Tíminn - 17.03.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.03.1992, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 17. mars 1992 54. tbl. 76. árg. VERÐiLAUSASÖLU KR. 110.- Birgðir af saltfiski safnast fyrir í landinu. Kaupendur halda að sér hönd- um og bíða eftir verðlækkun. SÍF telur orsökina augljósa: Sérleyfi Jóns Bald spilla saltfisksölu Stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda (SÍP) telur að ut- anríkisráðherra hafi skaðað saltfiskmarkaði í Evrópu með því að veita takmörkuðum hópi útvalinna aðila útflutningsleyfi. Stjórn SÍP segir að þetta valdi því að saltfiskkaupendur haldi að sér höndum við kaup á fiski þar sem þeir vonist eftir verðlækkun. Afleiðingin sé um- talsverð birgðasöfnun hjá framleiðendum. í apríl í fyrra féllst utanríkisráð- leiðingar þessara afskipta ráðuneyt- herra á sjónarmið saltfiskframleið- enda og setti reglur sem bönnuðu öðrum en SÍF útflutning á saltfiski til Evrópulanda. Reglurnar voru settar eftir umræður í 2-3 ár um hvort afnema beri einkaleyfi SÍF til að flytja út saltfisk. Stjórn SÍF seg- ir að á því ári sem liðið er frá því reglurnar voru settar hafi ráðu- neytið veitt takmörkuðum fjölda útvaldra aðila útflutningsleyfi og þannig brotið eigin reglur um út- flutning á saltfiski. SÍF telur að af- isins séu nú að koma í ljós á helstu saltfiskmörkuðum íslendinga. Sigurður Haraldsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, sagði að saltfisk- markaðirnir í Evrópu séu þröngir, fáir stórir kaupendur séu ráðandi á markaðinum. Hann sagði að þegar þessir kaupendur urðu varir við nýja útflytjendur á saltfiskmarkað- inum hafi þeir greinilega ákveðið að halda að sér höndum í von um verðlækkun. Neyslutími saltfisks á meginlandi Evrópu er frá september fram til páska. Aðalframleiðslutíminn hér heima er hins vegar mars til maí. Hingað til hafa saltfiskskaupendur keypt vöruna strax og hún hefur verið tilbúin. Þeir hafa þannig séð um að geyma saltfiskinn og greitt geymslukostnað. „Núna, þegar það eru mjög óskýrar reglur um það hvaða leikreglur koma til með að gilda í þessum viðskiptum, eru kaupendur ekki tilbúnir til að taka áhættu og eru mjög tregir til að birgja sig upp. Þetta þýðir að áhættan af birgða- söfnuninni flyst yfir á íslenska framleiðendur. Það þýðir aftur stór- kostlegan samdrátt í framleiðsl- unni og væntanlega samdrátt í sjávarplássum sem fyrst og fremst treysta á saltfiskframleiðslu. Þegar íslenskir framleiðendur geta ekki verið vissir um að losna við vöruna þá leiðir það óhjákvæmilega til þess að framleiðsla dregst saman," sagði Sigurður. Stjórn SÍF samþykkti einnig að leggja til við félagsfund SÍF að fé- lagið endurskoði afstöðu sína til sérleyfisins, sem það hefur haft í sextíu ár á útflutningi saltfiskaf- urða. Sigurður sagði að framleið- endur innan SÍF verði að ákveða hvort þeir vilja að SÍF haldi sérleyfi sínu eða ekki. Vilji menn óbreytt skipulag þessara mála verði menn að standa saman um það. Tvöfeldni gangi ekki upp. Félagsfundur SÍF hefur fimm sinnum á fjórum árum samþykkt að SÍF haldi sérleyfí sínu. -EÓ Tíminn 75ára ídag I dageru liðin nákvæmlega 75 ár frá þvi að Tíminn hóf gösgu sína, en blaðiö kom fyrst út þann 17. mars ár- iö 1917.1 tikfni dagsins verður opið hús eftir hádegi fyrir