Tíminn - 01.04.1992, Qupperneq 5
Miðvikudagur 1. apríl 1992
Tíminn 5
Frá David Keys fornleifafrœðingi, fréttaritara Tímans í London:
Raunverulegur „Indiana
Jones“ hefur upp á
Rannsóknir bresks rannsóknar-
manns kann að hafa leyst mestu
ráðgátu biblíunnar.
Breski blaðamaðurinn Graham
Hancock heldur því fram að eftir
fímm ára nákvæmar rannsóknir
hafí hann komist að því hvar er
niðurkominn helgasti hluturinn í
biblíunni — Sáttmálsörkin, þar
sem boðorðin tíu voru geymd.
Ráðgátan um þennan helga grip
hefur hlotið sérstaka frægð á und-
anfömum ámm vegna metaðsókn-
arkvikmyndarinnar um Indiana Jo-
nes, „Leitin að týndu örkinni".
Nú hefur breski könnuðurinn boð-
ið styrjöldum og byssukúlum birg-
inn, rétt eins og Indiana Jones, til
að leita að örkinni og á endanum
haft upp á henni á afskekktu svæði
í Eþíópíu, þar sem fólk fær hana
ekki augum litið.
Gullklædda örkin, sem gerð var að
fyrirmælum Móses fyrir 3250 ár-
um, gegndi hlutverki hásætis guðs
í Gamla testamentinu — en alltaf
hefur verið álitið að hún hafí horfið
einhvem tíma á fyrra helmingi síð-
asta árþúsunds f. Kr.
Nýju rannsóknimar, sem em í
þann mund að birtast í bókinni
„The Sign and the Seal“ hjá Hei-
nemann, gefa til kynna að örkinni
hafi verið forðað frá gleymsku þeg-
ar heiðingjar náðu Jerúsalem biblí-
unnar á sitt vald og síðan hafi gyð-
ingaprestar gætt hennar í Egypta-
landi og Eþíópíu í þúsund ár, áður
en hún komst á þann stað þar sem
Hancock álítur að hún sé nú.
Rannsóknir í ísrael,
Nílardalnum og
Eþíópíu
Eftir að hafa stundað víðtækar
rannsóknir í ísrael, Nflardalnum
og Eþíópíu, stingur hann upp á að
örkin hafi komist á endanlegan
ákvörðunarstað um suðurhluta
Egyptalands, eftir mörg ferðalög
sem alls lágu um 3000 mflna leið.
Rannsóknirnar gefa til kynna að
örkinni hafi verið komið með leynd
úr því allra helgasta úr musteri
gyðinga í Jerúsalem um 650 f. Kr.
til að hindra að hún yrði eyðilögð
eða félli í hendur heiðins konungs
- Manasseh — sem hafði komist til
valda í Júdeu. Biblíusannanir liggja
fyrir um að örkin hafi enn verið í
musterinu 701 f. Kr. þegar heitið
var á kraft hennar til að sigrast á
Assýríumönnum sem sátu um
Jerúsalem, en á árinu 626 f. Kr.
hafði hún þegar verið fjarlægð.
Um svipað Ieyti og örkinni var
bjargað frá heiðingjunum, var ann-
að gyðingamusteri reist — ekki í
Landinu helga heldur á eyju í Nfl,
sunnarlega í Egyptalandi þar sem
kallað var Elephantine, við Aswan.
Fomleifarannsóknir á þessari eyju
hafa leitt í ljós að nýienda gyðinga-
málaliða var þar og varði suður-
landamæri Egyptalands, og að gyð-
ingamusteri var byggt þar um 650
f. Kr., einmitt á sama tíma og Man-
asseh konungur var að breyta
musterinu í Jerúsalem í hof heið-
ingja.
Strangt til tekið var það guðfræði-
lega andstætt gyðinglegum kenni-
setningum að reisa gyðingamust-
eri utan Landsins helga. En trúar-
ástandið í Júdeu var orðið svo von-
laust að vikið var frá guðfræðilegri
siðvenju.
Það má halda því fram að eigi
musteri að hafa eitthvert lögmæti
verði það að hýsa örkina. Þess
vegna gat aðeins eitt musteri verið
til á hverjum tíma í sögunni frá
guðfræðilegu sjónarmiði.
Reyndar er í biblíunni eina skil-
greiningin á musteri gyðinga sú að
þar sé aðsetur sáttmálsarkarinnar.
Papírushandrit sem fúndust á EI-
ephantine (sem nú heitir Jazirat
Aswan) snemma á þessari öld leiða
líka í ljós að gyðingamir sem á
eynni bjuggu færðu dýrafómir í
musterinu, en það er siður sem
guðfræðilega krafðist þess að örkin
væri til staðar.
Handritin gefa til kynna að Egypt-
ar hafi lagt musterið á eynni í rúst
árið 410 f. Kr. — að því er virðist
vegna þess að fómir gyðinganna á
hrútum komu heiðingjunum á
staðnum í uppnám, en svo óheppi-
lega vildi til að þeir dýrkuðu hrúta!
Gyðingamir á Elephantine virðast
þá hafa flúið til suðurs og síðan
austur til Eþíópíu — með örkina.
Örkín flutt tíl
Eþíópíu
Rannsóknir Grahams Hancock á
afskekktu svæði í Eþíópíu hafa
grafið upp gamla þjóðsögu þar,
sem nýlenda munka hefur haldið
við um aldir og sýnir að örkin var í
raun flutt til Eþíópíu — til örlítill-
ar eyju í Tánavatni, þar sem eru
upptök Bláu Nflar, á síðari hluta
fimmtu aldar f. Kr.
