Tíminn - 17.03.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 17. mars 1992
Gjaman haldið fram að landsbyggðin hafi verið afæta á þéttbýlinu. Hagtölur sýna hið gagnstæða, sagði sjávarútvegsráðherra:
Hefðu menn ekki við annað að
styðjast en áróður Moggans ...?
„Stjómun fískveiðanna hefur verið átakaefni undangengin ár. Nú
blasir við að festa þá skipan í sessi sem smám saman hefur tekið á
sig mynd og mótast á undanfornum árum og þróa það kerfí, þannig
að það geti þjónað markmiðum um vemdun fískistofna, hagræði og
frjálsræði í atvinnugreininni.“ Þennan boðskap færði sjávarútvegs-
ráðherra, Þorsteinn Pálsson, mönnum á ráðstefnu um framtíð sjáv-
arútvegs sem nemendur Háskólans á Akureyri gengust fyrir þar
nyrðra um helgina.
Þorsteinn Pálsson.
Þorsteinn benti á að sökum mikill-
ar framleiðniaukningar vinna nú að-
eins 13% þjóðarinnar við sjávarút-
veg, sem stendur samt undir öflun
80% allra gjaldeyristekna af vöruút-
flutningi.
„Lýðskrumarar sem höfða til
hinna 87 hundraðshluta þjóðarinnar
tala gjaman með óvirðingu um full-
trúa þröngra sérhagsmuna þegar for-
ystumenn sjávarútvegs hafa kvatt sér
hljóðs til þess að ræða um málefni at-
vinnugreinarinnar. Vitaskuld snúast
öll þessi mál um hagsmuni. En á
hagsmuni hverra hefur verið hallað?
Því þarf að svara með rökum en ekki
tilfinningum. Ef menn hefðu ekki
annað við að styðjast en áróðursskrif
Morgunblaðsins, væri nærtækast að
ætla að sjávarútvegurinn hefði um
langan tíma verið afæta á hinum sem
stunda þjónustustörf í þjóðfélaginu."
Þá staðreynd að við höfum búið við
nær stöðugan viðskiptahalla í tvo
áratugi telur Þorsteinn segja mikla
sögu. „Þvert á getsakir áróðursskrif-
anna sýna hagtölur að við höfum
dregið of mikið fjármagn út úr sjáv-
arútveginum og fært til neyslunnar.
Þjóðin hefur lifað um efni fram á
kostnað sjávarútvegsins. Varðmenn
sérhagsmuna er því fremur að finna í
hópi þeirra 87 hundraðshluta þjóðar-
innar sem að meira eða minna leyti
njóta ávaxta verðmætasköpunar sjáv-
arútvegsins í öðrum greinum." Hag-
ffæðistofnun HÍ hafi leitt í ljós að
óeðlilega mikið fé hafi verið tekið út
úr sjávarútveginum. Um 50 til 60
milljarða króna vanti á að útgerðin
hafí haft eðlilega afkomu.
Þéttbýlið afétið
landsbyggðina?
„Hér er ekki einungis tekist á um
hagsmuni fiskveiða og fiskvinnslu
annars vegar og þjónustu hins vegar.
Hér er líka tekist á um hagsmuni
landsbyggðar og þéttbýlis. Því er
gjaman haldið fram að landsbyggðin
hafi verið afæta á þéttbýlinu. Hagtöl-
ur sýna hið gagnstæða."
Á meðan seðlabankar annarra
Ianda hafi gert jaftivægi í viðskiptum
að höfúðviðfangsefni sýnist Þorsteini
að Seðlabanki Islands hafi haft núll-
rekstur í sjávarútvegi að meginmark-
miði. Bankinn virðist hafa trúað því
að hallarekstur í sjávarútvegi væri
vænlegasta leiðin til að halda niðri
verðbólgu.