gesti og velunn- ara Tímans í húsakynnuna blaðsins að Lynghálsi 9. Einar Einarsson, fyrrver- andi trésmiður í Reykjavík, er eini nú- lifandi íslendingurinn, sem er jafn- aldri blaðsins, fæddur sama dag og fyrsta blað Tímans kom út Á niýnd- inni sjáum við unga blómarós, lörist- bjögu Fjólu Hrólfsdóttur, feera Einari blómvönd í tilefni dagsins, en hann fékk um leið gjafabréf, árs áskrift að Tímanum. -ÁG. Tímamynd Ámi Bjarna Samningaviðræður atvinnurekenda, ríkisvaldsins, ASÍ, BSRB og KÍ fara hægt af stað og Guðmundur J. er svartsýnn: „Skrautsýning með ávörpum“ í gær fór ffam fyrsti sameiginiegi samningafundur aðila vinnumarkað- arins síðan BSRB, KÍ og ríkisvaldið komu að samningaborðinu. Ráðgert hafði veríð að halda fundinn síðastlið- inn fimmtudag, en honum var frestað í tvígang vegna kröfu BSRB og KÍ um að fá að vita um hvort ríkisvaldið áformaði að skerða réttindi opinberra starfsmanna. Eftir óformleg fundarhöld um helgina tókst loks í gær að halda áðurboðaðan fund með öllum samningsaðilum. Fyrir fundinn töldu KÍ og BSRB sig hafa fengið fullvissu um að ekki stæði til að skerða réttindi opinberra starfs- manna. Fátt gerðist á fundinum í gær, en hann stóð í um tvær klukkustund- ir. „Þetta var svona skrautsýning með tilheyrandi ávörpum," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, eftir fundinn. Guðmundur er afar svartsýnn á að viðræðurnar leiði til jákvæðrar niðurstöðu. Hann sagði að vinnu- veitendur og ríkisvaldið stæðu fast saman gegn öllum launabótum í einu eða öðru formi. Meðan engin breyting yrði á þeirri afstöðu yrði ekki samið. Síðdegis í gær ræddu samnings- aðilar saman um fyrirkomulag við- ræðnanna og ákveðið var að ræða það nánar snemma í dag. Samn- ingamenn ætla síðan að koma saman við stóra samningaborðið eftir hádegið í dag. Guðmundur J. Guðmundsson Ósoneyðandi halonefní látín streyma út í andrúmsloftið úr ratsjárstöðvum. Utanrík- isráðuneytið segir: Reglur óbrotnar J hverri ratsjárstöð má ætla að sleppt hafi verið út um 450 kfió- tim af haloni af slökkvikerfum, eða samtals um 1,8 tonnum á Öllum stöðvunum. 111 saman- burðar er talið að í íslenska skipaflotanum séu um 30-40 tonn af haloni, auk þess sem aU- mörg fyrírtæki nota efuið á slökkvikerfi sín.“ Svo segir í tilkynningu frá ut- anríkisráðuneytinu um það þeg- ar ósoneyðandi efnum var sleppt út í loftið þegar eldvamakerfi ratsjárstöðvanna á Gunnólfsvík- urfialli, Bolafjalli, Miðnesheiði og Stokksnesi voru prófuð. Haloninu var sleppt út þegar slökkvikerfi stöðvanna voru prófuft á tímabiUnu nóvember 1988-febrúar 1990 en sam- kvæmt fslenskum lögum og reglugerðum og reglum Banda- ríkjahers var það ekki óheimUt að því er segir í tUkynningu ut- anríkisráðuneytisins. —sá Lá við slysi í Grindavík: BÁTUR LAGÐIST ÁHLIÐ Um miðjan dag í gær var lögregl- unni í Grindavík tilkynnt um að tíu tonna bátur væri í vandræðum í innsiglingunni í Grindavík. Hafði báturinn lagst á hliðina í innsigling- unni, en ekki kom til afskipta björg- unarsveita því báturinn komst af sjálfsdáðum að bryggju í Grindavík- urhöfn. Það var aðeins um að ræða fimm mínútna óvissu, því skammur tími leið frá því tilkynningin kom þar til önnur tilkynning kom þess efnis að allt væri í lagi. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.