl-maí og var þar oft fjölmenni saman komið. Við höguð- um alltaf störfum svo að Jón ritaði allt í fundargerðarbókina, en ég tíndi saman það merkasta úr ræð- um manna og svo auðvitað allar til- lögur, sem komu fram, og meðferð þeirra. Ég þarf ekki að taka það fram að allur frágangur Jóns á fundargerð- arbókinni var honum til sóma, og hreint augnayndi að fletta þeim blöðum. Ég má til að geta þess í minning- um mínum um Jón að hann var orðhagur maður í besta lagi og hef- ur margur verið kallaður skáld, sem orti ekki betur en hann. Ég naut oft þessarar íþróttar hans þar sem ég sat hið næsta honum við fundarritaraborðið á kaupfé- lagsfundunum. Það kom eins og reiðarslag yfir okkur öll þegar það fréttist 21. maí 1959 að Ari bróðir minn hefði látist af slysförum þennan dag. Þá sáu það allir, sem eitthvað þekktu til Ólafar Sigvaldadóttur, hvflík hetja hún var. Ekki voru risnan né höfð- ingsskapurinn dregin saman á nokkum hátt, og þó voru yngstu börnin vart af barnsaldri. En hvað blessaður tíminn líður stundum fljótt, þegar litið er til baka. í ágústmánuði 1963 giftust þau Jón Sigurðsson frá Skíðsholtum og Ólöf Sigvaldadóttir, áður kona Ara bróður míns. Þessi ráðahagur gladdi mig mjög. Ég gjörþekkti bæði brúðhjónin og bar hið mesta traust til þeirra beggja, enda var þetta hamingjurík ákvörðun. Hér eignaðist Jón vinur minn allt í einu sjö börn. Þetta var ekki vandalítil ákvörðun, en þennan vanda leysti hann af hendi með sinni alkunnu snilli. Áður en maður vissi af var þessi stóri hópur orðnir vinir og svo var meðan Jóni entist þrek og aldur. Máski kom þetta best í ljós þegar hið mikla vinnuþrek hans gaf sig. Jón andaðist á sjúkrahúsinu á Akranesi 30. janúar síðastliðinn. Blessuð sé minning hans. Ég hef ekki í annan tíma skilið betur orð norska stórskáldsins þeg- ar hann segir: Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Þorsteinn Guðmundsson, Skálpastöðum Ey ðniað varanir á frímerkj um Það er þó nokkuð síðan að bæði bresk og bandarísk pósthús fóru að vera með hvers konar slagorð gegn eyðni á vélstimplum til ógildingar frímerkja. Voru þetta áberandi aðvaranir á póstinum sem þú fékkst sendan heim til þín. Nú hafa TVrkir á Kýpur gengið enn lengra og gefa þeir út frímerki með aðvörunum gegn eyðni. Á frí- merkinu sjálfu eru fjórar myndir. Séu þær skoðaðar sólarsinnis, er fyrst mynd af pari í rúmi. Þá er næst mynd af eiturlyfjaneytanda sem er að sprauta sig í handlegg. Þá er næst kona sem heldur um kviðinn, en hún er greinilega þunguð. Þá er loks mynd af því þar sem sjúklingi er gefið blóð í æð. Stimpillinn sýnir svo stflgerða mynd af nöktum einstaklingum. En póststjórnin á tyrknesku Kýp- ur gefur lfka út fyrstadagsumslög fyrir frímerkin sín og setur jafnvel ýmsar myndir, er merkin varða, á slík umslög. Á umslagi því, sem notað er fyrir eyðnifrímerkið, er mynd af dauðanum með Ijáinn, sem er eini endir þessa sjúkdóms, ekki síður en þess að hafa einhvern tíma fæðst sem maður á þessa jörð. En það er líka gefin nokkur von. Fyrir neðan myndina af dauð- anum er teikning af manni, sem hefur skriðið ofan í smokk og gef- ur höggormi, sem myndar orðið „aids“, langt nef. Það væri því synd að segja að Tyrkir séu ekki hug- kvæmir við gerð áróðurs til varnar eyðni. Annað, sem er sérkennilegt við frímerkið, er að starfsfólk póstsins hefur unnið það að öllu leyti. Það er gert eftir litskyggnum, sem teknar hafa verið af hinum ýmsu atriðum. Stærð merkisins er 41x26 mm og upplagið ekki mjög stórt, eða 150 þúsund. Frímerkið er prentað á pappír með vatnsmerki hjá ríkisprent- smiðjunni á Kýpur, í Lefkosa. Það kom út þann 13. desember 1991 og verðgildi þess er 1000 tyrknesk- ar lírur. Tyrkneska lýðveldið á Norður- Kýpur er fullt nafn landsins og Frímerkiö og stimpillinn sem vara viö eyöni. Kuzey Kibris Ttlrk Cumhuriyeti Turkish Republtc of Northern Cyprus Stqurdur H. Thorowin.ton hfífíTílílí' Ul|,m»rtlrdí IS-STo HUmsvík. lcelatK) llk Gún Zarft - Post öffice FDC Fyrstadagsbréfið meö Kýpurfrímerkinu. Hörmuieg stimplun frá pósthúsinu í Reykjavlk. 30oo 200 ára ártíö Mozarts. heimilisfang póstsins þar er: Director of the Department of Post, Turkish Republic of Northern Cyprus, Lefkosa, Mersin 10, Turkey. Þá gaf sama póststjórn út sam- stæðu frímerkja með vitum þann 16. desember. Landslagsmyndir, þar á meðal myndir af klettum með steingervingum, til að laða að ferðamenn, voru einnig gefnar út þann 27. desember og nokkru fyrr, eða þann 20. nóvember, voru gefin út frímerki til að minnast ýmissa afmæla, eins og 200 ára afmælis Mozarts. Stimplun frímerkja Það er stundum stórkostlegt að sjá hvernig póstmönnum tekst að eyðileggja frímerki fyrir söfnurum með stimplun, sem gerir frímerkið óæskilegt í safni vegna þess að það verður ljótt af svona stimplun. Að þessu sinni ætla ég að birta mynd af bréfshorni, sem pennavinur minn og frímerkjasafnari póst- lagði til mín og setti á tvö skipa- merki og jaðrakan. Merkin snyrti- lega límd á og jaðrar með jaðar- prenti fylgja. En hvernig leit svo veislan út þegar hún komst í mín- ar hendur? Rúllustimpli hafði ver- ið slengt tvisvar á bréfið til að ógilda merkin. Þau tvö efstu eyði- lögð með þessum ljóta stimpli, sem var auk alls þessa einnig til- dreginn og skældur. Neðri stimp- illinn hitti svo ekki einu sinni frí- merkið, sem ég gæti því þess vegna leyst upp og notað á þetta bréf til blaðsins. Þá kæmi senni- lega nýtt heiti yfir þessa notkun frímerkja. Frímerkjafræðin auðg- aðist þá um hugtakið „endurnotuð frímerki". Það virðist vera full ástæða til að biðja póstmenn um að vanda störf sín betur. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.