„En það mun koma á daginn að
jafnvægi í utanríkisviðskiptum mun
verða happadrýgri áttaviti á leið til
varanlegs stöðugleika. Framtíðar-
hagsmunir sjávarútvegs á íslandi eru
því að miklu leyti undir því komnir
að það takist að eyða viðskiptahallan-
um og koma á eðlilegu jafnvægi á
milli framleiðslu og neyslu. Nái
menn því markmiði koma menn
einnig á eðlilegu jafnvægi á milli
landsbyggðar og þéttbýlis.
„Leiðimar að þessu markmiði em
ekki einfaldar og áratuga misskipting
í hagkerfinu verður ekki leiðrétt í
einu vetfangi. En það er ekki aðeins
lífshagsmunamá! sjávarútvegsins og
landsbyggðarinnar að skekkjan verði
leiðrétt heldur er öll framþróun og
hagvöxtur í þjóðfélaginu og lífskjör
alls almennings undir því komin að
þetta takist".
Þorsteinn sagði mikið umbótastarf
framundan varðandi rekstraráhrif
sjávarútvegsins hér á landi. Sannar-
lega gætu menn þar dregið lærdóm
af reynslu nágrannaþjóðanna af pól-
itískri miðstýringu, þar sem sjávarút-
vegurinn hafi verið notaður til að
leysa byggða- og atvinnumál með
pólitískri úthlutun á kvótum og
styrkjum í skjóli vemdartolla og ým-
issa annarra styrktaraðgerða.
„Sjávarútvegsstefna Evrópubanda-
lagsins er dæmi um þetta og fjöl-
margir innan sem utan bandalagsins
hafa bent á að hún sé dæmd til að
leiða til ófamaðar. Það er eðlileg
gagnrýni á Evrópubandalagið að of-
stjóm þess með styrkjum og við-
skiptahömlum af ýmsu tagi, stjómun
fiskveiða með sóknarmarki, hafi leitt
sjávarútveginn í ógöngur, sem erfitt
verður að komast út úr.
Erum á réttri leið
,Á síðustu ámm hafa verið deilur
hér á landi hvort beita ætti aflamarki
eða sóknarmarki. Flestum er nú ljóst
að við emm á réttri leið. Við höftjm
enn ekki náð á leiðarenda enda er
fullkomnun við stjómun fiskveiða
ekki til frekar en í nokkru öðm
stjómkerfi sem við getum hugsað
okkur," sagði Þorsteinn. Vissulega sé
þörf á endurbótum núverandi stjóm-
fyrirkomulags en byltingar á því séu
ekki líklegar til þess að leysa nokkum
vanda — þvert á móti. Áhyggjur
manna af því að aflamarkskerfið geti
leitt til þess að eignarhald í sjávarút-
vegi færist á fárra hendur og leiði
þannig til samþjöppunar valds, segir
hann umhugsunarverðar. Kunni að
verða nauðsyn að setja skýrar reglur
um það að fyrirtæki sem ráði afla-
heimildum yfir tilteknu marki verði
rekin sem opin almenningshlutafé-
lög til þess að tryggja eðlilega eigna-
og valddreifingu í sjávarútveginum.
Með vissum hætti segir Þorsteinn
íslensk stjómmál hafa snúist um
skiptingu á arði fiskveiðanna. Barátta
dagsins og næstu ára snúist um það
að útvegurinn fói þá stöðu að geta
skilað þjóðinni, eiganda þessarar
auðlindar, hámarksarði. Óumdeild-
anlega beri útveginum að greiða í
sameiginlega sjóði fólksins þegar at-
vinnufyrirtækjunum hafi verið
tryggð eðlileg arðsemi. „Hvenær
menn ná því marki vitum við ekki en
ég hef bæði í gamni og alvöru sagt að
óumdeilt hljóti að vera að markinu sé
náð þegar útvegurinn hefur eignast
meirihluta í þjónustufyrirtækjum
eins og Morgunblaðinu og Eimskip.
„En hvemig á útvegurinn að greiða
þennan arð? Eðlilegast væri að gera
það í gegnum tekju- og eignaskatts-
kerfið með einum eða öðrum hætti
að mínu mati,“ sagði sjávarútvegs-
ráðherra.
