Tíminn - 17.03.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.03.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. mars 1992r Tíminn 3 Nýtt og fullkomið tæki til þess að eyða valbrá og sprungnum æðum tekið í notkun á Landspítalanum: Valbránni eytt með leysigeisla Um þessar mundir er verið að taka í notkun nýtt tæki á Landspítal- anum sem eyðir valbrá og æðasliti úr húð fólks með leysigeisla. Þessi tækni er nýtilkomin í heiminum, en hingað til hefur þurft að senda fólk utan til þess að eyða valbrá af áberandi stöðum á líkama þess. Nú þegar eru á milli 20 og 30 manns á biðlista eftir að fá leysi- geislameðferð hér heima. Að sögn Ólafs Egilssonar, lýtalækn- ingasérfræðings á Landspítalanum, hafa nú þegar allmargir farið utan til þess að láta eyða valbrá. Ef niður- stöður úr rannsóknum erlendis eru heimfærðar upp á fólksfjölda á ís- landi fæðast hér sex á ári hverju með valbrá í andliti. Þannig er ljóst að nokkuð stór hópur fólks getur haft not af þessu nýja tæki. Leysigeisla- meðferðin er bæði sársaukalaus og hættulaus. Tækið sjálft er bandarísk framleiðsla og kostar um 19 milljónir króna, en inn í þeirri tölu er kostnaður vegna námskeiðs erlends sérfræðings og viðgerðarmanns til þess að læra á gripinn, allur kostnaður við uppsetn- ingu og varahluti. Það að fjarlægja valbrá úr andliti flokkast ekki undir fegrunaraðgerð. Þar af leiðandi borg- ar sjúklingurinn ekki nema 1.500 krónur í göngudeildargjald, en Tryggingastofnun greiðir afganginn. Þegar um er að ræða lagfæringu á æðasliti og valbrá, sem er ekki í and- liti, getur hins vegar verið vafamál hvort um fegrunaraðgerð eða lýta- lækningu sé að ræða. Valbrá stafar af vansköpuðum æð- um sem fyllast af blóði og þenjast út. Rauði liturinn kemur af blóðkornun- um, en þessar æðar liggja mjög grunnt í húðinni og þess vegna kem- ur litarhátturinn út í gegn. Ummál hvers geislaskots er ýmist sex eða þrír millimetrar, þannig að aðgerðin getur tekið nokkum tíma. Leysigeislinn fer í gegn um húðina án þess að skadda ystu lög hennar. Orka geislans leysist út í vansköpuð- Fé og fatnaður til bág- staddra Rauði kross íslands hefur svar- að hjálparbeiöni Alþjóðasam- bands Rauða kross félaga vegna jarðskjálftanna í austurhluta Tyrkiands með einnar milljónar kr. framlagi. Hjálparstofnun kirlqunnar hefur sömuleiðis ákveðið að senda þrjá vörubfls- farma af fatnaði til nauðstaddra en þeir eru í bflalest sem nú er á leið til Kúrda í írak. Alþjóðasamband Rauða kross féiaga telur að um 350 millj. ísl. kr. vanti til þess að sinna brýn- asta hjálparstarfi sem felst eink- um í því að útbúa skýli fyrir veðri og vindum fyrir um 100 þúsund manns sem orðið hafa að yfirgefa heimili sín. Einhverj- ar mestu vetrarhörkur í manna minnum eru nú á jarðskjálfta- svæðinu. um æðum er mynda valbrána og veldur skemmdum í veggjum æð- anna. Hann vinnur á innra byrði æð- anna, en við það leggst æðin saman og valbráin hverfur. Leysigeislinn eyðileggur æðamar ekki alveg við eitt skot og þess vegna þarf sjúkling- urinn að fá þessa meðferð tvisvar og stundum oftar til þess að valbráin hverfi fullkomlega. Að sögn Ólafs Egilssonar getur þessi meðferð tekið allt að hálft ár. í fýrsta skiptið sem sjúklingurinn kemur eru gerðar tilraunir með að skjóta á hann geislum með mismunandi orkusvið- um. Eftir um það bil átta vikur kem- ur hann aftur til skoðunar og þá er hægt að sjá hvaða orkusvið hentar honum best. Hann fær síðan með- ferð í samræmi við það, þar sem geislum er skotið á alla