Tíminn - 17.03.1992, Side 2

Tíminn - 17.03.1992, Side 2
2 Tíminn Þriðjudagur 17. mars 1992 Raddir heyrast meðal forystumanna í stjórnmálum og atvinnulífi um að ef EES klikkar, sé aðild að EB betri kostur en tvíhliðasamningur við EB: Eigum við að máta flík sem allir sjá að passar ekki? Ef Evrópska efnahagssvæðið (EES) verður ekki að veruleika, kann svo að fara að sumir forystumenn í stjórnmálum og atvinnulífi þrýsti fast á um að ísland sæki um aðild að Evrópubandalaginu (EB) og fylgi þannig fordæmi Svía, Finna og Norðmanna, sem að öllum líkind- um óska eftir aðild að EB í vor. Mestar líkur eru þó á að tvíhliða samningur milli íslands og EB verði sú leið sem farin verður, ef ekkert verður úr EES. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir þó að ef ekkert verður af EES, verðum við að íhuga að óska eftir aðild að EB. ísland á tveggja kosta völ, ef ekki verður af EES Sæmileg sátt hefur verið um það á íslandi að landið skuli tengjast nýrri skipan Evrópu í gegnum EES. Kvennalistinn er reyndar algerlega andvígur samningnum. Menn eru þó misánægðir með EES-samning- inn og flestir eru sammála um að hugmyndin um EES sé gölluð, eins og mál hafa þróast í Evrópu síðustu þrjú árin. Eftir sem áður hefur það verið stefna íslenskra stjórnvalda að halda sig við EES-samninginn. Nú- verandi ríkisstjórn hefur sagt að að- ild að EB sé ekki á dagskrá, a.m.k. ekki á þessu kjörtímabili. EB-dómstóllinn er nú að skoða EES- samninginn og er búist við áliti frá honum fyrir páska. Flestir talsmenn samningsins búast við að dómstóllinn geri ekki athugasemd við samninginn, en ekki er það þó talið öruggt. Ef EB-dómstóllinn gerir athugasemdir við EES-samn- inginn, er talið öruggt að ekkert verði af EES. Hvaða kosti á ísland þá? Þeir eru tveir, að gera tvíhliða samning við EB, sem væntanlega yrði að grunni til byggður á fyrir- liggjandi EES- samningi, eða ganga ÍEB. Hingað til hafa nær allir forystu- menn þjóðarinnar og forystumenn í atvinnulífi sagt að ef EES-samn- ingurinn nær ekki fram að ganga, verði íslendingar að leita eftir tví- hliðasamningi við EB. Meirihluti stjórnmálamanna hefur sagt að það sé ekki jafngóður kostur og aðild íslands að EES, en aðrir, einkum þó Kvennalistinn o.fl., hafa sagt að tvíhliðasamningur við EB sé besti kosturinn og sá kostur sem hefðum við átt að byrja á að kanna. Eigum við að kaupa flík sem passar okkur ekki? Nú heyrast raddir sem segja að ef EES-samningurinn nær ekki fram að ganga, séu íslendingar eiginlega knúnir til að óska eftir aðild að EB. Jón Baldvin hefur sagt að ef EES verður ekki að veruleika, þá verði íslendingar að íhuga alvarlega að leggja fram aðildarumsókn að EB. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, og fleiri forystu- menn í íslensku atvinnulífi eru sömu skoðunar. Rök Þórarins fyrir því að leggja fram umsókn eru þau að á næstu mánuðum muni bræðraþjóðir okk- ar á Norðurlöndunum sækja um aðild að EB. Forystumenn EB hafa lýst því yfir að umsóknimar verði afgreiddar hratt, þannig að löndin geti orðið aðilar að EB á árinu 1995. Þórarinn segir að með því að fylgja hinum norrænu þjóðunum eftir fáum við besta tækifæri, sem við fáum nokkm sinni til að ganga í EB. Auk þess standi ísland höllum fæti á Evrópumarkaði, ef Noregur fer í EB en ísland ekki. Þórarinn segir að við eigum að kanna hvað EB bjóði okkur í samningaviðræð- um um aðild. „Það er ekki það sama að máta flíkina og kaupa hana,“ sagði Þórarinn. Kristín Einarsdótt- ir, alþingismaður og formaður Samstöðu um óháð ísland, segir að maður fari ekki að máta flík sem augljóst sé að passi ekki á mann. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra er ekki sammála Þórami. Hann tekur samlíkingu af kjara- samningaviðræðum og bendir á að þegar samið sé í samfloti sé ólfklegt að einhver aðili fái sénneðferð; m.ö.o. sé ekki líklegt að ísland fái aðra og betri meðferð heldur en t.d. Noregur, sem væntanlega myndi semja um aðild að EB á sama tíma. Eiga íslendingar kost á sérmeðferð? Allar vangaveltur manna um að- ild íslands að EB ganga út frá því að íslenskur sjávarútvegur fái einhvers konar sérmeðferð í bandalaginu. Meginregla EB er að allar þjóðir hafa jafnan rétt til að nýta auðlindir innan bandalagsins, stofna fyrir- tæki og selja vörur og þjónustu. Þetta þýðir að ef ísland gengur í EB, fá erlend skip að veiða innan ís- lenskrar landhelgi. Allir íslending- ar, jafnt þeir sem vilja að við göng- um í EB og hinir sem eru því and- vígir, eru sammála um að þetta sé óaðgengilegt fyrir íslendinga. Tálsmenn aðildar íslands að EB benda á ýmislegt sem geti bent til þess að EB veiti íslendingum sér- meðferð, þannig að þeir fái áfram einir að veiða fisk við ísland. Þeir benda á að verið sé að endurskoða fiskveiðistefnu EB og allir viður- kenni, þar með talin fram- kvæmdastjórn EB, að fiskveiði- stefnan sé komin út í algjörar ógöngur. Þeir benda einnig á að í Maastricht-samkomulaginu hafi ríkjum innan EB verið veitt undan- þága frá nokkrum meginreglum EB, og hugsanlega gildi það sama um ísland. Þá hefur verið bent á að fyrirtæki sem eru að hluta til í eigu útlendinga, eins og Olís og Skelj- ungur, eiga hlut í íslenskum sjávar- útvegsfyrirtækjum. Útlendingar séu því strangt tiltekið starfandi í íslenskum sjávarútvegi í dag. Þeir eru þó fleiri sem telja útilok- að að íslendingar fái undanþágur frá meginreglum EB. EB stefni á öllum sviðum að meira frelsi og ekki sé líklegt að hindranir eins og þær sem íslendingar vilja fá, verði samþykktar af ráðamönnum í Brus- sel. Spánverjar og fleiri fiskveiði- þjóðir muni tryggja það. Með því að sækja um aðild og krefjast þess á sama tíma að fá að halda Iandhelg- inni fyrir sig eru íslendingar í reynd að óska eftir að fá alla kostina við aðild, en vera lausir við ókostina. Ólíklegt er að góðvild ráðamanna í Brussel ráði algerlega ferðinni, þeg- ar þeir meta umsókn Íslands að EB. Jón Baldvin efast um góðvild og sanngimi EB Það var á ráðstefnu EB, sem haldin var í Reykjavík á föstudag- inn, sem Þórarinn V. gaf yfirlýsingu sína sem hvað mest hefur verið í fréttum um helgina. Á sömu ráð- stefnu flutti Jón Baldvin ræðu þar sem hann fór yfir þá kosti sem fs- lendingar eiga í núverandi stöðu. Hann ræddi m.a. um höfuðrök- semdina gegn aðild íslands að EB, þ.e. sjávarútvegsstefnu bandalags- ins. ,Auðvitað erum við sannfærðir um að í hinni nýju Evrópu framtíð- arinnar verði öll viðskipti byggð á gagnkvæmu trausti og farið verði að leikreglum. En það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá að það er útilokað að við getum treyst sjáv- arútvegsráðherrum EB til að taka ábyrgar ákvarðanir um stjórn auð- linda okkar, sem er minniháttar at- riði í þeirra augum, en er spuming um líf eða dauða fyrir okkur. Það kann að vera mögulegt að sjávarútvegsstefna EB geri hverri þjóð fyrir sig mögulegt að hafa eig- in stjóm á fiskveiðunum, en sú stjórnun yrði komin undir góðvild og skilningi annarra þjóða í banda- laginu, svo lengi sem það em engin skýr ákvæði sem tryggja rétt þjóð- anna til að ráða stjóm veiðanna. Þið getið velt fyrir ykkur hvemig slík krafa yrði meðhöndluð af þjóð eins og t.d. Spánverjum," sagði Jón Baldvin. -EÓ Freyvangsleikhúsið sýnir rokkóperuna: MESSÍAS MANNSSON Freyvangsleikhúsið í Eyjafjarðar- sveit frumsýndi á föstudagskvöldið rokkóperuna ,Jesus Christ Sup- erstar" eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber. Verkið heitir í uppfærslu Frey- vangsleikhússins „Messías Manns- sonur“, og unnu þau Emelía Bald- ursdóttir og Hannes Örn Blandon nýja þýðingu á verkinu. Tónlistin var einnig útsett upp á nýtt, og ann- aðist Jón Ólafsson tónlistarmaður þá hlið mála. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir og kórstjóri er Þórdís Karlsdóttir. Rokkóperan Messías Mannssonur fjallar um síðustu 7 dagana í lífi Jesú, eins og lesa má í píslarsögu guðspjallanna, og endar á föstudag- inn íanga með krossfestingu Jesú Krists. Höfundarnir hafa leitast við að fylgja píslarsögunni nokkuð ná- kvæmlega, og reyna að skapa trú- verðuga mynd af því sem fólk les í „Hinni Helgu bók“. Mikil tónlist og söngur er í verkinu, og skapar það sterka umgjörð. í fréttatilkynningu segir að þetta sé langviðamesta verkefni sem sett hafi verið upp í Freyvangi til þessa. Alls taka um 40 manns þátt í sýning- unni, auk þess sem fjöldi manns hefur á einn eða annan hátt komið nálægt uppfærslunni. Einsöngvarar í sýningunni em 9 talsins: Ingólfur Jóhannesson (Jesús), Hulda Björk Garðarsdóttir (María Magdalena), Sigurður Ingimarsson (Júdas), Har- aldur Davíðsson (Pfiatus), Hilmar Harðarson, Helgi Þórsson, Heimir Bragason, Kristján Ingimarsson og Kristján Pétur Sigurðsson. Næstu sýningar í Freyvangsleik- húsinu verða fimmtudaginn 19. mars, föstudaginn 20. mars og laug- ardaginn 21. mars og hefjast sýning- ar kl. 20.30 alla dagana. Miðasala er opin daglega, og sími þar er 96- 31196. hiá-akureyri. Akureyri: Rannsókn fíkniefna málsins á lokastigi Rannsókn fíkniefnamálsins, sem upp kom á Akureyri nú fyrir skemmstu, er nú að mestu lokið. Gunnar Jóhannsson hjá rann- sóknarlögreglunni á Akureyri sagði í samtali við Tfmann að málið væri á lokastigi, eftir væri frágangsvinna og síðan yrði mál- inu vísað tíi rOdssaksóknara og dómstóls í ávana- og fikniefna- málum. Síðustu aðUarnir, sem málinu tengjast, voru yfirheyrðir s.I. laugardag. Tveir menn áttu mest- an þátt í sölu og dreifingu á efn- inu, og eru þeir lausir úr gæslu- varðhaldi. Gunnar sagði að alls tengdust 32 aðilar á aldrinum 17-41 árs málinu á einn eða annan hátt, flestir þeirra um þrítugt. Alls voru gerð upptæk um 40 gr af hassi, og viðurkennd neysla á um 300 grömmum til viðbótar. Hvert gramm var selt á 1500 krónur, og er því söluverðmætið liðlega hálf miUjón króna. Gunnar sagði að ffimiefnaneyslan hefði átt sér stað undanfamar vikur, en grunur léki á að neysla a.m.k. hluta máisaðila hefði staðið yflr um nokkurt skeið. hiá-akureyri. Ferðamálaráð er að reisa þjónustuhús við Gullfoss Þessa dagana standa yfir fram- kvæmdir við byggingu þjónustu- húss, þ.e. salema og afdreps fyrir ferðamenn, við GuUfoss. Það er Ferðamálaráð sem stendur fyrir byggingu hússins, en þetta er 120 fm einingahús. Aðstöðuleysi ferðafólks hefur lengi verið ferðamálafrömuðum þymir í augum og er húsi því, sem nú rís, ætlað að bæta úr þeirri brýnu þörf. Áætlað er að húsið verði tilbúið þann 1. maí á þessu ári og tekur þá Nátt- úruvemdarráð við rekstri þess. Áætl- aður byggingarkostnaður er 15 milljónir, en ýmsir aðilar leggja mál- inu lið, s.s. Vegagerðin sem leggur veg að húsinu á sinn reikning, og RARIK sem leggur að því rafleiðslu. Jafnhliða þessum framkvæmdum er nú unnið að því að færa upphaf Kjalvegar frá gljúfurbarminum, þar sem það nú er, og lengra til vesturs. -SBS/Selfossi Gullfoss.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.