Tíminn - 17.03.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.03.1992, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. mars 1992 Tíminn 9 Belgíska prinsessan sem sagöi skilið við hirðlífið Hver sá, sem hefur tekið þátt í lottói og happdraettum, hefur látið sig dreyma um hvernig lífið gæti verið — líf í frægð, auði og kannski þó fyrst og fremst mun- aði. Hennar konunglega hátign, Marie- Christine prinsessa af Belgíu, dóttir Leopolds III. kon- ungs og Liliane prinsessu, og hálfsystir Boudouins konungs, féll þetta allt í skaut við fæðingu. Samt sem áður tók hún ákvörð- un, sem fæstir í hennar stöðu hefðu kjark og þrek til að gera: hún sleit þau bönd og skyldur, sem fylgja því að vera meðlimur konungsfjölskyldunnar, til að búa sér venjulegt líf í veröldinni eins og hún reynist flestu fólki. Undanfarin tvö ár hefur Marie- Christine átt heima í Kaliforníu, rétt utan við San Diego, ásamt manni sínum, veitingamannin- um Jean-Paul Gourgues, og hundunum þeirra tveim. Hún fæddist og ólst upp í Laeken- höll í Brússel, svo að hún er komin langt frá uppruna sínum. Nú er áratugur liðinn síðan hún þrítug að aldri hleypti heimdrag- anum og gerðist landnemi í Kan- ada og voru það mikil viðbrigði eftir prinsessulífið. Hvað var erf- iðast? Ja, það er erfitt að segja hvar á að byrja. „Hvar getur mað- ur byrjað, þegar maður veit ekki einu sinni hvaða stærð af fötum maður notar? Ég gat ekki tekið leigubíl á eigin spýtur. Ég vissi ekki hvernig ætti að borga reikn- inga, vegna þess að ég vissi ekk- ert um peninga — ég hafði aldrei handleikið þá!“ segir hún. Eitt af því, sem hún þurfti að læra, er að það eru ekki allir góðir og sætir, sumir eru hreinlega bara vondir. Hún kom peningalaus til Kan- ada, þar sem hún hafði ákveðið að standa á eigin fótum. Hún þurfti þess vegna að leita sér að vinnu, en fann þá út að hún kunni til engra verka. Hún end- aði með því að verða barnfóstra, en jafnvel það var erfitt. En hvað gerir hún núna? Hún segist teikna frægt fólk, sem sér geðjast að, eftir Ijósmyndum. Hún hlustar mikið á tónlist og hefur ákaflega gaman af kvik- myndum. Þau hjónin fara oft á frumsýningar og henni þykir skemmtilegt að hitta fólk úr kvikmyndaheiminum. Það er reyndar kosturinn, sem hún sér við nýja lífið sitt að nú er hún frjáls að því að gera það sem henni þóknast. og þegar henni þóknast það. I prinsessuveröld- inni varð alltaf allt að vera vand- lega skipulagt fyrirfram. Ef hana langaði að fara út, varð hún að tilkynna það fjölda fólks, vegna þess að lífverðir voru í stöðugri fylgd hennar og bflstjórans. Marie-Christine er bara ánægð með að lifa ekki prinsessulífi lengur, svo þeir sem halda að það sé sældarbrauð, ættu kannski að hugsa sig um tvisvar. Fyrir tveim árum giftist prinsessan veitingamanninum Jean-Paul Gourgues. Marie Christine býr ásamt manni sínum og tveim hundum í Kaliforn- íu. Hún hefur áhuga á list Indíána og hefur sjálf fundiö hjá sér hæfi- leika til aö teikna. Hún hefur haldiö sýningar f Toronto og Montreal. Meistarakokkur aug- lýsir hamborgara — vegna mistaka! Franska stjörnukokknum Paul Bocuse, sem var fyrsti matreiðslu- meistari sinnar kynslóðar (hann er 65 ára) sem veitt var heiðurs- orðan franska, var ekki skemmt þegar mynd af honum var notuð á auglýsingaspjöldum McDonalds- hamborgara í Hollandi. Myndin er af meistaranum sjálf- um ásamt fjórum kokkum hans, tekin í eldhúsinu hans og fylgir með gamansöm athugasemd. Hún hafði orðið fyrir valinu hjá auglýs- ingastofu, sem vissi ekki betur og hefur játað mistökin. Fjögurra stjörnu veitingahús Bocuses, í útjaðri Lyon, er þekkt fyrir hugmyndaríka matreiðslu skv. hinni svokölluðu „frönsku línu“ og nýtur mikillar virðingar. Hann segist ætla að láta þær miskabætur, sem hann þykist viss um að fá fyrir þann mannorðs- hnekki sem hann hefur hlotið, renna til veitingaskólans sem hann hefur komið á fót í grennd við Lyon. Talsmaður hinnar frönsku aug- lýsingastofu McDonalds lýsti því yfir, eftir að hafa rætt við Iögfræð- inga (yrirtækisins, að þarna hefðu slæm mistök átt sér stað, en það hefði verið gert f góðri trú.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.