- HEI
Þá hefúr Þórarinn Viöar Þórarms-
son brotið ísinn og sagt það, sem
fjölmargir hægrimenn í röðum
Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks hafa
hugsað, en ekki þorað að tala um á
mannamótum, eftir að Steingrímur
Hermannsson upphóf .Jhræðslu-
áróðurinn“ gegn EB-aðild í síðustu
kosningabaráttu. Þórarinn rill að
við sækjum um aöild að EB, svona
tfl að vita hvaða kosti okkur verður
boðið. Þetta sjónarmið Þórarins er
réttlætt með tðvísun tfl breytinga,
sem orðið hafa í þróun Evrópusam-
runans að undanfómu. Enginn
stjóramálalelðtogi hefur teldð und-
ir sjónarmið Þórarins enn sem
kotnið er, og meira að segja þeir
Davíð Oddsson og Jón Baldvin
sfanda fastir á því að ekki sé tíma-
bært aft sækja um aðfld að EB. Dav-
íð er þó mun varkárari en utanríkis-
ráðherrann og tafar eins og hann
sjái íslenskri framtíð best borgiö
utan EB. Jón Baldvin kveðst, elns
og raunar Davíð og margir fleiri,
treysta því að EES-samkomufagið
gangi í gegn. Jón vifl hins vegar Irt-
ið fuflyrða um hvaða stefhu hann
vifl taiá efEES- samningamir nást
ekkiígegn. Þóerábonumaðheyra
að einn þeirra vaikosta, sem mjög
steridega koma til greina, té sá sem
Þónurinn Viðar hefúr hgt tll, að við
sækjum um aðfld og látum á það
reyna hvort okkur bjóðast ekld við-
unandi býti innan Evrópuveldisins.
EB-aðild á dagskrá
árí eftir kosningar
Óhætt er að segja að við lifum á
mlirium breytingatímum, þvf horf-
ur eru á að utanrfldsráðherrann
muni standa frammi fyrir því fljót-
lega, jafnvel strax f næsta mánuði,
að ákveða hvort hann vifl fara leið
Þórarins eða einhverja aðra. Sú ög-
urstund rennur nefúflega upp þegar
úrslit fást i athugun EB-dómstóls-
ins á lögmæti EES-samkomufags-
ins og spá menn á ýmsa lund um
það hveraig sú niðurstaða verður.
Komi sú staða upp að dómstófl-
inn hafni evrópska efnahagssvæð-
inu, verður rétt ár liðið frá því að
Jón Baldvin iýsti því sem fjarstæðu
að í kosningunum í fyrra gætu
menn verið að kjósa um afstöðuna
til aðfldar að Ewópubandalaginu.
Eins og landsfrægt varð í kosninga-
baráttunni, lét Steingrímur Her-
mannsson, þáver-
andi forsætisráð-
herra, þau orð
falfa —- vegna yf-
iriýsinga Davíðs
Oddssonar um að
þegar og ef þar að kæmi hlytu menn
að láfa fara fram þjóðaratkvæða-
grelðslu um aðlld ísiands að EB —
að réttast væri að sú þjóðarat-
arair gerðu kjósenduin grcin fyrir
stöðu sinni í EB-málinu undan-
bragðalaust, cnda einsýnt að málið
væri allt þannig vaxið að til þýðing-
armikdlla ákvarðana gæti komið á
kjörtímabilinu. Samhliða lýsti hann
því yfir að framsóknarmenn teldu
aðfld að EB ekki koma tfl greina.
Ogreiddist Jón
Baldvin þá voðalega
Jón Baldvin brást ókvæða við
þessari tillögu og svaraði af mikflll
hneykslan og í löngu máll þeim
áburði að Alþýðuflokkurinn væri
hallur undír Evr-
ópubandalagið.