valbrána. Hann verður síðan að bíða í aðrar átta vikur áður en næsta meðferð hefst. í sumum tilfellum duga þrjár umferðir, en í öðrum þarf að koma oftar, en valbráin fölnar alltaf eftir hverja umferð. -ÁG. Egill Ólafsson, sérfræðingur á Landspítalanum, sendir geisla í höndina á blaðamanni, en vélin sjálf er í baksýn. Meðferðin er nokkurn veginn sársaukalaus, en hlífðargleraugun eru vegna þess að leysi- geislinn má ekki fara í augu. Tímamynd Áml Bjama Myndin lengst til vinstri sýnir valbrá áður en meðferð hefst. Sú í miðjunni er af sama sjúklingi nokkru eftir að hann hefur fengið fyrstu meðferð og sú þriðja er tekin í lok hennar, en þá er eftir að fara eina umferð yfir til þess að ná því sem eftir er. Skuldir Flugleiða eru tæpir 17 milljarðar og vaxtakostnaður 719 milljónir á ári: HAGNAÐUR FLUGLEIDA VARD150 MILUÓNIR 150 milljón króna hagnaður varð af rekstri Flugleiða í fyrra, en árið 1990 var um 433 milljón króna hagnaður á verðlagi 1991. Sigurður Helgason, forstjóri félagsins, segir að þótt fé- lagið hafi ekki náð arðsemismarkmiðum sínum á árinu sé þessi afkoma viðunandi miðað við þær erfiðu aðstæður sem ríktu á alþjóðlegum flugrekstrí á síðasta árí. Flest flugfélög á Vestur- löndum voru rekin með halla í fyrra vegna efnahagssamdráttar og afleiðinga Persaflóastyrjaldar á ferðamannaþjónustu. Aðal- fundur Flugleiða verður haldinn á morgun. Rekstrartekjur Flugleiða árið 1991 voru 12,7 milljarðar króna en voru 12,5 milljarðar 1990 á verðlagi síðasta árs. Rekstrartekj- ur hafa því vaxið um tæp 2% að raungildi. Rekstrargjöld voru um 11,8 milljarðar króna í fyrra en voru 11,9 milljarðar árið 1990. Um 1% raunlækkun hefur því orð- ið á rekstrargjöldum. Þar munar mest um flugreksturkostnað sem hefur lækkað um 10%, fyrst og fremst vegna endurnýjunar flug- flotans. Fjármagnsgjöld hafa hækkað verulega og voru 719 milljónir króna en voru 150 milljónir árið áður. Mestu munar um gengis- hagnað sem var verulegur árið 1990 vegna falls Bandaríkjadoll- ars. Árið 1991 var söluhagnaður tæp- lega 69 milljónir króna en var rúmlega 376 milljónir króna árið 1990 á verðlagi 1991. Eigið fé Flugleiða var 4.409 milljónir í árslok 1991, en skuldir fyrirtækisins samtals um 16.729 milljónir króna. Þær eru að lang- mestu leyti til komnar vegna kaupa á flugvélum og eru tryggðar með veði í flugvélunum sjálfum. Farþegar Flugleiða í Evrópuflugi voru rúmlega 318 þúsund, eða um 2% færri en 1990. Farþegar í Norður Atlantshafsflugi voru 166 þúsund í fyrra, eða um 9% fleiri en 1990. I innanlandsflugi flutti félagið rúmlega 246 þúsund far- þega á árinu, eða 4% færra en árið 1990. í leiguflugi voru farþegar Flugleiða 43 þúsund, eða um 4% færri en árið áður. Árið 1991 var heildarfjöldi farþega 773.821 en var 780.001 árið áður. Farþegum fækkaði því milli ára um 0,8%. Á síðasta ári fækkaði farþegum hjá félögum í alþjóðasamtökum flug- félaga IATA um 4% samanborið geta því verið sæmilega sáttir við við árið á undan. Flugleiðamenn sinn hlut. -EÓ Kennslustörf óskast Ung stúlka (28 ára), sem er stúdent og búfræð- ingur, óskar eftir kennslustörfum við grunnskóla úti á landi næsta skólaár. Tilboð sendist auglýsingadeild blaðsins, Lyng- hálsi 9, Reykjavík, merkt „Atvinna 300“. Lögfræðistofa Hef opnað lögfræðistofu að Barónsstíg 5 í Reykjavík. Sími 627760, Fax 627767. Jón Sveinsson hdl. Þakka innilega gjafir og hlýjar kveðjur á 90 ára afmæli mínu 26. febrúar. Valgerður Helga Guðmundsdóttir Hjallatúni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.