í gömlum munnmælasögun
munkanna á Tánavatni er því hald-
ið fram að gyðingaprestar hafi gætt
arkarinnar í 800 ár á eyju sem áður
var kölluð Eyja fyrirgefningarinn-
ar. Það vekur áhuga að gullna „lok-
ið“ á örkinni var kallað „Sæti náð-
arinnar1*.
Helgasti staður hinna frægu
svörtu gyðinga í Eþíópíu, Falasha,
sem ekki alls fyrir löngu vom allir
fluttir flugleiðis til ísrael, var Eyja
fyrirgefningarinnar.
Graham Hancock, sem er sérfræð-
ingur um Eþíópíu, gerði nákvæma
rannsókn á hefðum Falasha, sem
hefur leitt í ljós ævafoma arfsögn
um að þeir hafi komið til Eþíópíu
um Aswan þar sem þeir byggðu
musteri. Reyndar kalla Falasha-
gyðingarnir musteri sín Mesgid
(staðurinn þar sem fólk leggst
kylliflatt í tilbeiðslu) — sem er ná-
kvæmlega sama orðið sem gyðing-
arnir á Elephantine nota um must-
erið sitt á papímshandritinu.
Jafhvel enn undarlegri var þjóð-
saga Falasha um mikla styrjöld í
Egyptalandi þar sem heiðin hof
vom Iögð í rúst á sama tíma og
þeirra eigið musteri stóð óhaggað.
Þessa þjóðsögu hafa papímshand-
ritin nú staðfest sem sögulega stað-
reynd. „Goðsögnin" vísar til eyði-
leggingar Cambyses Persakonungs
á egypsku hofunum á Elephantine
525 f. Kr.
Tanavatn var miðpunktur yfir-
ráðasvæðis Falasha — og á Eyju
fyrirgefningarinnar fann Hancock
þyrpingu af ævafomum fórnar-
altörum af þeirri gerð sem hefðu
verið notuð fyrir framan örkina.
800 ára viðdvöl arkarinnar á Eyju
fyrirgefningarinnar lauk þegar
Eþíópía varð kristin á fjórðu öld e.
Kr.
Til höfuðborgarinnar
Axum
Þegar kom fram á áttunda áratug
fjórðu aldar hafði örkin verið flutt
til höfuðborgar landsins Axum, þar
sem byggð var mikil kirkja, SL
María af Zion, til að hýsa hana.
f skjölum á staðnum segir að þar
hafi hún verið þar til á 10. öld, þeg-
ar Falasha — Judith drottning —
varð stjórnandi Eþíópíu og lagði
kirkjuna í rúst, en ekki fyrr en
kristnir menn höfðu flutt örkina
úr kirkjunni og falið hana á eyju í
Zwaivatni, í 400 mflna fjarlægð
suður á bóginn.
Munkar í munkaklaustri þar
sögðu Hancock söguna.
70 ámm síðar var örkinni skilað
aftur til Axum eftir að aftur var
komin á stjórn kristinna manna.
Önnur kirkja St. Maríu af Zion var
reist á 11. öld til að hýsa örkina -
en múslimastríðsherra kallaður
Ahmed hinn örvhenti eyðilagði
hana 1535. Örkinni var hins vegar
bjargað og komið í öryggi á eynni
Daga Stephanos í Tánavatni. Einni
öld síðar var hún flutt aftur til Ax-
um og þriðja kirkja St. Maríu af Zi-
on var byggð utan um hana.
En 1965 gaf síðasti keisari Eþíóp-
íu, Haile Selassie, skipun um að
sérstök ný kapella yrði byggð til að
hýsa örkina. Örkin var flutt, en
samt sem áður sá Haile Selassie
aldrei örkina né bað hann einu
sinni um að sjá hana að því er
barnabam keisarans sagði Han-
cock.
Trúarbann í Eþíópíu
á að fólk fái að sjá
örkina
í Eþíópíu er algert trúarbann á að
fólk sjái örkina. Reyndar virðast
aðeins fáir tugir einstaklinga hafa
séð hana á síðustu allmörgum öld-
um. Þeir em Verðir arkarinnar
hver á fætur öðrum, sá sem nú
gegnir því embætti er munkur á
sextugsaldri kallaður Abba Fam-
eray. Hann lýsir örkinni þannig að
hún sé gullklæddur kassi, rétt
rúmlega eins metra breiður og um
70 cm hár, og standi á fótum.
Allt til þessa hafa fornleifafræð-
ingar og sagnfræðingar einfaldlega
ekki lagt trúnað á lítt þekkta full-
yrðingu Eþíópíumanna um að örk-
in sé í fórum þeirra. Afstaða opin-
bem eþíópisku kirkjunnar hefur
alltaf verið sú að það hafi verið
Menelik sonur Salómons sem
flutti örkina þangað frá Jerúsalem
árið 1000 f. Kr. — sem sögulega
séð er óverjandi kenning.
Valkoststilgáta Hancocks, sem
studd er þessum nýju rannsóknum
hans, gæti orðið til þess að fræði-
menn fæm að endurmeta hvað
hafi orðið af hásæti guðs.
„Mér finnst röksemdafærsla hans
mjög sannfærandi. Málflutningur
hans er nákvæmur og vel rök-
studdur," segir Richard Pankhurst,
prófessor við Eþíópíurannsókna-
stofnunina við háskólann f Addis
Ababa.
„Örkin var einhver mikilvægasti
smíðisgripurinn í hinum ævafoma
heimi. Það er þess vegna mjög
mikilvægt sögulega að komast að
hvað varð um hana,“ segir hann.