Ef Garri man
rett, gerði Jón
sér mikinn mat
úr þvf bversu fá-
ránlegt það væri að æth að gera
EB-aðild að kosningamáli, þvf slík
aðild myndi aldrei geta orðið á dag-
skrá fyrr en um eða upp úr alda-
kvæðagreiðsfa færi fram í kosning- mótum, þó ekki væri nema af
unum. Steingrímur vildi að flokk- tæknilegum ástæðum, þar sem EB
væri ekki tfl viðtals um ný aðildar-
ríki fyrrenþá.
Eitthvað virðast þær reiknings-
kúnstir utanrfldsráöherrans hafa
brugðist, því síðan hann reiknaói
þetta út eru nær aflar EETA-þjóð-
imar nema ísland komnar inn á
beinu brautina varðandi inngöngu í
EB.
Þó vissulega sé erfítt að spá um
framvinduna í alþjóðamálum á
þessum síðustu og viðburðariku
tímum, er víst óhætt að fullyrða að
Jón Baidvin hafl tekið því óþarflega
ilfa og verið óþarflega yflriýsinga-
gfaður, þegar hann neitaði því að
EB-aðfld væri á dagskrá íslenskrar
stjórnmálaumræðu, vegna þeirra
ákvarðana sem þurft gæti að taka á
kjörtímabilinu. Raunar gildir það
sama um marga af foiystumönnum
í þingliði Sjálfstæðisflokksins Uka.
Falli EES, ber að
Igósa
í ljósi þessara viöbragða krata og
sjálfstæðismanna fyrir síðustu
kosningar og í Ijósi þess að allt eins
flklegt er að EES-samningurinn
bJjóti ekki náð fyrir augum EB-
dómstóisins, hlýtur rfldsstjómin að
boða til qýrra alþingiskosninga, ef
ekkert vcrður af EES. ! þeim al-
þingiskosningum fá kjósendur þá
að taka afstÖðu tfl mismunandi
sjónarmiða stjómmálaflokkanna tfl
framtíðarskipanar tengsfa okkar við
Evrópu. Úr því Alþýðuflokkur og
Sjálfstæðisflokkur höfnuðu því að
taka aðild að EB á dagskrá þegar
kosið var í fyrra, er eðlilegt að þelr
efni tfl kosninga þegar þeir hafa
sjálfir sett hugsanlega aðild að EB á
dagskrá tslenskrar þjóðmáfaum-
ræðu. Garri
BAKÚ, Azerbajdsjan
Skærur héldu áfram I hinu stríðs-
hrjáða Nagorno-Karabakh-héraði í
gær og draga þær heldur úr
vonum manna um að síðasta
alþjóðlega friðarátakið heppnist.
Ekki voru margar klukkustundir
liðnar frá því að samningamenn
Armena og Azera höfðu í (ran ritað
nöfn sln undir samkomulag um frið
í héraðinu, en Azerar hófu að saka
Armena um vopnaðar árásir.
Vopnuð átök Armena og Azera í
Nagomo-Karabakh hafa nú staðiö
f Ijögur ár og kostað minnst 1500
manns lífið.
YEREVAN, Armeníu
Forseti Armeníu, Levon Ter-Pet-
rosyan, sagði í gær að leiðtogar
Azera og Armena myndu hittast (
Kiev á fimmtudag til aö reyna að
leysa deilur sínar.
MOSKVA
Boris Jeltsín, forseti Rússlands,
hefur tekið fyrstu skrefin í þá átt að
stofna rússneskan her. Þar með
virðist hann hafa viðurkennt að
hinu nýja samveldi hefur ekki tek-
ist að tryggja öryggi samveldisríkj-
anna 11 í vaxandi ringulreið í
austurvegi.
ERZINCAN, Tyrklandi
Björgunarsveitir fundu í gær40 lík
til viðbótar þeim, sem áður voru
fundin, í rústum húsa sem hrundu
í jarðskjálftunum í A-Tyrklandi sl.
föstudag. Þar með hafa fundist lík
um 360 manns. Tyrkneskar og al-
þjóðlegar björgunarsveitir með
sérþjálfaða hunda hafa unnið að
björgunarstörfum daga og nætur
síðan skjálftamir hófust.